Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
F
lestir telja sig vita
sitthvað um náttúr-
una og eðli hennar,
sumir heilan helling,
hún er jú allt um
kring hlutvakin og
huglæg, menn sjá
hana jafnt og
skynja. Og þó kem-
ur hún hálærðum vísindamönnum
stöðugt á óvart, þeir eiga í sumum
tilvikum jafnerfitt að botna hana
og sjálfan lífsandann, þennan frjó-
anga verundarinnar sem þjappaði
tóminu saman í árdaga og gerði
rými og tíma að afstæðri nálægð.
Nýjar uppfinningar og sigrar
mannsandans hafa aldrei verið
jafnáþreifanlegar staðreyndir og
síðustu 150 ár, svo komið er hrað-
inn orðinn svo mikill að maðurinn
telst auðmjúkur undirsáti hans.
Berst áfram í einhverju tímalegu
fárviðri sem hann hefur ekki leng-
ur stjórn á, lífið er sem andartak
og horfið áður en menn ná að átta
sig. Við fylgjumst með fjölþættum
afrekum mannsins jafnt á jörð
niðri sem í háloftunum, tengjum
þau afburðagáfum einstaklinga,
sem má rétt vera. Hugsum minna
til þess að heila undrið er sótt til
lögmála allt um kring sem við átt-
um okkur síður á, tók raunar
mannkynið árþúsundir að skil-
greina. Þó liggur landið þannig að
engin mikil uppgötvun lítur dags-
ins ljós að hliðstæðu og forsendu
hennar sé ekki að finna í nátt-
úrunni, jafnvel fyrir framan nefið
á okkur. Allar framfarir í mann-
heimi byggjast á einhvern hátt á
hagnýtingu og beislun lögmála
náttúruskapanna, frá þeim fyrstu
og fálmkenndu í árdaga til há-
tækni og geimvísinda nútímans.
Þetta er mönnum að vísu kennt í
skólum, mismikið þó og sjálf
greiningin misdjúp, liggur eðlilega
ekki alltaf ljós fyrir. Ósjaldan var
það svo fyrir einskæra tilviljun að
vísindamenn rákust á fyrirbæri
sem leiddu til mikilla uppgötvana
og straumhvarfa, í ljósi þessa
óskiljanlegt að fyrst á síðustu 10–
20 árum hafa risið upp miðstöðvar
víða um heim til skipulegra rann-
sókna á vettvanginum.
Skyldu margir hafa áttað sig á
mikilvægi hljóðsins í náttúrukeðj-
unni, að tíðni þess getur verið slík
að mannseyrað greini það ekki, en
svo er einmitt með öskur leð-
urblökunnar sem jafnframt er
ratsjá hennar. Bergmálið sem
framkallast við þessa hátíðni gerir
leðurblökunni kleift að fara allra
sinna ferða í kolsvarta myrkri til
að leita sér æti, smjúga á milli
trjágreina sem albjart væri. Annað
undrið er að skordýr nokkuð sem
hún leitar mikið á nemur hljóðið
og reynir í ofboði að forða sér, en
til þess hefur það ekki eyru heldur
hefur náttúran þróað með því
vörn; heyrn eða nokkurs konar
hljóðmóttakara á brjóstinu.
Menn hafa lengi dáðst að gullna
sniðinu, sem uppgötvað var í an-
tíkinni, og hafið til hárra hæða á
tímum endurreisnar. Lögmál sem
stuðst hefur verið við um þúsundir
ára og er forsenda allra framfara í
byggingarlist, myndlist og listiðn-
aði eins og margur veit. Gullna
rétthyrninginn töldu Forn-Grikkir
jafnframt fegurstan allra rétthyrn-
inga. Lögmálið í kringum gullna
sniðið var þó frá fyrstu tíð í næsta
nágrenni mannsins, finnst til að
mynda ekki einungis í bilinu á
milli svörtu og hvítu randanna á
sebrahestinum eða fjarlægð-
arinnar á milli mismunandi lita á
páfuglsfjöðrinni heldur einnig í
ýmsum hlutföllum í sjálfum
mannslíkamanum. Fingurliðirnir í
manninum koma gullna sniðinu
við, einnig hlutföllin frá hendi til
framhandleggs. Einnig má álykta
að lögmál gullna sniðsins sé inn-
byggt í mannshuganum sem og líf-
verum láðs og lagar, þannig ekki
fullkunnugt um að búið hafi verið
að skilgreina það til fulls þegar
píramídarnir í Egyptalandi voru
reistir og önnur stórkostleg undur
fornalda. Sterkar líkur benda þó
til þess að menn hafi þó verið
farnir að gera sér góða grein fyrir
lögmálunum þótt skilgreiningin
væri ekki fullkomlega á hreinu.
