Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 47
DAGBÓK
Í tilefni af 10 ára afmæli Leonardó starfsmennta-
áætlunar Evrópusambandsins stendur Landsskrifstofa
Leonardó fyrir hátíðardagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur
fimmtudaginn 19. maí kl. 14:00 - 16:30.
Litið verður yfir farinn veg í máli og myndum og
kynnt þau áhrif sem Leonardó áætlunin hefur haft hér á
landi síðastliðin 10 ár. Í lok dagskrár afhendir
afmælisbarnið verðlaun í Leonardó samkeppninni um
myndverk eða hlut sem byggir á hönnun eða verkum
Leonardo da Vinci.
Afmælisdagskráin verður send beint út á www.leonardo.is
Afmælisdagskrá í Ráðhúsinu
Verkin sem bárust í Leonardo samkeppnina verða til
sýnis í Ráðhúsinu dagana 19. – 22. maí.
Laugardagur
kl. 12:00 Sr. Þórhallur Heimisson flytur erindið
Leyndardómur da Vinci lykilsins afhjúpaður
Sunnudagur
kl. 14:00 Stefán Pálsson, sagnfræðingur flytur erindið
Vísindamaðurinn Leonardo da Vinci
kl. 15:00 Nemendur í Listdansskóla Íslands sýna
verðlaunaatriði úr evrópskri keppni í danssmíði
Nánari upplýsingar um afmælishátíðina er að finna á vef
Landsskrifstofu Leonardó, www.leonardo.is
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Bingó, upplestur,
fjöldasöngur og ball 20. maí kl. 14.
Allir velkomnir.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids í dag kl.13 Félagsvist kl.20.
Fræðsluferð í Hveragerði, föstudag-
inn 20. maí, brottför kl. 9.30. Skoðuð
starfsemi Heilsustofnun NLFÍ og
Garðyrkjuskóla, skráning í s. 588-
2111. Dagsferð 21. maí Kjós og Hval-
fjörður, Þórufoss, Reynivellir, Saur-
bær. Brottför kl.13, skráning í s. 588-
2111.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30
helgistund í samstarfi við safn-
aðarstarf Fella og Hólakirkju, kl. 12.30
spilasalur og vinnustofur opnar. Veit-
ingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi
Bergi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi, kl. 9,
leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.20, gler-
bræðsla kl. 13, opið hús í boði sjálf-
stæðisfélaganna í Hafnarfirði kl. 14.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
búta- og brúðusaumur hjá Sigrúnu kl.
9–13, boccia kl.10–11, hannyrðir hjá
Halldóru kl. 13–16.30, félagsvist
kl.13.30 kaffi og nýbakað. Böðun
virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Vorsýning hefst á morg-
un, föstudag 20. maí, kl. 13–16 og er
einnig opin laugardag og sunnudag á
sama tíma. Kaffi, kökur og uppá-
komur alla dagana. Upplýsingar í
síma 568-3132.
Norðurbrún 1 | Handverkssýning,
sýning á munum sem unnir hafa verið
í félagsstarfinu í vetur verður sunnu-
daginn 22. og mánudaginn 23. maí kl.
14–17 komið með gesti skoðið fallegt
handverk og kynnið ykkur þá þjón-
ustu sem í boði er, allir velkomnir.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12. Léttur hádeg-
isverður á eftir.
Bústaðakirkja | Sumarferð starfs
aldraðra í Bústaðakirkju verður mið-
vikudaginn 25. maí. Farið verður frá
kirkjunni klukkan 11.00. Áætluð heim-
koma er um klukkan 17.00.– Skráning
hefst þriðjudaginn 17. maí. Nánari
upplýsingar veita kirkjuverðir Bú-
staðakirkju í síma 553 8500.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl.
10.00. Bænastund kl. 12.10. ( sjá nán-
ar www.digraneskirkja.is).
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | ELD-
URINN „fyrir fólk á öllum aldri“, sam-
veran byrjar kl. 21.00. Lofgjörð, vitn-
isburðir og kröftug bæn. Allir
velkomnir. www. gospel.is.
Langholtskirkja | Vorferð Kven-
félagsins verður farin 26. maí kl. 15.
Farið verður um Suðurnes með leið-
sögumanni og snæddur kvöldverður í
Duus Húsi. Ferð og matur kostar
3.300 kr. fyrir félagskonur en 4.300
kr. fyrir gesti. Allir eru velkomnir.
Skráning er hjá Brynju (899 7708)
og Margréti L (698 5485) fyrir 23.
maí.
Laugarneskirkja | Kl. 12.00 Kyrrð-
arstund í hádegi. Gunnar Gunnarsson
leikur á orgel kl. 12.00–12.10. Léttur
málsverður í safnaðarheimilinu á eft-
ir. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt. Kl.
17.30 KMS (14–20 ára) Æfingar fara
fram í Áskirkju og Félagshúsi KFUM &
K við Holtaveg.
Neskirkja | Samtal um sorg. Í hádeg-
inu á fimmtudögum kemur fólk sam-
an í kapellu kirkjunnar til að ræða
sorg sína eða bara til að hlusta á aðra
tjá sig. Fundirnir hefjast stundvíslega
kl. 12.05 og þeim lýkur rétt fyrir kl. 13.
