Morgunblaðið - 08.06.2005, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kveðja frá Þjóð-
skjalasafni
Vigdís Björnsdóttir
var einn áhrifamesti
brautryðjandi á sviði
varðveislu íslenskrar
menningar. Hún hafði forgöngu um
viðgerðir á handritum og stofnun
sérstakrar viðgerðarstofu til að
annast forvörslu í Þjóðskjalasafni,
Landsbókasafni og Árnastofnun.
Með starfi sínu lagði Vigdís grunn
að árangursríku starfi á sviði for-
vörslu sem þjóðin getur seint full-
þakkað.
Vigdís Björnsdóttir lauk almennu
kennaraprófi 1941 og hóf þá
kennslu við Laugarnesskólann.
Hún lét ekki þar staðar numið, fór
á nokkur kennaranámskeið til Sví-
þjóðar og Þýskalands, og 1955 lauk
hún handavinnukennaraprófi frá
Håndarbejdes Fremmes skole í
Kaupmannahöfn. Það má segja að
allt sitt líf hafi Vigdís verið að læra
og bæta við kunnáttu sína. Í kring-
um 1960 var mikil þjóðfélagsum-
ræða um afhendingu handritanna
frá Danmörku. Þörf á viðgerðum á
handritum og sérmenntun á því
sviði kom þá í ljós. Við þessa um-
ræðu kviknaði áhugi á viðgerðum
VIGDÍS
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Vigdís Björns-dóttir fæddist á
Kletti í Reykholtsdal
í Borgarfirði 14. apr-
íl 1921. Hún lést 28.
maí síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Fossvogs-
kirkju 7. júní.
handrita hjá Vigdísi.
Það var mjög erfitt að
komast í nám á þess-
um árum, sérskólar í
viðgerðum voru ekki
til, helst var að komast
að hjá stórum söfnum.
Með aðstoð opinberra
aðila og styrk frá
Kvenstúdentafélaginu
komst Vigdís í nám
hjá Roger Powell og
Peter Waters sem
ráku einkastofu í Suð-
ur-Englandi.
Það er ekki hægt að
segja annað en Vigdís
hafi verið einstaklega heppin með
kennara. Powell og Waters voru í
röð fremstu viðgerðamanna og bók-
bindara á þessum árum. Powell
hafði kennt til margra ára í Royal
College of Arts, Waters hafði verið
nemandi Powells þar og síðan sam-
starfsmaður hans. Þeir höfðu fengið
marga fræga dýrgripi til viðgerða
og bókbands, t.d. Book of Kells, frá
Trinity College Library í Dublin,
svo eitthvað sé nefnt. Einnig má
benda á hvað þeir hafa verið fram-
arlega í sínu fagi, að eftir flóðin í
Flórens 1966 voru þeir fengnir til
þess að koma á fót stofu í viðgerð-
um og bókbandi í Biblioteca Nazio-
nale Centrale í Flórens. Ítölum
hafði borist hjálp víða að úr Evrópu
og Bandaríkjunum en í ljós kom að
aðferðir voru mismunandi, það
vantaði aðila til þess að samræma
aðgerðir við þetta stóra verkefni
sem framundan var. Seinna var
Peter Waters fenginn til þess að
stofna viðgerðastofu við Library of
Congress, þar sem hann starfaði
síðan. Eftir flóðin í Flórens kom í
ljós nauðsyn á að koma á fót for-
vörsluskólum.
Það var í byrjun maí 1963, sem
Vigdís fór sína fyrstu námsferð í
handritaviðgerðum. Þá var ekki
enn búið að taka ákvörðun um
stofnun viðgerðastofu, en hún lét
það ekki aftra sér frá að hefja nám.
Árið 1964 er tekin ákvörðun um
stofnun „Handritastofu“ 1. sept.
það ár er Vigdís Björnsdóttir sett
til eins árs til þess að gegna starfi
við handritaviðgerðir fyrir Þjóð-
skjalasafn, Landsbókasafn og
Handritastofnun (Stofnun Árna
Magnússonar).
Hvernig voru svo aðstæður á
væntanlegum vinnustað í Safnahús-
inu þar sem söfnin voru til húsa? Í
handritadeild Landsbókasafns voru
nokkur þúsund handrit sem þörfn-
uðust viðgerða, fyrir utan bækur og
blöð. Í Þjóðskjalasafni eru skjölin
mæld í kílómetrum. Flest skjölin
voru í krossbandi, þ.e.a.s. pökkuð í
pappír og bundið með snæri í kross
utan um. Mörg skjöl voru fúin og
mygluð, stundum vart læsileg fyrir
óhreinindum og jafnvel í sneplum.
