Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 41 UMRÆÐAN Á DÖGUNUM voru samþykkt lög um starfsemi græðara. Eru þau kær- komin bót á stöðu þeirra fjölmörgu sem starfa að því að bæta heilsufar þjóð- arinnar utan hins op- inbera heilbrigð- iskerfis. Hingað til hefur mátt segja að starfsemi ýmissa græð- ara hafi fallið undir ákvæði læknalaga um skottulækningar, en með hinum nýju lögum er græðurum færð sæmandi réttarstaða. Í ljósi aukins fram- boðs af meðferð- armöguleikum er nauðsynlegra en áður að almenningur sjálfur sé gagn- rýninn á þær upplýsingar sem veittar eru. Því miður hafa margir af þeim meðferðarmöguleikum sem í boði eru, bæði í hefðbundnu heilbrigð- iskerfi og meðal græðara, ekki verið rannsakaðir nægilega. Notkun þeirra byggist e.t.v. á tilfinningu læknis, aldagamalli hefð eða jafnvel fáeinum dýratilraunum, en engar sannanir eru fyrir því að meðferðin bæti heilsu eða lengi líf manna. Með aðferðum vísindarannsókna er hins vegar hægt að fá skýr svör við því hvort einhver meðferð sé gabb eða gagnleg. Til þess að t.d. lyf sé talið gera gagn er nauðsynlegt að gera rannsókn á stórum hópi einstaklinga sem skipt er í tvennt. Fær annar hópurinn hið virka lyf en hinn lyfleysu, en hvorki sjúklingarnir, né sá læknir sem þá annast og metur árangurinn, veit hver fær hvað. Venjulega reynist lyf- leysuhópurinn fá einhvern bata, en með tölfræðilegum aðferðum er síðan greint hvort marktækt betri árangur náist með notkun hins virka lyfs. Að- eins að undangengnum slíkum rann- sóknum er hægt að fullyrða að lyfið hafi áhrif, en þó hægt sé að finna ein- staklinga sem hafa prófað lyfið og finnst það hafa gert gagn er ekki hægt að líta á það sem sönnun um gagnsemi. Því miður er ekki sjald- gæft að sjá einstaklinga notfæra sér trúgirni almennings með því að selja vöru eða þjónustu sem engar eða ófullnægjandi sannanir eru fyrir að hafi áhrif. Hitt er einnig til og sýnu verra, þegar seld er þjónusta sem lækning þegar óyggjandi sannanir eru fyrir hún sé gagnslaus og jafnvel skaðleg. Þjáist einstaklingur af sjúk- dómi sem hann fær ekki lækningu við er eðlilegt að hann leiti allra leiða til þess að fá bót meina sinna. Að hafa neyð sjúklinga að féþúfu með sölu meðferðar sem ósannað er að hafi ár- angur er glæpsamlegt og ættu læknar og græðarar að sameinast um aðfordæma slíkt. Í dag er almenningi auðvelt að afla sér hlutlausra upplýsinga án þess að vera háður því að heyra eingöngu skoðun þeirra sem hafa fjárhags- legan ávinning af því að selja vöruna. Á síðunni www.hvar.is er að finna hlekk inn á gagnagrunninn Ovid, en þar er yfirlit um allar vísindagreinar sem birtar hafa verið í helstu lækn- isfræðitímaritum frá 1966. Því miður finnast stundum ekki nægilegar rannsóknir til að meta mögulega gagn- og skaðsemi af meðferðum. Hafi einhverjar rannsóknir verið gerðar á efninu geta þær verið af ófullnægjandi gæðum þannig að ekki er mark takandi á niðurstöðunni. Einnig getur verið að ógrynni rann- sókna sé til á efninu, en erfitt fyrir leikmann að túlka niðurstöður þeirra. Fyrir þá sem ekki vilja pæla í gegnum frumheimildir er auðvelt að fá skýr svör með því að nýta sér sér- þekkingu háskólamenntaðra heil- brigðisstétta á rannsóknum og túlkun á aðferðafræðilegum gæðum fræði- greina. Cochrane stofnunin (www.cochrane.org) er fyllilega hlut- laus og taka vísindamenn hennar fyr- ir ákveðin málefni innan heilbrigð- isfræða. Skoðaðar eru með skipulögðum hætti allar þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið á mál- efninu, metin gæði þeirra og hvort mark sé á þeim takandi. Að lokum er svo gefin út niðurstaða á skiljanlegu máli um hvort viðkomandi lyf eða önnur meðferð sé gagnleg eða ekki, eða hvort ófullnægjandi rannsóknir séu til staðar. Auk málefna almennr- ar læknisfræði hefur Cochrane tekið fyrir margt af því sem flokkast undir starfsemi græðara. Til dæmis sýna niðurstöður þeirra með óyggjandi hætti já- kvæð áhrif af nála- stungum til að draga úr ógleði og verkjum í völdum tilfellum, yoga hefur reynst geta minnkað verki og að- ferðafræði grasalækn- inga bætt líðan slitgigt- arsjúklinga. Á næstu áratugum er líklegt að hætt verði að horfa til hinn- ar gömlu skiptingar í hefðbundna og óhefðbundna læknisfræði. Með vax- andi vísindaþekkingu á öllum lækn- isráðum er líklegt að með opnum hug verði það nýtt sem raunverulega virkar úr báðum fræðiheimunum. Jafnframt er ekki óeðlilegt að harðar verði gengið fram í því að ekki sé ver- ið að notfæra sér trúgirni fólks með því að selja