Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ L iza Marklund stíg- ur inn í myrka ver- öld þar sem hún hittir Madalitso. Þegar hann var tíu ára dó mamma hans úr alnæmi og þremur dögum eft- ir jarðarförina yfir- gaf pabbinn börnin fjögur. Mada- litso varð að taka að sér hlutverk bæði móður og föður, en fékk ekki að vera barn eða ganga í skóla. – Ég verð aldrei fullorðinn, ég held að ég lifi ekki svo lengi. Við sláumst í för með Lizu Marklund þar sem hún hittir börn- in í Malaví sem mikið er lagt á. Þrumuveðrið hefur dunið í fjar- lægð og færist hægt nær. Skyndi- lega opnast himnarnir og slagveð- ursrigning steypist niður. Dynurinn af stórum regndropnum sem skella á ryðguðum þakplötum á litlu skýli í einu af þéttbyggðum húsahverfum Blantyre deyfir heyrnina. Inni situr 15 ára strákur og segir þessum fræga rithöfundi lífssögu sína. Hann er á hæð við venjulegan tíu ára strák, en augun bera vott um reynslu gamals manns. Söfnun handa þjáðum börnum Madalitso Kumbanga byrjar að gráta þegar hann talar um mömmu sína. Hann þurrkar tárin með handarbökunum svo að hvítir lóf- arnir lýsa eins og stjörnur í regn- myrkrinu. Liza Marklund grætur líka, en tárin sjást ekki. Þegar tökuvélin gengur grætur hún þurr- um tárum. Hún kom til Malaví í Afríku sem velgjörðarsendiherra barnanna og heimsóknin er liður í sænskri sjón- varpssöfnun á vegum UNICEF. Markmiðið er að safna peningum handa Madalitso og þjáningar- systrum hans og -bræðrum. Liza og félagar leita að einhverj- um sem getur vitnað um eymd barnanna í Malaví. Þau finna Madalitso strax, honum er það eðl- islægt að geta talað um líf sitt og tilfinningar, og þar að auki er hann ótrúlega næmur miðað við ungan aldur. Að öðru leyti er Madalitso ekki einstakur. Í Malaví hefur ein millj- ón barna misst eitt eða bæði for- eldri, í landi þar sem íbúarnir eru bara ellefu milljónir. Þessi risaher munaðarleysingja þarf nú að hugsa um sig sjálfur. Liza gengur yfir maísakurinn niður í dalinn. Plönturnar eru skærgrænar í sterkri sólinni og jafnháar þessari hávöxnu sænsku konu. Maður getur greint maískólf- ana en stærðin er aðeins á við dvergmaís. Ef þeir fá næringu geta þeir vaxið og mettað marga munna. Madalitso hleypur á undan, var- færni og feimni hefur vikið fyrir lífi og stolti yfir að skipta einhverju máli. Hann vill sýna heimili sitt og Liza á að fá að hitta systkinin. Á leiðinni förum við yfir opinn skika þar sem Madalitso sáði korni sínu. Plöntunum vegnaði ekki vel þar sem hann hafði ekki efni á áburði. Hans tækifæri til að lifa af er að hjálpa þeim sem áttu fyrir áburði með uppskeruna. Uppblásinn magi og sár húð Þessi 15 ára drengur upplýsir að hann fer á fætur klukkan fjögur á morgnana og berst fyrir lífi upp- þornaðra plantnanna sinna. Því næst fer hann yfir á skika ná- grannanna. Liza er líka með þegar Madalitso mætir fyrsta daginn í nýju vinnuna sína sem mjólkurpóstur. Eiginlega á hann að fara í skólann, en ef eng- inn matur er til verður ekki af því. Madalitso á að vera í áttunda bekk, en þegar hann kemst í skólann í gegnum maísakurinn er hann í fjórða bekk. Hann hefur misst mik- ið úr vegna lífsbaráttunnar. Þegar hann mætir er hann bestur í 93 barna bekknum. Vinna á maísakri og mjólkur- burður er erfiði fyrir lítinn strák. En þegar Liza kemur heim til þessa nýja vinar síns, skilur hún af hverju hann leggur þetta á sig. Þar er litli bróðirinn Gift (Gjöf). Hann situr á moldartröppunni með upp- blásinn maga og sára húð. Hálft kíló af baunum liggur við hliðina á honum, máltíð dagsins handa Madalitso, Gift og systurinni Ethel. Liza og fjölmiðlafólkið eru viðstödd þegar börnin reyna að kveikja upp til að elda baunirnar, en logarnir slokkna alltaf. Það er erfitt að horfa á. Liza gengur til fleiri barna sem hafa safnast saman til að fylgjast með aðkomufólkinu. Það verða fagnaðarlæti þegar hún tekur upp farsímann sinn í rökkrinu og sýnir þeim myndir af sínum eigin börn- um í Svíþjóð. Hún tekur líka fleiri myndir af börnunum til að sýna heima. – Ég segi börnunum mínum ná- kvæmlega hvernig þessi börn hafa það. Helst myndi ég vilja taka þau öll með heim, segir hún yfir hópinn af tötralegum, svöngum börnum. – Börnin mín koma oft með mér í ferðalög. Þau hafa hitt önnur börn víða um heim, þannig að þau skilja þetta. Við sendum pakka til stráks sem er í fangelsi í Rúmeníu. Sonur minn sendi gömlu gameboy-leikja- tölvuna sína þangað. Þau hafa lært að börn eru alls staðar eins, það eru ytri aðstæður sem greina að. Fullt tungl skín á börnin í þess- um litla dal í Afríku en það er sami máni sem lýsir heima í Stokkhólmi, þar sem sonur Lizu situr