Morgunblaðið - 23.05.2005, Page 29

Morgunblaðið - 23.05.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2005 29 Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is KODDAMAÐURINN MIÐVIKUDAGS- OG FIMMTUDAGSKVÖLD!I I - I Stóra sviðið kl. 20:00 DÍNAMÍT – Birgir Sigurðsson 8. sýn. fim. 26/5 nokkur sæti laus, 9. sýn. fös. 3/6, 10. sýn. lau. 11/6, 11. sýn. sun. 12/6. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormáku Fös. 27/5 nokkur sæti laus, lau. 28/5, lau. 4/6 nokkur sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6. Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana. KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR – H.C Andersen Lau. 28/5 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 5/6 kl. 14:00. Síðustu sýningar í vor. MÝRARLJÓS – Marina Carr Sun. 29/5. Allra síðasta sýning Litla sviðið kl. 20:00 KODDAMAÐURINN – Martin McDonagh Mið. 25/5 nokkur sæti laus, fim. 26/5 örfá sæti laus. Síðustu sýningar í vor. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. Smíðaverkstæðið kl. 20:00 RAMBÓ 7 – Jón Atli Jónasson Fös. 27/5, lau. 28/5, fös. 3/6. Valaskjálf Egilsstöðum: EDITH PIAF Á AUSTURLANDI – söngdagskrá Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00. Miðasala á Bókasafni Héraðsbúa. Opið alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546 EKKI er oft sem maður fær að heyra steina syngja. Tækifæri til þess gafst í Skálholtskirkju á laugardaginn var, en þá spilaði japanski slagverkssnill- ingurinn Stomu Yamash’ta á steina- hörpu. Það var í tónsmíð Ragnhildar Gísladóttur, Bergmáli, sem er við ljóð eftir Sjón. Mikil eftirvænting ríkti rétt fyrir tónleikana, a.m.k. var grafarþögn meðal áheyrenda og þegar Yamash’ta gekk inn í kirkjuna, hneigði sig fyrir hnullungunum og hreyfði hendur sín- ar á einkennilegan hátt yfir bjöllun- um fyrir aftan þá, fannst manni eins og framandi trúarathöfn væri að fara að hefjast. Von bráðar heyrðust djúpir tónar úr steinahörpunni, greinilega magn- aðir upp með einhverskonar hljóm- botni og einnig með rafmagni. Það var svo seiðandi að auðvelt var að ímynda sér að jörðin sjálf væri að syngja. Tónmálið var algerlega frjálst; engar tóntegundir voru merkjanlegar og var ógerningur að átta sig á hvað myndi gerast næst. En er Yamash’ta sneri sér að bjöllunum fyrir aftan sig og hefðbundnir þrí- hljómar tóku að berast um kirkjuna fór mann að gruna að Ragnhildur, sem er sennilega þekktust fyrir starf sitt með Stuðmönnum, væri kannski ekki svo langt frá heimaslóðunum. Og þegar hvítklæddur barnakór gekk inn í kirkjuna og söng tiltölulega einfalda, dægurkennda laglínu, þá styrktist sá grunur ennþá meir. Já, þrátt fyrir óvenjulega umgjörð þá á Bergmál rætur sínar að rekja til dægurtónlistargeirans. Úrvinnsla tónefnisins er stundum dálítið tak- mörkuð; myrkrið í ljóði Sjóns, þar sem m.a. er fjallað er um misnotkun og ofbeldi á börnum, verður t.d. aldrei eins hryllilegt og það gæti verið. Engu að síður er tónlistin ákaflega falleg þrátt fyrir annmarkana; margt, eins og vögguvísan og englasöngur- inn í upphafi, er verulega áhrifaríkt og söngur steinahörpunnar á milli mismunandi þátta er einstaklega heillandi. Uppbygging