Morgunblaðið - 23.05.2005, Page 11

Morgunblaðið - 23.05.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Opnunartími virka daga frá kl. 14.00-18.00 - um helgar frá kl. 10.30-18.00 Stendur til 29. maí - Upplýsingasími 551 8464 í Perlunni OKKAR TAKMARK: Verð 50-80% undir fullu verði : i f ll i Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð: Didriksons regnsett 2.000 kr. 4.990 kr. Catmandoo kuldagallar barna 3.600 kr. 7.990 kr. Puma fótboltaskór 2.000 kr. 5.990-10.990 kr. Asics skór 4.500 kr. 9.500-15.900 kr. Casall hjólabuxur 2.000 kr. 5.990 kr. Adidas hlaupaskór 5.500 kr. 10.990 kr. Cintamani barnafleece 1.500 kr. 5.990 kr. Strákaskór nr. 22-32 m/frönskum rennilás 1.000 kr. 3.500 kr. Sandalar barna frá 500 kr. Mikið úrval: O´Neill - Casall - Osh Kosh - Confetti Sundföt - Fótboltaskór catmandoo R Ö H N I S C H Columbia CINTAMANI PONYAND1 Firefly ÍSFÉLAG Vestmannaeyja skilaði 635 milljóna króna hagnaði á árinu 2004 og er það 5 milljóna króna aukning frá árinu áður. Af reglulegri starfsemi eftir skatta nam hagnaðurinn 515 milljónum en árið áður var hann 216 milljónir króna. Heildarvelta Ísfélagsins á árinu 2004 var 3,4 milljarðar og jókst um 100 milljónir frá árinu áður. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti, EBITDA, hækkaði úr 820 milljónum í um 956 millj- ónir króna og var 28% af veltu ársins. Rekstur Ísfélags Vest- mannaeyja hf. gekk vel fyrstu þrjá mánuði ársins 2005, að því er segir í til- kynningu, en félagið byggir afkomu sína að langstærst- um hluta á veiðum og vinnslu á loðnu og síld. Því sé ljóst að verði ekki loðnu- veiðar í sumar eða haust muni það hafa mikil áhrif á rekstur félagsins á árinu 2005. Sumarhús fyrir starfsfólkið Í ljósi góðrar afkomu árs- ins ákvað stjórn félagsins að afhenda starfsmannafélagi Ís- félagsins sumarhús til afnota sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf á undanförnum árum. Ísfélagið með 635 milljóna hagnað 2004 SAMRÆMD vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5% milli mars og apríl hér á landi en hækkaði hins vegar um 0,4% í EES-ríkjum. Í tilkynningu frá Hagstofu Íslands segir að vísitalan hafi lækkað á Íslandi vegna mikillar sam- keppni á dagvörumarkaði. Frá apríl 2004 til jafnlengdar árið 2005 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,1% að með- altali bæði í ríkjum EES og á evrusvæðinu en hins vegar 1,6% á Íslandi. Mesta verðbólga á Evrópska efnahags- svæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 7,1% í Lettlandi og 4,7% í Eistlandi. Minnst var verðbólgan 0,4% í Sví- þjóð, og 1,1% í Finnlandi. Ekki grunnur að verðtryggingu lána Verðtryggðar skuldbindingar hér á landi miðast ekki við samræmda vísitölu neysluverðs heldur við sérstaka íslenska vísitölu neysluverðs. Í þeirri vísitölu er húsnæð- isliður sem mælir breytingu á verði húsnæðis, en sá liður er ekki í samræmdri vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hér á landi mæld samkvæmt hinni íslensku vísitölu neysluverðs var 2,9% síðastliðna 12 mánuði. Í aprílmán- uði mældist verðbólgan hins vegar 4,3%. Hún lækkaði milli apríl og maí, mest annars vegar vegna samkeppni á matvörumarkaði og hins vegar vegna þess að Hagstofan breytti aðferðum sínum við útreikning vaxta af húsnæð- islánum við mælinu á breytingum á vísitölu neysluverðs. Samræmd vísitala