Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VERÐI hugmynd sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn um byggð í Engey og Viðey að veruleika, er um að ræða mestu náttúruspjöll af mannavöldum á sögulegum tíma. Tilgangurinn að leggja eyjarnar undir byggð virðist tvíþættur: í fyrsta lagi fá nýtt byggingarland nálægt gamla miðbænum og í öðru lagi að gera Kvos- ina að „miðju“ Reykja- víkur eða jafnvel að hjarta höfuðborg- arsvæðisins alls. Hvað varðar fyrri þáttinn skiptir bygg- ingarland á eyjunum tveimur litlu máli um þróun byggðar á höf- uðborgarsvæðinu. Eyjarnar eru sam- tals um tveir ferkílómetrar – eða um 2% af borgarlandinu – en með góðu móti er aðeins unnt að koma þar fyrir um 6.000 manna byggð. Hvað varðar síðari þáttinn getur gamli miðbærinn í Reykjavík aldrei orðið „miðja“ höf- uðborgarsvæðisins vegna legu sinn- ar. Gamli miðbærinn verður ávallt á jaðri byggðar, eins og fjölmargar miðborgir aðrar. Hins vegar er unnt að gera gamla miðbæinn að miðborg með því að bæta samgöngur inn á svæðið eins og reynt hefur verið frá því um 1960 og reisa háhýsi í ná- grenni miðborgarinnar, eins og verið er að gera, og koma fyrir í miðborg- inni stofnunum sem gefa henni líf. Útspil sjálfstæðismanna í borg- arstjórn er hins vegar snjallt bragð í upphafi kosningabaráttu til þess að ná athygli fjölmiðla og kjósenda, enda hefur það tekist og lofsyngur nú hver pótintáti fjöl- miðlaheimsins á eftir öðrum – brelluna og vilja sumir jafnvel eigna sé hugmyndina. Verður R-listamönnum erfitt að trompa þetta útspil, þótt þeir muni vafalaust reyna af öllum lífs og sálar kröftum. Hins vegar er kominn tími til þess að borgarstjórnin öll átti sig á því að Reykjavík er ekki einangrað og sjálf- stætt borgríki heldur hluti af höf- uðborgarsvæði sem nær upp í Borg- arnes og austur að Þjórsá og yfir allt Reykjanes. Skipulagsmál svæðisins ættu því að vera í höndum „sam- starfsnefndar um skipulag höf- uðborgarsvæðisins“, eins og er í ná- grannalöndum okkar. Þá kæmu ekki upp mál fáránleikans eins og lóðamál Háskólans í Reykjavík, happdrætti um húsalóðir í Reykjavík eða hug- myndir um „Eyjaborg“. Til þess hins vegar að minna enn einu sinni á þróun byggðar á landinu má benda að innan mannsaldurs munu á höfuðborgarsvæðinu búa 9 af hverjum 10 Íslendingum. Samkvæmt spá Hagstofunnar verða Íslendingar nær 350 þúsund um 2030. Fari fram sem horfir munu því á höfuðborg- arsvæðinu búa um 300 þúsund manns og um 50 þúsund manns alls staðar annars staðar á landinu. Þessari þró- un fær enginn snúið. Hins vegar geta yfirvöld á höfuðborgarsvæðinu búið öllu þessu fólki góðar aðstæður og góð lífskjör svo að líðan manna geti orðið góð. Því þurfa atvinnustjórn- málamenn að hætta smáborg- aralegum nábúakritum sínum. Borgin við sundin, Eyjaborgin – Náttúruvernd og náttúruspjöll Tryggvi Gíslason fjallar um skipulagsmál ’Því þurfa atvinnu-stjórnmálamenn að hætta smáborgaraleg- um nábúakritum sín- um.