verksins er líka prýðileg; líflegur, en þó ábúð- arfullur slagverksleikur Yamash’ta og Sigtryggs Baldurssonar, alvöru- gefinn orgelleikur Hilmars Arnar Agnarssonar og einlægur söngurinn passa ágætlega saman og skapa sterka heildarmynd. Rödd Ragnhild- ar við hliðina á tærum barnakórnum virkar auk þess „lifuð“ og er athygl- isverð andstæða við tæran sönginn. Hljóðfæraleikurinn var frábær á tónleikunum, bæði agaður og kraft- mikill; sömuleiðis var söngur barna- kórsins oftast pottþéttur. Og ljóðið eftir Sjón, um hamingusöm börn og um hættuna sem vofir yfir þeim, var í senn hrífandi og átakanlegt. Eins og fram kemur í tónleikaskránni þá er markmið verksins að vekja athygli á því að misnotkun á börnum á sér stað út um allan heim; ég get ekki betur séð en að það takist. Greinilegt er að Ragnhildur er vaxandi tónskáld – ég hlakka til að heyra meira eftir hana. Börn og steinar sungu Ljósmynd/Lára Martin Stomu Yamash’ta, Sjón, Ragnhildur Gísladóttir og aðrir flytjendur á tröppum Skálholtskirkju eftir tónleikana. Jónas Sen TÓNLIST Listahátíð í Reykjavík Skálholtskirkja Frumflutningur á Bergmáli eftir Ragnhildi Gísladóttur við texta eftir Sjón. Flytj- endur: Stomu Yamash’ta, Sigtryggur Baldursson, Hilmar Örn Agnarsson, Ragnhildur Gísladóttir og kór sem sam- anstóð af Barna- og kammerkór Bisk- upstungna og Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Laug- ardagur 21. maí. Kór og hljóðfæraleikur Í BORGARLEIKHÚSINU voru í vikunni leiklesin fjögur verk jafn- margra þýskra leikskálda. Hafist var handa við þessa kynningu á nýjum erlendum leikverkum fyrir ári og urðu þá fyrir valinu verk franskra og belgískra samtímahöfunda. Fram- takið er hugsað sem menningar- samskipti og hafa íslensk leikskáld notið góðs af því. Ástæðan fyrir því að fjallað er um þessi tvö verk sérstaklega er þáttur Egils Heiðars Antons Pálssonar en hann leikstýrði flutningi þeirra. Hlut- ur hans, sérstaklega hvað fyrra verk- ið áhrærir, var svo viðamikill að í raun er hægt að telja að um sviðsetn- ingu hafi verið að ræða. Íslenskt leik- húsáhugafólk man e.t.v. eftir sýningum hans á Diskópakki og Hr. Manni i Vesturporti og Skýfalli í Nemendaleik- húsinu en hann hefur á undanförnum árum gert garðinn frægan á hinum Norðurlönd- unum og vakið tölu- verða athygli sem leik- stjóri. Falk Richter hefur orðið fyrir miklum áhrifum stefnu í þýsku nútímaleikhúsi sem kennir að kominn sé tími til að losa sig undan viðjum þeirrar kvaðar að skapa karakter í leiktexta og á sviði. Í staðinn eykst vægi leiktextans og merkingar hans og leikstjóranum gefst tækifæri til að miðla honum beint til áhorfenda án milligöngu tilbúinna leikpersóna. Slík verk krefj- ast nýrrar nálgunaraðferðar frá hendi leikarans og um leið setja per- sónueiginleikar leikarans sjálfs meiri svip á textann. Í umræðum á vegum Leikskáldafélags Íslands á þriðju- daginn kom fram að í verki Richters, Electronic City, sem er hluti af sama þríleik og Undir ís, gangi höfund- urinn enn lengra í þessa átt en Egill Heiðar Anton Pálsson hefur þegar tekist á við það verk í sýningu sem hann setti upp í Hels- inki. Niemand (Eng- inn) sem segir frá í Undir ís var leikinn af Þór Tulinius