Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Hann Eyfi frændi er dáinn. Svo
óvænt. Einhvernveginn óraunveru-
legt. Við sjáum hann fyrir okkur sitj-
andi í sófanum heima hjá mömmu,
sposkur á svip þrátt fyrir rólegt yfir-
bragðið. Fylgist með öllu, kemur með
skemmtileg innskot í umræðuna. Ein-
staklega viðræðugóður enda vel að
sér í öllum mögulegum málefnum.
Víðlesinn. Ljóð, skáldsögur, fræðirit
hvað sem er og allt festi hann sér í
minni. Bækur voru líklega það eina af
veraldlegum hlutum sem hann sank-
aði að sér í seinni tíð.
Honum var annt um velferð okkar,
það urðum við oft vör við og gátum við
leitað til hans með hvað sem var. Oft-
ast var það bara spjall sem við sótt-
umst eftir sem leiddist oftar en ekki
EYJÓLFUR
ALFREÐSSON
✝ Eyjólfur KristinnLemann Alfreðs-
son fæddist í Reykja-
vík 17. desember
1948. Hann lést í
Reykjavík 27. apríl
síðastliðinn og var út-
för hans gerð frá
Fossvogskirkju 9. maí.
út í afar heimspekilegar
samræður. Honum var
líka einkar lagið að út-
skýra alla hluti á ein-
faldan og hnitmiðaðan
hátt eins og þegar hann
kenndi Alla stærðfræði
á einni kvöldstund þeg-
ar Alli var að búa sig
undir samræmdu próf-
in á sínum tíma.
Það voru ekki margir
í fjölskyldunni sem Al-
freð gat rætt við um
nám sitt af viti þegar
hann byrjaði í raf-
magnstæknifræðinni.
Þar kom Eyfi sterkur inn og þegar
kom að því að honum fannst eitthvað
vanta upp á kunnáttu sína, þá skellti
hann sér bara á bókasafnið og las sér
til. Mætti svo sprækur og upplýstur
til leiks reiðubúinn til aðstoðar.
Þegar Eyfi var yngri var hann
skáti, varð meira að segja foringi.
Kunni að binda allskyns hnúta og átti
allt sem þurfti í almennilega útilegu.
Stundum fóru þau systkin Eyfi, Halli
og Gréta, með foreldrum okkar í
ferðalög þegar Veiga og Alli voru lítil,
það var sko fjör, hellar voru rannsak-
aðir, farið í feluleiki í „skóginum“ og
gengið á fjöll. Svo þegar litlir stubbar
þreyttust og neituðu að labba lengra í
miðri fjallshlíð, var þeim einfaldlega
stungið ofan í bakpokana þeirra
pabba og Eyfa og bornir í þeim á
leiðarenda. Eyfi æfði fótbolta með
Fram sem strákur og hafði gaman af
því að taka í boltann langt fram eftir
aldri. Hljóp hann oft í skarðið fyrir
pabba þegar pabbi var upptekinn og
fór með Alla út að sparka og eru þess-
ar fótboltastundir þeirra tveggja Alla
afar hugleiknar. Hann Eyfi var að
vísu hættur að sparka að mestu leyti
sjálfur þegar Pálmi var orðinn liðtæk-
ur fótboltastrákur en var óspar á
hvatningarorðin og horfði stundum á
Pálma á vellinum án þess að Pálmi
vissi af, til þess að fá marktæka sýn á
leikni hans að eigin sögn.
Það er af mörgu að taka og margs
að minnast en við megum ekki ofgera,
það hefði ekki verið honum móður-
bróður okkar að skapi, hann var ekki
mikið fyrir vol og víl og hafði oft lýst
því yfir að hann vildi ekkert bless-
partý þegar hann færi.
Við ætlum að lokum að kveðja hann
Eyfa eins og hann ávarpaði okkur
alltaf – „Heill og sæll frændi“ og takk
fyrir allt.
Sigurveig (Veiga), Aðalsteinn
(Alli), Alfreð og Pálmi.
Valtýr bróðir minn
ólst upp í foreldrahús-
um til 10 ára aldurs. Ár-
ið 1924 fluttist fjölskyld-
an frá Rauðbarðaholti
að Nýp, en Valtýr varð eftir þar hjá
Kristmundi föðurbróður sínum og
konu hans Salóme Einarsdóttur til 16
ára aldurs, er hann kom heim að
Nýp. Valtýr vann almenna sveita-
vinnu þar vestra en árið 1941 fluttist
hann til Reykjavíkur.
Hjá Valtý beygðist krókurinn
snemma að trésmíði, sem varð hans
ævistarf. Hann lærði húsasmíði hjá
Magnúsi Ketilbjarnarsyni í Reykja-
vík, lauk námi í Iðnskólanum og
sveinsprófi í húsasmíði árið 1945 og
fékk síðan meistararéttindi.
