Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Íslenskir hrafnar koma sam-an tvisvar á ári til að þingaum eitthvað. Oft í gríðar-stórum hópum. Alþýðu-trúin segir, að á haustin ákveði þeir innbyrðis skiptingu niður á bæi og önnur praktísk mál. Hvað til er í því veit ég ekki, en greinilegt er að þetta virðist mikilvægur þáttur í lífi fuglanna. Og ómissandi, ef hitt reynist satt. Að fundi loknum eru þeir yfirleitt tveir saman og reyna að halda í sér líftórunni á köldu og dimmu Ísalandi. Þar eru flestir dagar eins, og því eflaust tilhlökkunar- efni – brjótandi upp hið vana- bundna mynstur – að hittast að vori, sem þeir einnig gera, og ræða þá sennilega liðinn vetur og eitthvað fleira, sem kemur að not- um. Eða bara spjalla. Þetta flaug um hug mér, þegar ég heyrði í Karli Sigurbjörnssyni biskupi í fréttatíma á Stöð 2 á hvítasunnudag, 15. maí síðastlið- inn. Þar kvaðst hann óttast að fyr- irbærið „hátíð“ væri á undanhaldi úr lífi fólks. Það mætti ekki ger- ast; standa þyrfti „vörð um hátíð- ina og helgidaginn vegna þess að það greiði veg góðum gildum“. Auðvitað var þetta rétt. „Heilbrigð sál í hraustum lík- ama,“ segir máltækið. Allt of oft gleymist þar fyrri hlutinn, and- lega fóðrið. Og vannæring er merki um sjúklegt ástand. Til að mannskepnan geti lifað eðlilega verður jafnvægi að ríkja þarna á milli. Næstu kynslóðir verða ekki beysnar, spái ég, hafi þær verið sveltar á annan hvorn veginn. Í mars í fyrra var uppi umræða í þjóðfélaginu um að færa til ein- hverja hátíðisdaga, eða jafnvel fjarlægja, og þar aðallega á bak við krafa atvinnurekenda, sem fannst þeir slíta vinnuvikuna í sundur. Uppstigningardagur var þar nefndur til sögunnar. Það er einhver mesta og grófasta atlaga að íslenskri kristni í langan tíma. Hún var stöðvuð fyrir atbeina og festu biskups. Sumardagurinn fyrsti var líka í umræðunni. Karl benti á, að hann væri leifar af ævagömlu tímatali og verðmæti fólgin í slíkum hefð- um einnig. Hér skyldu menn því fara varlega. Hvorir tveggja eru partur af menningarsögu okkar og þessi ásælni í að hnika þeim til eða farga skammarleg. Víða í heiminum er þetta ferli lengra komið, því miður, og lík- lega er Frakkland þar kræfast, og því til sönnunar er eftirfarandi frétt á mbl.is þann 16. maí: Milljónir Frakka héldu sig heima í dag, annan í hvítasunnu, þrátt fyrir að ríkis- stjórn landsins hafi ákveðið að dagurinn skyldi ekki lengur vera frídagur og lands- menn ættu að mæta til vinnu. Almennings- samgöngur fóru úr skorðum í næstum því hundrað borgum og bæjum og margar skrifstofur hins opinbera voru lokaðar, að því er fram kemur í frétt BBC. Stjórnin ætlaði að breyta deginum úr frí- degi í venjulegan vinnudag og nota tekj- urnar í heilbrigðisþjónustu við aldraða. Ákvörðunin mæltist hins vegar vægast sagt illa fyrir hjá vinnandi fólki og verkalýðs- félög boðuðu til verkfalla um allt land … Skyldum við eiga eftir að upp- lifa eitthvað svipað hér á landi í framtíðinni? Vegna græðgi ákveð- inna afla í samfélaginu, horfandi á fáeinar krónur, sem e.t.v. myndu sparast, ef unnt væri að gera eitt- hvað í þessum dúr? Nei, svei attan. Vonandi hafa ráðamenn þjóðarinnar gæfu og vit til að mynda skjaldborg utan um þetta helga vé og önnur af sama meiði. Kristin áhrif eru á undanhaldi á meginlandi Evrópu, hvað sem veldur. Það kann að smita heil- brigða líkami, rétt eins