sem fór með meginhluta text- ans sem fluttur var hér, enda þurfti tímatak- markana vegna að stytta aðra hluta verks- ins. Í flutningnum skiptist á frásögn hans og eintöl tveggja skrif- stofumanna sem í með- förum leikstjórans blönduðu geði við áhorfendur og leikur drengs að kubbum fremst á sviðinu. Frásögnin og tengslaleysið milli persónanna var í leikslok brotið upp á áhrifamikinn hátt með því að Þór Tul- inius tók sér í hönd byssu og skaut ítrekað af henni á meðan hann lýsti fjöldamorði sem Niemand framdi. Þór beindi loks byssunni að áhorf- endum áður en hann afhenti einum þeirra hana. Þetta var áhrifamikil stund, eftir að hafa hlustað á atburð- um lýst um langa hríð, að fá næstum því að taka þátt í þeim. Með þessu tókst leikstjóra að brjóta flutninginn upp á mjög eftirminnilegan hátt. Brjósklos eftir Ingrid Lausund gerist á skrifstofu og tengist fyrr- greindum vangaveltum að því leyti að persónurnar lýsa hér gjarnan tilfinn- ingum sínum og athöfnum í bland við að leikararnir leika þær. Þetta féll vel að leiklestursforminu þó að ekki sé hægt að segja að leikurunum hafi verið uppálagt að sitja lengi kyrrir í sætum sínum. Þarna fékk húmorinn í textanum að njóta sín og hin þröngu tímatakmörk voru túlkuð með allt að því manískum leikmáta: Leikararnir lástu handritið á handahlaupum og þeyttu lesnum síðum frá sér, það fór ekki á milli mála þegar hlaupið var yf- ir kafla þegar síðurnar lentu sem skæðadrífa á sviðinu. Áhorfendum og leikurum var greinilega skemmt en höfundurinn virtist aftur á móti eilítið miður sín er hún tók á móti uppklappi í endann. Bæði voru verkin áhugaverð en á mjög ólíkan máta. Bæði snerta veru- leikann í vinnunni þar sem flest okkar eyða stórum hluta vökustunda okkar en sem afar sjaldan er fjallað um á leiksviði. Tónninn í þessum tveimur verkum var í algjörri andstöðu hvor við annan enda tók leikstjórinn á þeim á gjörólíkan hátt. Það er athygl- isvert hve mikil umhugsun, og kraft- ur voru lögð í þennan flutning og hve vel leikararnir brugðust við áskorun leikstjórans. Það er mikils að vænta af þeim sem búa að slíkri hug- myndaauðgi, atorku og vinnugleði. LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu Undir ís: Höfundur: Falk Richter. Þýðandi: Hafliði Arngrímsson. Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson. Leikendur: Atli Þór Albertsson, Halldór Gylfason, Orri Huginn Ágústsson, Halldór Gylfason og Þór Tulinius. Þriðjudagur 17. maí. Brjósklos, leikrit fyrir fólk með stoðkerf- isvanda: Höfundur: Ingrid Lausund. Þýð- andi: Jórunn Sigurðardóttir. Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson. Leikendur: Bjarni Snæbjörnsson, Björn Ingi Hilm- arsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hall- grímur Ólafsson og Sara Dögg Ásgeirs- dóttir. Miðvikudagur 18. maí. Autobahn Sveinn Haraldsson Egill Heiðar Anton Pálsson Hraðbraut möguleikanna DAGURINN 21. maí markar viss tímamót fyrir tónlistarmenn og tón- listarfáhugafólk á Akureyri og jafnvel í landinu. Tilkoma nýs flygils í Ketil- húsið er að mínu mati virði margra verðlauna í Eurovision. Ég vonast til að vera ekki einn um þá skoðun. Þetta sögulega Ketilhús getur nú fyrst farið að gegna