‘ Tryggvi Gíslason Höfundur er fv. skólameistari á Akureyri. ÞEGAR geðlyf komu fyrst á markað um miðja síðustu öld þótti það marka tímamót í sögu geð- sjúkra og menn töluðu um bylt- ingu. Nú hefur til dæmis komið í ljós að geðklofasjúklingar á Vesturlöndum eru lít- ið betur settir en þeir voru fyrir 50 árum. Nútímaúrræði í geð- lækningum byggjast fyrst og fremst á efnafræðilegum skýr- ingum á sjúkdóm- unum. Bandaríska geðheilbrigðisstofn- unin (National Insti- tute of Mental Health) sýndi fram á það um 1960 að þeir skjólstæðingar sem höfðu fengið svokölluð „neuroleptics“ lyf voru líklegri til endurinnlagnar og að þróa með sér króníska sjúkdóma, en samanburðarhópur sem fékk lyfleysu. Hvers vegna skoðuðu menn þessar niðurstöður ekki nánar? Rannsóknir sem fram- kvæmdar voru á vegum Alþjóða- heilbrigðisstofnunar (WHO) í kringum 1990 sýndu ennfremur fram á að ef sá sem sturlast býr í einhverju fátækari landanna er hann líklegri til að pluma sig eftir nokkur ár í samfélagi manna, en sá sem býr í vestrænu löndunum. Hvað er það sem fátækari löndin gera rétt og vestrænu löndin fara á mis við? Breskir rannsókn- armenn athuguðu 2000 rannsóknir tengdar geðlyfjum yfir 50 ára tímabil og sáu að langflestar þeirra könnuðu aðeins hvort geð- ræn einkenni hefðu minnkað, ekki hvort fólk plumaði sig betur í líf- inu, félagslega eða atvinnulega. Stöðugt koma á markaðinn ný geðlyf sem eiga að vera betri en þau gömlu. En hvort þau eru betri eða ekki vitum við ekki fyrr en eftir 40 – 50 ár. Lyfin koma held- ur aldrei í staðinn fyrir tengsl við fjölskyldu og vini, atvinnuþátt- töku, hlutverk í samfélaginu og áreiti sem fylgir þjóðfélagsþátt- töku. Vanþróuðu löndin hafa ekki efni á sértækum úrræðum eins og þeim að einangra geðsjúka. Þar eru geðsjúkir á meðal manna, halda tengslum við sitt nánasta umhverfi og vinna við hlið þeirra sem hafa fulla starfsgetu. Tilfinn- ingu geðsjúkra um að vera að leggja eitthvað af mörkum og skipta máli er því viðhaldið. Umhverfið og tæki- færi til að aðstoða aðra eru lykilatriði sálfélagslegrar nálg- unar. Lyf eiga að vera stoðþjónusta sál- félagslegrar nálgunar, ekki öfugt. Í dag eru tilrauna- verkefni í gangi úti í hinum stóra heimi, þar sem lyf eru ekki aðaláherslan heldur er geðsjúkum gefið tækifæri á að vera í öruggu um- hverfi, fá leyfi til að tjá sterkar tilfinningar, eru aðstoðaðir við að leysa ágreiningsefni, fá fé- lagslegan stuðning, fjölskyldu- meðferð og starfsendurhæfingu. Ef skoðuð er sjálfsbjargargeta og atvinnuþátttaka skjólstæðinga eft- ir útskrift standa þessi til- raunaverkefni sig ekki síður og jafnvel betur en hefðbundin úr- ræði. Árangur sálrænnar meðferðar hefur verið skoðaður yfir nokkra áratugi. Svo virðist sem 40% ár- angursins séu vegna umhverf- isþátta, t.d. hvort viðkomandi hafi virkt stuðningsnet, búi í heilbrigðu umhverfi og stundi vinnu. Þriðj- ung árangurs má þakka meðferð- araðila, persónulegum einkennum hans, á hvern hátt hann tengist skjólstæðingnum, hvort hann geti fundið til með honum, sýnt vænt- umþykju, staðið með honum, sýnt samkennd og samþykki hann eins og hann er. Þriðji og síðasti hluti árangurs sálrænnar meðferðar tengist vonum og væntingum skjólstæðings og trú hans á með- ferðinni. Þetta undirstrikar að sál- ræn meðferð ein eða lyfjameðferð ein og sér duga skammt ef menn eru einangraðir, hafa ekki hlut- verk, atvinnu, enga von um betri framtíð, búa í heilsuspillandi um- hverfi, lifa við fátækt og útskúfun. Breyttur lífsstíll hefur líka verið settur fram sem lausn en það er ekki nóg ef þættir í samfélaginu eru heilsuspillandi. Þar má nefna þætti eins og viðhorf og gildismat. Rannsóknir gefa vísbendingar um að félagslegur og fjárhagslegur rammi hafi meiri áhrif