Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 6
Qingdao | Íslendingar hafa í auknum
mæli unnið fisk í Kína á undanförn-
um árum. Sjóvík lætur vinna um 20
þúsund tonn á ári í Asíu og hyggur á
aukna starfsemi í Kína, ekki aðeins í
fiskvinnslu, heldur einnig fiskeldi. Á
föstudag heimsótti Ólafur Ragnar
Grímsson forseti frystihús, sem
Sjóvík rekur í borginni Qingdao í
Shandong-héraði. Qingdao er mikil
fiskvinnsluborg og þar er einnig mik-
il útflutningshöfn.
Ellert Vigfússon, framkvæmda-
stjóri Sjóvíkur, fylgdi forsetanum og
um 40 manns, sem voru í fylgd með
honum, um frystihúsið eftir að allir
höfðu sett á sig hárnet og grímu fyrir
vit sér, klæðst hvítum sloppum,
þunnum gúmmíhönskum og farið í
stígvél. Í frystihúsinu stóð starfsfólk-
ið þétt saman og vann hratt. Allt er
baðað skæru ljósi þannig að vel sjáist
til og ekkert fari til spillis. Fólkið leit
varla upp þrátt fyrir fjölmennið og
lét ekki forsetaheimsókn og atgang
ljósmyndara og kvikmyndatöku-
manna trufla sig, hvort sem verið var
að tína bein úr flökum eða snyrta
þau.
Ellert sagði í samtali við Morgun-
blaðið að Sjóvík ræki fimm fisk-
vinnslur í Kína og tvær í Taílandi og
samtals framleiddu þær um 20 þús-
und tonn af fiski. „Ávinningurinn af
því að vera hér er náttúrlega að
vinnulaun eru lág og hvort sem okkur
líkar betur eða verr eru Kínverjar að
gera þetta sjálfir og ef við ekki tökum
þátt í því þá missum við af þeirri
lest,“ sagði hann. „Við töldum rétt að
hella okkur út í þetta, nýta okkur
okkar þekkingu í sjávarútvegi, sem
er meiri en Kínverja, það er klárt.“
Vöxtur starfsemi Sjóvíkur í Asíu
hefur verið hraður og Ellert segir að
vel komi til greina að vaxa meira.
„Við höfum skoðað þann möguleika
að eignast frystihúsin,“ sagði hann.
„Við sjáum líka gríðarlegt tækifæri í
eldisfiski í Kína. Ákveðnar tegundir
hafa verið að vaxa mikið, til dæmis
beitarfiskur og leirgedda, sem mikið
er borðaður í suðurríkjum Banda-
ríkjanna, og ákveðin tegund rækju.
Við opnuðum núna í apríl skrifstofu í
Suður-Kína til þess að finna hráefni
fyrir verksmiðjur okkar í Ameríku og
við ætlum okkur stóra hluti í þessum
tegundum vegna þess að þetta er
þróunin. Við erum ekki með tíma-
ramma á þessu, en á síðasta ári tók-
um við út stöðuna og á þessu ári var
skrifstofan opnuð. Við gerum þetta
ekki með neinum látum, heldur tök-
um þetta skref fyrir skref. Síðan er
ljóst að við munum fara út í frekari
vinnslu í Kína á því sem er mannfrekt
og munum hagræða í okkar vinnslum
í Ameríku. Það er ljóst.“
Ellert sagði að einn kosturinn við
að vinna hráefnið í Kína væri betri
nýting þess. „Eins og við sáum þarna
inni er beinagarðurinn fjarlægður
með því að taka eitt og eitt bein og
tína þau úr vegna þess að við getum
það og launin eru lág og bara með því
bætum við nýtinguna um fjögur pró-
sent.“
Að sögn Ellerts er allt hráefnið
nýtt. „Beinagarðurinn og roðið er
selt hér og nýtt í mjöl,“ sagði hann,
„hitt er selt til Bandaríkjanna og
Evrópu“.
Stendur til að
sameina starfsemi
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hefur einnig rekið starfsemi með
svipuðum hætti í Kína og lætur vinna
fisk í frystihúsum í Qingdao. Sjóvík
og SH sameinuðust í fyrrahaust, en
starfsemin er þó enn aðskilin. Ellert
sagði að til stæði að sameina þetta.
