Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 2

Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 2
2 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný ljóðabók Gyrðis edda.is Stefnubreyting í lífskreppu Umfram allt að slaka á einsog trén. Fella laufin í vetur, fá svo ný og betri lauf næsta vor, mæta sólinni í ferskleika Það er eina leiðin Gyrðir Elíasson INGIBJÖRG VANN ÖSSUR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær. Hún hlaut 66,6% atkvæða en mótfram- bjóðandi hennar, Össur Skarphéð- insson hlaut 33% atkvæða. Á milli 1.400 og 1.500 manns sitja landsfund Samfylkingarinnar í Egilshöll. Karzai harðorður Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, er allt annað en sáttur með fréttir þess efnis að bandarískir her- menn hafi misþyrmt föngum í Afg- anistan. Hann krafðist þess í gær að bandarísk stjórnvöld refsuðu hverj- um þeim liðsmanni Bandaríkjahers sem sekur hefði gerst um misþyrm- ingar á föngum. Karzai hélt í gær í opinbera heimsókn til Bandaríkj- anna og sagði hann fyrir brottförina frá Kabúl að hann myndi taka þetta mál upp við ráðamenn í Washington. 70% aukning á áratug 2,5 milljónir ferðamanna heim- sóttu Ísland á liðnum áratug og nem- ur aukning í íslenskri ferðaþjónustu 70% á árunum 1995–2004. Aukningin í ferðaþjónustu á heimsvísu var á sama tímabil 24%. Talið er að 4 millj- ónir ferðamanna hafi heimsótt Ís- lands sl. hálfa öld, að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra. Minni munur á framfærslu Munur á lífeyri og lágmarks- framfærslukostnaði hefur minnkað á síðustu fimm árum skv. samanburð- arrannsóknum Hörpu Njáls fé- lagsfræðings. Mest minnkar mun- urinn hjá hjónum á örorkulífeyri úr rúmum 31 þúsund krónum árið 2000 í 5 þúsund krónur nú. Taldir af í Andesfjöllum Næsta öruggt er talið að 41 her- maður, sem saknað er eftir kaf- aldsbyl í Andes-fjöllum um miðja viku, sé látinn. Þegar hafa lík þrett- án hermanna fundist. Mennirnir voru hluti af 433 manna hersveit er var við æfingar í Andes- fjöllum þegar kafaldsbylurinn skall yfir. Ættingjar hermannanna eru margir ævareiðir og hafa gagnrýnt yfirmenn hersins fyrir að hafa staðið fyrir æfingum á þessum tíma og við þessi veðurskilyrði. Þremur yfir- mönnum hersins hefur verið vikið úr starfi vegna málsins. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Reyðarfjörður | Á átta mánuðum hefur verktakafyrirtækið Suð- urverk náð merkum áfanga í mannvirkjagerð við Fjarðaáls- verkefnið á Reyðarfirði. Í fréttatilkynningu frá Bechtel segir að Suðurverk hafi nú flutt til 3 milljónir rúmmetra af grjóti og jarðvegi og á þeim tíma náð merkum áfanga í ör- yggismálum. Miðvikudaginn 18. maí náði fyrirtækið þeim áfanga að vinna 250.000 vinnu- stundir án þess að missa úr eina einustu vegna slysa eða óhappa. Það þýðir að enginn starfsmaður hefur þurft að vera frá vinnu í 250.000 vinnu- stundir vegna óhappa eða slysa hjá fyrirtækinu. „Þetta er frábært afrek hjá íslensku verktakafyrirtæki og í raun einstakt í mannvirkjagerð á Íslandi,“ sagði Eyjólfur Sæ- mundsson, forstjóri Vinnueftir- litsins, við athöfn á fram- kvæmdasvæði Fjarðaálsverk- efnisins. Eyjólfur og Árni Jóhannsson frá Samtökum iðn- aðarins fluttu starfsmönnum Suðurverks kveðjur í tilefni áfangans en þeir fengu afhent- an minjagrip af þessu tilefni. 250 þús- und vinnu- stundir án óhappa UNNUR Birna Vilhjálmsdóttir var í fyrrakvöld valin ungfrú Ísland árið 2005 en Unnur, sem er 21 árs gömul, var einnig valin fegurðardrottning Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Ingunn Sigurpálsdóttir, tvítug úr Garðabæ, varð í 2. sæti og Margrét Elísa Harðardóttir, 24 ára úr Reykjavík, varð í þriðja sæti. Unnur Birna fékk flest atkvæði í símakosningu áhorfenda SkjásEins og hún fékk einnig flest atkvæði í kosningu FM 957. Þá var hún valin ljósmyndafyrirsæta ársins og Nina Ricci og LCN stúlkan. Margrét Elísa var valin Oroblu og NEXT stúlkan og Kristín Lind Andrés- dóttir var valin vinsælasta stúlkan. Foreldrar Unnar Birnu eru Vilhjálmur Skúlason og Unnur Steinsson, sem var valin ungfrú Ísland árið 1983. