Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 64

Morgunblaðið - 22.05.2005, Side 64
64 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ó.H.T Rás 2 Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. Crash kl. 5.50 - 8.10 - 10.30 b.i. 16 The Jacket kl.5.45 - 8 - 10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 5.30 - 10.20 The Hitchhikers guide... kl.5.45 - 8 - 10.15 Napoleon Dynamite kl. 8.05 Vera Drake kl. 8 Maria Full og Grace kl. 6 - 10 b.i. 14 Geggjaðasta og frumlegasta grínmynd ársins er komin í bíó.Byggð á einni vinsælustu bók alheimsins eftir Douglas Adams. j l í i i í í . i i i l l i i i l . H.L. MBL  Ó.H.T Rás 2  S.V. MBL Ó.H.T Rás 2  SLÓ RÆKILEGA Í GEGN Á ÍSLANDI, USA OG Á BRETLANDI I Í Í I, I MBL  DV  Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað lí i í i Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. ROGER EBERT ROLLING STONE ROGER EBERT ROLLING STONE Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað RAPPARINN Nelly er brosmildur mjög, eins og sést á þessari mynd sem tekin var við frumsýningu myndarinnar The Longest Yard á fimmtudaginn. Myndin er end- urgerð á samnefndri mynd frá árinu 1974, sem fjallaði um það þegar fótbolta- kappi var send- ur í fangelsi. Nelly leikur í endurgerðinni, en aðalhlutverk eru í höndum Adams Sandlers, Chris Rocks og Burts gamla Reynolds. Mynd- in verður frumsýnd vestra á föstu- daginn. Nelly sýnir tennurnar Það fór ekki framhjá mörgum ís- lenskum rokkaðdáendum þegar lagið Hot Damn, That Woman Is A Man byrjaði að hljóma á öldum ljósvakans síðasta sumar. Ótrúlega fingrafimi mátti heyra í gítarund- irspilinu á meðan groddaraleg visk- írödd rumdi sögu af pilti sem lend- ir í kröppum dansi í Amsterdam. Fljótlega heyrðust fleiri lög í svip- uðum stíl og ljóst var að rokkaðdá- endur fögnuðu þessari viðbót í rokkflóru landsins. Það eru þeir Smári „Tarfur“ Jósepsson og Jens Ólafsson sem skipa hljómsveitina Hot Damn en þeir félagar eru báðir þaulreyndir tónlistarmenn. Smári er líklega þekktastur sem fyrrum gítarleikari Quarashi en Jens þandi radd- böndin fyrir hina akureyrsku Toy Machine áður en hann gekk til liðs við Brain Police. Á föstudaginn leit svo loksins fyrsta breiðskífa tvíeykisins dags- ins ljós, The Biǵn Nasty Groové O Mutha. Og þá liggur beint við að spyrja hvað þeim gangi til með nafninu á plötunni. „Það lýsir henni bara svo vel“ segir Smári og glottir. „Á plötunni er að finna „nastí“ eða skítugar sögur og þess vegna fannst okkur nafnið alveg smell- passa.“ Smári semur lögin og textana á plötunni en auk þess fylgja í um- slaginu smásögur sem liggja að baki textunum. „Sko textarnir eru eftir mig en sögurnar eru yfirleitt reynslusögur af Jensa.“ Og eru allar sögurnar sannar? „Já!“ segja þeir í kór og svo bætir Jens við, „pældu í því!“ Þeir félagar segjast ekki hafa þekkst náið áður en þeir byrjuðu á plötunni. „Ég átti fullan lager af blús-rokk dóti og svo ákvað ég bara einn daginn að gera eitthvað við þetta og hóaði þá í Jensa. Þetta gerðist mjög hratt og eftir fyrstu tvö skiptin sem við hittumst voru komin ein sex lög.“ Það er útgáfufyrirtækið Ruf Rat Records sem gefur út plötuna og kemur hún út í 1.000 eintökum. Hvaða fyrirtæki er þetta? „Segir nafnið ekki allt sem segja þarf?“ Svarar Smári og eftir heil- mikla útúrdúra og undanskot fellst hann á að útskýra málið. „Þetta er alveg frábært fyrirtæki sem trommaradrýsillinn á plötunni stendur á bak við. Hann heitir Tim Roman og spilaði á sínum tíma körfubolta hér á landi. Þessi plata er fyrsta platan sem kemur út á vegum fyrirtækisins en hann á mjög líklega eftir að verða afkasta- mikill hér á landi í náinni framtíð. Mikill snillingur hér á ferð og hald- inn gríðarlegri ástríðu á tónlist.“ Athygli vekur að Bubbi Mort- hens spilar munnhörpusóló í einu lagi á plötunni,Tag Along. „Við hringdum í Bubba og út- skýrðum fyrir honum textann í lag- inu sem fjallar um mann sem rís úr ösku fíkniefnagleðinnar og hann kom inn, dúndraði inn sólóinu á nokkrum mínútum og svo fór klukkutími í að segja sögur, a la Bubbi. Það var draumurinn að fá Bubba og KK til að heyja munn- hörpusóló en það heppnaðist því miður ekki. En Bubbi gerði þetta frábærlega og lagið er stórkostlegt fyrir vikið.“ Eins og fyrr segir er hljóm- platan komin, fáanleg í öllum betri hljómplötubúðum og mun Hot Damn halda útgáfutónleika á mið- vikudaginn næstkomandi á Kvía- bryggju. „Við erum þarna að hætta lífi og limum til að spila fyrir harðsvíraða glæpamenn,“ segir Smári. „Förum alveg óvarðir þarna inn og spilum.“ Harðsvíraða? „Ja, það hljómar alla vega bet- ur.“ Tónlist | Fyrsta plata Hot Damn komin út Skítugar sögur Ljósmynd/Marinó Thorlacius Smári Tarfur og Jens í hvínandi blús-ham. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.