Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 19
og gerir það með tilhlýðilegum
sóma.
Stjörnustríðið leggur
undir sig heiminn
Star Wars olli straumhvörfum í
flestum skilningi. Lucas skapaði
nýjan og framandi framtíðarheim
ólíkan öllu öðru sem mætt hafði
áður augum bíógesta. Persónurnar
voru óvenjulegar, bæði úr mann-
heimum, dýraríkinu, blendingar úr
hvoru tveggja og vélmenni. Geim-
skip, stríðstól og allur tækjabún-
aður var afar stórbrotinn og í fullu
samræmi við umhverfið, bæði
brakandi ferskur og hugmynda-
ríkur. Til að fullkomna veröld
geimævintýrisins hannaði Lucas
nýja töku- og hljóðtækni, svo eitt-
hvað sé nefnt, og hratt af stað á
frumsýningardegi nýju tímamóta-
fyrirbrigði í markaðssetningu;
gerði nafn myndarinnar að sérleyfi
(franchise) og nýtti við framleiðslu
á leikfangalínu (hver man ekki
leysigeislasverðin?) og ótalmörgu
öðru tengdu myndinni. Þá var orð-
ið ekki til í þessari merkingu í
tungunni, en síðan hefur slík fram-
leiðsla þótt ómissandi þáttur í gerð
stórmynda, bæði sem mikilvæg
fjárhagsleg aukabúgrein og ómet-
anleg auglýsing.
Efni Stjörnustríðsbálksins þarf
ekki að tíunda, þar er gamal-
kunnug barátta góðs og ills í fyrir-
rúmi, en að þessu sinni í nýstár-
legri og mikilfenglegri búningi en
nokkru sinni áður.
Hér heima nutu myndirnar
ágætra vinsælda en sýningarstað-
urinn í Reykjavík var Nýja bíó
(umboðsaðili 20th Century Fox),
lítið, vinalegt, einsala bíó, sem þá
voru að renna sitt skeið á enda.
Þegar Return of the Jedi, þriðja
myndin í flokknum, var frumsýnd
minnist maður deilna um að sýna
myndina í Háskólabíói, sem hýsti
upp undir þrefalt fleiri gesti, en af
því varð ekki. Aðeins örfáum árum
síðar tilheyrðu einsalabíóin fortíð-
inni í höfuðborginni og upp frá því
voru allar myndir sem vænlegar
voru til vinsælda frumsýndar í
mörgum sölum og jafnvel kvik-
myndahúsum.
Á þessum tíma lögðu bíóin og
þýðendurnir mikla áherslu á að ís-
lenska titla myndanna og staðfæra
sérnöfn, það má t.d. vel ímynda sér
að nafn höfuðpaursins Svarthöfða
– Darth Vader sé dregið af dul-
nefni áhrifaríkasta dálkahöfundar
8. og 9. áratugarins. Það átti ekki
illa við því hinn íslenski Svarthöfði
gat sannarlega verið eitraður og
hafði ómæld áhrif á umræðuna
eins og sögupersónan hans Lucas-
ar.
Stjörnustríðsbyltingin
þrítug og aldrei öflugri
Í dag, tæpum 30 árum síðar, eru
áhrif Stjörnustríðsbálksins greini-
leg, hvert sem litið er. Einn þáttur
byltingarinnar er að nú er verið að
sýna þá sjöttu, og að öllum lík-
indum síðustu myndina. Athygl-
isverðust er sú staðreynd að fyrir
tilstuðlan bálksins er Lucas
ókrýndur höfundur aðsóknartröll-
anna, myndanna sem hafa ráðið
markaðnum frá því að fyrsta
Stjörnustríðsmyndin birtist á
tjaldinu (sjá lista yfir stærstu sér-
leyfi sögunnar).
Önnur hlið byltingarinnar birtist
í hátæknifyrirtækjum og snilling-
unum sem Lucas hefur mótað og
skapað og eru allsráðandi í stór-
myndagerð samtímans. Fyrst skal
fræg telja tvö yfirgnæfandi há-
tæknifyrirtæki sem Lucas stofn-
setti í þeim tilgangi að gera
Stjörnustríðsmyndirnar mögu-
legar. Þau eru THX, sem hannar
m.a. hljómflutningstæki í kvik-
myndahús og upptökutækni við
kvikmyndagerð, og enn frekar
Industrial Light & Magic (ILM),
sem leysir öll hugsanleg vandamál
sem upp koma í brellugerð, en
bæði eru hluti stórveldisins Lucas
Digital News.
Spielberg frumsýnir í júní Inn-
rásina frá Mars – War of the
Worlds, nýja ofurbrellumynd, og
vitaskuld er hún unnin hjá ILM.
Þar starfa snillingar á borð við
Dennis Muren, sem verið hefur
hægri hönd Lucasar frá upphafi.
Muren og galdrakarlarnir hjá ILM
flétta saman tölvuhátækni og finna
upp eftir þörfum nýjan hugbúnað
sem gera hið ómögulega mögulegt.
Þeir hafa frá fyrsta degi drottnað
yfir öllum deildum brellugerðar og
hirt Óskarsverðlaunin í ein fjórtán
skipti á undanförnum áratugum. Í
þeirra hópi er John Dykstra, sem
fékk Óskar í ár fyrir brellurnar í
Spiderman 2. Hann er einn frum-
kvöðlanna sem töfruðu fram Star
Wars árið 1977, og hefur lengst af
unnið hjá ILM. Meðal annarra for-
kólfa sem haldið hafa ILM í
fremstu röð má nefna Ken Ralston
(Forrest Gump, The Polar Ex-
press) og Richard Edlund
(Stjörnustríðsbálkurinn, Raiders
of the Lost Ark), án snilligáfu þes-
ara manna hefði Star Wars-
byltingin aldrei orðið að veruleika.
Allir helstu stórmyndasmiðir
samtímans, líkt og Spielberg, Ro-
bert Zemeckis, Wolfgang Peterson
að ógleymdum James Cameron,
leita til ILM til að gera hugmyndir
sínar að veruleika. Útkoman er
tæknileg stórvirki á borð við E.T.,
Cocoon, The Abyss, Terminator-
myndirnar, Jurassic Park-
myndirnar, Perfect Storm, Titanic
og I, Robot, svo örfá dæmi séu
nefnd.
Órarnir sem rættust
Árið 1973 lauk Lucas við fyrsta
smellinn sinn, American Graffiti,
hjá Universal. Í framhaldinu bauð
hann fyrirtækinu að framleiða hug-
mynd sem hann var með í kollinum
um B-myndarlegt geimævintýri
sem gerðist „endur fyrir löngu á
fjarlægri vetrarbraut …“ Þeir
hlógu að „óframkvæmanlegum
framtíðarórum sem enginn hefði
áhuga á að sjá.“ Lucas hraktist á
milli kvikyndaveranna þangað til
Fox opnaði sjóði sína til að hrinda í
framkvæmd hugmyndinni sem
markaðsfræðingar spá að eigi eftir
að skila á sjöunda milljarð dala í
kassann. Framhaldið er skráð í
sögubækurnar.
saebjorn@heimsnet.is
5 $ E
C F &2&
:/
9 0
%;
0
4
) 4
3
0 )
# < =0
>
3
*
/ 6
#-
:? = @ 6 # 4
#3
.
+
+
!
G9H9>H9IJA
G9K9LI9G>IA
G9I9JLI9KIA
HI99GHLA
KKK9>9HJA
KJK9>9KLGA
KJ9I9HIA
KG9IIL9>A
KL9>K>9KGIA
A
A