með nýja gameboyinn sinn. Liza talar við fjölskyldu sína á hverju kvöldi og börnin spyrja endalausra spurninga um það sem gerst hefur yfir daginn. Pabbinn lét sig hverfa Madalitso hefur gefist upp á að hita baunirnar við kofann. Hann segist hafa elskað móður sína. – Hún var mjög falleg, ég hugsa til hennar á hverjum degi, útskýrir Madalitso fyrir Lizu. Mamman vissi að hún var dauðvona og bað elsta son sinn að vera sterkur strákur og hugsa um litlu systkini sín. – Þetta er eitt af erfiðustu við- tölum sem ég hef tekið, segir Liza. Hún er búin að heyra Madalitso segja frá dauða móðurinnar árið 1999, þegar móðuramman gat sem betur fór tekið við börnunum. Þegar mamman var sem veikust, byrjaði pabbi Madalitsos að fjar- lægja muni úr húsinu þeirra en svaraði ekki þegar sonurinn spurði hvað hann ætlaði að gera við þá. Þremur dögum eftir jarðarförina lét pabbinn sig hverfa. Þá var Madalitso tíu ára, Ethel systir hans átta ára, önnur systir sjö ára og Gift tæplega eins árs. Í dánarvottorðinu er dánaror- sökin sögð berklar, en allt bendir til þess að hún hafi verið með al- næmi. – Pabbi minn drap mömmu mína. Ég held að hann sé líka dá- inn, en ef ekki og ef hann kemur heim er hann ekki velkominn, hann sveik okkur, segir hinn næmi Madalitso við Lizu. Liza gengur í kringum kofann sem er að hruni kominn, loftið er við það að hrynja niður á átta fer- metra moldargólfið. Hún sest á tætta mottu sem börnin sofa á í svefnkróknum. Þau skríða til henn- ar í þörf fyrir svolitla fullorðins- hlýju. Þegar mamman dó vildi móður- bróðir barnanna taka tvö þau yngstu að sér. Ein systirin flutti þangað, en Gift gat ekki yfirgefið Madalitso. Þau gátu búið í kofan- um með ömmu sinni aðeins af því að hann var að hruni kominn. Amman dó fyrir ári og síðan hafa þau búið alein. Madalitso hefur átt- að sig á því að hann ræður ekki við þessar aðstæður. – Ég held að ég verði ekki full- orðinn, ég bý við of slæmar að- stæður. Ég held að ég lifi ekki svo lengi. Vatnið sem við drekkum er ekki hreint, fyrr eða síðar verðum við veik, við eigum heldur ekki malaríunet. Liza er niðurlút þegar hún greinir frá framtíðarsýn Madalits- os. Systkinunum hefur enn ekki tek- ist að kveikja eld þegar fjölmiðla- fólkið yfirgefur kofann. Kannski gengur þeim betur án myndavélar og áhorfenda. Við staulumst í gegnum myrkrið yfir maísakurinn. Liza talar um Madalitso. – Andlega er hann þrítugur, hann hefur lífssýn fullorðins manns. Og hann sýnir systkinum sínum ótrúlega umhyggju, sérstak- lega litla bróðurnum Gift, segir Liza í myrkrinu. Griðastaður barnanna Fólkið frá Unicef hefur ákveðið að hjálpa þessari fjölskyldu sér- staklega. Daginn eftir er farið með Gift til læknis og börnin fá mat. Liza skoðar önnur verkefni á veg- um Unicef í Blantyre. Þar og víðar í landinu hefur verið komið upp svokölluðu barnahorni [Childrens Corner]. Þangað geta börn komið og verið börn. Í Malaví eru 3,2 milljónir barna sem á einhvern hátt hafa verið þvinguð til barna- vinnu. Aftur byrjar að hellirigna þegar Liza ætlar að lesa úr einni af bók- um sínum. Hún og börnin skríða undir teppi og hún les upphátt úr „Sprängaren“ [Sprengivargurinn]. Börnin stara stórum augum og skilja náttúrulega ekkert, en þykir spennandi að heyra sænsku. Þau taka ekki eftir því að sjónvarps- myndavélin er í gangi. Barnahornið er líka griðastaður Madalitsos. Hér getur hann varpað af sér þeirri miklu ábyrgð sem hann burðast með alla daga. Það er að sumu leyti svipað hjá Lizu Marklund. Hún hefur tekið sér ársleyfi frá skáldskapnum og einbeitt sér að öðru. – Ég hef afþakkað margt skemmtilegt undanfarin sjö ár. Í staðinn fyrir blaðamannaferðir hef ég farið í kynningarferðalög með bækurnar mínar. Það er frábært Sami máni í Malaví og Svíþjóð Sænski velgjörðarsendiherra UNICEF í Svíþjóð, rithöfund- urinn Liza Marklund, kynnti sér aðstæður bágstaddra barna í Malaví í Afríku. Heimsóknin var liður í sænskri sjónvarpssöfnun til hjálpar börnum eins og Madalitso og systkinum hans. Landi hennar, blaðamaðurinn Torbjörn Selander, fylgdist með fundum hennar og þeirra systkina. Torbjörn Selander Velgjörðarsendiherrann Liza í hópi glaðlegra skólabarna í Malaví. Aðeins 8,5% barna byrja á efsta stigi grunnskólans. Systkinin sofa á saman slitinni mottu á moldargólfi í kofa sem er að hruni kominn. Liza Marklund hitti Madalitso Kumbanga, fimmtán ára, munaðarlausan dreng í Malaví, sem þarf að sjá sér og systkinum sínum farborða. Börnin hlusta hugfangin á Lizu lesa úr bók sinni í Barnahorninu, en slíkum griðastöðum hefur Unicef komið upp víða í landinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.