Morgunblaðið - 23.05.2005, Síða 28
28 MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Farðu sérstaklega varlega í um-
ferðinni í dag, hvort sem þú ert
akandi, gangandi, hjólandi eða
skokkandi. Í dag er fullt tungl sem
eykur á slysahættu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið er ráðvillt í peningamálum í
dag. Það er ekki visst um hvað það
á að láta mikið af hendi og hversu
miklu það á að halda eftir. Haltu
að þér höndum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Fullt tungl er beint á móti tvíbura-
merkinu. Það þýðir að tvíburinn
þarf að vera einstaklega þol-
inmóður í samskiptum við aðra.
Það er ekkert mál.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Tunglið stýrir krabbanum og því
fer hann sjaldnast varhluta af fullu
tungli. Huggaðu þig við það að
vandamál þín virðast minni eftir að
tunglið nær hámarki.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið veit ekki fyllilega í hvorn
fótinn það á að stíga í dag. Það
langar til þess að lyfta sér upp, en
áttar sig á sama tíma á skyldum
sínum við aðra. Er ekki hægt að
fara bil beggja?
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan er föst í hinni klassísku
togstreitu milli heimilis og starfs-
vettvangs í dag. Að þessu sinni
virðist sem starfið verði ofan á.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin verður hugsanlega eilítið ýt-
in á fullu tungli. Fólk þarf ekki að
vera sammála þér. Þú þarft ekki
að vera sammála öðrum. Slakaðu
á.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdrekinn er ekki alveg viss
um hversu mikinn rausnarskap
hann á að sýna einhverjum og
hversu langt hann á að ganga í því
að gæta hagsmuna sinna. Ekki
sniðganga þarfir annarra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Samskipti við maka og nána vini
eru dálítið tvísýn í dag. Það er
vegna þess að fullt tungl er í dag
og þar að auki í bogmanninum.
Vertu háttvís og brosmildur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Tafir og hindranir gera vart við sig
í vinnu steingeitarinnar, orsakanna
er að leita hjá hinu opinbera eða
stórum stofnunum. Haltu bara
áfram að strita.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vinur finnur til afbrýðisemi vegna
velgengni þinnar í ástarmálum eða
getu til þess að skemmta þér og
njóta lífsins. Slakaðu á. Þú getur
ekki gert öllum til hæfis.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Kröfurnar í vinnunni standa í vegi
fyrir því að þú getir sinnt heim-
ilinu sem skyldi. Reyndu að leysa
verkefnin heima fyrir og vertu þol-
inmóður við fjölskylduna.
Stjörnuspá
Frances Drake
Tvíburar
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert aðlaðandi og heillandi manneskja
og átt gott með að miðla hugmyndum
þínum og tilfinningum til annarra.
Margir sem fæddir eru þennan dag
gegna þýðingarmiklu hlutverki í lífi
barna. Hugsun þín er vísindaleg og þú
ert líklega handlagin(n).
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 íþróttagreinar, 4
aga, 7 skóflar, 8 sáum, 9
kvendýr, 11 sterk, 13 lítill,
14 logið, 15 skeiðahníf, 17
huguð, 20 brodd, 22 rýr,
23 mannlaus, 24 dans, 25
stó.
Lóðrétt | 1 gervitann-
garður, 2 náum, 3 svert-
ingja, 4 þýðanda, 5 þræt-
um, 6 sár, 10 afturhald, 12
dá, 13 eldstæði, 15 úr-
skurður, 16 förgum, 18
kaðall, 19 varkár,
20 grenja, 21 rudda.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 rytjulegt, 8 lýkur, 9 tafla, 10 nær, 11 skans, 13
augun, 15 hossa, 18 ágætt, 21 not, 22 stöng, 23 teigs, 24
rummungur.
Lóðrétt | 2 yrkja, 3 járns, 4 lötra, 5 göfug, 6 glás, 7 garn, 12
nes, 14 ugg, 15 hýsi, 16 skötu, 17 angum, 18 áttan, 19 æð-
inu, 20 Tass.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Tónabúðin Rauðarárstíg | Rokkblúsdúett-
inn Hot Damn!, sem skipaður er þeim
Smára Tarfi og Jenna úr Brain Police,
leikur kl. 16.00.
Myndlist
Café Karólína | Hugleikur Dagsson – „I
see a dark sail“.
Dagsbrún, undir Eyjafjöllum | Ragnar
Kjartansson.
Eden, Hveragerði | Karl Theódór Sæ-
mundsson.
