Morgunblaðið - 22.05.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 22.05.2005, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Við vitum líka mun meira um það, hvað á að gera til þess að koma í veg fyrir það, að sagan endurtaki sig, eða að ástandið þróist yfir í krónískt verkjaástand. Þá hafa orðið talsverðar fram- farir í því hvernig kenna á fólki með krónísk verkjavandamál að lifa með þeim, til dæmis með hug- rænni atferlismeðferð.“ Í nýlegri skýrslu Evrópuráðsins er á það bent, að ekki er mögulegt að ráðast að frumorsökum bak- verkja, þar sem þær eru ekki nægilega vel þekktar, jafnvel þótt faraldsfræðirannsóknir bendi til fjölmargra mögulegra áhættu- þátta. Hins vegar er í skýrslunni lögð áherzla á, að við getum ef til vill fyrirbyggt ýmsar slæmar af- leiðingar bakverkja, eins og tap- aðar vinnustundir, óþarfa sókn í ýmsa þætti heilbrigðiskerfisins, ótímabæra örorku og endurtekin bakverkjaköst. Í skýrslunni er einnig bent á, að ónógar vísindalegar sannanir séu fyrir gildi vinnuvistfræðilegra átaka til að draga úr bakverkjum, hins vegar liggi fyrir hágæðarann- sóknir, sem styðji að beitt sé æf- inga- og þjálfunaraðferðum og einnig aðgerðum, sem snúa að fé- lagslegum og sálfræðilegum að- stæðum einstaklinga. Sextán stofnanir í þrettán löndum Nú hyggst Evrópuráðið hrinda af stað fjölþjóðlegu verkefni, þar sem farið verður yfir menntun og þjálfun fagfólks á sviði greiningar og meðferðar kvilla í hreyfikerfinu og reynt að samhæfa hana og end- urskipuleggja í samræmi við þau vísindi, sem fyrir liggja. Háls- og bakdeild St. Franciskusspítala í Stykkishólmi hefur verið boðið að taka þátt í þessu verkefni ásamt 15 öðrum stofnunum í 12 öðrum Evrópulöndum. Ákvarðanir um fjárveitingar munu liggja fyrir á næstunni. Bakverkjavandamálin eru mikill frumskógur og segir Jósep, að þá eigi vel við teymisvinna; náin sam- vinna milli heilbrigðisstétta, eins og stunduð er í Stykkishólmi. Tveir vinnufundir eru haldnir í viku, þar sem farið er yfir með- ferðaráætlun og árangur hvers sjúklings fyrir sig, enda er öll meðferð einstaklingsbundin. Með hliðsjón af því sem er á hin- um Norðurlöndunum áætlar Jós- ep, að bakverkir kosti okkur 8–9 milljarða á ári, þar af eru 2⁄3 vinnu- tap. Það er því til mikils að vinna að ná þessum kostnaði niður. Rannsóknir á hreyfiverkjum eru erfiðar í framkvæmd. Jósep bendir á, að ekki sé hægt að skipta fólki upp í tvo hópa, eins og við lyfjarannsóknir, þar sem annar hópurinn fær lyf og hinn lyfleysu. „Það er ekkert hægt að klappa manni á öxlina og ljúga því að hon- um að þetta hafi verið hnykking!“ Enn vandi að vera uppréttur Þegar gengið er á Jósep um or- sakir bakverkja kemur í ljós, að hann hefur að sjálfsögðu sínar skoðanir á þeim. „Ef þú pínir mig, þá get ég svo sem fabúlerað eitt- hvað! Það má eiginlega segja, að við séum enn að glíma við vandann af að ganga uppréttir. Ef við lítum á þróun hryggjar- ins, þá var hann láréttur í einar 550 milljónir ára. Svo allt í einu reisir einhver forfaðir okkar sig upp um 90 gráður og nú er hrygg- urinn búinn að vera lóðréttur í um 7 milljónir ára. Ef við lítum á þróun tvífætlingategunda, þá er það ein- kenni þeirra að vera alltaf á hreyf- ingu; veiðimenn og safnarar fóru um vítt og breitt. Skrokkur okkar er gerður til þess að vera á hreyf- ingu. Enda finnum við til vellíðunar samfara henni. Fyrir um tólf þúsund árum tók- um við okkur fastan bólstað. Þetta gerðist í kjölfar landbúnaðarbylt- ingarinnar og upphafs húsdýra- halds. Við erum enn í þeirri þróun. Með þéttbýlisvæðingunni dró úr hreyfingu og ekki batnaði það, þeg- ar iðnbyltingin reið yfir og menn fóru að vinna sitjandi. Svo kom tæknibyltingin og nú ríkir upplýs- ingabyltingin. Allar þessar bylting- ar hafa minnkað hreyfingu. Þegar hryggurinn fór í lóðrétta stöðu óx álagið á neðstu hryggjar- liðina, en það eru einmitt þeir, sem angra okkur mest. Bein geta styrkzt af auknu álagi, en brjóskið í Rattið er mikilvægt þjálfunartæki; hér snýr því Jón Magnússon, fyrrum sýslu- maður, og honum til halds og trausts er Agnes Renata van Brug sjúkraþjálfari. Jósep Ó. Blöndal mundar nálina í sprautumeðferð í gegnumlýsingu. Dagurinn byrjaði með vatnsæfingum í innisundlauginni í Stykkishólmi undir dillandi tónlist. Einhvers staðar fór eitthvað illa úrskeiðis...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.