Öruggt að Forn-Grikkir gerðu sér
góða grein fyrir lögmálum gullna
sniðsins, kemur enda bæði fram í
skrifum Platons „Timaeus“ svo og
Euklíðs „Elementer“. Á tímum
endurfæðingarinnar myndlýsti
Leonardo bók Paciolis „Divina
proportione“ (Guðdómur hlutfall-
anna). Jafnvel í bókmenntum og
tónlist hafa menn hagnýtt sér lög-
mál gullna sniðins, kemur skýrt
fram í fyrra fallinu og talið að
bæði Dvorak og Bartók hafi með-
vitað hagnýtt sér þau í byggingu
tónstigans en óvíst um Bach, Moz-
art og Beethooven, alveg mætti þó
álykta að lögmálin hafi verið inn-
byggð í þeim.
Af öllu þessu getum viðdregið þá raunsönnuályktun að margur hefurunnið stóra sigra fyrir að
uppgötva áður ókunn lögmál nátt-
úrunnar, einnig að ekkert undir
sólinni er hreinn spuni; improv-
isation. Aldrei boðað góða lukku til
lengri tíma litið að fjarlægjast lög-
mál náttúrinnar eða grípa fram
fyrir hendur hennar, hvorki í hug-
vísindum né verki. Hér má minn-
ast orða hins mikla vísindamanns
Niels Stensen, sem talinn er faðir
nútíma jarðfræði: Fallegt er það
sem við sjáum / Fallegra það sem
við skiljum / Fallegast það sem við
skiljum ekki, (1674).
Nú kunna einhverjir vera farnir
að velta fyrir sér hvert skrifari sé
að fara, en svo er mál, að til er
heiti á rannsóknarsviði, sem Jack
Steele verkfræðingur í flugþjón-
ustu Bandaríkjahers kom fyrst
fram með 1958. Um að ræða hug-
takið Bionik, sem vísar til skil-
greiningar á eftirgerðum á fyr-
irbærum náttúrunnar og sækir
hugmyndir til lögmála hennar. Og
sem áður greinir eru ekki nema
einn eða tveir áratugir síðan menn
gerðu sér fulla grein fyrir mik-
ilvægi þessa og upp risu rann-
sóknamiðstöðvar víða um heim.
Þetta telst því mjög ferskt svið
sem menn eru einnig farnir að
hagnýta sér markvisst í sjón-
menntum eins og fram kemur til
að mynda í verkum Ólafs Elías-
sonar og félaga.
Uppgötvun röntgen-geislanna og gegnumlýs-ingar hluta í lok nítjándualdar olli miklum tíma-
hvörfum og varð að múgæði tím-
anna, fólk flykktist á fjölleikahús
til að upplifa undrið og ekki þótti
kviksjáin minna undur. Þetta hafði
mikil og gagnger áhrif á listamenn
eins og Edvard Munch, einkum
gegnumlýsingin og sú afhjúpun
sem við blasti.
Þannig borðleggjandi að mað-
urinn hefur um þúsundir ára beint
sjónum sínum til náttúrunnar í því
skyni að finna lausnir á tækni-
legum og hönnunarlegum vanda-
málum. Í ljósi þessa voru til að
mynda listamenn og listheimspek-
ingar öðrum þræði á villigötum
þegar þeir sneru baki við sýni-
legum fyrirbærum náttúrunnar á
tímum strangflatalistarinnar og
óformlegrar tjáningar, einstreng-
ingslegri afneitun þeirra sem
raunsannri túlkun myndsköpunar.