á heilsu manna en lífshegðun. Þrátt fyrir sömu sjúkdómsgreiningu og svip- aða meðferð verður árangur mis- munandi allt eftir huglægri tilfinn- ingu einstaklingsins, hvernig hann sér sig í samspili við umhverfið. Fötlun skiptir minna máli en til- finningin um hvort þú upplifir þig sem þátttakanda með valmögu- leika, hefur tilfinningalegan stuðn- ing og getur sinnt þeim hlut- verkum sem skipta þig máli. Rannsóknir sýna æ ofan í æ með óyggjandi hætti mikilvægi vinnu og á hvern hátt hún hefur áhrif á sjálfstraust og lífsgæði og kemur í veg fyrir innlagnir. Beinar teng- ingar eru á milli atvinnuleysis og aukinnar tíðni geðsjúkdóma. Það sem reynst hefur geð- sjúkum verst er að útiloka þá frá vinnu og einangra þá frá öðru fólki með sértækum úrræðum og meðferðum sem nánast eingöngu snúast um lyf. Lyf hylja og dempa tilfinningar án þess að fólk geri sér grein fyrir rótum vandans. Markmiðið með allri þjónustu er að auka þátttöku fólks í samfélag- inu og finna því stað þar sem það getur nýtt hæfileika sína og komið að notum þrátt fyrir takmarkanir. Bætt geðheilsa er því samfélags- legt átak. Gagnkvæmur ávinn- ingur alls samfélagsins hlytist ef til að mynda fyrirtæki settu á oddinn á sína stefnuskrá að auka atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfshæfni. Bætt geðheilsa er samfélagslegt átak Elín Ebba Ásmundsdóttir fjallar um geðsjúkdóma og úr- ræði við þeim ’Umhverfið og tækifæritil að aðstoða aðra eru lykilatriði sálfélags- legrar nálgunar.‘ Elín Ebba Ásmundsdóttir Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs LSH og lektor við HA. UNDANFARNA daga hefur staðið yfir Listahátíð í Reykjavík sem að þessu sinni lagði megináherslu á samtímamyndlist. Há- tíðin var vegleg og fjöldi aðila kom að henni, bæði lista- menn, gallerí, söfn, fyrirtæki og stofn- anir. Hingað til lands hafa komið blaða- menn og áhugamenn um myndlist hvaðan- æva úr heiminum til þess að kynna sér ís- lenska myndlist og halda hátíð með okk- ur, listahátíð. En það eru ekki bara sérvaldir lista- menn Listahátíðar Reykjavíkur sem geta sýnt okkur þann kraft, hæfileika og ástríðu sem íslensk myndlist býr yfir. Fjöldinn allur af frá- bærum listamönnum er með sýningar á meðan á Listahátíð stendur. Ýmist standa yfir sýningar í söfn- um, kirkjum og gall- eríum þar sem listamenn og list- nemar sýna verk sín, eða listamenn hafa opnað vinnustofur sínar í til- efni hátíðarinnar til þess að leyfa okkur að líta inn og sjá sköp- unarferlið í verki og afrakstur þrot- lausrar vinnu. Þó sýningar utan Listahátíðar hafi ekki verið auglýstar sér- staklega hér í Reykjavík, þá er það mjög algengt á sambærilegum há- tíðum erlendis að sjálfstæðum at- burðum sé gert hátt undir höfði. Sem dæmi má nefna heimsfrægu húsgagnahönnunarsýninguna í Míl- anó, Salone di mobili, þar sem at- burðir sem eru „Fuori Salone“, eða fyrir utan sýningu, eru jafn mik- ilvægir og aðalsýningin. Mikið kynningarstarf er á bak við þessa atburði og fólk þeysist um alla Míl- anó til að missa ekki af nýjustu straumunum. Það sama á við um listamessuna í Basel þar sem mörg virtustu gallerí heims koma saman árlega til þess að kynna sína lista- menn. Þar er lögð mikil áhersla á atburði utan hinnar formlegu messu og þeir eru kynntir vandlega fyrir gestum. Mikilvægt er að vita hvar er hægt að afla sér upplýsinga um sýn- ingar