Morgunblaðið - 23.05.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.05.2005, Qupperneq 2
„HANN bar sig ótrúlega vel miðað við að- stæður og svona gerir enginn nema þrek- maður,“ sagði Hjalti Gunnarsson, bóndi í Fossnesi, sem tók á móti slösuðum bílstjóra sandflutningabíls sem hafði oltið skammt frá Þverá í Þjórsárdal snemma í gærmorg- un. Bílstjórinn gekk á sokkaleistunum nærri þrjá km heim að Fossnesi til að láta vita af sér og var síðan fluttur á Landspít- alann. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, 3 stiga frost og 10-15 m/sek mótvind tókst bílstjóranum að komast heim að bænum. Hjalti lýsir göngu bílstjórans sem miklu þrekvirki eftir jafnalvarlegt slys en bíllinn er gerónýtur að sögn lögreglunnar á Selfossi. Tilkynnt var um slysið um sexleytið í gærmorgun. Bílstjórinn var með gám fullan af sandi og voru aðstæður á slysstað góðar, þ.e. vegurinn borinn olíumöl og lítilsháttar sveigja á honum þar sem hann liggur upp á hæð við slysstaðinn. Talið er að bíllinn hafi farið eina eða tvær veltur. Stýrishúsið er alveg sam- anfallið, en líklegt þykir að bílstjórinn hafi kastast út úr því. Gekk slasaður eftir bílveltu tæpa þrjá kílómetra eftir hjálp í gærmorgun „Svona gerir enginn nema þrekmaður“ Vörubíllinn var mjög illa farinn eftir velturnar og húsið hafði nánast lagst saman. VEIKUR sjómaður var sóttur af Landhelgisgæslunni langt á haf út í gær og fluttur á Landspít- alann. Vegna lengdar sjúkra- flugsins var þyrla Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli fengin til að fylgja TF-LIF þyrlu Landhelg- isgæslunnar þar sem TF-SIF hafði ekki flugdrægi í svo langt flug og Fokker Gæslunnar var í viðgerð. Er þetta í fyrsta skipti sem varnarliðsþyrla fylgir TF- LIF í sjúkraflug. Sjómaðurinn var af togaranum Hermanos Gandon Quadro sem var staddur á úthafskarfaslóð 220 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Var hann með öll einkenni botnlanga- kasts. Sjómaður sóttur langt á haf út 2 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VILL HALDA KOSNINGAR Flest bendir nú til að haldnar verði þingkosningar í Þýskalandi í haust, heilu ári á undan áætlun. Ger- hard Schröder, kanslari Þýskalands, lýsti því yfir í gær að hann vildi halda kosningar svo fljótt sem auðið væri, enda vildi hann sækja endur- nýjað umboð frá þýskum almenningi til að hrinda umbótaáætlun sinni í framkvæmd. Yfirlýsing Schröders kom í kjölfar þess að ljóst var orðið að flokkur hans, Jafnaðarmanna- flokkurinn, hafði tapað illa í sam- bandskosningum í Nordrhein- Westfalen, stærsta sambandsríki Þýskalands. Engin kona í framboði Kjörstjórn í Íran hefur úrskurðað að aðeins sex einstaklingar fái að vera í framboði í forsetakosningum sem eiga að fara fram í landinu 17. júní nk. Alls höfðu 1.014 lýst yfir framboði. Engin þeirra 89 kvenna, sem hugðu á framboð, hlaut náð fyr- ir augum hinnar íhaldssömu kjör- stjórnar. Líklegast er talið að Akbar Hashemi Rafsanjani verði næsti for- seti Írans en hann hefur áður gegnt embættinu. Markaði tímamót Nýafstaðinn landsfundur Sam- fylkingarinnar markaði, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur nýkjörins formanns, mikil tímamót í sögu flokksins. Segir hún að fram á sjónarsviðið sé kominn stór og öflug- ur flokkur, sem sýnt hafi samkeppn- ishæfni sína. Bjargaði mannslífi Íslenskur læknir í Gautaborg bjargaði mannslífi eftir að hafa sjálf- ur hlaupið hálfmaraþon. