Morgunblaðið - 23.05.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Sumarlegir jakkar
Borgarholtsskóli
Innritun eldri nemenda (fæddir fyrir 1989) á
haustönn 2005 stendur yfir og lýkur 25. maí
Í boði fyrir þá eru eftirtaldar námsbrautir:
Nánari upplýsingar um einstakar námsbrautir eru á heimasíðu
Borgarholtsskóli, v/Mosaveg, 112 Reykjavík. Sími 535 1700. Bréfasími 535 1701.
Sjá nánar á heimasíðu: www.bhs.is
Iðnnám
• Bifvélavirkjun
• Bifreiðasmíði
• Bílamálun
• Grunndeild bíliðna
• Fyrrihlutanám í málmiðnum
• Vélsmíði
• Rennismíði
• Blikksmíði
• Stálsmíði
Bóknám til stúdentsprófs:
• Félagsfræðabraut
• Málabraut
• Náttúrufræðibraut
• Viðbótarnám til stúdentsprófs
eftir starfsnám
Annað starfsnám:
• Félagsliðabraut
• Námsbraut fyrir aðstoðarfólk í leik-
og grunnskólum
• Verslunarbraut
• Upplýsinga- og fjölmiðlabraut
Listnám:
• Margmiðlunarhönnun, grafísk áhersla
• Margmiðlunarhönnun, fjölmiðlatækni
Innritun nýnema (fæddir 1989) er rafræn og lýkur 14. júní
Þjónusta skólans við þá nemendur verður auglýst síðar
93 MILLJÓNIR króna voru veittar
til ýmissa málefna úr Pokasjóði
verslunarinnar í fyrradag og hefur
aldrei meira fé verið veitt í styrki á
þeim tíu árum sem sjóðurinn hefur
verið starfræktur. Í fyrra var 73
milljónum úthlutað. Stöðug aukn-
ing hefur verið í styrkveitingum
undanfarin ár en nú eru um 90% af
allri dagvöruverslun aðilar að
sjóðnum.
Að þessu sinni fékk Rauði kross
Íslands 5 milljónir kr. í styrk vegna
hamfaranna í Asíu í desember og
sömu upphæð fékk Skógrækt-
arfélag Íslands til áframhaldandi
stuðnings við skógræktarfélögin.
Þá fékk Húsgull sömu upphæð fyrir
endurreisn landkosta á Hólasandi.
640 styrkumsóknir bárust að
þessu sinni og námu óskir um fram-
lög 750 milljónum króna. 109 að-
ilum var veittur styrkur, allt frá
100 þúsund kr. upp í 5 milljónir.
Að sögn Bjarna Finnssonar, for-
manns stjórnar Pokasjóðs, er svið
sjóðsins orðið mun víðfeðmara en
það var fyrir fáeinum árum með því
að sjóðurinn veitir ekki eingöngu
umhverfisstyrki eins og áður, held-
ur styrki til menningar, forvarna-
starfs, íþróttastarfs og margs ann-
ars.
„Hugmyndin er sú að sjóðurinn
styrki málefni sem varði almanna-
heill og ég held því að sjóðurinn
muni geta sinnt helstu málaflokk-
um,“ segir Bjarni. Meðal verkefna
sem fengu styrki frá 180–500 þús-
und kr. má nefna reiðþjálfun fatl-
aðra, sumarbúðir fyrir sykursjúk
börn, tónleikar á vistheimilum aldr-
aðra, listahátíð fatlaðra og Þjóða-
hátíð Alþjóðahússins 2006.
Sjö krónur af hverjum plastpoka
renna til pokasjóðs og greiða 100
verslanir um land allt í sjóðinn. Á
þeim áratug sem sjóðurinn hefur
starfað hefur 500 milljónum kr.
verið úthlutað. Stærstu framlög úr
sjóðnum á þessum áratug hafa farið
til skógræktarfélaganna eða alls 65
milljónir kr. Þá hefur Húsgull feng-
ið 42,6 milljónir.
Pokasjóður veitir
93 milljónir króna í styrki
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þristavinafélagið fékk eina milljón króna úr Pokasjóði og komu fulltrúar félagsins til athafnarinnar fljúgandi á
landgræðsluflugvélinni Páli Sveinssyni til að taka á móti styrknum fyrir Þristadag Pokasjóðs.
„ÞETTA var mjög góður dagur og
allir voru ánægðir,“ sagði Guð-
björg Guðmundsdóttir, starfsmað-
ur Klúbbsins Geysis, um aðstand-
enda- og kynningardag klúbbsins,
sem haldinn var í húsakynnum
klúbbsins, að Skipholti 29 í
Reykjavík fyrir helgina.
Hún segir að um sjötíu manns;
félagar og aðstandendur þeirra,
hafi komið í klúbbinn, notið veit-
inga og ljúfra tóna frá hljómsveit-
inni South River Band. Félagar og
starfsmenn kynntu einnig starf-
semi klúbbsins.
Klúbburinn Geysir starfar eftir
hugmyndafræði Fountain House.
Markmiðið er að styrkja félaga
sem hafa átt eða eiga við geðræn
veikindi að stríða. Í Geysi er lögð
áheyrsla á jákvæðni og horft á
styrkleika hvers og eins.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Aðstandendur og félagar nutu veitinganna hjá Klúbbnum Geysi.
„Mjög góður dagur
og allir ánægðir“
Kynningardagur hjá Klúbbnum Geysi
STEFNT er að því að milliliðalaus
sala bænda á afurðum sínum hér-
lendis geti hafist fyrir alvöru upp
úr næstu áramótum.
Árni Jósteinsson, fulltrúi
Bændasamtakanna í verkefnishópi
sem vinnur að undirbúningi á
heimasölu bænda, segir að fram-
undan sé að búa til umgjörð utan
um verkefnið, hanna vörumerki,
o.fl. Stefnt er að því að hópur
áhugafólks á sviði heimavinnslu
kynni afurðir sínar á handverks-
sýningu í Hrafnagili í ágúst. Eftir
sumarfrí hefst vinna við að taka
saman leiðbeiningarefni um heima-
vinnslu og á þeirri vinnu að ljúka í
kringum áramót.
Í verkefnishópnum eiga sæti auk
Árna, fulltrúi frá Lifandi landbún-
aði, fulltrúi Hólaskóla, Matra og
Ferðaþjónustu bænda.
Heimagerðir ostar og
kjöt og grænmeti
Að sögn Árna er það skoðun
verkefnishópsins að unnt sé að
mestu að skapa umhverfi fyrir
heimavinnslu bænda innan núver-
andi reglugerðarverks með ein-
hverjum breytingum þó, m.a. er
lúta að tilslökun á gerilsneyðingu
mjólkur og mjólkurvara. Fyrstu
viðræður hafa farið fram milli
hópsins og embættis yfirdýralækn-
is um þetta efni.
Vinna verkefnishópsins byggist
á skýrslu nefndar um heimasölu
afurða bænda sem kynnt var fyrr á
þessu ári, en mat nefndarinnar var
að ekkert kæmi í veg fyrir milliða-
lausa sölu bænda á afurðum sínum
hérlendis svo fremi sem þeir hefðu
tilskilin leyfi til sölunnar. Lög og
reglur væru þó óþarflega flókin og
sköpuðu hindranir. Að sögn Árna
má gera ráð fyrir að á næsta ári
geti neytendur keypt heimagerða
osta, kjötvörur, fisk og grænmeti,
o.fl. beint af bóndanum.
Milliliðalaus sala afurða undirbúin
Í framkvæmd upp
úr næstu áramótum
smáauglýsingar mbl.is