Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 27 DAGBÓK FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina. Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli KYNNING HVAÐ ER HUGLJÓMUN SJÁLFSÞEKKINGAR? Verið velkomin á fyrirlestur og umræður um hvernig Hugljómun sjálfsþekkingar gengur fyrir sig og hvaða gildi milliliðalaus meðvituð upplifun hefur. Kynningin fer fram í sal Maður Lifandi í Borgartúni 24 mánudaginn 23. maí kl. 17.30. Allir velkomnir - Ókeypis aðgangur. HUGLJÓMUN SJÁLFSÞEKKINGAR 26.-29. MAÍ (ENLIGHTENMENT INTENSIVE) í Bláfjöllum með Osha Reader, ND og PhD og Guðfinnu St. Svavarsdóttur. 3ja daga áhrifamikið ferli umbreytinga og vöknunar. Guðfinna St. Svavarsdóttir Osha Reader, ND & PhD Kíktu á heimasíðu Oshu, www.highsierra.org Upplýsingar og skráning í símum 562 0037 og 869 9293. Lokadagur til að ganga frá skráningu er 24. maí. Vélhjólaslys eru nokkuð tíð og margireiga um sárt að binda vegna þeirra.Eva Dögg Þórsdóttir, fjölmiðlafulltrúií stjórn bifhjólasamtaka Sniglanna, slasaðist fyrir tæpri viku og er nú á Landspít- alanum í Fossvogi. „Ég var ásamt eiginmanni mínum að aka Ánanaustin í átt að JL-húsinu og á leið út frá hringtorginu þar þegar skutbíll kom og ók á okkur. Við köstuðumst bæði af hjólinu og mér fannst mjög fljótt komið fólk á vettvang og bú- ið að hringja á sjúkrabíl. Hann kom um hæl og áður en við var litið vorum við komin undir læknishendur,“ segir Eva Dögg um slysið og aðdraganda þess. En hvernig fór með eiginmanninn? „Hann viðbeinsbrotnaði og marðist á hné en ég slasaðist meira, ég er fótbrotin um hné, meidd í baki og marin,“ segir Eva Dögg. En hvernig á að varast svona slys? „Með því að taka ekki óþarfa áhættu, hægt hefði verið að komast hjá þessu slysi hefði öku- maður biðfreiðarinar verið vakandi við akst- urinn og kunnað umferðarreglurnar. Við vor- um í fullum rétti og uggðum ekki að okkur.“ Eru bifhjólaslys af þessu tagi algeng? „Já, það eru yfirleitt ökumenn bifreiða sem gleyma sér að því er ég best veit. Við bif- hjólafólk höfum af þessum sökum verið að reyna að koma á umferðarátaki til þess að kynna hætturnar sem svona sofandaháttur or- sakar. Sniglarnir eru hagsmunasamtök og við þurfum á styrkjum að halda til þess að geta haldið úti umferðaráróðri sem miðast að því að varast slys. Við höfum nýlega fengið 150 þúsund króna styrk frá Opnum kerfum til þess að nota í um- rætt umferðarátak og þurfum mun meira fé eigi þetta átak að skila árangri.“ En hvernig er þessum málum háttað erlend- is? „Bifhjólaslys eru nokkuð algeng víða erlend- is og stundum mun alvarlegri því þar er ekki skylda að vera með hjálma við aksturinn. Það eru reyndar engin tengsl á milli bifhjóla- samtaka Sniglanna og erlendra bifhjóla- samtaka. Þess má geta að mikill munur er á klæða- burði bifhjólafólks hér og erlendis. Ég er sjálf dæmi um það hve miklu getur varðað að vera í góðum öryggisfatnaði og með hjálm, hefði ég ekki verið svona vel búin sem raun bar vitni hefði ég slasast mun meira. Maðurinn minn var líka í mjög góðum galla með afar góðan hjálm og það bjargaði honum, hann er nú kominn heim en ég verð nokkra daga í viðbót á sjúkra- húsi áður en ég fer heim og ég á langt í land með að stíga í brotna fótinn.