Morgunblaðið - 22.05.2005, Page 16

Morgunblaðið - 22.05.2005, Page 16
16 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ F yrir þremur áratugum samdi George Lucas handritið að Stjörnustríði og afrekaði að varpa þessari heillandi geim- fantasíu upp á hvíta tjaldið. Milljónir á milljónir ofan um heim allan hafa beðið með óþreyju eftir nýjustu myndinni, sem hvort tveggja í senn er upphafið og end- irinn. Lucas ætlaði sér aldrei að hafa þetta ótrúlega ævintýri svona umfangsmikið, hvað þá að helga því næstum þrjá áratugi úr lífi sínu. Þetta átti nefnilega fyrst að vera aðeins ein mynd. En þegar Stjörnustríð sló öll að- sóknarmet sem hægt var að slá árið 1977 dró hann upp úr skrifborðsskúffunni söguna alla og ákvað að byrja á því að beina sjónum að eftirmálanum en snúa sér svo nær tveimur áratugum síðar að forsögunni. Úr varð á end- anum kvikmyndabálkur í sex hlutum; tveir þríleikir. Upphaflega Stjörnustríðsmyndin varð að fjórðu myndinni Stjörnustríð: Ný von og nú nákvæmlega 28 árum síðar hefur Lucas bætt síðustu púslunum í spilið og fært okkur alla sólarsöguna, „örlagasögu Svarthöfða“, eins og hann orðar það sjálfur er ég hitti hann ásamt nokkrum öðrum alþjóðlegum kollegum mínum á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í vikunni. Þar var hann staddur til að kynna og vera viðstaddur heimsfrumsýningu mynd- arinnar á sunnudaginn var og duldist engum að þótt þar væri sumpartinn á ferð fiskur á þurru landi – ekta popp-og-kók-mynd sýnd á helstu hátíð listrænna kvikmynda í heiminum – þá var athygli hátíðargesta óskipt og virð- ing allra fyrir afrekum Lucas ómæld. Tilraunir taka við Þessi hálftíma fundur minn með Lucas og meðframleiðanda hans að seinni þríleiknum, Rick McCallum, var á hinu stórglæsilega Carlton-hóteli. Svona ykkur að segja þá var hrein unun að hlusta á þennan mikla hugvits- mann – sannarlega er hann fyrst hugvits- maður og síðan kvikmyndagerðarmaður. Þannig nálgast hann öll sín verk; eitthvað sem þarf að skapa, búa til, finna upp. Hæg- lega má líta á Stjörnustríðsbálkinn sem upp- finningu rétt eins og kvikmyndaverk, enda ræðir hann um þetta heljarmikla hugarfóstur sitt af þeirri fádæma ástríðu sem hefur verið drifkraftur hans allt síðan hann steig fyrst fram á sjónarsviðið snemma á 8. áratug síð- ustu aldar. Tilraunagleðin var þá þegar orðin hans helsta einkenni eins og fyrsta mynd hans í fullri lengd, vísindaskáldsagan THX 1138, gaf glöggt til kynna. Og jafnvel þótt hann hafi síðan leikstýrt og/eða framleitt vin- sældavænni myndir, fyrst American Graffiti, svo Stjörnustríðsmyndirnar og Indiana Jon- es-myndirnar, þá hefur hugur hans ætíð leit- að til gerðar fleiri tilraunamynda, sum- partinn í ætt við hans fyrstu. Sem hann staðfestir með því að greina mér og öðrum viðstöddum frá því að nú þegar Stjörnustríð- inu er lokið þá þrái hann helst að söðla gjör- samlega um og gera eitthvað allt annað. „Fyrst ætla ég að einbeita mér í ákveðinn tíma að því að vera framleiðandi – sem ég kalla að vera í fríi,“ segir hann og gjóar aug- um glottandi í átt að meðframleiðanda sínum, McCallum. „Ég ætla að framleiða síðari heimsstyrjaldarmynd sem fjallar um afrísk- ameríska liðsmenn í flughernum og líka fjórðu Indiana Jones-myndina. Samhliða ætla ég að skrifa handrit að minni eigin mynd, sem ég get vonandi farið að vinna að eftir ein tvö ár. Hún verður tilraunakenndari í eðli sínu og ekki eins hefðbundin í uppbyggingu og frásögn og fyrri myndir mínar. Það er erf- itt fyrir mig að lýsa myndinni betur því hún mun eiga sér fá fordæmi.