Morgunblaðið - 23.05.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 25
FRÉTTIR
Atvinnuauglýsingar
Blikksmíði ehf.
Blikksmíði ehf. óskar eftir að ráða blikksmiði
eða menn vana blikksmíðavinnu.
Einnig vantar okkur menn í sumarvinnu.
Upplýsingar gefur Jón í síma 893 4640.
Raðauglýsingar 569 1111
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings verður
haldinn í Víkinni þriðjudaginn 31. maí kl. 20.
Dagsrká:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Stjórnin.
Styrkir
Styrkir
Samgönguráðuneytið óskar eftir umsóknum
um styrki af fjárlagaliðnum Vetrarsamgöngur
og vöruflutningar 10 - 190 - 1.12.
Vetrarsamgöngur og vöruflutningar eru sérstak-
ur liður á fjárlögum sem ætlaður er til stuðnings
við sveitarfélög þar sem sveitarfélagið eða hluti
þess býr við erfiðar og kostnaðarsamar sam-
göngur og ekki er veitt fullnægjandi sam-
gönguþjónusta af hálfu stofnana ríkisins.
Styrkir verða einungis veittir þeim sveitarfélög-
um sem senda inn vel rökstuddar umsóknir.
Umsóknir skulu berast samgönguráðuneytinu
fyrir 15. júní nk.
Styrkir verða hvorki veittir til reksturs sérleyfa
á landi, sjó eða í lofti né til stofnkostnaðar
vegna kaupa á tækjum og búnaði.
Umsóknir berist samgönguráðuneytinu,
merktar Rúnari Guðjónssyni.
Veiði
Laxveiðileyfi
Til sölu laxveiðileyfi í Álftá á Mýrum og Brennu,
ármót Þverár og Hvítár í Borgarfirði.
Upplýsingar gefur Dagur Garðarsson í símum
893 5337 og 568 1200 alla virka daga frá
kl. 8.00—18.00.
31 barn var í fram-
sæti bíls með loftpúða
Einar Magnús Magnússon, upp-
lýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir
að þrátt fyrir góðan árangur virðist
sem fjöldi foreldra og forráðamanna
barna gæti ekki öryggis barna sinna
nógu vel. Þannig hefði t.d. 31 barn í
könnuninni verið í hreinni lífshættu
þar sem þau sátu í framsæti gegnt
öryggispúða, þar af voru 10 alveg
laus. Þess má geta að í 71. gr. um-
ferðarlaga segir að barn lægra en
150 cm á hæð megi ekki vera farþegi
í framsæti bifreiðar sem búin er
uppblásanlegum öryggispúða fyrir
framan sætið.
Ef öryggi barna er skoðað eftir
sveitarfélögum á landsvísu kemur í
ljós að einungis í Neskaupstað
reyndust öll börn nota réttan örygg-
isbúnað í bílum. Útkoman var áber-
andi verst á Bíldudal þar sem yfir
40% barna voru laus í bifreið og án
öryggisbúnaðar. Á höfuðborg-
arsvæðinu voru um og yfir 80%
barna með réttan öryggisbúnað í bíl-
TÆPUR fimmtungur barna, 6 ára
og yngri, reyndist ekki vera með
réttan öryggisbúnað í bílum sam-
kvæmt könnun Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, Lýðheilsustöðvar og
Umferðarstofu, á notkun öryggis- og
verndarbúnaðar í bílum. Könnunin
var gerð fyrir utan 86 leikskóla víðs-
vegar um landið en þátttakendur
voru tæplega þrjú þúsund.
Skv. könnuninni reyndust 84,1%
barna vera með réttan öryggisbúnað
í bíl á leið til leikskóla. 10,6% leik-
skólabarna reyndust hins vegar vera
í hefðbundnum bílbeltum og 5,3%
barnanna voru ekki með neinn ör-
yggisbúnað.
Tíu ár eru frá því beltanotkun
barna var fyrst könnuð af sömu að-
ilum og hefur notkun öryggisbún-
aðar fyrir börn aukist mjög. Þess má
geta að árið 1996 reyndust 28%
barna vera með engan öryggisbúnað
í bílum, 32% árið 1997 en hlutfallið
var rétt rúm 5% nú, sem fyrr segir.
um, hæst var hlutfallið í Reykjavík,
86%. Austurland var sá landsfjórð-
ungur þar sem flest börn voru með
réttan öryggisbúnað, 87%, en á Suð-
urlandi var hlutfallið lægst, tæp
80%.