Í raun réttu voru listamennirnir
sjálfir að vinna útfrá lögmálum
hennar í markaðri skipan form- og
litaheilda, en á hinn bóginn skyn-
rænni „formleysu“ eins og sumir
vilja kalla óformlega tjáningu, en
verður að telja misvísandi. Náttúr-
an mótar sköp sín og þegar þau
hafa lokið líftíma sínum taka þau
að eyðast og gera það viðlíka
skipulega. Í báðum tilvikum felst
mikil fegurð í þróunarferlinu, hér
nærtækast að vísa til grómagna
vorsins og litbrigða haustsins.
Ekkert bendir til þess að náttúran
sé fullkomin hönnun, þvert á móti
eiga sér stað tilviljunarkenndir
árekstrar, og þeir eiga ekki svo lít-
inn þátt í sköpun lífs og allífs, full-
komin formleysa þannig naumast
til nema sem aðgreining and-
stæðra hugtaka og póla. Í allri
þessari hátækni nútímans sem á
margan hátt hefur orðið mannkyn-
inu til blessunar felst um leið
meiri ógn í átt til tortímingar en í
samanlagðri þróunarsögunni,
verndun náttúrunnar helsta hald-
reipið til björgunar. Hinar risa-
stóru heimssýningar síðari ára
bera þess glöggt vitni hvernig
arkitektar og hönnuðir leita til
lögmála hennar og hér hefur tölv-
an gagnast þeim til mikilla afreka.
Lausnir á byggingarfræðilegum
vandamálum sem tölvan leysir
auðveldlega voru þó sem inn-
byggðar í hugskoti Jørns Utzons
þegar hann hannaði óperuhúsið í
Sydney. Leiða vinnubrögð hans
ekki svo lítið hugann til bygg-
ingaafreka fornaldar áður en lög-
mál gullna sniðsins voru að fullu
skilgreind, mótað brjóstvit réð
ferðinni.
Samfara því, að Bionik erfyrir þörf og nauðsyn orðiðað umfangsmikilli og örtvaxandi vísindagrein í
heiminum, hefur áhugi fólks á
náttúrufyrirbærum stóraukist,
eins og aðsókn á hin stóru nátt-
úrusögu- og vísindasöfn beggja
vegna Atlantsála ber með sér.
Áhugasömum skal vísað á þessi
söfn en tilefni þessarar sam-
antektar er upplýsandi sýning í
Dýrasafninu, Háskólanum í Kaup-
mannahöfn, sem stendur til 23.
september og nefnist „Bionik,
maðurinn lærir af náttúrunni“.
Hafði bæði lesið um hana áður en
ég hélt utan og var bent á hana
kominn til Hafnar. Sýningin ekki
einasta vel upp sett og fróðleg,
heldur fylgir henni mikil sýning-
arskrá/katalóga sem bætir um bet-
ur, þá er safnið sjálft hið áhuga-
verðasta. Gestir sjá svart á hvítu
hvernig vísindamenn nútímans
hafa leitað til náttúrunnar, geim-
vísindi alls ekki undanskilin og
rekur margur upp stór augu. Fyr-
irmyndirnar og kímið að há-
tækninni finna menn jafnvel í
smæstu lífverum og hér hefur
kóngulóin, form og vefir hennar
dugað mikið vel. Og hvað að okkur
sjálfum snýr, skyldi þá einhverjum
að óreyndu láta sér detta í hug að
fyrirmyndin að burðarvirkni Eif-
felturnsins er sótt í lærbein mann-
skepnunnar? Eða að þessi og fram
til 1930 hæsta bygging í heimi og
allar götur síðan helsta kennitákn
Parísarborgar átti aðeins að
standa tímabundið, en miklar
framfarir í hljóðvarpstækni björg-
uðu frá niðurrifi?
Móðir náttúra og „Bionik“
Burðarvirkni lærbeins var fyrirmynd Gustafs Eiffel þegar hann hannaði Eiffelturnin í tilefni heimssýningarinnar í París 1889.
Grunnþættir flatarmálsfræðinnar, (Elementa in artem geometriæ) fyrsta út-
gáfa af riti Euklíðs, prentað í Vicenza 1491. Byrjar á línu og punkti og er fyr-
irmynd seinni tíma stærðfræðibóka.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
bragi@internet.is