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, ungfrú Ísland árið 2005, ásamt Ingunni Sigurpálsdóttur, 20 ára úr Garðabæ, sem varð í 2. sæti og Margréti Elísu Harðardóttur, 24 ára úr Reykjavík, sem hafnaði í þriðja sæti. Unnur Birna ungfrú Ísland BRÝNT er að efla náms- og starfs- ráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum til að sporna við miklu brottfalli nemenda í framhaldsskólum. Sam- kvæmt íslenskum rannsóknum er áætlað að hlutfall nemenda sem ekki ljúka framhaldsskólanámi eða form- legu námi sé nú rúm 40%. Jónína Kárdal, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa, bendir á að ef til styttingar á framhaldsskóla- námi komi sé mjög mikilvægt og brýnt að efla náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðslu. „Í gegnum skólakerfið eru ung- mennin alltaf að taka ákvarðanir og til þess að ákvarðanir verði farsælar þarf að koma til kynning á at- vinnulífinu og vinnumarkaðn- um, þannig að þau viti hvaða val þau hafa fyrir hendi. […] Það sem stendur okk- ur fyrir þrifum sem störfum í stéttinni er að við höfum þekkingu á skólakerfinu og þeim námsleiðum sem í boði eru, en okkur vantar upp- lýsingar sem tengjast vinnumark- aðnum til þess að fólk eigi auðveld- ara með að átta sig á hvernig hann muni þróast.“ Jónína segir að þar þurfi að koma til samstarf atvinnu- rekenda, stjórnvalda og fleiri aðila. Þess má geta að þingmenn úr röð- um Framsóknarflokks, Samfylking- ar og Vinstri grænna lögðu fram á Alþingi í vor þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að kannað verði gildi og gagnsemi þess að auka náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum. Brottfall nemenda er vandamál víðar. Í Bretlandi er talið að hver einstaklingur, 16-19 ára, sem ekki er í skóla, vinnu eða hefur lokið starfs- þjálfun kosti skattgreiðendur 98.000 pund (sem samsvarar 12,5 milljónum króna). Félag náms- og starfsráðgjafa stóð í liðinni viku fyrir námstefnu í Háskóla Íslands þar sem flutt voru margvísleg erindi sem lúta að sviði náms- og starfsráðgjafa. Brýnt að efla náms- og starfsráðgjöf í skólum Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is Jónína Kárdal PAR á þrítugsaldri sem grunað er um margítrekuð bílainnbrot í Reykjavík að undanförnu var handtekið og úrskurðað í viku gæsluvarðhald í fyrradag. Maður- inn er þekktur að afbrotum, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Talið er að fólkið hafi brotist inn í allt að 30 bíla um hábjartan dag á bílastæðum við sundstaði og í Háa- leitishverfi. Á fimmtudag sást til fólksins brjótast inn í bíl við Ár- bæjarlaug og var lögreglan látin vita. Fólkið var á eigin bíl en komst ekki langt því lögreglan stöðvaði förina við Rauðavatn þar sem tals- vert af þýfi fannst í bíl fólksins. Málið er komið í rannsókn lög- reglunnar. Handtekin vegna fjölda bílainnbrota LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði í fyrrinótt för bifreiðar sem mældist á 162 km hraða á þjóðvegi eitt skammt austan bæjarins. Ökumaðurinn reyndist vera sautján ára og hafði fengið prófið í apríl. Má hann búast við að verða án prófsins um tíma og verða gert að greiða nokkra tugi þúsunda króna í sekt. Þá stöðvaði Selfosslögreglan 10 aðra ökumenn fyrir hraðakstur í fyrrinótt og í Reykjavík voru 60 sektaðir í síðustu viku í eftirlitsher- ferð í Bústaðahverfi. Tekinn á 162 km hraða REKSTRARTEKJUR Rafmagns- veitna ríkisins (RARIK) jukust um 8,7% á árinu 2004 samanborið við ár- ið á undan. Þetta er mun betri af- koma en á undanförnum árum, og skýrist hún að langmestu leyti af aukningu í orkusölu, auknum tekjum af tengigjöldum, aukinni verksölu og gengishagnaði. Þetta kemur fram í skýrslu um starfsemi RARIK sem kynnt var á ársfundi fyrirtækisins í fyrradag. Í skýrslunni kemur fram að rekstrar- tekjur á árinu 2004 voru 6.431 millj- ónir króna, en þær voru 5.918 á árinu 2003. Rekstrargjöld hækkuðu hins vegar úr 4.753 milljónum króna í 4.927 milljónir. Í árslok 2004 voru skammtímaskuldir RARIK 1.749 milljónir króna, og höfðu hækkað um 463 milljónir króna á árinu. Afkoma RARIK batnar Í dag Sigmund 8 Minningar 42/44 Fréttaskýring 8 Myndasögur 56 Sjónspegill 32 Dagbók 56/58 Forystugrein 34 Víkverji 56 Reykjavíkurbréf 34 Leikhús 60 Hugsað upphátt 39 Bíó 62/65 Umræðan 40/47 Sjónvarp 66 Bréf 47 Staksteinar 67 Hugvekja 48 Veður 67 * * *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.