Í könnuninni var beltanotkun öku-
manna sömuleiðis könnuð og voru
21,2% ökumanna án bílbelta, eilítið
hærra hlutfall en árið á undan
(20,4%) og mun hærra en árið 2003
þegar 16,2% ökumanna voru ekki
með bílbelti.
Fram kom á blaðmannafundi fyrir
skemmstu þar sem könnunin var
kynnt að á hverju ári slasast 35–40
börn, 6 ára og yngri, sem farþegar í
bílum.
Könnunin var framkvæmd af
sjálfboðaliðum og leikskólakenn-
aranemum við Kennaraháskóla Ís-
lands.
Fimmtungur barna
ekki með réttan
öryggisbúnað í bílum
Morgunblaðið/Eyþór
Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu, og Einar Magnús
Magnússon upplýsingafulltrúi (fjær) kynna niðurstöður könnunar um
notkun öryggisbúnaðar barna í bílum. Fjær sitja frá vinstri: Herdís Stor-
gaard frá Árvekni, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi Umferð-
arstofu, og Sigurveig Pétursdóttir barnabæklunarlæknir.
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
NÝLEGA samþykkti stjórn Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna nýjar út-
hlutunarreglur fyrir skólaárið 2005-
2006 en Morgunblaðið hefur á síð-
ustu dögum fjallað nokkuð um
breytingarnar. Samband ungra
Framsóknarmanna fagnar niður-
stöðu endurskoðunarnefndar LÍN. Í
fréttatilkynningu segir að ljóst sé að
þær breytingar sem hafa verið
kynntar muni koma stæstum hópi
lánþega til góða. „Afnám frítekju-
marksins og lækkun skerðingarhlut-
fallsins er skref í rétta átt, en þó vill
SUF ítreka þá skoðun samtakanna
að þessi fyrirbæri ættu ekki að fyr-
irfinnast í kerfinu.“
SUF segir þær breytingar sem nú
er verið að taka upp heimila lánþega
að afla sér aukinna tekna til þess að
ná endum saman í heimilisrekstrin-
um. Þær séu einnig afar jákvæðar
fyrir þá sem eru að snúa aftur af
vinnumarkaðnum til náms. „Þetta
eru jákvæð skref en áfram þarf að
vinna að bótum á námslánakerfinu,
hækka framfærslu og afnema tekju-
skerðingu.“
SUF fagnar
nýjum út-
hlutunar-
reglum LÍN
MIKILL fjöldi Kringlugesta
kynnti sér sýninguna Heilsa
og forvarnir sem fram fór í
verslunarkjarnanum dagana
17.–20. maí. Meðal þess sem
boðið var upp á voru ókeypis
mælingar á kólesteróli, blóð-
sykri, blóðþrýstingi ásamt
öndunarmælingum, auk þess
sem gestum sýningarinnar
var boðið upp á þrekpróf og
axlanudd, sem mæltist afar
vel fyrir. Að sögn Alexand-
ers Óðinssonar sýning-
arstjóra voru viðtökur al-
mennings mjög góðar og
fóru samtals um 800 manns í
fyrrgreindar mælingar.
Aðspurður segir Alexand-
er áhugamannafélagið
Heilsa og forvarnir hafa
staðið að sýningunni. „Félag-
ið var stofnað nú í vetur með
það að markmiði að hjálpa
landanum að öðlast betri
heilsu með því að taka í gegn
mataræðið og bæta lífsstíl
sinn,“ segir Alexander. Að
félaginu stendur kristinn
hópur áhugafólks um heilsu
og er allt starfið unnið í sjálf-
boðavinnu. „Menn líta á
þetta starf sem þjónustu við
samfélagið, en hér er um af-
ar brýnt verkefni að ræða.
Við verðum að horfast í augu
við það að heilsufari Íslend-
inga fer hrakandi, en hins
vegar er ennþá tími til snúa
þróuninni við með markviss-
um aðgerðum.“
Að sögn Alexanders gafst
sýningargestum kostur á að
skrá sig á ókeypis námskeið
félagsins. Um er að ræða
svonefnda heilsuklúbba sem
haldnir verða vikulega, en
meðal þess sem tekið verður
fyrir í klúbbunum er mat-
reiðsla, slökun, þrek og
hvernig hætta á að reykja
svo eitthvað sé nefnt. Fyrir
áhugasama má benda á að
félagið er um þessar mundir
að koma sér upp vef á slóð-
inni: www.heilsaogforvarn-
ir.is og verður vefurinn kom-
inn í gagnið síðar í vikunni.