hlutverki fjöllistahúss í þágu Músu, tónlistargyðjunnar, og að þjóna flutningi þeirra aragrúa tón- verka frá klassískum tíma til okkar dags, þar sem píanóið gegnir svo veigamiklu hlutverki. Allt frá fyrsta tóni til hins síðasta í Fís-dúr prelúdíu Chopin sannfærði Daníel mín eyru um að þarna er um úrvals hljóðfæri að ræða. Bjartur, ljóðrænn og tær tónn með mjúkum og kraftmiklum bassa, þar sem gott samræmi er innbyrðis í tón- list, jafnt í hæð sem dýpt. Eins og eðlilegt má kalla var píanó- leikarinn í aðalhlutverki og það fór Daníel einkar vel úr hendi. Hann hef- ur einstakt næmi á mismunandi tón- listarhætti til að bera og hvort sem hann leikur píanóstykki eftir Anton Webern eða píanóútskrift af hljóm- sveitarhluta í óperum Mozarts, þá eru það tónverkin og höfundar, sem alltaf skipa fyrsta sæti og Daníel freistast aldrei til að beita sinni frábæru tækni til að varpa ljósi á sig umfram það sem verkið krefst hverju sinni. Hann flutti einnig góðar skýringar á vali tónverka, en það val miðaðist við tímann frá því píanóið var fullmót- að og sýndi sem mesta breidd í notk- un þess jafnt í einleik sem samleik. Hann hvatti fólk til að sýna nýrri tón- list það umburðarlyndi að hlusta á hana og vísaði til þess að með hlustun einni gæti fólk skorið úr því hvað verk eigi að „lifa“ og hver ekki, því góð og slæm verk hafi verið samin á öllum tímum. Útskýringar hans á píanó- verkum Sveins Lúðvíks, Webern og Schostakovich hefur ásamt innsæi í verkin og miklu næmi aukið á áhrifa- mátt túlkunar hans. Sigríður Aðalsteinsdóttir hefur fal- lega og þjála altrödd. Hún leggur mikla rækt við túlkun texta og góða framsögn. Rödd hennar nýtur sín best í mjúkum söng á lág- og miðsviði, en nær ekki alltaf nægri „slökun“ í hærri raddlegu. Túlkun hennar á Betlikerlingu Sigvalda var einstak- lega grípandi og í túlkun sinni á aríu Sextusar úr óperu Mozarts, Clem- enzo di Tito naut hún sín svo um mun- aði, vel studd af Daníel. Ülla sellóleikari er eins og hin tvö kennarar við Tónlistarskólann á Ak- ureyri. Hún valdi til flutnings einhver tvö vinsælustu verk sellóbókmennt- anna, eða Sicilíuna og Elegíuna. Vandinn við slíkt val er að maður ger- ir ómeðvitað hærri kröfur. Mér fannst í þeim íðilfagra Sikileyjarsöng skorti safaríkari tón, sem ekki verður sagt um Elegíuna, sem söng sig hjá mér inn í merg og bein. Mikið hlýtur að vera gaman fyrir bæjaryfirvöld á Akureyri að hafa náð þessum mikla áfanga í að búa Ketil- húsið sem skyldi. Ég trúi ekki öðru en þessi áfangi geri Akureyri ennþá eftirsóknarverð- ari fyrir tónleika með tónlist þar sem þörf er góðs flygils. Nú er Ketilhúsið búið sínum flygli og enn stærri flygill bíður nýs tónlist- arhúss. TÓNLIST Tónlistarfélag Akureyrar í Ketilhúsinu á Akureyri Tónlist eftir Anton Webern, Chopin, Fauré, Mozart, Shostakovich, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns og Svein Lúðvík Björnsson. Flytjendur: Daníel Þorsteinsson píanóleikari, Sigríður Aðal- steinsdóttir söngkona og Ülle Hahndorf sellóleikari. Laugardaginn 21. apríl kl. 14:00. Nýr Kawai flygill tekinn í notkun. Söngvar og hljóðfæratónlist Jón Hlöðver Áskelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.