Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ Sirkusinn sem allir tala um! KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 12/6 kl 14 - UPPSELT, Su 12/6 kl 17 - UPPSELT, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPSELT, Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14 25 tímar Dansleikhús/samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON Fi 9/6 kl 20 - kr. 2.500 Einstakur viðburður 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar Stóra svið BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Fi 9/6 kl 20 - UPPSELT, Fö 10/6 kl 20, Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20 Síðustu sýningar Höfundar: Álfrún Örnólfsdóttir og Fri›rik Fri›riksson Bryndís Einarsdóttir Eva Rún Þorgeirsdóttir og Halla Ólafsdóttir Halldóra Geirhar›sdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir Ingvar E. Sigur›sson Peter Anderson Tinna Lind Gunnarsdóttir Valger›ur Rúnarsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson Vatnadansmeyjafélagi›: Gu›laug Elísabet Ólafsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Katrín Þorkelsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir • Komdu og s já›u • Komdu og k jós tu • Komdu og dansa›u • Í samstar f i v i›: Fimmtudagskvöldið 9. júní – klukkan 20:00 Einstakur viðburður • Dómnefnd veitir þrenn ver›laun - Áhorfendur veita ein ver›laun • Dansa› í forsal á eftir ÁÐUR óþekkt söngtónverk eftir þýska tónskáldið Johann Sebastian Bach (1685-1750) fannst í bókasafni Önnu Amalaíu í Weimar í Þýska- landi. Enginn vafi leikur á því að verkið er eftir Bach enda er það skrifað með hans rithönd. Verkið er svokölluð „ritornello aría“ eða vers- aría með strengjaundirleik og eina verk þeirrar tegundar sem vitað er að Bach hafi samið. Texti verksins, sem er í tólf erindum, er eftir Jo- hann Anton Mylius. Í frétt þýska blaðsins Süd- deutsche Zeitung kemur fram að verkið hafi verið samið árið 1713 í til- efni af 52 ára afmæli Wilhelms Ernst hertoga af Sachsen-Weimar en á þessum tíma var Bach konsertmeist- ari í Weimar. Að sögn Christoph Wolffs, for- stöðumanns Bach-stofnunarinnar í Leipzig, fannst síðast verk eftir Bach árið 1935 en það var einmitt starfsmaður stofnunarinnar sem fann verkið nú þótt alls engar vís- bendingar væru reyndar um að það væri til. Wolff segir óvenju mikla heppni vera yfir fundinum nú; kviknað hafi í bókasafni Önnu Amal- íu árið 2004 og um 50 þúsund bækur eyðilagst en þá hafi þetta verk Bachs ekki verið í þeim hluta safns- ins sem brann heldur á viðgerð- arstofu þess. Nóturnar verða gefnar út í haust og breski tónlistarstjórnandinn Sir John Eliot Gardiner vinnur nú að undirbúningi að frumflutningi verksins. Halldór Hauksson, útvarpsmaður og Bach-aðdáandi, segir þennan fund mjög merkilegan, sérstaklega vegna þess að ekki hafi verið vitað um verkið. Hann segir bíða spennt- ur eftir að fá að heyra verkið. „Þetta er einstakt verk og fyrsta strófuarían sem finnst eftir Bach. Það er ekki til neitt annað verk þess- arar tegundar eftir hann. Menn vita nákvæmlega hvenær hann samdi það og af hvaða tilefni þannig að menn geta notað það þegar þeir eru að skoða stílinn og velta fyrir sér hvernig tónlist Bach hafi þróast.