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir læknir var nýkomin í mark þegar hún heyrði kallað eftir læknishjálp. Veitti hún manni um sextugt í hjartastoppi skyndihjálp, en sá hafði fengið höfuðhögg og í kjölfarið misst meðvitund þegar hann var nálægt því að koma í mark. Næturfrost alltítt í maí Bændur hafa nokkrar áhyggjur af kornræktinni sökum þess hversu títt næturfrost hefur verið það sem af er mánuði. Ljóst þykir að sprettunni muni seinka nokkuð vegna kuldans og óttast menn einnig að nætur- frostið grisji kornakra. Á Norður- landi hefur kuldinn haldist í hendur við nokkra bleytu og hafa sauðfjár- bændur gripið til þess að ráðs að koma fénu aftur í hús enda ærnar sérlega viðkvæmar fyrir júgurbólgu þar sem þær eru flestar vetrar- rúnar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 21/23 Fréttaskýring 8 Dagbók 26/28 Vesturland 12 Myndasögur 26 Viðskipti 13 Víkverji 26 Erlent 14 Staður og stund 27 Listir 17, 29 Leikhús 29 Daglegt líf 14/16 Bíó 30/33 Umræðan 20 Ljósvakar 34 Bréf 20 Veður 35 Forystugrein 18 Staksteinar 35 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri hefur undanfarin tvö ár átt í sam- starfi við lögfræðiþjónustu Intrum varðandi innheimtuaðgerðir til þess að sporna við vanskilum. Hugmyndir eru uppi um að Borgarbókarsafn Reykjavíkur taki upp slíkt samstarf en vanskil á bókum eru orðin talsvert vandamál. Guðrún Kristín Jónsdóttir, deild- arstjóri útlánadeildar Amtsbóka- safnsins, segir samstarfið við Intrum hafa gengið vel en það hófst árið 2003. Hún segir þá sem standa í van- skilum fá send bréf frá bókasafninu þar sem fram kemur að viðkomandi aðili sé í vanskilum og sé gefinn ákveðinn frestur til þess að skila gögnunum. „Ef það er ekkert gert, annaðhvort skilað eða greitt, þá fer þetta sína leið til Intrum,“ segir Guð- rún og bætir því við að vanskil þýði bæði glatað fé fyrir bókasafnið og skerta þjónustu fyrir notendur safnsins. Hún segist hafa sent um 520 bréf fyrir árin 1999-2003 og bendir hún á að langflestir skili bók- unum að lokum áður en málið fer til Intrum. Guðrún segir fólk fá tvær til þrjár rukkanir áður en það fær loka- aðvörun. Fólk fái því góðan tíma til þess að skila bókunum en u.þ.b. ár líður á milli fyrsta bréfsins og end- anlegar viðvörunar. „Þetta er loka- aðferðin hjá okkur til þess að ná inn gögnunum,“ segir Guðrún og bætir því við að lítið hafi verið um leiðindi í tengslum við þetta. Hún segir fólk ekki hafa viljað trúa þessu til að byrja með, þ.e. að bókasafnið væri farið að ganga á eftir bókum, en fljót- lega hafi fólk tekið við sér og þetta hafi gengið vandræðalaust að mestu. Einar Ólafsson, deildarbókavörð- ur á Borgarbókasafni Reykjavíkur, segir töluvert um að fólk skili seint eða jafnvel alls ekki bókum á bóka- söfn. Aðspurður segir hann það vera í umræðunni að taka upp samstarf við lögfræðiþjónustur varðandi inn- heimtuaðgerðir því oft sé um afar dýrar og verðmætar bækur að ræða sem skili sér seint eða illa. Hann bendir þó á að það sé ekki komið á það stig ennþá hjá Borgar- bókasafninu. Á þeim rukkunum sem hafi verið sendar út síðast komi fram að fólk sé vinsamlegast beðið um að skila bókunum sem fyrst svo það geti komist hjá óþarfa innheimtuaðgerð- um. Hann segir slíkar rukkanir bæði kosta fyrirhöfn og peninga enda sé um talsverðan fjölda að ræða. „Svo er verið að eyða tíma í að hringja í fólk og svona. Þannig að þetta er vandamál og mjög slæmt hvað marg- ir skila illa.