Morgunblaðið - 22.05.2005, Page 26

Morgunblaðið - 22.05.2005, Page 26
26 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hefur margt breytzt í afstöðu manna til bak- vandamála síðustu tvo áratugina eða svo. Í fyrsta lagi varð mönn- um ljóst, að ýmsar hug- myndir um orsakir bakverkja stóðust ekki vísindalegar kröfur, í öðru lagi að margar ráð- leggingar voru rangar og sumar beinlínis skaðlegar og í þriðja lagi voru skurðlækningar ekki sú alls- herjarlækning, sem menn vonuðu. Jósep Ó. Blöndal, sjúkra- húslæknir við St. Franciskusspítala í Stykkishólmi og yfirmaður háls- og bakdeildarinnar, segir, að rann- sóknir undanfarinna ára hafi komið mörgum fyrri tíma meðferð- arhugmyndum fyrir kattarnef. „Áð- ur var fólki með bakverkjakast ráð- lagt að hvíla sig frá vinnu, liggja gjarnan í rúminu, hreyfa sig sem minnst og fara ekki yfir sárs- aukamörk. Núorðið ráðum við fólki að halda áfram að vinna, en forðast vissa álagsþætti. Við segjum fólki að forðast það að liggja í rúminu og hreyfa sig eins mikið og það getur, þrátt fyrir aukinn sársauka, og byggjum þær ráðleggingar á fjölda vísindarannsókna. Hér á landi er algengt að fólki með bakverki sé ráðlagt að synda ekki bringusund. Fyrir þessari ráðgjöf finnst enginn vísindalegur fótur og við hér í Stykkishólmi mælum með hvers konar sundi ásamt gönguferðum, hjólreiðum, skíðagöngu og dansi svo eitthvað sé nefnt. Almennt séð er ekki ástæða til að banna ba- kveiku fólki nokkurn skapaðan hlut. Lengi var talið að miklar setur væru mikilvægur orsakaþáttur bakverkja, en vísindarannsóknir hafa ekki staðfest það. Hins vegar versna bakverkir við setur hjá mörgum ef ekki flestum bak- sjúklingum. Vísindarannsóknir styðja ekki notkun stoðbelta.“ Úrræðaskógurinn grisjaður Smám saman var farið að grisja meðferðarúrræðaskóginn og aukn- ar kröfur voru gerðar um meðferðir á vísindalegum grunni. Fjölfagleg nálgun var tekin upp á 9nda ára- tugnum og reynt að safna og tengja saman aðferðir hinna ýmsu greina læknisfræðinnar og sjúkraþjálf- unar, sem líklegastar þóttu til ár- angurs. Háls- og bakdeild St. Franciskusspítala er byggð á þess- um hugmyndum og hefur verið tek- ið mið af hliðstæðum miðstöðvum, einkum í Ástralíu og Bandaríkj- unum. Jósep kom deildinni á fót í sam- starfi við Luciu de Korte sjúkra- þjálfara, sem enn starfar við deild- ina en er í barnsburðarleyfi þessa dagana. Hann segir, að þótt heil- mikið sé til af grunnvísindum sé enn ekki ljóst, hver orsök bak- verkja er. „Við vitum reyndar heil- mikið um það frá hvaða vefjum í hryggnum verkirnir koma og get- um því stundað mun markvissari meðferð við verkjunum en áður. Hreyfingar byrja í hry Háls- og bakdeild St. Franc- iskusspítala í Stykkishólmi var ein sú allra fyrsta sinnar tegundar hérna megin Atl- antsála. Nú hefur Evr- ópuráðið boðið henni að taka þátt í fjölþjóðlegu verkefni á sviði greiningar og meðferðar kvilla í hreyfi- kerfi. Freysteinn Jóhanns- son og Ragnar Axelsson brunuðu í Stykkishólm. Jósep Ó. Blöndal: „Almennt séð er ekki ástæða til að banna bakveiku fólki nokkurn skapaðan hlut.“ Í prentsmiðjunni, þar sem nunnurnar prentuðu áður gott veganesti í guðsorði, sækja sjúklingar háls- og bakdeildarinnar líkamlegan og andlegan styrk í sjúkraæfingarnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.