„Ég get ekki úttalað mig um það
núna hvernig, en það verður gert,“
sagði hann. „Við munum auðvitað ná
fram þeim samlegðaráhrifum, sem
við stefndum að, og Asía var einn
þáttur í því. Við munum fara í þetta á
næstunni. Hluthafafundir verða
haldnir í lok maí. Þá verður endan-
lega gengið frá sameiningunni og
hægt að byrja á samlegðarmálun-
um.“
Sjóvík hóf starfsemi í Taílandi
1998 og 2002 í Kína. Fyrirtækið rek-
ur starfsemina í Kína og á hráefnið,
en á ekki frystihúsin. „Eigendur
þeirra sjá um að ráða fólkið og launa-
mál þess, en við höfum heimild til
þess, ef fólk stendur sig ekki, að láta
það fara. Á okkar vegum eru fimm
manns í hverju frystihúsi, sem fylgj-
ast á hverjum einasta degi með nýt-
ingu og taka fyrir hvaða hráefni og
hvaða stærðir á að taka inn. Við á Ís-
landi segjum þeim hvað á að gera.“
Í frystihúsinu vinna einkum far-
andverkamenn, sem flestir eru langt
að komnir. Frystihúsinu er lokað í
mánuð einu sinni á ári, í kringum kín-
verska nýárið. Þá fær fiskverkafólkið
frí og getur farið heim til sín, sem oft
getur tekið tíu daga.
„Fólkið vinnur tíu tíma á dag, sex
daga vikunnar,“ segir Ellert. „Laun-
in eru misjöfn eftir stöðum, 120 til
150 dollarar á mánuði. Fólkið býr á
staðnum og verksmiðjueigandinn
skaffar því húsnæði og fæði, sem ekki
er tekið af laununum. Víða í Asíu er
lífeyrissjóður foreldranna börnin
þeirra, um annað er ekki að ræða.
Þau koma í langflestum tilfellum ut-
an af landi þar sem fátækt er mikil og
mikið atvinnuleysi og eru komin til að
vinna og senda peninga heim.“ Hann
segir að hver starfskraftur endist tvö
til fjögur ár að jafnaði.
Ellert segir að lykilatriði til að
halda í starfsfólkið sé stöðug vinna og
þess vegna reynir Sjóvík að eiga
ávallt 3.000 tonna birgðir af hráefni,
en afköst í frystihúsum fyrirtækisins
eru 1.500 tonn á viku.
Sjóvík hyggur á
aukin umsvif í Kína
Morgunblaðið/Karl Blöndal
Ellert Vigfússon sýnir Ólafi Ragnari frystihús í Qingdao í Kína.
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
6 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tandur hf • Hesthálsi 12 • 110 Reykjavík • Sími: 510 1200 • Fax: 510 1201 • tandur.is
Höfum í boði mikið úrval
af Svansmerktum hreinsiefnum,
nú einnig fáanleg með ilmefnum.
Innkaupastjórar fyrirtækja og stofnana athugið!
Umhverfisvottuð
hreinsiefni
Norræna umhverfismerkið
Svanurinn er vitnisburður um
gæðavöru með lágmarks
umhverfisáhrifum.
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um-
hverfisráðherra átti fund með fulltrú-
um yfirvalda umhverfismála í borg-
inni Qingdao og héraðinu Shandong í
Kína í gær. Á fundinum kom fram
mikill vilji heimamanna til samstarfs
við Íslendinga á sviði umhverfismála,
bæði á milli stofnana hins opinbera og
ekki síður á milli fyrirtækja á þessu
sviði.
Auk kynningar á aðstæðum í
Shandong-héraði, með áherslu á
borgina Qingdao, voru möguleikar til
samstarfs á milli landanna á sviði um-
hverfismála til umræðu á fundinum.
Þá var rætt um þau mál sem sér-
staklega brenna á íbúum bæði í
Shandong-héraði og á Íslandi, svo
sem mengun hafsins, en Qingdao er
meðal stærstu hafnarborga í Kína og
þar eru stundaðar veiðar og vinnsla
sjávarfangs.
Umhverfisráðherra lagði á fundin-
um áherslu á sérþekkingu Íslendinga
og íslenskra fyrirtækja á ýmsum svið-
um umhverfismála, svo sem nýtingu
jarðhita og meðferð úrgangs og end-
urvinnslu. Í máli heimamanna kom
fram að í Kína væri stór markaður
fyrir umhverfisvæna tækni og mikil
tækifæri fyrir fyrirtæki á því sviði. Þá
kom fram að hér í Shandong-héraði
væri mikill áhugi á nýtingu jarðhita,
bættri meðhöndlun úrgangs og
hreinsun frárennslis, svo nokkuð sé
nefnt.
Umhverfisráðherra sagðist eftir
fundinn hafa bent Kínverjum á að Ís-
lendingar væru brautryðjendur í
heiminum á nýtingu endurnýjanlegr-
ar orku og þar væru augljósir mögu-
leikar á árangursríkri samvinnu.