“ Óþekkt verk eftir Bach Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is MIKLIR snillingar eru Húnvetn- ingar. Nýlega hef ég lesið nokkrar húnvetnskar ævisögur, hverja ann- arri merkilegri, nú síðast Sjálfs- ævisögu Björns Eysteinssonar sem barst mér í hendur um daginn. Mér skilst að þessi bók hafi verið ófáan- leg um tíma en nú er hún komin á markað aftur í pappírskilju frá Bókaútgáfunni á Hofi; hjá því for- lagi kom hún út árið 1991, þá í 3. út- gáfu (1. útg. 1957). Björn Eysteinsson (1848–1939) skrifaði ævisögu sína veturinn 1913– 14, þá kominn á sjötugsaldur. Síðar, eftir að hann var orðinn blindur, skráði ráðskona hans og barnsmóðir ýmsa þætti eftir frásögn hans og eru þeir auðkenndir í bókinni með gæsa- löppum. Í bókarlok er ættartala Björns auk athugasemda og skýr- inga við texta. Þá er einnig birt við- tal við syni hans tvo, þá Lárus og Eystein. Formála ritaði prófessor Björn Þorsteinsson, dóttursonur Björns. Full ástæða er til að vekja athygli á þessari bók. Hún lýsir frá fyrstu hendi bændasamfélagi á seinni hluta 19. aldar, þeim tíma þegar fólk úr Húnavatnsþingi streymdi til Am- eríku að leita sér betra lífs. Meðal annarra fór fyrsta eiginkona Björns vestur um haf eftir að hafa „strokið“ frá honum þar sem þau bjuggu á Orrastöðum á Ásum. Við lesturinn fær maður samúð með þeim sem vildu flýja baslið hér en dáist jafn- framt að hinum sem eftir sátu og reyndu að sigrast á eymdinni. Björn varð hvað eftir annað fyrir fjármissi, bæði vegna harðinda og sauð- fjárveiki. Í velgengni var hann öf- undaður. Hann varð stórskuldugur og hrökklaðist fram á reginheiði upp af Vatnsdal og bjó þar með annarri konu sinni og ungum börnum í nokkur ár, fyrst í sárafátækt, svo mikilli að allt þurfti að selja út úr bælunum nema yfirsængurdýnu úr rúmi konunnar. Úrið lét Björn úr vasanum og var klukkulaus á heið- inni í tvö ár. Konan hafði farið nauðug með manni sínum inn á heiði en jafn- nauðug sneri hún með honum til byggða. Síðustu árin á heiðinni tókst þeim að vinna sig upp úr skuldafen- inu með fáheyrðum dugnaði og út- sjónarsemi. Þótt einangrunin hafi verið mikil og vetur harðir fylgdu dvölinni þarna kostir. Börnin fengu t.d. ekki þær pestir sem herjuðu á börn í sveitinni. Álftaveiðar gáfu mikið af sér og einnig refaveiðar en fáir stóðu Birni á sporði í skotfimi. Silungur var í vötnum og eggjatekja á vorin. Og svo voru það fjallagrösin, ‘grasalímið’, sem stundum varð að nægja sem fæða tímunum saman, einkum þegar bóndinn var á grenj- um. Eitt sinn var maginn orðinn svo slappur að Björn gat ekki komið ný- veiddum silungi niður. Því hefur verið haldið fram að eitthvað sé af Birni Eysteinssyni í persónu Bjarts í Sumarhúsum. Samkvæmt ofansögðu væri það þó ekki skilningur á mikilvægi fugla- kjöts fyrir heiðarbóndann. En sam- eiginlega eiga þeir trúna á sauðféð og andúð á kúm. Birni þótti mun ábatameira að fóðra 40 kindur en eina kú, þar sem útbeit var. „Það er alveg ólíkt hvað sú ærtala gefur af sér, til hvers sem maður vill brúka það, heldur en hreytan úr kúnni“ (101). Lýsing Björns á því samfélagi sem hann tilheyrði er merkileg, sbr. til dæmis baráttu hans við „smá- kóngana“ í Vatnsdal sem létu þá lúta sér sem minna máttu sín. „En ég hef aldrei þolað órétt og ætíð fór það svo að ég hafði mitt fram