þjónustu, lyf eða annan varning sem ófullnægjandi sannanir eru fyrir að hafi áhrif. Líklegt má teljast að hlutverk lækna í að sinna alvarlegum og bráðum vandamálum verði að mestu óskorað í framtíðinni. Á öðrum sviðum þar sem ekki er um bráð vandamál að ræða, heldur van- líðan og vanstillingu í líkams- starfseminni, er líklegt að að- ferðafræði ýmissa stétta græðara geti verið betur til þess fallin að bæta líðan og heilsu með því að ná fram slökun og auka innra jafnvægi í lík- amanum. Bæði græðarar og hefð- bundnar heilbrigðisstéttir starfa að sama marki og því eiga þær að geta unnið saman að því að veita þjónustu sem sannað hefur verið að skili ár- angri. Raunverulegar lækningar Hjalti Már Björnsson fjallar um rannsóknir á læknisfræðilegum meðferðum ’...með hinum nýju lög-um er græðurum færð sæmandi réttarstaða.‘ Hjalti Már Björnsson Höfundur er læknir á LSH. Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 534 4040, fax 5340 4044 Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlari Mjög fallegt parhús ásamt tvöföldum bíl- skúr, alls 194,5 fm að stærð, á frábærum stað nærri miklu útivistarsvæði. Eignin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, snyrtingu, sjónvarpsol, þrjú svefnher- bergi, baðherbergi, stofu, borðstofu, eld- hús, búr og þvottaherbergi. Geymsla er í bílskúrnum og sjálfvirk hurðaopnun á báðum bílskúrshurðunum. Húsið er vel staðsett neðst í botnlanga og var tekið í gegn að utan fyrir nokkrum árum og lítur vel út. Verð kr. 33.900.000 ÁLMHOLT, MOSFELLSBÆ Glæilegt 164,1 fm einbýlishús á einni hæð auk 31,5 fm bílskúrs, sem stendur á fallegri vel staðsettri ræktaðri lóð. Hús- ið, sem er sérlega vel innréttað og skipu- lagt, skiptist í forstofu, hol, eldhús, búr, stofu, borðstofu, sólstofu, herbergi, bað- herbergi, tvö svefnherbergi, þvottaher- bergi og bílskúr. Á gólfum er eikarparket og flísar. Innréttingar eru úr kirsu- berjaviði og eik. Endurhönnun var gerð á húsinu fyrir um 6 árum síðan og er hún öll hin vandaðasta með sérsmíðuðum innréttingum. Verð kr. 50.000.000 SEIÐAKVÍSL, REYKJAVÍK Mjög góð 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi, með inngangi af svölum. Hús og sameign eins og best verður á kosið. Eignina má aðeins selja aðilum 67 ára og eldri. Mikil þjónusta tengist íbúðum hússins. Verð kr. 20.500.000 VESTURGATA, REYKJAVÍK Glæsileg 137 fm íbúð á 2. hæð og risi auk bílskúrsréttar í litlu fjölbýli. Íbúðin er með vönduðum innréttingum og gólfefn- um. Skipting íbúðarinnar er forstofa, hol, eldhús, stofa og borðstofa, þvottaher- bergi, baðherbergi og þrjú svefnherbergi á hæðinni. Í risi er sjónvarpshol og svefnherbergi. Tvennar svalir. Húsið ný- lega viðgert að utan. Fyrir liggur að byggja bílskúr. Mjög góð staðsetning. Verð kr. 28.400.000 LAXAKVÍSL, REYKJAVÍK Mjög falleg 4ra herbergja 119 fm íbúð á neðstu hæð í þríbýlishúsi með sérinn- gangi. Eignin skiptist í forstofu, hol, fjög- ur herbergi, baðherbergi, stofu og eld- hús. Parket og flísar á gólfum. Baðher- bergið hefur verið glæsilega endurnýjað. Hús í góðu standi. Mjög góð staðsetn- ing. Verð kr. 19.900.000 UNNARBRAUT, SELTJARNARNESI Mjög góð 90 fm hæð auk 31 fm bílskúrs í mjög góðu steinhúsi, byggðu árið 1952. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðhebergi, stofu og borðstofu og þrjú svefnher- bergi. Eignin er öll hin snyrtilegasta og húsið í sérlega góðu ástandi að utan, þak nýlega yfirfarið og málað. Frábær staðsetning. Verð kr. 22.700.000 BARÐAVOGUR, REYKJAVÍK Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Svöluás 26 - Parhús Vorum að fá í einkasölu frábærlega staðsett 194,4 fm parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á góðum útsýnisstað í Hafnarfirði. Neðri hæðin skiptist í forstofu, snyrtingu, bjartar stofur með vængjahurð út í garð og eldhús með fallegum kirsuberj- ainnréttingum. Efri hæðin skiptist í þrjú svefnherbergi, stórt sjónvarpsherbergi með fallegri vængjahurð (auðvelt að nýta sem svefnherbergi) með útgangi á norður- sval- ir, þvottahús og fallegt baðherbergi með kirsuberjainnréttingu, nuddhornbaðkari og glugga. Í stigaholi er mjög stór og fallegur gluggi sem gefur mikla birtu. Allar hurðir og innréttingar eru úr kirsuberjaviði. Áhv. 16,4 millj. með 4,15% vöxtum. Við yfirtöku láns sparar kaupandi kr. 410.000 í stimpil- og lántökugjöld. Verð 38,9 millj. (564) Inga sölumaður tekur vel á móti gestum í dag frá kl. 17 - 19. Teikningar á staðnum. Opið hús í dag frá kl. 17-19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.