“ Aðalatriðið að fá bækurnar inn Aðspurður segir Einar ekki gefið upp hver hámarkssektin sé við að skila seint og illa, en ef komið sé fram yfir skilafrest bætist 10 kr. gjald á dag á hverja bók sem er í láni. Bóka- safnið láti þó sektirnar ekki fara upp í neinar óheyrilegar fjárhæðir. „Það er alltaf aðalatriðið að fá bækurnar inn. Við viljum frekar fá bækurnar en að fólk þori ekki að skila þeim á bókasafnið út af himinháum sekt- um,“ segir Einar. Lögfræðingar inn- heimta vanskilabækur Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra verður í veikindaleyfi í kjölfar aðgerðar sem hann gekkst undir á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi sl. föstudag. Ráðherrann gekkst undir aðgerð vegna brjóskloss í baki. Verður hann í veikindaleyfi um óákveðinn tíma. Samgönguráðherra í veikindaleyfi HÓPURINN Hugarafl hlaut hvatningarverð- laun Samfylkingarinnar sem afhent voru á landsfundi flokksins í gær. Í skjali sem undir- ritað var af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, segir að Hugarafl hljóti verðlaunin fyrir áhrifaríkt framtak við að ryðja nýjar brautir í geðheilbrigðismálum. Verðlaunin eru jafnan veitt einstaklingi eða félagsskap sem skarað hefur fram úr á ein- hverju tilteknu sviði þjóðlífsins, eins og Bryn- dís Hlöðversdóttir, fráfarandi þingmaður flokksins, sagði í kynningu á starfi hópsins í gær. Unnið út frá hugmyndum um valdeflingu Hugarafl var stofnað af Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa og fjórum notendum með langa reynslu af geðrænum vandamálum, Garðari Jónassyni, Jóni Ara Arasyni, Hallgrími Björg- vinssyni og Ragnhildi Bragadóttur. Erla Björnsdóttir iðjuþjálfi starfaði með hópnum í fyrstu en Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðu- vinna gegn fordómum og efla atvinnusköpun fyrir geðsjúka. Bryndís rakti í kynningu sinni á hópnum að í honum ynnu notendur heilbrigð- isþjónustunnar og iðjuþjálfar á jafningjagrund- velli út frá sjónarhóli þeirra sem hefðu reynslu af geðrænum vandamálum en væru í bata. Unnið væri út frá hugmyndinni valdefling sem gengur út að fela vald í heldur skjólstæðingi, gera hann færan um eitthvað sem eykur sjálf- stæði hans sem um leið veitir honum viður- kenningu á því að vera jafngildur öðrum í sam- félaginu. Hugarafl starfar á heilsugæslunni í Drápu- hlíð þar sem hópurinn fundar tvisvar í viku. Starf hópsins er m.a. að halda úti útgáfu, fræðslu, kynningu og heimasíðu um málefni geðsjúkra auk þess sem hópurinn er í samstarfi við ýmsa aðra hópa. Að lokinni kynningu veitti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fulltrúum hópsins verðlaunin. Mar- grét Guttormsdóttir, meðlimur í Hugarafli, þakkaði í stuttu ávarpi fyrir viðurkenningu Samfylkingarinnar og sagði að markmið með- lima Hugarafls væri að sjá það jákvæða í þeim vágesti sem geðsjúkdómar væru. iðjuþjálfi Landspítala – háskólasjúkrahúss, gekk fljótlega til liðs við hópinn og hefur starf- að með Hugarafli síðan, ásamt Auði. Markmið Hugarafls er að skapa hlutverk, auka ábyrgð notenda geðheilbrigðisþjónustu, Hugarafl fékk hvatningar- verðlaun Samfylkingarinnar Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Ingibjörg Sólrún Gísladóttir afhenti fulltrúum Hugarafls hvatningarverðlaunin í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.