Árið 1949 fluttist fjölskyldan til
Stykkishólms.
VALTÝR
GUÐMUNDSSON
✝ Valtýr Guð-mundsson fæddist
í Gröf í Laxárdal í
Dalasýslu 12. okt.
1914. Hann lést í St.
Franciskusspítalan-
um í Stykkishólmi 31.
desember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Stykkis-
hólmskirkju 8. janúar.
Valtýr var harðdug-
legur og fylginn sér við
öll störf.
Valtýr var mjög góð-
ur smiður, vandvirkur
og heiðarlegur. Hann
byggði mörg hús í
Stykkishólmi og ná-
grenni.
Hann sagði mér fyrir
nokkrum árum, að
hann hefði aldrei fengið
neinar kvartanir frá
þeim sem hann vann
fyrir, og er það vottorð
um hans vinnulag og
samviskusemi.
Valtýr átti marga góða vini og
traustur þeim sem honum féll vel við,
sem sagt vinur vina sinna og hjálp-
samur þeim á ýmsa lund.
Valtýr var vel greindur, hafði
ákveðnar skoðanir og lét þær í ljósi
við hvern sem var.
Valtýr og Ingunn eignuðust fimm
mannvænleg börn, 3 stúlkur og 2
drengi, sem öll lifa föður sinn. Valtýr
og Ingunn áttu gott og farsælt hjóna-
band allt til loka eða um rúmlega 64
ára tímabil.
Valtýr var góður heimilisfaðir, vel-
ferð þess og framtíð barnanna skipti
hann mestu.
Eftir rúmlega níutíu ára lífsferil
var heilsan farin að gefa sig sem eðli-
legt er en andlega hress til síðustu
stundar. Ég hafði samband við hann
nokkru áður en hann lést, þá var
hann hinn ánægðasti og sagði að það
væri allt í lagi með sig, hann þyrfti
ekki yfir neinu að kvarta.
Þannig var hans viðhorf til tilver-
unnar, ánægður þótt elli kerling
sækti að.
Síðustu árin áttu þau heima að
Skólastíg 14a, í Stykkishólmi í góðri
lítilli íbúð, þar sem snyrtimennska
þeirra bar sýnilega vott um.
Úr íbúðinni var fagurt útsýni yfir
Breiðafjörðinn og fjallahringinn um-
hverfis hann.
Ingunn mín. Nú er skarð fyrir
skildi. En ég veit að þú átt góðar
minningar um góðan eiginmann sem
þú áttir samleið með langa ævi.
Við Valtýr áttum ekki langa sam-
leið vegna fjarlægðar heimila okkar
eftir að hann flutti til Stykkishólms
en ég búsettur syðra og nú síðustu
árin að mestu leyti erlendis, en við
höfðum alltaf samband símleiðis og
skrifuðumst á.
Ég kveð þig, kæri bróðir, með
söknuði, og þakka þér samfylgdina
hérna megin. En við hittumst aftur á
nýju tilverustigi í fyllingu tímans, og
þá verða aftur fagnaðarfundir.
Ingunn mín. Við Kristín og sonur
okkar Gestur Valgeir vottum þér og
öðrum ástvinum hins látna samúð
okkar. Guð blessi ykkur öll.
Gestur Guðmundsson.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Fallegir steinar
á góðu verði
Englasteinar
www.englasteinar.is
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Vönduð og persónuleg þjónusta
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
systur, ömmu, langömmu og langalangömmu,
SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR
frá Bæ í Króksfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni.
Jóhanna Friðgeirsdóttir, Gunnar Þórólfsson,
Hrefna Friðgeirsdóttir, Kjartan Hálfdánarson,
Salome Friðgeirsdóttir, Sveinn Geir Sigurjónsson,
Magnús Friðgeirsson, Sigurveig Lúðvíksdóttir,
Sigurveig Sigurðardóttir, Karl Guðmundsson,
Arndís Magnúsdóttir, Ólafur og Gunnlaugur,
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar systur okkar, mágkonu og frænku,
KRISTÍNAR STEFÁNSDÓTTUR,
Hnappavöllum,
Öræfum.
Páll Stefánsson,
Sigríður Stefánsdóttir,
Þórður Stefánsson, Sigrún Bergsdóttir
og systkinabörn hinnar látnu.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna
andláts og útfarar dóttur minnar og systur
okkar,
SÓLVEIGAR EIRÍKSDÓTTUR,
síðast til heimilis á
Fellsenda í Dölum.
Bryndís Tómasdóttir,
Eiríkur Eiríksson,
Auðunn Eiríksson.