með einhverjum glettusnúning svo að ég varð ofan á“ (61). Frásagnir af nokkrum slíkum ‘glettusnúningum’ eru forkostulegar. Oft var þá áfengi með í spili, og athyglisvert er að jafnvel þegar örbirgð Björns var mest sleppti hann aldrei taki á ‘kútnum’. Kona hans á heiðinni hafði ekki viljað að hann neitaði sér um þá ánægju sem áfengið veitti honum. Einhver mundi kannski segja að þannig ættu fleiri konur að vera. Oft á maður reyndar erfitt með að skilja þankagang Björns Eysteins- sonar, t.d. þegar hann nær öðru barna sinna af fyrsta hjónabandi frá móðurafa og nafna til þess eins að koma því í fóstur hjá öðru fólki. Undravert er líka hvað mikið hann leggur stundum á sig fyrir aðra, m.a. háskalega för til amtmannsins á Akureyri um hávetur til að fá frá honum úrskurð um búseturétt kunningja síns á tiltekinni jörð, en þann rétt ætluðu fyrirmenn í héraði að taka af honum. ‘Margur grátandi’ bað guð að launa Birni hvers kyns gjafir og ölmusu þegar hann var orðinn aflögufær. Hann varð stó- refnamaður og eignaðist margar jarðir. Á einni þeirra settist hann að eftir að hann var orðinn blindur – og hóf þar stórbúskap! Orðið karlremba var ekki til á tímum Björns. En fróðlegt gæti ver- ið fyrir nútímakonur að lesa það sem Björn segir um kynsystur þeirra, sbr. til dæmis þetta (106–107): „Alltaf hef ég haft það fyrir vana- reglu frá því fór að rakna úr fyrir mér á Réttarhól [heiðarbýlinu] að byggja mig upp með bjargræði frá sumri til kauptíðar næsta sumar og gjarna til hausts, en heimta þá reglu af konu minni að hún setji á sig hvað brúka þurfi þennan og þennan tím- ann, eins og við fjármennirnir þurf- um að vita hvað við þurfum handa fé okkar eða skepnum. Síðan hef ég aldrei komist í þröng, hvorki með mat eða hey, mikið heldur getað miðlað öðrum. Því miður hef ég orð- ið var við það hjá sumum konum að þær láta hinar og þessar vitlausar stelpur vaða í verkum sínum, sína í hvert skipti, allt reglulaust, og ef bóndinn viðar að sér talsverðu í einu, þá á þetta aldrei að geta þrotið, en það er þá þrotið fyrr en varir, og heimta svo af manninum, hvort það er mögulegt eða ekki, að veita það, og getur oft orðið þras úr. Þetta get ég gjarnan kennt manninum [þ.e. kennt manninum um] að koma ekki viti fyrir konu sína, því þetta er ekki síður slæmt fyrir hana en manninn, því ekki getur hann veitt henni það sem kannski hvergi fæst.“ En þrátt fyrir ýmis framandi sjónarmið er margt í þessari sögu furðunálægt og ýtir við manni, t.d. þessi óbilandi þrautseigja: þú skalt aldrei gefast upp. Við erum minnt á að það er vont að skulda. Birni þótti betra að gefa en þiggja og viðkunn- anlegra að segja ‘komdu’ en ‘farðu’. Hann var afar næmur á náttúru landsins og kosti hennar. Og svo er það málfar þessa óskólagengna manns. Margt getum við lært af því enda er það safaríkt með afbrigðum og laust við alla tilgerð og málaleng- ingar. Gísla Pálssyni á Hofi í Vatnsdal er hér með þakkað fyrir að koma þess- ari bók á markað í ódýrri og hand- hægri útgáfu. Hér er komið lestr- arefni til að fara með í vorferðina. Viðkunnanlegra að segja „komdu“ en „farðu“ BÆKUR Ævisaga Bókaútgáfan á Hofi. Pappírskilja. Sjálfsævisaga Björns Eysteinssonar Baldur Hafstað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.