Frágangur á skjölum var nánast
óbreyttur frá því Landsskjalasafnið
var stofnað 1882, með fáum und-
antekningum. Það er ekki fyrr en
rýma þurfti fyrir viðgerðastofu og
stálskápar voru settir í geymslur á
tvær neðstu hæðir Þjóðskjalasafns-
ins að byrjað er að setja skjöl í
skjalaöskjur. Þetta var mikið verk-
efni fyrir eina manneskju að byrja
á, enda sagði bókavörður (Haraldur
Sigurðsson), sem þekkti vel til í
söfnunum, við Vigdísi, „Það er eins
og þú sért að ausa úthafið með te-
skeið“.
Þegar Vigdís var í námi í Eng-
landi, velti hún fyrir sér innrétt-
ingum og fyrirkomulagi á væntan-
legri vinnustofu. Hún fór yfir
þessar skissur með Powell og Wat-
ers, og í sameiningu gerðu þau drög
að innréttingum. Arkitekt var feng-
inn til þess að útfæra þessar hug-
myndir, og sjá um smíði og upp-
setningu. Tókst það vel og var
stofan mjög falleg. Vigdís setti
mjög persónulegan svip á stofuna,
með gardínum, blómum og mynd-
um, sem sást varla á þessum árum
á vinnustöðum. Hún var ljúf í við-
kynningu við okkur samstarfsmenn
sína og var mjög hlýlegt andrúms-
loft á gömlu viðgerðastofunni í
Safnahúsinu. Við, sem unnum með
henni, höfum alltaf dáðst að kjarki
hennar, áræði og seiglu, að fara í
forvörslunámið og láta sig ekki fyrr
en viðgerðastofan var stofnuð. Vig-
dís hætti aldrei að mennta sig, hún
fór í ótal námsferðir og á ráðstefn-
ur þegar hún var starfandi forvörð-
ur, hún sat í ýmsum nefndum á
vegum norrænna forvarða, t.d. í
undirbúningsnefnd fyrir samnor-
rænan forvörsluskóla, Konserva-
törskolen, Det Kongelige Danske
Kunstakademi í Kaupmannahöfn.
Vigdís þjálfaði og kenndi fyrstu for-
vörðunum. Þegar hún lét af störfum
1979 voru starfsmenn fjórir í þrem
stöðugildum á viðgerðastofunni.
Frá Þjóðskjalasafni eru færðar
þakkir fyrir frábært starf og bestu
kveðjur til eftirlifandi eiginmanns,
Tómásar Helgasonar.
Það er vor í lofti og sumarið í
nánd. Við hjónin sitjum í stofunni á
Grandaveginum og röbbum við hús-
bóndann Tómás Helgason frá
Hnífsdal. Við erum að kveðja vegna
væntanlegrar dvalar erlendis. Eins
og svo oft er umræðuefnið Hvann-
eyri og svo um bókasafnið þeirra á
Hvanneyri „Tómásar og Vigdísar-
safn“. Húsmóðirin er fjarri, svo
hafði verið um nokkurt skeið. Sjúk-
dómur hennar veldur því. Nær
mánuði síðar fagran sumardag
fáum við símhringingu með skila-
boðunum, að hún Vigdís sé látin.
Myndir og minningarnar liðinna
samverustunda leita á hugann. Þó
samferðin hafi ekki varað nema
hluta ævinnar eru þær bæði marg-
ar og kærar. Kynni okkar við Vig-
dísi urðu í kjölfar þess að á hundrað
ára afmæli Bændaskólans gáfu þau
Tómás og Vigdís einkabókasafn sitt
til skólans. Smám saman og einkum
eftir að við urðum aftur húsbændur
á Hvanneyri og Steinunn forstöðu-
maður bókasafns skólans jókst
sambandið, kynnin breyttust og
urðu að vináttu sem aldrei bar
skugga á. Þau hjón voru tíðir gesti
á Hvanneyri sívakandi yfir hag og
framtíð skólans. Margar stundir
áttum við á Hvanneyri og heima hjá
þeim á Grandaveginum og þá barst
talið oft að Borgarfirðinum og
margar og ljúfar minningar þaðan
urðu okkur ljóslifandi í frásögn Vig-
dísar. Frásögnin myndræn og skýr
en þó látlaus og laus við prjál. Vig-
dís hafði afar hógværa og hlýja
nærveru. Hún átti viðburðaríka
ævi, skapaði sér sérstöðu með
starfsvali og naut virðingar sam-
ferðafólksins. Þá var hún vakin og
sofin yfir hugðarefnum þeirra
hjóna, söfnun og varðveisla gamalla
gersema. Alls þessa fengum við að
njóta í ríkum mæli árin sem við átt-
um samvistir með henni. Í dag er
hún lögð til hinstu hvílu og við
minnumst hennar með söknuði í
huga. Langri ævi er lokið, friður er
fenginn og handan móðunnar miklu
eilífa lífið. Kæri Tómás við sendum
þér innilegar samúðarkveðjur á
sorgarstund. Megi algóður Guð
vera þér og fjölskyldunni styrkur á
erfiðri stund. Blessuð sé minning
Vigdísar Björnsdóttur.