og hver önnur veira eða baktería, sem fá að grassera óheft, og verða að drepsótt, og því nauðsynlegt að halda vöku og árvekni. Ekki síst fyrir það, að sú árátta hefur loðað dálítið við yfirvöld hverju sinni að taka upp eitt og annað frá grannríkjunum, sem þótt hefur flott og gefast vel ytra. Smæð okkar og minnimáttarkennd er kveikjan að því flestu. Öllum sæmilega greindum einstakling- um ætti þó að vera ljóst, að ekki er eftir neinu bitastæðu að slægj- ast í þessu tilviki, að vera að flytja inn pest á borð við þá, sem ég nefndi. Hún er bæði illa þefjandi og ljót. Göfgi hefur ekkert með hold- lega stærð að gera. Hún er spurn- ing um annars konar atgervi. Ver- um stolt. Veljum íslenskt. Ég minntist í upphafi á hrafn- inn. Það er klókur fugl, e.t.v. greindastur alls kyns síns, að áliti vísindamanna. Og hann segir okk- ur með atferli sínu, að lífið eigi ekki bara að vera strit, endalaust. Nauðsynlegt sé að breyta út af vananum endrum og sinnum, hitt- ast, gleðjast og fregna – úr öðrum heimi sem þessum. Ætlar manneskjan að verða honum síðri? Þá er ég hræddur um að vistin yrði daufleg í sveit og borg. „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er,“ sagði meistari okkar og Drottinn forðum. Við skulum því gera allt til að halda í þá daga sem minna okkur á hvar rætur okkar liggja, hvaðan við komum, hver við erum. Og fjölga þeim, ef eitt- hvað er. Í öllu slíku felst mennskan. Hitt er ekki bjóðandi, að leyfa að fornum stoðum verði kippt undan tilveru okkar og sögu, og þær lagðar á altari mammons. Það verður engum til sóma. Hátíð Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson sigurdur.aegisson@kirkjan.is Það er góður siður að fagna tímamótum, hvort sem þau eru tengd fólki, hlutum, atburðum, stöðum eða öðru, enda gleði og hamingja þá oftast með í för. Sigurður Ægisson gerir hér að umtalsefni orð biskups Íslands fyrir skemmstu, um hátíðir og gildi þeirra. ✝ BrynjólfurKristinsson fæddist í Reykjavík 4. mars 1951. Hann andaðist á LSH 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Gunn- arsdóttir húsfrú og Kristinn H. Árnason sælgætisframleið- andi. Móðurforeldr- ar voru hjónin Ingi- björg Ágústa Ein- arsdóttir húsfreyja, fædd í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, og Gunnar Brynjólfsson, efnisvörð- ur hjá Vita- og hafnamálastjórn, ættaður frá Grindavík. Börn þeirra voru Helga, Brynjólfur og Margrét. Föðurforeldrarnir voru Árni Þorsteinsson bíó- stjóri, ættaður frá Álftanesi, og kona hans Helga Níelsdóttir frá Hafnarfirði. Synir þeirra Krist- inn, Hallgeir og Níels. Systkini Brynjólfs eru Gunn- ar, f. 10. janúar 1939, Helga, f. 3. maí 1941, og Árni, f. 29. júlí 1947, d. 10. júní 2001. Brynjólfur tók gagnfræðapróf og síðar verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands. Hann starf- aði við heildverslun um tíma hjá Eiríki Ketilssyni og var nokkuð í milli- landasiglingum, en lengst af starfaði hann við fyrirtæki föð- ur síns, Sælgætisgerð KÁ, og síðar hjá sælgætisgerðinni Freyju en þangað var rekstur- inn seldur eftir lát Kristins 1995. Útför Brynjólfs var gerð frá Fossvogskapellu 18. maí. Mér er orða vant. Sest niður til að skrifa nokkur kveðjuorð um minn kæra yngsta bróður Binna en hvernig sem ég reyni þá finn ég ekkert nema hrósyrði og það hefði hann ekki viljað. Ég ætla því að láta nægja nokkur minningabrot. Fyrstu