Elliheimilið Grund | Jeremy Deller.
Gallerí Kambur | Þorsteinn Eggertsson.
Gallerí Sævars Karls | Jón Sæmundur er
með myndlistarsýningu.
Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn-
ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og
um helgar frá kl. 13–17. Sjá www.gerdu-
berg.is.
Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal.
Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan
Sarcevic, Elke Krystufek, On Kawara.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð-
ur Vésteinsdóttir.
Listasafn Íslands | Dieter Roth.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Diet-
er Roth, Peter Fischli, David Weiss, Har-
aldur Jónsson, Urs Fischer.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Útskriftarsýning nemenda við Listahá-
skóla Íslands.
Mokka-Kaffi | Multimania – Helgi Sig. Sjá:
www.hugverka.is.
Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf
Opdahl.
Skriðuklaustur | Sýning 8 listamanna af
Snæfelli, þ.á m. eru verk eftir Kjarval,
Finn Jónsson og Guðmund frá Miðdal.
Einnig er sýning á svarthvítum ljós-
myndum af fólki eftir Sigurð Blöndal í
gallerí Klaustri. Sýningarnar eru opnar kl.
12–17 alla daga.
Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finn-
bogi Pétursson.
Vestmannaeyjar | Micol Assael.
Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Ný og
eldri verk.
Listasýning
Bæjarbókasafn Ölfuss | Rannveig
Tryggvadóttir, leirlistakona sýnir verk sín í
galleríinu Undir stiganum, Ráðhúsi Þor-
lákshafnar í maí.
Iða | Útskriftarnemar í ljósmyndun við
Iðnskóla Reykjavíkur sýna lokaverkefni
sín í Iðu, Lækjargötu.
Listhús Ófeigs | Halla Ásgeirsdóttir opn-
ar sýningu á raku-brenndum leirverkum
7. maí kl. 14, í Listhúsi Ófeigs, Skóla-
vörðustíg 5.
Söfn
Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið
er heiti sýningar sem segir frá ferðum
fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormón-
anna sem settust að í Utah.
Fundir
Indlandsvinafélagið | Aðalfundurinn verð-
ur haldinn í Bólstaðarhlíð 44, 1. hæð
mánudaginn 23. maí kl. 20. Venjuleg að-
alfundarstörf. Amin sýnir myndir frá ný-
legri Indlandsferð.
Félagsstarf
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids í dag kl. 13, kaffitár með ívafi
kl. 13.30, línudanskennsla byrjendur
kl. 18, samkvæmisdans framhald kl.
19, byrjendur kl. 20.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10.og 11.
Garðaberg er opið frá kl. 12.30 til
16.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–
16.30 vinnustofur opnar, kl.10.30
sund og leikfimiæfingar í Breiðholts-
laug, frá hádegi spilasalur opinn, kl.
14.30 kóræfing.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu-
stofa hjá Sigrúnu kl. 9–16 glermálun
o.fl., jóga kl. 9–11, frjáls spila-
mennska kl. 13–16, böðun virka daga
fyrir hádegi. Fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Vorsýningin er
opin út vikuna. Notendaráðsfundur
kl. 10. Banki kl. 10. Félagsvist kl.
13.30. Hárgreiðslustofa s. 568-3132.
Fótaaðgerðarstofa s. 897-9801.
Upplýsingar í síma 568-3132.
Norðurbrún 1, | Handverksýning,
sýning á munum sem unnir hafa
verið í félagsstarfinu í vetur verður
sunnudaginn 22. og mánudaginn
23. maí kl. 14–17 komið með gesti
skoðið fallegt handverk og kynnið
ykkur þá þjónustu sem í boði er, allir
velkomnir.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12
leikfimi, kl 11.45–12.45 hádeg-
isverður, kl. 13–16 kóræfing, kl
14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Í dag er
handavinnusýning. Sýndir eru munir
gerðir af notendum. Þessir munir
hafa verið unnir í vinnustofunum.
S.s. bútasaumur, bókband, gler-
bræðsla, glerskurður , myndlist, leir-
mótun, smíðar og almenn handa-
vinna. Kaffi, söngur og
harmónikkuleikur.
Kirkjustarf
KFUM og KFUK | Samkoma í húsi
KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í
kvöld kl. 20. Ræðumaður er Leon-
ard Sweet frá Bandaríkjunum. Mikil
lofgörð.
Laugarneskirkja | Kl. 18:00 Opinn
12 sporafundur í safnaðarheimilinu.
Vinir í bata.