FIMMTÁN af nemendum Söngskól-
ans í Reykjavík halda einsöngs-
tónleika í tengslum við framhalds-
próf í einsöng samkvæmt nýrri
íslenskri námskrá, ásamt með því að
ljúka alþjóðlegum 8. stigs prófum í
söng frá The Associated Board of
The Royal Schools of Music.
Tónleikarnir, sem eru sjö talsins,
fara allir fram í Tónleikasal Söng-
skólans í Reykjavík, Snorrabúð,
Snorrabraut 54. Píanóleikarar með
söngvurum eru allir úr röðum kenn-
ara skólans.
Tónleikaröðin hófst á þriðjudag-
inn þar sem Dagbjört Jónsdóttir
sópran, Iwona Ösp Jagla, píanó og
Margrét Einarsdóttir, sópran og
Hólmfríður Sigurðardóttir, píanó,
fluttu. íslensk og erlend sönglög.
Annað kvöld kl. 20 eru það Hrafn-
hildur Ólafsdóttir, sópran, Rannveig
B. Þórarinsdóttir, sópran og Kol-
brún Sæmundsdóttir spilar undir á
píanó. Á efnisskránni eru dúettar úr
verkum Mozarts, söngvar úr smiðju
Leonards Bernstein, Andrews Lloyd
Webber og Kurts Weill og aríur úr
óperum eftir Verdi og Puccini.
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir,
sópran, Hulda Sif Ólafsdóttir, sópr-
an og Kolbrún Sæmundsdóttir, pí-
anó, flytja bréfdúettinn úr Brúð-
kaupi Fígarós eftir Mozart og dúett
úr Lakmé eftir Delibes, aríur dúkk-
unnar úr Ævintýrum Hoffmans eftir
Offenbach og prímadonnunnar úr
Leikhússtjóranum eftir Mozart og
einnig söngva úr Show Boat eftir
Kern. Tónleikarnir verða laug-
ardaginn 21. maí kl. 14.
Sunnudaginn 22. maí kl. 15 syng-
ur Guðbjörg Björnsdóttir, sópran og
Lára S. Rafnsdóttir spilar undir á pí-
anó. Einnig syngur Kristín Þóra
Haraldsdóttir, sópran og Elín Guð-
mundsdóttir leikur undir.
Tónleikarnir hefjast á dúett;
„trompetsöng“ eftir Purcell og þær
syngja dúetta eftir Rossini og Moz-
arts. Þær flytja einnig ítölsk, nor-
ræn, frönsk og þýsk ljóð og aríur úr
óperum og óperettum, m.a. aríu
Adele úr Leðurblökunni.
Gréta Hergils, sópran, Thelma
Hrönn Sigurdórsdóttir, sópran og
Iwona Ösp Jagla, píanó og Magnús
Guðmundsson, tenór og Lára S.
Rafnsdóttir, píanó, eru með tónleika
mánudaginn 23. maí kl. 20.
Þar verða í boði söngvar úr My
Fair Lady, Porgy og Bess og Annie
get your gun; “Anything you can
do…“ Einnig aríur og dúettar m.a.
úr La Traviata eftir Verdi og La
Bohéme og Madame Butterfly eftir
Puccini.
Þriðjudaginn 24. maí kl. 20 munu
Guðrún Árný Guðmundsdóttir, sópr-
an, Þórunn Vala Valdimarsdóttir,
sópran og Iwona Ösp Jagla, píanó,
flytja aríur og dúetta úr verkum
Bachs og Handels, söngleikjalög eft-
ir Kern, aríur og dúetta úr óperum
eftir Mozart, Puccini, Weber og
Menotti. Með þeim koma einnig
fram Gróa Margrét Valdimars-
dóttir, fiðluleikari og Þorgerður
Hall, sellóleikari.
Miðvikudaginn 25. maí kl. 20
syngja Fjóla Dögg Halldórsdóttir,
mezzósópran og Jana María Guð-
mundsdóttir, sópran og Kolbrún Sæ-
mundsdóttir leikur undir. Á efnis-
skránni eru m.a. Sumarjazz eftir
Guðmund Hreinsson, Söngvar Sól-
veigar eftir Hjálmar H. Ragnarsson
og Hjarðmærin eftir Ragnar H.
Ragnar ásamt aríum og dúettum úr
söngleikjum, óperettum og óperum.
Útskriftarnemendur Söngskólans í Reykjavík, talið frá vinstri, fremsta röð; Margrét, Guðbjörg, Rannveig, Fjóla
Dögg, Dagbjört. Miðröð: Kristín Þóra, Gréta, Hrafnhildur, Guðrún Árný, Hanna Þóra. Aftasta röð: Jana María,
Hulda Sif, Þórunn Vala, Magnús og Thelma Hrönn.
Útskrift hjá Söngskólanum í Reykjavík
SÝNINGU Báru ljósmyndara, Heit-
ir reitir, lýkur sunnudaginn 22.
maí. Sýningin er í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur Grófarhús, Tryggva-
götu 15, 6. hæð.
Opið er frá kl. 12–19 virka daga,
en kl. 13–17 um helgar. Aðgangur
er ókeypis.
Sýningu lýkur
LISTAMAÐURINN Helgi Sigurðs-
son er með sýningu á Mokka-Kaffi.
Sýningin hefur yfirskriftina „multi-
mania“ en verkin eru máluð í tölvu,
prentuð á hágæða ljósmyndapappír
og felld inn í einfalda svarta ramma.
Þetta er sjöunda einkasýning Helga
en hún stendur til 12. júní.
„Multimania“
á Mokka