“ Afmælishátíð bif- hjólasamtaka Sniglanna verður á Sauðárkróki 16. til 18. júní – í tilefni af 100 ára afmæli bif- hjólsins á Íslandi. Vélhjól | Sniglana vantar fé til þarfs og aukins umferðarátaks Öryggisfatnaður mikilvægur  Eva Dögg Þórsdóttir á sæti í stjórn bif- hjólastamtaka Snigl- anna. Hún er 28 ára gömul, fædd í Reykja- vík, og starfar sem heimavinnandi hús- móðir. Hún lauk al- mennri grunnskóla- menntun og starfaði í nokkur ár sem dag- móðir. Hún er gift Kristjáni Hafliðasyni sjómanni og eiga þau tvö börn. Ríkisstjórnin HVERNIG stendur á því að stjórnin í þessu annars indæla landi íss og elda ásamt kynngimögnuðum krafti hafs og lands gerir ekki neitt í mál- um öryrkja? Við lifum ekki af fegurð landsins. Það er nú aldeilis kominn tími á að hækka örorkubæturnar um þessar 40.000 krónur. Það ætti nú ekki að vera svo slæmt og það þyrfti einnig að verðtryggja bæturnar, líkt og útgjöldin. Því miður er allt of miklu lofað og svikið í okkar nútíma þjóðfélagi af sumum sem stjórna landinu. Allt snýst um auð og völd og þeir sem minnst mega sín gleymast í amstri hversdagslífsins. Ég veit ekki, en mér finnst eins og verið sé að ýta okkur út í opinn dauðann. Oft erum við svo svöng að garnirnar gaula, þegar við leggjumst til svefns. Og kvíðinn sem fylgir því að borga reikningana er mikill. Maður á u.þ.b. 5.000 krónur eftir fyrir lyfjum og mat, sem kallast Nupo létt, tvíbökur, hrísmjólk, brauð og þetta allra nauð- synlegasta; kjöt, fisk, bjúgu og pyls- ur lætur maður sig dreyma um. Nú, ellilífeyrisþegar berjast líka fyrir sínu og ekki heyrist mér að lág- launafólkið sé sérlega ánægt með sitt kaup. Allt hækkar frá einum mánuði til hins næsta og á meðan rýrna peningarnir hjá Trygg- ingastofnun. Guði sé lof að til eru Bónus og Krónan ásamt fleiri lág- vöruverðsverslunum, en þrátt fyrir það nær maður ekki endum saman. Ég er ekki hissa þegar maður heyrir um þessi sjálfsvíg. Fólk getur ekki lifað svona öm- urlega endalaust. Nei og aftur nei. Hvers vegna hækkar tala ungra ör- yrkja? Það er meiri harka og kröfur gerðar á vinnustöðum og álag, sem líkaminn og sálin getur ekki enda- laus búið við. Ég er 60 ára núna næsta vetur og man svo vel hvernig við höfðum það áður fyrr. Níu ára byrjaði ég að vinna og hef alltaf unn- ið erfiðisvinnu. 31 árs varð ég 65% öryrki og vann alltaf hálfan daginn og stundum tvöfalda vinnu á meðan heilsan leyfði. Síðustu níu ár hef ég verið á 75% örorku. Monika Pálsdóttir, Torfufelli 27, Rvík. Takk, Smári skóari FÖSTUDAGINN 13. maí síðastlið- inn fór ég til Smára skóara í Smára- lind en ég þurfti að láta lita skó. Tók ég fram að mér lægi ekki á að fá skóna og mundi ég vitja þeirra í vik- unni á eftir. Svo gerðist það á laugardeginum um hádegi að ég hafði samband við Smára skóara til að athuga hvort einhver möguleiki væri á að ég fengi skóna þann daginn en aðstæður höfðu breyst hjá mér og því vildi ég freista þess að fá skóna. Þá kom í ljós sú afbragðsþjónusta sem þar er boðið upp á, en í stuttu máli hringdi Smári skóari í mig rétt uppúr 7 um kvöldið og sagði að ég gæti sótt skóna. Smári lokaði kl. 5 og vann svo við skóna mína til 7 og klár- aði málið – og tók ekki krónu auka- lega. Þetta verður að teljast þjónusta til fyrirmyndar og sendi ég Smára og hans fólki bestu þakkir fyrir þetta. Það er ljóst að ef ég eða mín fjöl- skylda þurfum á skósmið að halda í framtíðinni þá kemur bara eitt til greina og það er Smári skóari. Skóvinur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is LEIKFÉLAG Seyðisfjarðar hefur sinnt börnum byggðarlagsins vel gegnum árin, bæði með því að sýna fyrir þau og með því að leyfa þeim að taka þátt í uppfærslum. Guðjón Sigvaldason hefur áður unnið með Seyðfirðingum og hefur auk þess mikla reynslu af mann- mörgum sýningum þar sem börn og unglingar leika og syngja. Guð- jóni ferst vel