Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 48

Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 - Síðasta sýning HÉRI HÉRASON snýr aftur - Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20, Fö 20/5 kl 20 - UPPSELT, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - UPPSELT, Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20, Su 29/5 kl 20, Fi 2/6 kl 20, Fö 3/6 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 Síðustu sýningar DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 - Síðustu sýningar TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fö 20/5 kl 20 Síðasta sýning KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 22/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 4/6 kl 14 - UPPSELT, Su 5/6 kl 14 - UPPSELT, Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 THE SUBFRAU ACTS – GESTALEIKSÝNING The paper Mache og Stay with me Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 RAMBÓ 7 FRUMSÝNING Í KVÖLD - UPPSELT! Í kvöld fim. 19/5 örfá sæti laus, sun. 29/5 Allra síðasta sýning - Sigurður Pálsson Fös. 20/5 örfá sæti laus, sun. 22/5 uppselt. Síðustu sýningar í vor. 7. sýn. lau. 21/5, 8. sýn. fim. 26/5 nokkur sæti laus, 9. sýn. fös. 3/6, 10. sýn. lau. 11/6, 11. sýn. sun. 12/6. - H.C. Andersen Sun. 22/5 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 28/5 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 5/6 kl. 14:00. Síðustu sýningar í vor. - Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 27/5, lau. 28/5, lau. 4/6 nokkur sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6. Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana. - Jón Atli Jónasson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson og Viðar Hákon Gíslason Lýsing: Hörður Ágústsson Leikmynd: Ólafur Jónsson Búningar: Þórunn E Sveinsdóttir Myndvinnsla: Árni Sveinsson Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson Leikarar: Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson Frumsýning í kvöld fim. 19/5 uppselt, sun. 22/5 örfá sæti laus, fös. 27/5, lau. 28/5 - Söngdagskrá úr samnefndum söngleik Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00. Miðasalan á Bókasafni Héraðsbúa. Opið alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546 - Bigir Sigurðsson - Marina Carr Gul tónleikaröð #7 Hljómsveitarstjóri ::: Gintaras Rinkevicius Einleikarar ::: Einar Jóhannesson og Dimitri Ashkenazy Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Þrír Tékkar og tvær klarínettur HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 Efnisskrá tónleikanna er altékknesk, þó lokaverkið beri með sér and- blæ frá Vesturheimi. Moldá eftir Smetana og 9. sinfóníu Dvoráks er óþarfi að kynna enda tvö af vinsælustu verkum sögunnar. Í klarínettukonsert Krommers leiða saman hesta sína tveir blásarar á heimsmælikvarða, Dimitri Ashkenazy og Einar Jóhannesson. Bedrich Smetana ::: Moldá Franz Krommer ::: Konsert fyrir tvær klarínettur Antonín Dvorák ::: Sinfónía nr. 9, „Frá nýja heiminum“ˇ ˇ ˇ ALLRA KVIKINDA LÍKI SÍÐUSTU SÝNINGAR Fim 19/5 kl. 20 Fim 19/5 kl. 22 Fös 20/5 kl. 24 Sun 22/5 kl. 20 LEIKFÉLAG KÓPAVOGS „... Frábærlega vel útfærð og allveg myljandi fyndin.“ Þ.T. Mbl. „... tveimur orðum sagt mígandi fyndin [sýning]“ Á.G. leiklist.is midasala@kopleik.is s: 5541985 Unnið upp úr VIZ Leikstj. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og Hrund Ólafsdóttir Stranglega bannað börnum sýnir ENGINN MEÐ STEINDÓRI - fjölskyldusplatter í Möguleikhúsinu Föstud. 20. maí kl. 20.00. Sunnud. 22. maí kl. 20.00. Föstud. 27. maí kl. 20.00. Laugard. 28. maí kl. 20.00. Aðeins þessar sýningar! Miðasala í s. 551 2525 og á www.hugleikur.is Sýningin hentar ekki börnum. ÞAÐ ER morgunn í íbúð í Reykja- vík. Maður á þrítugsaldri vaknar við símtal um að bróðir hans sé týndur í Bosníu. Þar sem hann stendur nývaknaður og meltir það kemur stelpa á svipuðum aldri nið- ur, vinkona föður hans – pip- arsveinsins. Æskuvinur hans Pési mætir í heimsókn og smám saman dettur botninn úr deginum. Svona lýsir Jón Atli Jónasson leikskáld upphafi nýjasta leikrits síns, Rambó 7, sem frumsýnt verð- ur á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins í kvöld. „Þegar ég skrifaði þetta leikrit var ég að reyna að fanga ákveðið andrúmsloft sem mér finnst vera einkennandi hjá ungu kynslóðinni í Reykjavík,“ út- skýrir hann. „Þessar persónur sem þarna koma fyrir eru fulltrúar hennar – og í raun bara fólk sem ég hef hitt í Reykjavík. Mér fannst gaman að setja það saman í pott og sjá suðuna koma upp.