minningarnar eru nátt- úrlega tengdar sumarbústaðnum í Sléttuhlíðinni, t.d. þegar fjölskyld- an fór í fjallgöngur upp á Helgafell sem mér þótti vera hátt fjall en þá var Binni hafður í bakpoka sem pabbi og mamma skiptust á að bera. Við áttum tvö yndisleg ömmu- og afaheimili, bæði gullfalleg, heimilið yfir Hafnarfjarðarbíói og svo á Hverfisgötu 55 í Reykjavík, sem var svo miðsvæðis og allir svo velkomnir. Þá voru æskuárin í Hlíðunum, endalausir útileikir og ég alltaf að passa þennan glóhærða fallega bróður. Við vorum svo lánsöm að í sama húsi eignuðumst við bæði jafnaldra vini og hefur sá vinskap- ur haldist allar götur síðan. Binni var nýfermdur þegar móðir okkar dó og sennilega hef ég þá farið að reyna að vera mömmuleg, tíu árum eldri en hann. Við héldum heimili saman systkinin fjögur í ein fimm ár eftir það. Vinahópar allra vel- komnir. Þetta var svona skemmti- legt ungmennaheimili með enda- lausri músík á fóninum. Bítlarnir voru í miklu uppáhaldi og meira að segja klassík í bland. Binni var einkar hjálpfús og vel að sér og gott að leita til hans með hvað sem var. Undanfarin tvö ár hefur Binni gengið í gegnum erfiðan sjúkdóm sem hafði betur á endanum. Ekki kvartaði hann, en reyndi eftir bestu getu að hughreysta mig. Svoleiðis var hann. Helga. Þú hafðir marga öfundsverða kosti, Binni, m.a. frábært skop- skyn þar sem þú naust þín svo sannarlega á góðum stundum með frábærum innslögum. Þetta var jafnan vel ígrundað og hnyttið hjá þér – umræðan og skemmtunin fór jafnan á hærra og skemmtilegra plan. Þú varst grallari í þér og með lúmskt ímyndunarafl. Það var eng- inn bægslagangur á þér. Þú fórst fram með virðingu og hógværð og tróðst ekki á neinum. Við áttum okkar góðu stundir á unglingsár- unum, m.a. í Reykjahlíðinni þar sem þú áttir þitt heimili með Heddu systur þinni og bræðrum þínum Gunnari og Árna heitnum. Þú varðst ungur fyrir móðurmissi og þó þú talaðir ekki um það, því þú gast verið dulur, hefur það ef- BRYNJÓLFUR KRISTINSSON ✝ Margrét Jóns-dóttir Hicks fæddist í Reykjavík 7. september 1922. Hún lést fimmtudag- inn 28. apríl sl. Faðir Margrétar var Jón Sigurpálsson (1886– 1963), kaupmaður, sonur Sigurpáls Kristjánssonar, Flat- ey á Skjálfanda (1855–1890) og Dórótheu Hólmfríð- ar Kristinsdóttur (1854–1940), en móð- ir Margrétar var Guðrún Tómasdóttir (1900–1990), dóttir Tómasar Sigurðssonar hreppstjóra á Barkarstöðum í Fljótshlíð (1854–1923) og Mar- grétar Árnadóttur (1873–1935). Margrét var elst fjögurra systk- ina, en systkini hennar eru: Dóróthea, f. 1925, Guðrún Erna, f. 1930, og Tómas Sigurpáll, 1933– 1995. Árið 1960 giftist Margrét Bret- anum Raymond Hicks (1913–1972), starfsmanni í bresku utanríkisþjónust- unni. Þeirra dóttir er Guðrún Jayne, hjúkrunarkona, f. 7. maí 1964. Jayne býr í Englandi og er gift Brendan Glynn og eiga þau tvær dætur: Lauren Megan, f. 2000, og Jessicu Rose, f. 2005. Margrét stundaði nám í Verslunar- skólanum í fjögur ár. Hún starfaði mestan hluta ævinn- ar við skrifstofu- og bókhalds- störf. Mörg síðustu starfsár sín starfaði Margrét á skrifstofu varnarliðsins í Keflavík. Margrét bjó árum saman erlendis en flutti aftur til Íslands eftir lát eigin- manns síns árið 1972. Útför Margrétar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu hinn 13. maí. Hjartkær móðursystir mín, Mar- grét Jónsdóttir, er látin á 83. ald- ursári