Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 61
Paul Carrack er best þekktur semsöngspíra hljómsveitarinnar Mike& The Mechanics, sveitar Mike
Rutherford, gítarleikara og bassaleikara
Genesis. Þekkt lög sveitarinnar eru m.a.
„The Living Years“, „Over My Shoulder“,
„All I Need Is A Miracle“, og „Another
Cup of Coffee“.
Carrack hefur þó einnig starfað
sem sólólistamaður en fyrsta
breiðskífa hans kom út ár-
ið 1980, fimm árum áður
en Mike & The Mecha-
nics settu í gang. Fyrir
stuttu sendi Carrack
frá sér tvöfaldan
mynddisk sem var tek-
inn upp á tónleikum í
Liverpool í október á
síðasta ári og er ein-
faldlega titlaður Live
in Liverpool. Carrack
er mikill hæfi-
leikamaður og á
nokkuð merkilegan
feril að baki en auk
þess að syngja leikur
hann á gítar og hljóm-
borð. List sína hefur hann þó mestanpart
stundað á bakvið tjöldin en hefur dúkkað
upp á mörgum og ólíkum plötum og hann er
t.a.m. eftirsóttur leiguspilari, lék þannig á
orgel á fyrstu plötu The Smiths. Hann hefur
unnið svipaða hluti fyrir listamenn á borð
við Elton John, Undertones, Pretenders,
Roger Waters, Eric Clapton, Simply Red, BB
King og fleiri.
Carrack hóf feril sinn í kráarrokk-
bandinu Ace (breska „pub-rock“ bylgj-
an var undanfari pönksins) og lék svo
inn á tvær plötur með Roxy Music
áður en hann gekk til liðs við
Squeeze. Eftir stutta viðvöl þar ein-
beitti hann sér að sólóferli, allt þar
til að Rutherford bankaði upp á
og bauð honum í Mike & The
Mechanics. Sólóplötur með Car-
rack koma þó út reglulega. Sú
síðasta, hin mjög svo fína It
Ain’t Over, kom út í hitteðfyrra.
Venjuleg geisladiskaútgáfa af
Live in Liverpool mun þá koma
út í kjölfar mynddisksins og
Carrack læðir að sjálfsögðu
nokkrum vel völdum Mechanics
lögum í settið sitt.
Tónlist | Paul Carrack gefur út tvöfaldan mynddisk
Paul Carrack á að
baki langan og at-
hyglisverðan feril
þótt lágt hafi farið.
PARIS Hilton segir
draumastarf sitt vera
starf dýralæknis. Hún
segir að ef hún væri ekki
margmilljónamæringur
með eigin raunveru-
leikaþátt vildi hún gjarn-
an hjúkra dýrum, en
reyndar segist hún eiga
600 gæludýr í litlum dýra-
garði sem hún hefur kom-
ið sér upp við heimili sitt í
Hollywood. „Ef ég hefði
fæðst inn í venjulega fjöl-
skyldu væri ég dýralækn-
ir. Ég unni dýrum. Ég ann
hundum, köttum og mörð-
um,“ segir hún.
Hún hefur einnig látið
hafa eftir sér að hún sé al-
gjörlega hugfangin af
uppáhaldshundinum sín-
um, Tinkerbell, og gefi
honum rándýrar gjafir,
en eignir Parisar eru tald-
ar nema um 42 millj-
örðum króna. „Dýrasta
flíkin sem ég hef keypt
handa Tinkerbell er dem-
antskragi. Hún á líka
kasmírfrakka og ofsalega
svala skó.“
Paris ann mörðum
Reuters
Paris Hilton er mikill dýravinur og ger-
ir vel við hundinn sinn, Tinkerbell.
Lifandi í Liverpool
Do you want to study
Computer Science or IT?
Erhvervsakademi Syd
Grundtvigs Allé 88
Sønderborg
Tlf. 45 7412 4141
www.eass.dk
● Do you want to study in Denmark?
● Do you want to study in Denmark in an international environment?
● Are you looking for education which give good job possibility
after graduation?
● Are you interested in computers and IT?
● Are you looking for a short education at university level?
Do as Eva Björk Arnadóttir and other brave young students.
Every year The Academy for Business and Technical studies in Sønderborg
Denmark welcomes students from Iceland. Come and join us! Sønderborg
has an active "Íslendingafélag".
Visit our website www.eass.dk to read more of your future in Denmark.
Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port
Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum,
fjölbreyttri afþreyingu og litríku næturlífi. Terra Nova býður þér einstakt tækifæri á ótrú-
legum kjörum. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
- SPENNANDI VALKOSTUR
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000
Akureyri sími 461 1099 • www.terranova.is
Kr. 34.995
í 5 daga / kr. 39.990 í 12 daga
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn.
Súpersól tilboð, 27. maí, 5 eða 12 dagar.
Kr. 39.990
í 5 daga / kr. 49.990 í 12 daga
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna. Súpersól
tilboð, 27. maí, 5 eða 12 dagar.
Salou
Súpersól 27. maí
frá kr. 34.995