lækk- ar hér en hækkar í EES Samkeppni á dagvörumarkaði skýrir lækkun hér Samkeppnin Hagstofan segir að mikil samkeppni á dagvörumarkaði skýri lækkun samræmdrar vísitölu neysluverðs hér á landi. VELTA dagvöruverslana var um 4,6% meiri í apríl en í sama mánuði árið 2004, að teknu tilliti til verðlags- breytinga, samkvæmt nýjustu mæl- ingu Rannsóknaseturs verslunar- innar. Sala á áfengi minnkaði um sem nemur 1,6%. Líkt og fyrri mánuði er velta lyfjaverslana heldur minni en undangengið ár, eða 3% fyrir apr- ílmánuð. Verðvísitala dagvöru hefur lækkað um 1,9% frá því í apríl í fyrra á meðan verð á áfengi hefur hækkað lítillega, eða um 0,6%. Verðhækkanir í lyfjasmásölu síðustu 12 mánuði nema 3,7% sem er svipað og verðlag hefur hækkað almennt. Í aprílmánuði var talsverð veltu- aukning frá árinu áður, eða 4,6%, þrátt fyrir að páskahelgin hafi í ár verið í mars samanborið við miðjan apríl í fyrra. Ekki er hægt að benda á neina eina skýringu á þessari þróun. Þriggja mánaða meðaltal vísitölu dagvöruveltu hefur hækkað um 7,6% frá sama tímabili í fyrra. Þó svo að áfengissala í apríl dragist lítillega saman á milli ára er vöxtur þriggja mánaða meðaltals af svipaðri stærð- argráðu og í dagvöruverslun og raunar meiri, eða 8,9%. Samdráttur í lyfjaverslun um 3% frá því í fyrra skýrist fyrst og fremst af því að á síðasta ári fór af stað átak til lækkunar lyfjakostnaðar. Smásöluvísitalan er reiknuð af Rannsóknasetri verslunarinnar við Viðskipaháskólann á Bifröst sam- kvæmt upplýsingum sem berast beint frá fyrirtækjunum og ÁTVR. Velta í smásölu 4,6% meiri ● HAGNAÐUR af rekstri Opinna Kerfa Group hf. á fyrsta fjórðungi þessa árs var 57 milljónir króna, samanborið við 58 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Rekstartekjur tímabilsins eru mun lægri en í fyrra, 2,7 milljarðar samanborið við 3,7 milljarða en það skýrist af því að Skýrr og Teymi eru ekki lengur hluti af Opnum kerfum heldur voru fyrirtækin færð til Kög- unar, sem er aðaleigandi Opinna kerfa, um áramótin. EBITDA hagnaður tímabilsins var 109 milljónir króna, og EBITDA hlutfall var 4,1%, en í fyrra var EBITDA hagn- aður 161 milljón króna og EBITDA hlutfall 4,4%. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli er 16,4% samanborið við 9,9% í fyrra. Aukin arðsemi eigin fjár OKG ● ALÞJÓÐLEGA fjármálafyrirtækið Morgan Stanley, sem verið hefur ráð- gjafi einkavæðingarnefndar vegna einkavæðingar Símans, hefur verið dæmt til þess að greiða bandaríska athafnamanninum Ronald Perelman 1,45 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvara tæplega 96 milljörðum króna, í skaðabætur. Frá þessu er greint á fréttavef Financial Times. Málsatvik eru þau að Perelman, sem er stjórnarformaður Revlon og einn helsti fjármálamaður Bandaríkj- anna, seldi Sunbeam, sem er við- skiptavinur Morgan Stanley, eitt fyr- irtækja sinna. Hann tapaði 604,3 milljónum dala, um 40 milljörðum króna, á viðskiptunum vegna svika Sunbeam og hefur Morgan Stanley nú verið dæmt meðsekt þar sem fyr- irtækið sat á gögnum sem voru mik- ilvæg og trassaði að reiða þau fram. Hagnaður Morgan Stanley á fyrsta fjórðungi ársins nam 1,47 milljörðum dala og því ljóst að hér er um fjárhags- legt áfall að ræða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley dæmt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.