Skortur á innkomum.
Norður
♠ÁDG103
♥42 S/Allir
♦864
♣G106
Vestur Austur
♠K952 ♠874
♥KG ♥85
♦ÁKD7 ♦10953
♣954 ♣K872
Suður
♠6
♥ÁD109763
♦G2
♣ÁD3
Suður spilar fjögur hjörtu eftir
þessar sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 hjarta
Dobl 1 spaði Pass 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Allir pass
Vestur tekur tvo slagi á ÁK í tígli
og spilar svo drottningunni, sem suð-
ur trompar.
Hvernig er nú best að spila?
Þetta er erfitt. Blindur á aðeins
eina innkomu (á spaðaás) og það er
opin spurning hvort nota eigi hana til
að svína í trompi eða laufi. Opn-
unardobl vesturs bendir til að hann
sé með laufkóng frekar en hjarta-
kóng, en það vantar hjartagosann
líka, svo hjartað þarf að vera 2-2 til
að það heppnist að svína drottning-
unni.
Sennilega er því betra að gera út á
laufsvíninguna.
Segjum að sagnhafi ákveði það og
leggi niður hjartaás. Ef hann fær gos-
ann í slaginn, mun hann spila hjarta
áfram og svína svo í laufinu með
ágætum árangri.
En segjum að vestur láti sér detta í
hug að henda hjartakóngum undir ás-
inn! Hvaða áhrif hefur það á sagn-
hafa? Jú, hann mun nota innkomuna
á spaðaás til að svína hjartatíu, en
vestur á þann slag og síðan fær vörn-
in annan á laufkóng.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5.
a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re7 7. Dg4 Da5 8.
Bd2 0–0 9. Bd3 Rbc6 10. Rf3 f5 11. exf6
Hxf6 12. Dh5 Rf5 13. g4 c4 14. gxf5
cxd3 15. Hg1 Bd7 16. Dg5 Hf7 17. f6
Dd8 18. Re5 Rxe5 19. dxe5 dxc2 20.
Be3 d4 21. Bxd4 Bc6 22. De3 Dd5 23.
Kd2 Ba4 24. Dh6 Dd7 25. Hg4 Kh8 26.
fxg7+ Kg8 27. Hag1 Hxf2+ 28. Kc1
De7
Staðan kom upp á pólska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Poznan. Piotr Bobras (2.501) hafði
hvítt gegn Marcin Szelag (2.497). 29.
Bc5!! Glæsilegur leikur sem hefur það
að markmiði að verja a3 peð hvíts og
hins vegar að lokka svörtu drottn-
inguna frá því að valda h4-reitinn.
29. … Dd8 svartur yrði mát eins og í
skákinni ef hann hefði tekið biskupinn.
30. Dxh7+! Kxh7 31. g8=D+ Dxg8 32.
Hh4#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Fréttir í
tölvupósti
KÓR Hjallakirkju verður með sína árlegu vortónleika í Hjallakirkju annað kvöld kl. 20.00.
Í kórnum eru um 35 félagar og eru þetta fjórðu tónleikar kórsins á þessu starfsári.
Kórinn er nýkominn úr tónleikaferð til Noregs og ber efnisskráin nokkurn keim af því.
Með kórnum syngja einsöng þau Kristín R. Sigurðardóttir, sópran, Erla Björg Kára-
dóttir, sópran, Þóra I. Sigurjónsdóttir, sópran og Árni Jón Eggertsson, tenór. Öll eru þau
félagar í kórnum. Erla Björg stundar nú framhaldsnám í Salzburg og dvelur stutt heima
að þessu sinni.
Fyrri hluti tónleikanna er með veraldlegri efnisskrá sem lýkur með því að karla-
kvartett syngur kunn lög. Síðari hlutinn samanstendur af kirkjutónlist. Mikið af efnis-
skránni er eftir íslensk núlifandi tónskáld svo sem, Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson,
Jórunni Viðar og Þorkel Sigurbjörnsson, einnig eftir Árna Thorsteinsson, Gylfa Þ. Gísla-
son og Jón Leifs. Þar á meðal er Te Deum eftir Jón Þórarinsson. Af erlendum tón-
skáldum má t.d. nefna Beethoven, Dvorák, Gounod, Grieg og Mozart.
Lenka Máteová leikur á orgel og píanó. Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson organisti
Hjallakirkju.
Morgunblaðið/Sverrir
Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Jón Ólafur Sigurðsson söngstjóri.
Vortónleikar Kórs Hjallakirkju