og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Gréta frænka mín var hávaxin kona og spengileg, bein í baki og gekk hnarreist. Alltaf vel til fara og glæsileg á að líta, með nýlagað hár og eldrauðar lakkaðar neglur. Ekki eitt einasta grátt hár var að finna í jörpu hárinu nú þegar hún var komin á níræðisaldur, og aldrei hafði hún þurft að nota gleraugu. Gréta frænka var með afbrigðum skemmtileg kona, sagði líflega frá og kryddaði frásögnina iðulega, svo úr varð hin mesta skemmtun, eig- inlega óháð því hvert frásagnarefn- ið var. Hún var hnyttin og hressi- leg og lífgaði oft verulega upp á umhverfi sitt. Ég hef það fyrir satt að ein hjúkrunarkonan sem ann- aðist hana í ellinni hafi gjarnan gengið með minnisbók á sér til að punkta niður snjallyrði sem féllu af vörum Grétu. Gréta lét sér afskaplega annt um fjölskylduna og öll ættmenni sín og fóru börnin í fjölskyldunni ekki varhluta af þeirri umhyggju. Öll settu þau Grétu efst á lista yfir gesti í afmælisboðum og öðrum veislum sem haldnar voru. Alltaf skyldi Gréta mæta með stærstu pakkana og öll ömmubörn systra hennar fengu gríðarstór pásakaegg frá henni um hverja páska. Jóla- gjafirnar voru að sama skapi rausnarlegar. Gréta var árum saman búsett í útlöndum, vegna starfa eiginmanns síns, og árið 1964 fæddist þeim dóttirin Guðrún Jayne í Englandi. Örlögin höguðu því þannig að Gréta varð um langt árabil viðskila við dóttur sína en fyrir fjórum ár- um varð hún þeirrar gæfu aðnjót- andi að endurheimta dótturina en það var slíkt ævintýri og þvílík hamingjusaga að semja mætti um það heilu bækurnar. Ég bið algóðan Guð að taka vel á móti þessari yndislegu frænku minni og votta Jayne dóttur hennar og fjölskyldunni allri samúð mína. Guðlaug Kjartansdóttir. Þegar ég var lítil stelpa vissi ég að mamma ætti systur í útlöndum sem ég hafði aldrei séð. Það var svo þegar ég var átta ára gömul að hún flutti heim frá Ameríku og við hitt- umst fyrst. Þetta var Gréta frænka. Hún var litlu barni stór spurning, ákaflega hress og kát, hafði búið í mörgum löndum og ákveðin dulúð yfir fortíðinni. Gréta frænka var mér alla tíð ákaflega góð. Ég minnist þess að hún sendi mér reglulega fulla skókassa af am- erísku sælgæti frá Keflavíkurvelli, þar sem hún vann. Það var ólýs- anlega spennandi fyrir barn í sveitaplássi að fá svona sendingar. Þegar ég sjálf eignaðist börn var Gréta frænka alltaf í miklu uppá- haldi hjá þeim og sömu gjafmildina og góðmennskuna upplifðu þau. Það eru ekki margir sem maður kynnist á lífsleiðinni sem hafa óendanlega mikið að gefa öðrum en gera aldrei neinar kröfur og ætlast ekki til neins af öðrum. Hún var þeim kostum búin. Aldrei heyrði maður hana kvarta yfir neinu eða tala illa um neinn. Síðustu árin fór hún að missa minnið er alzheim- ersjúkdómurinn herjaði á. Það var þó alltaf hægt að spjalla um gamla daga og þá fann maður glögglega hversu æskuslóðirnar hjá ömmu hennar og afa á Barkarstöðum voru henni hugleiknar. Hún mundi allt í smáatriðum um lífið þegar hún var barn í sveit þótt hún myndi ekkert hvað hafði gerst fyrir fimm mínútum. Oft talaði hún líka hlý- lega um árin á Bragagötunni þar sem hún var alin upp. Guð geymi þig, elsku Gréta, og hafðu þökk fyrir allt. Guðrún Kjartansdóttir. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR HICKS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.