Morgunblaðið - 23.05.2005, Qupperneq 14
Borðið rétta fitu, holla og líf-ræna,“ segja ÞorbjörgHafsteinsdóttir og OscarUmahro Cadogan næring-
arþerapistar þegar þau gefa góð ráð
fyrir grillveislur sumarsins.
Fita er nefnilega ekki bara fita. Til
er fita sem er nauðsynleg lík-
amanum, m.a. fyrir frumuhreysti,
jafnvægi blóðsykurs, insúlínnæmi,
framleiðslu hormóna, brennslu, ein-
beitingu og jafnvægi hugans.
Hins vegar er neysla á kjöti dýra
sem alin eru á öðru en grasi og nátt-
úrulegu fóðri, eins og nautakjöti,
kjúklingum og kalkúnum, hættuleg
heilsunni. Hún getur valdið ýmsum
velmegunarsjúkdómum.
Það sem skiptir öllu máli er gæði
fitunnar. „Við viljum einungis líf-
rænar, kaldhreinsaðar olíur – extra
virgin, óunnar fjölómettaðar fitusýr-
ur, sérlega omega 3-fitusýrur úr
fiski, lýsi og hörfræsolíu, og mettaða
dýrafitu úr villtum dýrum, en allt í
hófi,“ segja þau og bæta við að við
eigum að vera „sérstaklega á varð-
bergi gagnvart unnum jurtaolíum í
plastflöskum, því plast inniheldur
efnið „phataler“ sem leysist upp í ol-
íu/fitu. Einnig unnum olíum í öllum
tilbúnum afurðum, s.s. salötum,
pakkamat, kornvörum og ruslfæði.
Og ekki síst margendurnotuðum ol-
íum einsog þeirri sem franskar kart-
öflur eru steiktar upp úr.“
Grillaðar
sítrónugulrætur
Fínar gulrætur með grilluðu kjöti
eða fiski. Takið eftir að olíunni er
bætt við eftir á, og skemmist því ekki
við grillunina.
½ kg gulrætur, hreinsaðar og skorn-
ar í fernt á langveginn
ferskur safi úr ½ sítrónu
1 tsk kóríanderfræ
½ tsk kanill
sjávar- eða steinasalt
nýmalaður svartur pipar
extra virgin olía, ólífu-, canola eða
sesamolía
Marínerið gulræturnar í sítrónu-
safa, kóríanderfræjum, kanil, salti og
pipar í minnst 30 mín., helst yfir nótt,
í ísskáp. Látið renna af gulrótunum
og grillið í nokkrar mín. á hvorri hlið
á pönnukökupönnu. Hellið maríner-
ingunni og extra virgin olíunni yfir
gulrætunar og berið fram.
Flysjaðar
gulrætur og agúrkur
Afhýðið grænmetið og sneiðið það
niður í langar þunnar sneiðar með
skrælararnum. Þær sjúga í sig
bragðið úr öllu sem þú marínerar
þær í. Grænmetissneiðarnar eru góð-
ar með grilluðum fiski eða lamba-
kjöti. Einnig má bæta við þær sal-
atblöðum og þá er komið salat.
4–5 stórar gulrætur, skornar í
þunnar sneiðar með skrælara
1 agúrka, skorin eins
fínraspað sítrónuhýði og ferskur
safi úr einni lífrænni sítrónu
½ lífræn appelsína
1 msk extra virgin ólífu- eða
sesamolía
5 g fersk engiferrót í fínum
þráðum
½ tsk kanill
hnefi fersk, fínsöxuð mynta (ef vill)
smáskvetta af vanilludufti
sjávar- eða steinasalt
nýmalaður svartur pipar
Láttu gulrætur og agúrku mar-
ínera í safa og kryddi minnst 1 klst.
en helst 2 sólarhringa í ísskáp.
Appelsínu-, pipar- og
negulnaglaólífuolía
Notaðu þessa olíu til að marínera
grænmeti áður en það er gufusoðið
eða grillað, til að marínera fisk og
kjöt sem á að grilla eða steikja í ofni
(broil) eða settu brauð í stað smjörs.
Einnig má borða appelsínusneið-
arnar. Uppskriftin má líka gera með
öðru kryddi og sítrusávöxtum. Prófið
t.d. lífrænar sítrónur með rósmarín,
kanil og chili. Og hvað með lífrænar
súraldin-sneiðar með basilíku,
sítrónugrasi og kóríanderfræjum?
1 lífræn appelsína í fínum sneiðum
10–15 heil svört piparkorn
15–20 heilir negulnaglar
3–4 dl extra virgin ólífuolía
Setjið allt í glerkrukku og gefið
appelsínunum og kryddinu minnst
sjö daga til að ljá olíunni bragð.
Ekki forðast
fitu en borðið
góða fitu
Morgunblaðið/Kristinn
Þorbjörg Hafsteinsdóttir og Oscar
Cadogan segja fitu nauðsynlega.
14 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | HEILSA
línuskautar
fullorðins.
Margar gerðir.
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
04
.2
00
4
Línuskautar
hlífarog hjálmar
Varahlutir og viðgerðaþjónusta
ORLANDO
stækkanlegir barna línuskautar.
Skautinn stækkar með barninu.
Mjúk dekk og APEC legur.
Stærðir 25-29, 30-35 og 36-40
fyrirtæki
í forystu í þróun
betri og þægilegri
línuskauta
mettaðar fitur:
dýrafitu úr villtum dýrum
(t.d. íslenskt lambakjöt,
villigæs, endur, hreindýr
o.s.frv.)
kókosfitu (kjörin til að
steikja og baka)
hreint íslenskt smjör (í litlu
magni)
einómettaða og fjölómett-
aða fitu: aðeins kaldhreins-
aðar olíur – extra virgin,
óunnar, non hydrogenated
og lífrænar:
ólífuolíu (þolir hita í ein-
hverju magni)
hörfræsolíu (omega 3),
repjuolíu, sólblómaolíu, ses-
amolíu, þistilolíu, graskers-
olíu (þolir ekki hita og er
því ekki hægt að steikja upp
úr henni eða setja í ofn)
hnetur, möndlur, fræ og
kjarna (ósaltað)
lárperur (avocado)
Notið
allar unnar jurtaolíur sem
ekki eru merktar extra
virgin, cold pressed eða non
hydrogenated, t.d. mat-
arolíu, maísolíu og jurtaolíu
smjörlíki og majones
smjör m/viðbættum unnum
olíum
palmín og unna kókósolíu
sojaolíu
CLA (conjugated linolic
acid)
unnar olíur í hylkjum
vörur sem innihalda „tví-
sýnar“ jurtaolíur
allt djúpsteikt í olíu
tilbúin salöt, t.d. rækju- og
túnfisksalat
þráar, gamlar olíur
Forðist
FITA
Eftir Hildi Loftsdóttur
hilo@mbl.is