Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 9
FRÉTTIR
Fjármögnun í takt við þínar þarfir
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Sími 540 1500 Fax 540 1505
www.lysing.is
Það eina sem er erfitt við
að kaupa nýjan bíl . . .
H
in
ri
k
P
é
tu
rs
s
o
n
l
w
w
w
.m
m
e
d
ia
.i
s
/h
ip
. . . er að þurfa að leyfa
krökkunum að keyra hann
! " #$ % % &'& ()*+
,
Hollvinafélag Útskála
í Garði
Boðað er til stofnfundar Hollvinasamtaka Menningarseturs
Útskála í Garði.
Samtökunum er m.a. ætlað að standa vörð um uppbyggingu og
starfsemi Menningarsetursins að Útskálum, stuðla að kynningu
út á við og veita siðferðilegan og fjárhagslegan stuðning.
Dagskrá: Stutt kynning á málefninu.
Almennar umræður.
Samþykktir samtakanna kynntar.
Kosið í stjórn samtakanna.
Fundurinn verður 24. maí kl. 20:30 í safnaðarheimilinu
Sæborgu í Garði.
Allir sem áhuga hafa og styðja vilja þetta merka og mikla
verkefni eru velkomnir á fundinn.
Þeir, sem ekki komast á fundinn en vilja gerast félagar í
Hollvinasamtökunum, geta skráð sig í síma 895 7376 María eða
894 6535 Jón. Einnig verður hægt að skrá sig á heimasíðu
Menningarsetursins www.utskalar.is þegar hún verður opnuð
en hún er í vinnslu.
Stjórn Menningarseturs að Útskálum ehf.
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa gulli betri
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl-
mann á þrítugsaldri í átján mánaða
fangelsi, þar af 15 mánuði skilorðs-
bundið, fyrir tvær fólskulegar og til-
efnislausar líkamsárásir árið 2001.
Þá var ákærða gert að greiða 200
þúsund kr. í miskabætur vegna ann-
arrar árásarinnar auk bóta vegna
kostnaðar af kröfu.
Með dómi sínum þyngdi Hæsti-
réttur dóm Héraðsdóms Reykjavík-
ur sem dæmdi ákærða í 15 mánaða
fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðs-
bundið. Í dómi Hæstaréttar kom
fram að brotin hefðu verið framin áð-
ur en tveir síðustu dómar á hendur
ákærða voru kveðnir upp og var skil-
orð síðari dómsins tekið upp.
Fram kemur í dóminum að í fyrra
tilvikinu veittist ákærði að öðrum
manni og skallaði hann í andlitið með
þeim afleiðingum að hann meiddist
nokkuð. Í síðara tilvikinu sló hann
mann með bjórkönnu í andlitið með
þeim afleiðingum að hann skarst
talsvert.
Hæstiréttur tók fram, að brotin
hefðu verið framin fyrir fjórum árum
og að rannsókn hefði dregist hjá lög-
reglu, án þess að fullnægjandi skýr-
ingar hefðu verið gefnar á þeim
drætti. Þá hefðu hagir ákærða
breyst til hins betra frá því sem áður
var. Þótti því mega fresta fullnustu
15 mánaða af refsingunni.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg
Benediktsdóttir og Ólafur Börkur
Þorvaldsson. Verjandi var Jóhannes
Rúnar Jóhannsson hrl. og sækjandi
Ragnheiður Harðardóttir frá ríkis-
saksóknara.
Refsing
þyngd vegna
líkamsárása
„ÞETTA verkefni hefur haft mjög
góð samfélagsleg áhrif og m.a. orð-
ið til þess að draga úr kynslóðabil-
inu,“ segir Guðrún Þórsdóttir,
verkefnisstjóri og kennsluráðgjafi
hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur,
um sjálfboðavinnu grunnskólanem-
enda á aldrinum 12–15 ára við að
kenna eldri borgunum á tölvur. Í
fyrradag var nokkurs konar upp-
skeruhátið þar sem KB-banki tók á
móti þeim sextíu grunnskólanem-
um sem í vetur hafa tekið að sér
tölvukennsluna. Aðspurð segir
Guðrún verkefnið hafa staðið yfir
síðan 1999, en árlega hafa í kring-
um 60 nemendur úr grunnskólum
Reykjavíkur tekið að sér að kenna
allt að 140 eldri borgurum á tölvur.
Guðrún segir mikla ánægju með
verkefnið sem hafi í raun gagn-
kvæmt gagn. „Eldri borgarar eiga
ekki orð yfir það hversu grunn-
skólanemendurnir eru dásamlegir
og góðir kennarar og hrósa þeim í
hástert. Að sama skapi hafa krakk-
anir mjög gaman af kennslunni.
Þau fá þarna hlutverk og finnst þau
vera að gera gagn,“ segir Guðrún
og tekur fram að margir krakkar
sinni kennslunni árum saman.
Framtíð verkefnisins óljós
Að sögn Guðrúnar er á þessu
stigi málsins allt óljóst um framtíð
verkefnisins. „Þetta hefur verið
samstarfsverkefni Fræðslumið-
stöðvar Reykjavíkur og Námsflokk-
anna, en verið er að leggja báðar
stofnanir niður, þannig að við vit-
um því miður ekki hver framtíð
þess verður,“ segir Guðrún og tek-
ur fram að hún vonist til þess að
fundinn verði grundvöllur til að
halda verkefninu áfram. „Með
þessu verkefni er verið að búa til
varanleg verðmæti sem felast í því
að unga fólkið fái að þroskast í því
að gera gagn, en það er ekkert sem
þroskar unga manneskju eins mik-
ið. Við verðum með öllum ráðum að
fjölga slíkum tækifærum því með
þessu móti erum við að búa til
ábyrgari og betri þjóðfélags-
þegna,“ segir Guðrún.
Morgunblaðið/Golli
Guðrún Halldórsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Námsflokkanna, afhenti
nemunum viðurkenningar fyrir sjálfboðaliðastörf þeirra í þágu samfélags-
ins. KB-banki hélt nemunum boð í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf.
Skilar sér í ábyrgari og
betri þjóðfélagsþegnum