Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 49 MINNINGAR Elsku Sigga amma. Í dag hefðir þú orðið 81 árs. Þú yfirgafst þenn- an heim hinn 29. apríl sl. eftir erfið síðari ár. Þó það sitji eftir svo ein- lægur söknuður þegar svo hjarthlýr hluti af manns tilveru fer á næsta stað, þá vega hinar miklu og góðu minningar um þig upp á móti þeim söknuði. Minningar, sem að stóru leyti gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Minningar, sem eiga sitt hlutverk í sérhverri niðurstöðu og ákvörðun sem ég tek á degi hverjum og mun taka í framtíðinni. Mér finnst yndislegt að hugsa til þess hvað þú átt mikið í mér. Það er ekki að ástæðulausu að margar af mínum minningum um þig snúast um mat. Í hvert skipti sem þú opnaðir dyrnar á Hjalló upp á gátt var dýrindis matur í allsnægtum. Í dag er það svo að í hvert skipti sem ég fæ mér soðna ýsu með kartöflum hugsa ég ávallt til þín og Sigga afa með skemmtilegum áherslum á furðuleg smáatriði. Það er bara einu sinni þannig með bernskuminningar, að SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR ✝ Sigríður Magnús-dóttir fæddist á Bæ í Reykhólasveit 22. maí 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 29. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 10. maí. þær skreyta hversdags- leikann og setja áhersl- ur á sérstaka staði, hluti og athafnir. Í hvert skipti sem ég fæ mér grjónagraut eða finn bara smákanillykt hell- ast yfir mig fjölmargar minningar með öllu mínu frændfólki í aðal- hlutverki. Flatköku- lyktin, kleinuilmurinn og þitt þétta faðmlag birta minningar sem spila á ljúfa strengi og ég veit að þannig mun það verða um ókomna tíð. Það er ómetanlegt að eiga og horfa á þá ljósmynd sem til er af þér haldandi á Gunnari Elísi meðan heilsa þín var enn góð. Sonur minn í þínu hlýja fangi er falleg minning sem hann mun læra að ylja sér við þegar framlíða stundir. Þau fá mann til að brosa, þessi stolnu augnablik sem eru manni svo einstaklega dýrmæt þegar allt kemur til alls. Megi góður Guð vaka yfir þér, elsku amma mín. Megi þér líða vel í faðmi ættingja sem tekið hafa á móti þér þarna hinum megin. Hafðu með þér innilega þökk fyrir allt það sem þú gafst mér. Þú geislar svo oft af brosi björtu að birtir allt upp og veitir oss yl. Það gleymist svo oft, að glaðari hjörtu græða og styrkja það, að vera til. (Höf. ók.) Þórólfur Gunnarsson (Tóti). laust haft mikið að segja í þínu lífi. Þú hélst alltaf miklu og góðu sam- bandi við Heddu systur þína sem reyndist þér vel svo og Siggi og Nanna. Þú starfaðir lungann úr þínu lífu með föður þínum í sæl- gætisgerð KÁ og fórst þér vel að halda utan um reksturinn alla tíð. Eins sýndir þú kvikmyndir í Hafn- arfjarðarbíói í forföllum föður þíns og var heimsókn til þín í sýning- arklefann ævintýri út af fyrir sig. Þú sagðir mér frá merkjunum í myndunum sem birtust og gáfu til kynna að spóluskipti væru í nánd. Allt varð að ganga snurðulaust fyr- ir sig og það tókst þér svo að áhorfendur urðu þess ekki varir að önnur vél var komin í gang með næstu spólu. Þegar ég heimsótti þig í Skip- holtið, þar sem þið feðgar höfðuð vinnustað, tók ég vel eftir hve ið- inn þú varst. Þú vildir spjalla en jafnan hafa hendur á banönum og froskum sem þú varst búinn að súkkulaðihúða og vildir koma í pakkningar. Þú hafðir margt til brunns að bera og hefðir getað orðið hvað sem hugur þinn hefði stefnt að. Þú hafðir viðurnefnið „Brynjólfur greindi“ hjá mörgum vina þinna sem skynjuðu dýpt þína í hugsunum. Krefjandi bóknám hefði farist þér vel hefðir þú kosið að fara þá leið. Þú hefur barist hetjulega við illvígan sjúkdóm og sýnt af þér æðruleysi og sálar- styrk, tilbúinn að taka því sem verða vildi. Hugsun til þín kallar fram góðar minningar um góðan tíma æskuár- anna og þann vandaða persónu- leika sem þú áttir. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Þormar Ingimarsson. Það er hverju smáu byggðarlagi happa- fengur þegar heil- steyptur og hæfileika- ríkur einstaklingur flyst í það og blandast þeirri flóru mannlífs, sem fyrir er. Þannig var því varið fyrir 56 ár- um þegar ung kona flutist í Keldu- hverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Konan var Ásdís Einarsdóttir ættuð austan af Langanesströnd, af góðu og gagnmerku fólki komin. Ásdís giftist eftirlifandi eigin- manni sínum Birni Guðmundssyni bónda og síðar oddvita og hrepp- stjóra í Lóni, rótgrónu menningar- heimili í sveitinni. Í Lóni tókst Ásdís á við margþátta lífshlutverk sitt: stórfjölskyldu heimilisins, uppeldi barnanna 6, bústörf, góðgerðar- starfsemi í þágu kvenfélagsins, leik- listar- og tónlistarlíf sveitarinnar svo að nokkuð sé nefnt. Ásdís var falleg kona, glaðsinna og greind og lagði gott til allra mála. Góð dómgreind, jákvæðni og æðru- leysi