“ – En hvernig er tilfinningin að vera loksins búinn að klára síðustu myndina í Stjörnu- stríðs-bálkinum? „Þetta er náttúrlega stórkostlegur léttir. Það fylgir því alltaf mikið taugastríð að vinna að einhverju ókláruðu verki. Tilhugsunin um að eitthvað geti komið fyrir eða eitthvað valdi því að maður geti ekki klárað verkið tekur mjög á taugarnar. Ég var þjakaður af slíkum áhyggjum fyrstu tíu árin þegar ég gerði fyrri þríleikinn og svo kallaði ég þær yfir mig aft- ur þegar ég ákvað að gera þann seinni. Þegar maður þarf að vinna svona lengi að einhverju verki er manni efst í huga að ekkert komi í veg fyrir að maður geti klárað. Ég var t.d. með hjartað í buxunum þegar Ewan McGregor fór í heimsreisunni á mótorhjóli, dauðhræddur um að eitthvað myndi koma fyrir hann. Nú þarf ég sem betur fer ekki að hafa áhyggjur af slíku lengur. Hann getur gert það sem hann vill mín vegna. Það er frá- bær tilfinning,“ segir Lucas og hlær. Örlög Svarthöfða Lucas talar hratt, þarf lítinn sem engan tíma til að velta fyrir sér spurningunum. Er eldklár og greinilega eldfljótur að hugsa. Hann var t.a.m. ekki lengi að svara spurn- ingu rússnesks blaðamanns sem spurði hvort einhver möguleiki væri á því að gerðar yrðu þrjár Stjörnustríðsmyndir til viðbótar, sem tækju upp þráðinn þar sem skilið er við hann í seinni þríleiknum. „Sagan sem ég var að segja er af örlögum Svarthöfða. Hún hefst þegar hann er níu ára og lýkur þegar hann deyr. Það er sagan. Allt sem ég skrifaði hefur nú verið kvikmyndað. Fyrst í einni mynd, sem urðu svo þrjár og síðan með forsögunni. Sagan er öll. Ég er bú- inn að hnýta alla hnúta þannig að það er engu við hana að bæta. Hún er mitt sköp- unarverk og ég á hana,“ segir hann og hlær við. – Þú tilheyrðir nýrri kynslóð kvikmynda- gerðarmanna sem á sínum tíma þóttu hafa bjargað bandarískri kvikmyndagerð á krepputímum. Síðan hefur þú verið sakaður um að hafa með Stjörnustríði átt hvað stærstan þátt í að leysa úr læðingi það sem sumir kvikmyndaskríbentar hafa talað um sem eitthvert mesta skrímsli sem á að hafa plagað kvikmyndasöguna, stóru kassamynd- irnar, eða „blokkbösterana“, eins og þessar stóru Hollywood-myndir eru nefndar á ensku. Ertu sammála því? „Þetta er býsna athyglisverð kenning sem viss gagnrýnandi setti fram; en hún er óskaplega barnaleg, jafnvel þótt hann sé bú- inn að skrifa fullt af bókum. Ef hann hefði einhverja þekkingu á kvikmyndabransanum þá ætti hann að vita að stórmyndirnar [„blockbusters“] voru fundnar upp af D.W. Griffith og að slíkar myndir hafa verið gerðar á hverju ári allar götur síðan; eins og t.d. myndir Davids O. Selznicks [Gone With the Wind, A Farewell To Arms, King Kong] sem segja má að sé konungur stórmyndanna og gerði trúlega langstærstu og mest auglýstu stórmynd allra tíma [Gone With The Wind]. Það sem ruglar umræddan gagnrýnanda í ríminu eru þau umskipti sem urðu um það leyti eða nokkru áður en Stjörnustríð var frumsýnd. Sama dag og ég hóf verknám hjá Warner Brothers hætti Jack Warner. Þá var nýbúið að selja fyrirtækið. Um sama leyti voru allir gömlu mógúlarnir að hverfa af vettvangi enda var kvikmyndaiðnaðurinn við það að ná mannsaldri að árum. Þessum gömlu mógúlum, sem lögðu grunninn að kvikmyndaiðnaðinum, þótti vænt um kvik- myndir, burtséð frá því hvaða mann þeir höfðu að geyma. Í þeirra stað komu fjár- festar og stórfyrirtæki sem sáu kvikmynda- verin aðeins sem möguleg gróðafyrirtæki, kærðu sig kollótta um afurðina sem átti að afla gróðans og höfðu ekki hundsvit á kvik- myndagerð. Þetta var því ákveðið tímabil, seint á 7. áratugnum og snemma á þeim 8. þegar fjárfestarnir voru að reyna átta sig á út í hvað þeir væru komnir og þá réðu þeir menn og ráku á víxl. Eðlilega ríkti viss ring- lulreið sem gerði mér t.d. kleift að gera THX og American Graffiti óáreittur, enginn skoð- aði handritin, enginn fylgdist með tökum. Það kom því ekki til kasta framleiðendanna fyrr en myndirnar voru fullkláraðar og þá tóku þeir sig til og fóru að endurklippa og eyðileggja þær. En hvað sem því leið þá hafði leikstjórinn skyndilega fullt frelsi til að gera það sem hann vildi og í því umhverfi urðu til frábær verk. Gæði myndanna á 8. áratugnum hafa þannig ekkert með það að gera að stjór- ar kvikmyndaveranna hafi allt í einu fengið listræna köllun og áttað sig á því hvernig gera ætti vandaðar og góðar myndir. Annað sem er barnalegt að halda fram er að betri myndir hafi verið gerðar á 8. áratugnum en öðrum. Þá vill nefnilega gleymast að það voru einnig gerðar mjög margar vondar myndir þann áratuginn. Sama gildir um 4. áratuginn, 5., 6., 7. og sumpartinn þann 9. Á hverju ári finnum við einhverjar myndir sem eru frábærar. Við megum ekki