“ Rökrétt framhald Hér er sem sagt um íslenskt samtímaleikrit að ræða, og segir Jón Atli að fyrir sér sé verkið rök- rétt framhald af því sem hann hef- ur áður fengist við. „Ég hef skrifað leikrit um Smáralindina, um fíkni- efnaneytendur, um sjómenn – ég skrifa yfirleitt um íslenskan sam- tíma. Og núna er ég að skrifa um ungt fólk.“ Hann segir mikilvægt að tekist sé á við samtímann í leikhúsi – mikilvægast raunar. „Það er það sem leikhús ætti að gera miklu meira af. Mér finnst almennt að við séum farin að líta á leikhúsið eins og íþróttakeppni,“ segir hann. „Þegar maður les umfjallanir um leiklist og leikdóma hljómar allt eins og lýsing á knattspyrnuleik – ljósin komu í mark fyrst og svo skoraði hljóðið og leikurinn.“ Leikrit til útlanda Jón Atli hefur vakið þó nokkra athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikil skrif. Meðal verka hans eru Draugalest sem sýnt var í Borgarleikhúsinu og Brim sem Vesturport setti upp, en sú sýning var valin til sýningar á Leiklist- artvíæringnum í Wiesbaden sem helgaður er nýjum verkum evr- ópskra leikskálda og hyggur á enn frekari ferðalög, meðal annars á leiklistarhátíðina í Tampere í Finn- landi og á Goldenmask-leiklistarhá- tíðina sem Listaleikhúsið í Moskvu stendur fyrir í september. Þá hefur Jón Atli ennfremur fengist við rit- un kvikmyndahandrita og ritar meðal annars handritið að Strák- arnir okkar ásamt Robert Douglas, sem frumsýnd verður á næstunni. Það er einnig líklegt að Rambó 7 eigi eftir að feta í sömu gæfulegu fótspor og fyrri verk Jóns Atla, því sýningarréttur að verkinu á þýsku hefur þegar verið seldur til einnar stærstu umboðsskrifstofu leik- skálda í Þýskalandi. Þó er ekkert farið að skýrast um hvar og hve- nær það fer á fjalirnar í þýskum leikhúsum. „Þeir eru bara farnir að ýta því að leikhúsunum,“ segir Jón Atli. Hópurinn sem kemur að sýning- unni í Þjóðleikhúsinu, þar á meðal leikararnir fjórir, leikstjórinn og leikskáldið, hefur verið tengdur leikhópnum Vesturporti – þeim er sýndi Rómeó og Júlíu í London eins og alkunna er – um nokkurt skeið. Flestir aðstandendur sýn- ingarinnar stíga hins vegar sín fyrstu skref í Þjóðleikhúsinu í Rambó 7. Jón Atli segist verða var við ákveðin kynslóðaskipti í ís- lensku leikhúslífi um þessar mund- ir, ekki síst með tilkomu nýs Þjóð- leikhússtjóra, Tinnu Gunnlaugsdóttur. „Það er svolítið sérstakt ástand í húsinu núna,“ segir hann. „Og við í hópnum erum að læra á það og kynnast þeim sem vinna hér. Það er visst ævintýri fyrir okkur.“ Hann segir gott að koma inn í Þjóðleikhúsið, þar sé aðbúnaður allur vandaður og frábær tækni fyrir hendi. „Þetta er svona dóta- kassi sem er mjög gaman að kom- ast í. En vinnubrögðin eru ekkert öðruvísi, nema helst að Nína þarf ekki að keyra um allan bæ að leita sér að kjól – það er einhver sem vinnur bara við það. En í grunninn er metnaðurinn sá sami, og við slökum síður en svo á,“ segir hann. Jón Atli segist vonast til að ungt fólk komi að sjá sýninguna. „Vegna þess að ég held að leikhúsið hafi á vissan hátt gleymt unga fólkinu,“ segir hann. „Og leikhús á að vera fyrir alla aldurshópa.“ Leiklist | Rambó 7, nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónasson, frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins Mikilvægast að fjalla um samtímann Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Rambó 7 heitir nýtt verk Jóns Atla Jónassonar sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæðinu í kvöld. „Ég var að reyna að fanga ákveðið andrúmsloft sem mér finnst vera einkennandi hjá ungu kynslóðinni í Reykjavík,“ segir Jón Atli. Eftir: Jón Atla Jónasson. Leikendur: Gísli Örn Garð- arsson, Nína Dögg Filipp- usdóttir, Ólafur Egill Egilsson og Ólafur Darri Ólafsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirs- son og Viðar Hákon Gíslason Myndvinnsla: Árni Sveinsson Leikmynd: Ólafur Jónsson Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir Lýsing: Hörður Ágústsson Leikstjórn: Egill Heiðar Anton Pálsson Rambó 7 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Þar sem konurnar versla smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.