og skoða þannig hvað er í boði og velja viðburði eftir því. Hjá Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar (Center for Icelandic Art) í Hafnarstræti 16 er hægt að nálgast upplýsingar um yf- irstandandi viðburði. Á sama stað hefur verið sett upp aðstaða þar sem hægt er að horfa á myndbönd margra ís- lenskra myndlist- armanna og kynna sér vinnu þeirra. Það er þó aðeins hluti af gögnum og verkum sem Kynn- ingarmiðstöðin safnar, en þar hefur líka verið komið upp litlu bóka- safni. Nánari upplýs- ingar er að finna á vef Kynningarmiðstöðv- arinnar, www.cia.is. Í tengslum við þá síðu er önnur at- hyglisverð vefsíða, www.umm.is sem er nokkurs konar gagna- grunnur með upplýsingum um ís- lenska listamenn. Einnig má benda á dálk Morgunblaðsins, Staður og stund, en þar eru margir atburðir í listalífinu tíndir til. Íslensk myndlist er ekki eitthvað sem sprettur fram við hátíðleg til- efni. Mikil og góð vinna fer stöðugt fram og afraksturinn er sýndur í sýningarsölum um land allt. Njót- um þess og hrífumst með. Ekki bara á Listahátíð Sigrún Sandra Ólafsdóttir fjallar um menningarviðburði á Listahátíð Sigrún Sandra Ólafsdóttir ’Mikilvægt erað vita hvar er hægt að afla sér upplýsinga um sýningar og skoða þannig hvað er í boði og velja viðburði eftir því.‘ Höfundur er áhugamaður um íslenska myndlist. TENGLAR ..................................................... www.mbl.is/mm/folk/whatson www.cia.is www.umm.is BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í RITDÓMI í Mbl. um nýútkomna Nýja Íslandssögu fer sagnfræðing- urinn Jón Þ. Þór heldur ómildum orðum um tilvitnanir höfunda í ný- legar rannsóknir á sögu Íslands. Að svo miklu leyti sem ég get um þetta borið hlýt ég að vera sam- mála Jóni. Þar á ég við stutta um- fjöllun bók- arinnar um fund Vínlands. Höf- undarnir virðast taka alvarlega túlkun amerískra fornleifafræðinga sem styðjast nær eingöngu við frásagnir Grænlend- inga sögu af leiðum Vínlandsfara en sniðganga að mestu Eiríks sögu rauða. Ólafur Halldórsson hefur þó fyrir aldarfjórðungi sýnt fram á að Eiríks saga rauða er síst ómerkari heimild en Grænlendinga saga, og ég veit ekki betur en að sú ályktun hans sé almennt viðurkennd hér á landi. En þessir bandarísku höf- undar hafa þá afsökun að þeir kunna ekki íslensku og hafa því ekki lesið þá ágætu bók Ólafs, Grænland í mið- aldaritum. Þetta gerbreytir hug- myndum um ferðir Þorfinns karls- efnis, og mér sýnist að flestir fallist nú á hugmyndir í bók minni Vín- landsgátunni um dvalarstaði hans við Fundyflóa og í New York, eða að minnsta kosti þar í grennd. Sú álykt- un fær reyndar að nokkru leyti góð- an stuðning í frásögn íslensks annáls af Vínlandsferð Eiríks upsa Gnúps- sonar Grænlandsbiskups og merki- legum norskum peningi sem fannst í austasta fylki Bandaríkjanna, en ætla má að þangað hafi hann borist úr ferð Eiríks. Þessa heimild annáls- ins virðast amerísku fornleifafræð- ingarnir ekki heldur þekkja eða vilja viðurkenna. Að þessu athuguðu verður skilj- anlegt hversu óvandaðar og vafa- samar eru þær teikningar af leiðum Vínlandsfara sem sýndar eru í þess- ari Nýju Íslandssögu, svo ekki sé meira sagt. PÁLL BERGÞÓRSSON, veðurfræðingur og rithöfundur. Úrelt fræði í Nýrri Íslandssögu Frá Páli Bergþórssyni: Páll Bergþórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.