Góð aðsókn að sýningunni Heilsa og forvarnir í Kringlunni
Ekki of seint að snúa þróuninni við
Alls nýttu um 800 manns tækifærið til þess að fara í ókeypis
þrekpróf eða mælingar á kólesteróli, blóðsykri og blóðþrýst-
ingi á sýningunni Heilsa og forvarnir sem fram fór í Kringl-
unni fyrir skömmu.
„ALLAR upplýsingar og tíminn vinnur með
þessu máli,“ segir Árni Johnsen, sem ásamt fé-
laginu Ægisdyrum stóð nýverið fyrir kynning-
arfundi um jarðgangagerð á Norðurlöndum í
íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum. Á fundinum
hafði framsögu Svein Erik Kristiansen, verk-
fræðingur og verkefnastjóri hjá NCC í Noregi
og Svíþjóð, og kynnti jarðgangaframkvæmdir
sem fyrirtækið hefur komið að í Noregi og Fær-
eyjum. Alls mættu hátt á annað hundrað manns
á fundinn og voru viðtökur viðstaddra, að sögn
Árna, afar góðar.
Að sögn Árna var Svein Erik á fundinum að
fjalla um reynslu, þekkingu og verklag hjá
NCC, jarðgöng fyrirtækisins í Færeyjum, þró-
un jarðganga almennt í heiminum, ekki síst á
Norðurlöndunum og hvaða blikur eru á lofti í
þeirri þróun, m.a. hvað tæknimál varðar. „Á
fundinum lagði Svein Erik áherslu á að tækni-
lega séð væru engin vandamál við að grafa jarð-
göng til Eyja og með þeim rannsóknum, sem
verið er að gera núna, þá geta menn gert nokkuð
örugga kostnaðaráætlun,“ segir Árni og vísar
þar m.a. til rannsókna á vegum Vegagerðarinn-
ar sem ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) vinnur
að um þessar mundir, en áætlað er að niðurstöð-
ur þeirrar rannsóknar liggi fyrir síðar í sumar.
Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir er, að sögn
Árna, komið að því að taka ákvörðun um þær
þrjár hugmyndir sem eru í gangi varðandi sam-
göngur milli lands og Eyja, en það er í höndum
úttektarnefndar á vegum samgönguráðherra.
Göng ódýrari en skip
þegar til lengri tíma er litið
Fram hefur komið að hugsanleg jarðgöng
milli lands og Eyja, sem yrðu um 18 km að
lengd, myndu kosta fullbúin kringum 15 millj-
arða. Í samtali við Morgunblaðið leggur Árni
áherslu á að þessir fjármunir séu nú þegar fyrir
hendi. „Herjólfur hefur verið inni á kostnaðar-
áætlun ríkissjóðs í 50 ár, en árlega renna 500
milljónir króna til Herjólfs í gegnum vegaáætl-
un. Með því að færa peningana úr skipi yfir í
göng kostar í raun minna að gera göngin en að
endurnýja Herjólf. Ef við tökum tveggja skipa
tímabil, sem eru 30 ár, þá kostar núverandi
Herjólfur 15 milljarða á þessum 30 árum. Nýtt
skip myndi hins vegar kosta 21 milljarð á 30 ára
tímabili. Þannig er ljóst að hægt er að afskrifa
göng á 30 árum, en skip þarf hins vegar stöðugt
að endurnýja,“ segir Árni að lokum.
Engin tæknileg vand-
kvæði við göng til Eyja
SÆNSKUR dómstóll
hefur hnekkt lögbanni
sem ferðaskrifstofan Atl-
antöar fékk á risasamn-
ing ferðarskrifstofunnar
Vulkan Travel Group í
eigu Benedikts Kristins-
sonar, við sveitarfélagið
Vara um að flytja hingað
til lands 1.400 starfs-
menn. Frá þessu greinir
á vef sænska ríkisút-
varpsins. Um er að ræða
starfsmenntaferð sem
ferðaskrifstofur keppast
um að bjóða í og telur
Atlantöar sig hafa boðið
lægra en Vulkan og þar
með að Vara hafi valið
vitlaust. Atlantöar hefur
möguleika á að skjóta
niðurstöðu dómstólsins
til æðra dómstigs.
Lögbanni
á samn-
ing Vulk-
an hnekkt