gleyma því, ekki síst þið gagnrýnendur, að einungis 10% mynda eru frambærileg og restin er rusl. Ég skil ekki hvernig bera á saman The Exorcist og Schindler’s List; báðar góðar myndir með sín sterku listrænu gildi, frá tveimur ólíkum tímum. Kvikmyndaverin náðu áttum um miðjan 8. áratug, töldu sig skilja reksturinn og færðu völdin til markaðsdeildanna. Um leið og þær voru farnar að sjá um reksturinn fór allt að velta á prufusýningum og skoð- anakönnunum sem gerðar voru meðal al- mennings í verslunarmiðstöðvum. Þar var einfaldlega spurt hvernig myndir fólk vildi sjá og svörin voru: eitthvað skemmtilegt og spennandi eins og Stjörnustríð og Ókindin. Og þá var bara málið sett í nefnd, ákveðið að gera slíkar myndir og úr því varð þessi mar- tröð, eða skrímsli ef svo má segja. Það hefur ekkert með Stjörnustríð að gera, ekki heldur Ókindina og Guðföðurinn. Vel að merkja þá er ennþá farið eftir formúlunni sem búin var til við gerð Guðföðurins: Rithöfundur er ráð- inn, látinn skrifa bók, sem tranað er fram í bókabúðunum þar til hún verður metsölubók og að lokum er henni breytt í bíómynd. Þetta er formúla sem virkar. Guðfaðirinn varð til þannig að ómerkileg flugvallarbók var valin og hæfileikaríkur leikstjóri fenginn til að búa til úr henni frábæra mynd. Það sannar bara að vondar bækur verða gjarnan að góðum myndum, ekki góðar bækur, einfaldlega vegna þess að snilldin á bak við góðar bók- menntir fellst í textanum en ekki myndunum. Þetta eru tvö ólík listform. En vond bók get- ur orðið að góðri mynd ef hugmyndin er góð og leikstjórinn hæfileikaríkur.“ Sagan sem átti ekki að segja – Nýja myndin virðist stór og mikil um- fangs og því vaknar sú spurning hvort gerð hennar hafi verið erfið? Hér kemur framleiðandinn McCallum loks- ins inn í, skondinn náungi og hreinskilinn, sem svarar því til að svo hafi hreint ekki ver- ið. „Mér þykir fyrir því að koma með svona leiðinlegt svar; en nei, þetta var undarlega auðvelt og þægilegt. Það er út af því að við erum búin að nota sama tökuliðið síðustu 10– 15 árin, sem hefur reynst okkur ótrúlega vel. Þetta var tæknilega erfitt og flókið en að öðru leyti var þetta auðveld og góð reynsla. Við kláruðum myndina fyrir einum tveimur vikum. En George er reyndar nú þegar far- inn að tala um einhverjar breytingar sem hann vill gera. Eitthvað varðandi hljóðblönd- un. Þessu lýkur aldrei. Samt var það krafta- verki líkast að sjá myndina nokkurn veginn fullkláraða fyrir tíu dögum.“ – Hefnd Sithsins er um margt myrkari og ljótari mynd en forverarnir eins og t.d. atrið- ið þar sem Anakín hlýtur svöðusárin sem af- mynda andlit hans. Varstu nokkurn tímann í vafa um hvort þú vildir ganga alla leið og sýna hvað hefði komið fyrir hann? „Nei, það er svo þýðingarmikill þáttur í sjálfri sögunni og skýrir mjög margt í fari Svarthöfða, þá miklu reiði og hreinræktuðu illsku sem heltekur hann. Þetta átti nátt- úrlega aldrei að sjást upphaflega, þegar til stóð að gera bara eina mynd, en fyrst ég á annað borð ákvað að ganga alla leið varð þetta atriði að vera með, jafnvel þótt það þýddi að myndin yrði bönnuð börnum. Auk þess held ég að það muni hafa sterkari áhrif á suma krakka að pabbinn verður illur og mamman deyr. En það gerðist reyndar líka í Dúmbó og líka Bamba. Og í samanburði við Grimms-ævintýrin er þetta barnamynd.“ Æsispennandi eltingaleikir og framandleg geimskip setja ekki síður svip sinn á þessa nýjustu stjörnustríðsmynd en þær fyrri. Stjörnustríðið – sagan ö Allir sem á annað borð þekkja Stjörnustríðsfyrirbærið vita vænt- anlega að þótt þúsundir manna hafi lagt hönd á plóg þá er heilinn á bak við það einn; George Lucas. Hann hefur loks sagt alla söguna. Skarp- héðinn Guðmundsson hitti meist- arann í Cannes, og Sæbjörn Valdi- marsson gerir grein fyrir helstu sögupersónum í frægasta kvik- myndabálki sögunnar. Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins ’Þegar maður skrifarhandrit að bíómynd þar sem skapaður er nýr heim- ur verður maður að búa til ákveðna forsögu og skrifa nokkurs konar ævisögu allra sögupersónanna.‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.