Morgunblaðið - 23.05.2005, Page 16

Morgunblaðið - 23.05.2005, Page 16
16 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF OPNUNARTÍMI MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA....... LAUGARDAGA..................................... SUNNUDAGA....................................... 11 - 18 11 - 16 13 - 16 SETT EHF • HLÍ‹ASMÁRA 14 • 201 KÓPAVOGUR SÍMI 534 1400 • SETT@SETT.IS Svefngalsi - draumaverð í boði Calypso svefnsófi • Dýnustærð 190 x 138 sm • Springdýna • Stór rúmfatageymsla • Hentar vel fyrir lítið rými Ver› kr. 49.900 25% kynningar- afsláttur Max svefnsófi • Dýnustærð 190 x 110 sm • Springdýna • Stór rúmfatageymsla • Hentar vel í unglingaherbergið Ver› kr. 29.900 25% kynningar- afsláttur NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE TILBOÐ Amerískar lúxus heilsudýnur TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 72.000.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Granít borðplötur og flísar Ég gekk í samtökin því ég átti rauðanhatt sem mig langaði að nota og síð-an er ég búin að kaupa mér tvo í við-bót, það verður að eiga sumar- og vetrarhatt og svo á ég einn til vara. En ég á erf- itt með að blanda saman fjólubláu og rauðu, ef- laust er það Íslendingurinn í mér og ég kemst upp með það. Ef ég er spurð afhverju ég gangi ekki í fjólubláum fötum við rauða hattinn segi ég að svo gömul finnist mér ég ekki vera,“ segir Elín Káradóttir. Hún er einn félagsmanna í Rauðu hattasamtökunum sem fara eins og eld- ur í sinu um Bandaríkin og hafa þann eina til- gang að konur skemmti sér saman, hafi gaman af lífinu, gangi með rauða hatta og klæðist ein- hverju fjólubláu. „Rauðu hattasamtökin voru stofnuð af konu sem heitir Sue Ellen Copper. Hún átti rauðan hatt en fann aldrei tækifæri til að setja hann upp. Vinkona hennar átti svo 55 ára afmæli og þá gaf hún henni rauðan hatt og innrammað kvæði eftir Jenny Joseph. Innihald kvæðisins gengur út á það að vegna aldurs þá komist mað- ur upp með ýmislegt eins og að klæðast fjólu- bláu við rauðan hatt og týna blóm í annarra manna görðum, eða með öðrum orðum að taka sjálfan sig ekki of hátíðlega. Sue Ellen fór að gefa öllum vinkonum sínum rauða hatta og þetta ljóð innrammað og svo fóru þær að hittast með hattana og gera ýmislegt saman. Árið 2000 birtist viðtal við þær í tímariti, út frá því fóru konur að hafa samband við þær og vildu stofna sína eigin klúbba. Það er upphaf samtakana.“ Óskipulögð samtök Elín hefur búið í Virginíu-fylki í Bandaríkj- unum ásamt manni sínum, Hilmari Braga Jóns- syni matreiðslumeistara, seinustu fimm ár. Fyrir rúmu ári ákváðu Elín og nágrannakon- ur hennar í hverfinu Villages of Westminster að stofna Rauðu hattaklúbb. „Við köllum okkur The Westminster Dames. Það er miðað við að ekki séu fleiri en 20 til 30 konur í hverjum klúbbi, þannig að það geta ver- ið margir klúbbar á hverjum stað. Það eina sem við þurftum að gera var að skrá okkur hjá að- alsamtökunum. Svo þarf að borga fáeina dollara fyrir skírteini sem staðfestir að maður sé með- limur í þeim. Þetta eru óskipulögð samtök með engar reglur en þó þarf að vera ein í forsvari fyrir hverjum klúbbi sem ber titilinn Queen Mother og önnur til vara sem kallast Vice queen. Konurnar í klúbbnum skiptast á að stinga upp á eitthverju að gera og við fram- kvæmum það þegar tími gefst til.“ Elín segir þær hafa gert mikið saman á þessu ári sem klúbburinn hefur starfað. „Við höfum til dæmis farið í siglingu, í leikhús, á matreiðslu- námskeið, út að borða og skroppið til Wash- ington til að skoða tré í blóma. Það sem stendur samt upp úr er þegar við fórum til Colonial Downs á veðreiðar. Þá leigðum við okkur stúku og makarnir fengu að koma með. Eitt hlaupið var tileinkað okkur og í lok þess var tekin mynd af okkur með hestinum sem vann það. Þetta vakti mikla athygli.“ Lífið byrjar eftir fimmtugt Rauðu hattasamtökin eru mjög þekkt í Bandaríkjunum og hafa klúbbar sprottið upp um allt land. Deildir hafa einnig verið stofnaðar í Kanada og Ástralíu. Elín segir að samtökin séu svo vinsæl að farið sé að framleiða vörur sem stíli inn á þau. „Það eru rekkar út í búð sem eru bara með vörur fyr- ir Rauðu hattasamtökin, eins og nælur, penna, hatta, armbönd, fatnað og allt mögulegt. Þegar við hittumst er skylda að vera með rauðan hatt og flestar mæta í fjólublárri dragt við hann, ég reyni að hafa eitthvað fjólublátt á mér hvort sem það er klútur eða næla. Við erum mjög áberandi þegar við strunsum saman eftir göt- unum hérna með rauðu hattana. Mottó samtak- anna er að lífið byrji um fimmtugt og því er að- alatriðið að skemmta sér saman og gera eitt- hvað klikkað. Nú í lok maí förum við, The Westminster Dames, á línudansnámskeið, í byrjun júní er ferðinni heitið til New York í leik- hús og sú hugmynd hefur komið fram að heim- sækja vatnagarð, sem er hér skammt frá, svo við getum spókað okkur um í sundbol með rauðu hattana. Þetta gengur allt út á að halda við barninu í sjálfum sér,“ segir Elín að lokum.  FÉLAGSSTARF | Óskipuleg samtök fyrir konur á besta aldri Snýst um að skemmta sér og taka sig ekki of hátíðlega Elín uppábúin og tilbúin fyrir næstu uppá- komu með Rauðu hattasamtökunum. Rauðu hattasamtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum 1997 og eru vinsæl þar sem annars staðar. Elín Káradóttir er í sam- tökunum og hefur gaman af lífinu í faðmi stallsystra sinna. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Nánari upplýsingar um samtökin: www.theredhatsociety.com Rauðu hattasamtökin eru fyrir konur sem eru fimmtugar og eldri. Í Bandaríkjunum verður fólk heldri borgarar 55 ára og var það upphaflega aldurstakmarkið í samtökin. Bleiku hattasamtökin eru líka til og eru þau fyrir konur sem eru yngri en fimmtíu ára, þá eru þær með bleika hatta og í lillabláum dressum. Árið 2002 var haldin fyrsta alþjóðlega ráð- stefna samtakanna og hefur hún verið haldin einu sinni á ári síðan í mismunandi borgum í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.