hennar gerðu það verkum að hún leysti hvert viðfangsefni öðrum betur og aðdáunarvert var að fylgj- ast með henni í þungbærum veik- indum og síðar við fráfall yndislegs ungs sonar. Þrátt fyrir að óhjákvæmileg boðaföll tilverunnar hlífðu Ásdísi ekki fremur en flestum öðrum var hún mikil gæfukona; hún var elskuð og virt að verðleikum af góðum eig- inmanni, afkomendur svo og tengdabörnin einstaklega gjörvu- legur og giftusamur hópur. Þá varð hún og þeirra gæfu aðnjótandi að sjá búsetu í Lóni farsællega fram haldið af góðum syni og mætri tengdadóttur, sem nú á ævikvöldi Ásdísar gáfu henni lítinn sólargeisla og alnöfnu. ÁSDÍS EINARSDÓTTIR ✝ Ásdís Einars-dóttir fæddist á Hallgilsstöðum á Langanesi 13. júlí 1924. Hún lést á líkn- ardeild Landakots 28. apríl síðastliðinn og var jarðsungin í kyrrþey. Ásdís átti við erfið veikindi að stríða mörg undanfarin ár, þar brást hún við sem áð- ur, með yfirvegun og skynsemi; hún fann sér viðfangsefni við hæfi þrátt fyrir mikið skert líkamlegt þrek, prjón- aði á yngstu meðlimi fjölskyldunnar til síð- asta dags og sagði að meðan hún gæti reykt laxinn sinn og aðstoðað við uppeldi barna- barnanna, fyndist sér hún mega vel við una. Ásdís lagði mikið upp úr háttvísi og tillitssemi í umgengni við aðra, barnabörnunum skyldi kennt að heilsa, kveðja og þakka fyrir sig. Áhrifa þessa gætti þá er undirrituð tók eftir því, nú fyrir nokkrum ár- um, hve ungur þáttastjórnandi, í morgunþætti Rásar 2, bauð viðmæl- endur sína fallega velkomna og sömuleiðis hve fallega hann kvaddi þá og þakkaði fyrir komuna; en þar kom á daginn að á ferðinni var ein- mitt eitt barnabarna Ásdísar með dýrmætt veganesti úr uppeldi ömmu. Okkur öllum sem ólumst upp í næsta nágrenni við Ásdísi gleymast seint fínu kökuveislurnar sem hún hélt okkur smáfólkinu, allir leikirnir sem hún kenndi okkur og öll glað- værðin sem fylgdi þeim. Því er nú mikið skarð fyrir skildi og hennar sárt saknað af öllum sem þekktu hana. Birni frænda, afkomendum og tengdabörnum þeirra flyt ég dýpstu samúðarkveðjur. Í nafni systkina minna. Ragna Sigrún Sveinsdóttir. Okkar elskulegi eiginmaður, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR EGILL SANDHOLT verkfræðingur, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtu- daginn 12. maí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 23. maí kl. 15.00. Þóra Sandholt, Bergur Sandholt, Th. Stella Hafsteinsdóttir, Kristín Sandholt, Ingvar Vilhelmsson, Ingibjörg Sandholt, Ei. Ómar Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, mágur og frændi, BRYNJÓLFUR KRISTINSSON, andaðist þriðjudaginn 10. maí sl. á LSH. Hjartans þakkir til þeirra, sem önnuðust hann í veikindunum. Einnig til þeirra, sem sýndu minningu hans virðingu með blómum og nærveru við útför hans sem fór fram frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 18. maí. Helga Kristinsdóttir, Ríkharð Laxdal, Gunnar Kristinsson, Valgerður Andersen, Ragnar, Kjartan og Kristinn. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir og amma, BÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR þroskaþjálfi, Íragerði 12, Stokkseyri, lést á Landspítalanum laugardaginn 7. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 24. maí klukkan 13:00. Kristján Geir Arnþórsson, Erla Hafliðadóttir, Njörður Sigurjónsson, Valgerður Halla Kristinsdóttir, Arnþór Kristjánsson, Björn Kristjánsson, Marta Kristjánsdóttir, Pétur Juul Arnþórsson. Ástkær sonur minn, bróðir og mágur, STEINI BJÖRN JÓHANNSSON vélfræðingur, Kóngsbakka 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 24. maí nk. kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. María S. Finsen, Karl F. Jóhannsson, Bergljót Aradóttir, Steinunn Jóhannsdóttir, Anna Guðrún Jóhannsdóttir, Gunnar Jóhannsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURJÓN G. SIGURJÓNSSON, Birkigrund 71, Kópavogi, andaðist á heimili sínu föstudaginn 20. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna Ásgeirsdóttir, Freyja Sigurjónsdóttir, Þórir Sigurgeirsson, Ásgeir Sigurjónsson, Silja Sverrisdóttir, Drífa Sigurjónsdóttir, Ólafur Baldursson, og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BJÖRGVINSSON frá Garði, Mývatnssveit, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi, föstudaginn 20. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA ÁSDÍS JÓNASDÓTTIR, Mánatúni 2, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 20. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Birgir J. Jóhannsson, Guðrún Birgisdóttir, Chuck Mack, Jónas B. Birgisson, Stella Guðmundsdóttir, Inga Jóhanna Birgisdóttir Halldór Úlfarsson, Sigrún Birgisdóttir, Óskar Baldursson, Haukur Birgisson, Áslaug María Magnúsdóttir, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.