úr hendi nú sem oft áður að stýra þeim fimmtán börn- um og tíu fullorðnu sem flytja söngleikinn Í Tívolí ásamt fjög- urra manna hljómsveit. Söngleikurinn er saminn utan um hin skemmtilegu lög af Tívolí- plötu Stuðmanna og á uppruna sinn á Akranesi þar sem Guðjón leikstýrði honum einnig. Búnar eru til litlar sögur af fólki sem rekur Tívolíið í Reykjavík um 1960 og um fólkið sem sækir stað- inn. Þetta er ljómandi vel gert þó að á köflum hefði mátt stytta sen- ur án þess að söguþráðinn og per- sónusköpunina sakaði. Að- alpersónan er drengurinn Frímann, sonur Tívolístjórans, en hann tengir saman persónur og atburði með forvitni sinni og áhuga. Það er skemmtilegt hvern- ig Frímann litli lætur sig dreyma um fullorðinslífið og er þar leikinn fullorðinn af öðrum leikara. Það kom einnig mjög vel út að láta þá vera saman á sviðinu. Einnig lék söngtríóið Dúfurnar stórt hlutverk í persónusköpun og söng og tengdi saman verkið. Tónlistin var vel flutt og útsett og margir flinkir söngvarar á Seyðisfirði. Allar staðsetningar í flóknum senum þar sem margar sögur fóru fram í einu voru vel gerðar og margar hópsenur afar skemmtilegar. Flottust og best út- færð var bíósenan sem var eins og lítið dansleikhúsverk í sjálfu sér en senan í draugahúsinu var líka afar góð sem og hópsenan þegar karlarnir syngja saman. Lýsingin var skemmtileg og vel unnin með marglitu stóru ljósaperunum á sviði og í sal og flott að hafa hljómsveitina fyrir miðju sviðinu. Búningarnir voru mjög vel unnir og trúir tímanum sem verkið ger- ist á og hárgreiðslan með túper- ingum listaverk út af fyrir sig. Þó að nokkurs stirðleika gætti stöku sinnum og sumar senur væru greinilega seigari en þær áttu að vera var heildarsvipur sýningarinnar það sem stóð upp úr ásamt þeim gleðibrag sem ríkti á sviðinu. Það er aldrei fullþakkað þegar leikfélög, skólar og tónlist- arskólar eða tónlistarkennarar taka sig saman í litlum plássum og setja upp glæsilegar sýningar þar sem kynslóðirnar vinna saman að því að bæta mannlífið. Fimmtíu manns vinna að sýn- ingunni en það er stórt hlutfall í sjö hundruð manna bæ. Kynslóðir vinna saman LEIKLIST Leikfélag Seyðisfjarðar Höfundar: Guðjón Sigvaldason, Stein- grímur Guðjónsson, Skagaleikhópurinn og NFFA. Tónlist: Stuðmenn. Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason. Tónlistarstjóri: Maria Gaskell. Sýning í Herðubreið, 13. maí 2005 Í Tívolí Hrund Ólafsdóttir 36. Skáldaspírukvöldið og um leið það síðasta áður en Skáldaspíran tekur sumarleyfi er tileinkað lithá- ensku skáldkonunni, Birute Mar. Dagskráin hefst annað kvöld kl. 20.00 í Bókabúð Iðu, Lækjargötu 2a. Mar les upp texta sinn á ensku en einnig verður lesið úr íslenskri þýð- ingu á ljóðum hennar eftir Völu Bjarnadóttur. „Birute Mar er 36 ára að aldri en hefur getið sér alþjóðlega við- urkenningu fyrir bæði ljóð sín og flutning á þeim og túlkun og leik- uppfærslu m.a verkum Becketts. Hún hefur hlotið margvísleg verð- laun, m.a. alþjóðleg verðlaun: Int- ernational Jury Award, fyrir túlkun sína á Beckett og mörg önnur verð- laun,“ segir Benedikt S. Lafleur, umsjónarmaður dagskrárinnar. Birute Mar er frá Vilnius í Lithá- en og fékk sérstakan styrk til að lesa upp á Skáldaspírukvöldi. „Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir okkur, en um leið fengur fyrir alla unn- endur ljóðlistar, þar sem Birute les einkar vel upp. Til marks um það hefur hún hlotið verðlaun fyrri ljóða- upplestur sinn,“ segir Benedikt. Dagskrá um Birute Mar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.