Einnig hefði verið ánægjulegt að
heyra að greinilegur áhugi væri á
samvinnu um verndun hafsins og
rannsóknum á því sviði.
Kínverjar vilja sam-
starf við Íslendinga
í umhverfismálum
árum fékk ég indverskan viðskiptajöfur til að
líta á íslenskan sjávarútveg því að þá hafði
kviknað áhugi á Íslandi að flytja skip til Ind-
lands og veiða þar. Hann skoðaði íslenskan
sjávarútveg í heilt ár, kom svo til baka og
sagði: Þetta er merkilegt og við höfum
kannski áhuga á að vinna með ykkur, en það
er ekki af því að þið séuð svo góðir að veiða
fisk, heldur að þið eruð svo góðir sölumenn í
sjávarafurðum. Ég hafði aldrei heyrt þetta
sagt fyrr. Mér varð hugsað til þessara orða
hans fyrir fimmtán árum vegna þess að hér
sjáum við þessa ungu sveit vísa okkur veginn
til framtíðar og gera það á þann hátt að fæstir
á Íslandi þekkja þetta fyrirtæki,“ sagði forset-
inn og sagði vaxtarmöguleikana í Kína nánast
ótakmarkaða en vinnslan heima væri bundin
af því, sem unnt væri að veia þar. „Auðvitað
ÓLAFUR Ragnar Grímsson sagði eftir að
hann hafði skoðað frystihúsið að það hefði ver-
ið einstök reynsla að koma þar inn. „Mér finnst
við vera að sjá hér alveg nýtt skeið í íslenskum
sjávarútvegi,“ sagði hann.
„Nýtt tímabil þar sem öll sú mikla reynsla,
sem við höfum safnað á síðustu 50 eða 60 árum
í sölumennsku, markaðskerfi og vinnslu sjáv-
arafurða er að skila sér á ótrúlegan hátt hér,
þar sem tengt er saman fiskur veiddur í Rúss-
landi, vinnslan fer hér fram og selt á hágæða-
mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu. Við
vitum að auðlegðin í hafinu í kringum Ísland
er takmörkuð af umræðunni um kvótann og
stjórn fiskveiðanna og mér finnst að hér séum
við að sjá framtíð þar sem við náum jafnvel
forustu á heimsmarkaði sem sölumenn í sjáv-
arafurðum. Það minnir mig á að fyrir fimmtán
munum við að halda því áfram, en nýta mark-
aðskunnáttuna, hæfni okkar og forustu í sjáv-
arútvegi til þess að gera þessa hluti hér. Það
finnst mér vera ný framtíð í íslenskum sjávar-
útvegi, sem maður hafði heyrt talað um, en
veruleikinn hér er miklu ótrúlegri heldur en
nokkrar frásagnir.“
Miklir möguleikar fyrir íslenska banka
Ólafur Ragnar sagði að hann ætti eftir að
hugsa mikið um þessa heimsókn og vinna úr
henni fyrir sjálfan sig. Nú væri hann aðeins að
lýsa sínum fyrstu viðbrögðum við því að skynja
veruleika, sem væri miklu kröftugri, þróaðri
og agaðri en hann hefði gert sér í hugarlund.
„Það er gaman að sjá þessa íslensku for-
ystumenn með erlendum samstarfsaðilum sín-
um, sem við höfum hitt hér,“ sagði hann og
gerði íslensku bankana einnig að umtalsefni.
„Það er líka ný vídd í íslenskri banka- og fjár-
málastarfsemi, sem maður sér hér. Stundum
hefur verið talað um hana á ráðstefnum
heima, en hér sjáum við tenginguna og hvern-
ig bankarnir koma að þessu, og það eru fleiri
bankar en Landsbankinn, sem hafa komið að
því að þróa sjávarútveg í Kína. Kannski er það
líka merkileg framtíð fyrir íslenska banka-
starfsemi af því að ég hef kynnst því að stóru
bankarnir í veröldinni verða alltaf dálítið
taugaveiklaðir þegar kemur að sjávarútvegi.
Þeir þekkja ekki hvernig á að vinna með sjáv-
arútveginum, en þessi súra og sæta reynsla,
sem fjármálakerfið á Íslandi hefur haft af sjáv-
arútveginum í áratugi hefur líka skapað
bankamenn á Íslandi, sem kunna að vinna með
og í þágu sjávarútvegsfyrirtækja.“
„Alveg nýtt skeið í íslenskum sjávarútvegi“