Steinunn og Magnús Hvanneyri.
Fyrir rúmum fjöru-
tíu árum hitti ég Nínu
fyrst. Þá var ég smá-
stelpa rétt orðin
tveggja ára og Nína
ung kona, bara 19 ára.
Þetta var heima vestur á Grund þeg-
ar hún kom með Svavari á Trabant-
inum í heimsókn til tengdafólksins.
Foreldra minna og okkar systkin-
anna sem vorum þá sex talsins. Man
satt að segja ekki eftir þessum fyrstu
kynnum því þau voru fyrir mitt minni
en Nína rifjaði þessa heimsókn oft
upp. Hún tók eftir okkur öllum.
Hvernig við vorum, hvernig við gerð-
um, töluðum og hegðuðum okkur. Ein
nýfædd, ein rétt orðin tveggja ára al-
talandi og skýrmælt. Einn vildi ólmur
sýna nýju mágkonunni kettlingana
sem voru úti í fjósi. Helga systir bara
13 ára, ótrúlega dugleg og röggsöm
þrátt fyrir ungan aldur. Mamma og
pabbi þurftu að bregða sér af bæ og
eldri systkini mín sáu um heimilið.
Svenni átti að mjólka. Helga átti að
passa okkur krakkana og elda mat-
inn. Hún sagði mér að hún hefði haft
kjöt og með sósu. Enginn sósulitur
var til þannig að sósan var hvít á lit-
inn. Svenni sem þá var 14 ára vildi
ekki láta slíkan óþverra inn fyrir sín-
ar varir. Hvíta sósu! Helga sagði mér
að þá hefði Nína komið með ýmis góð
ráð varðandi matseldina. Nína og
Svavar höfðu verið í Menntaskólan-
um í Reykjavík og höfðu ráð undir rifi
hverju. Nína kenndi t.d. systrum mín-
um hvernig maður átti að vera í sól-
baði. Held hún hafi reyndar ekki lært
það í MR. Sólböð voru ekki mikið
stunduð á Fellsströndinni í þá daga.
Engum datt slíkt í hug í miðjum hey-
skapnum. Helga systir hafði aldrei
JÓNÍNA
BENEDIKTSDÓTTIR
✝ Jónína Bene-diktsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 5.
október 1943. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans við
Kópavog 29. maí síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Dómkirkjunni 7. júní.
heyrt á slíkt minnst.
Hélt að best væri að
gretta sig á móti sólinni.
Nína sagði að hún ætti
alls ekki að gretta sig
heldur að reyna að vera
alveg kyrr og leggja
áherslu á að vera algjör-
lega ógrett og slétt í
framan.
Nína og Svavar
stofnuðu heimili í
Reykjavík og eignuðust
Svandísi, Benna og
Gest sem hafa stutt
móður sína eins og
klettar til hinstu stund-
ar. Þau eru á svipuðum aldri og við
yngstu systur Svavars. Það var alltaf
gaman og gott að heimsækja Svavar
og Nínu og heimili þeirra var alltaf
opið öllum.
Nína kunni að njóta augnabliksins
og var mjög lagin við að tala við fólk
og gera gott úr hlutum. Hún náði
strax til okkar systkinanna og við lit-
um alltaf upp til hennar. Það var svo
gott að tala við Nínu og hún kunni vel
að hlusta. Fannst hún alltaf svo flink í
mörgu sem við kunnum ekki. Spilaði
á píanó, gítar og raddaði eftir eyranu.
Fór með ljóð og kunni sögur. Var
meira að segja hagmælt sjálf þó hún
hafi aldrei gert mikið úr því. Líklega
leynist eitthvað í skúffum hér og þar.
Þegar pabbi dó í desember 1980 setti
Nína saman ljóð sem birtist í Þjóðvilj-
anum ásamt fleiri minningargreinum.
Af hógværð merkti hún ljóðið með
upphafsstöfunum sínum J.B.
Þrátt fyrir erfið veikindi sýndi
Nína ótrúlegan baráttuvilja og kraft.
Á margan hátt var sá tími mikil lífs-
reynsla fyrir þá sem næst henni
stóðu. Krakkana hennar sem náðu að
upplifa ógleymanlegar stundir. Brúð-
kaup Gests og Dóru var þannig stund.
Ógleymanleg. Þegar Nína gekk inn
kirkjugólfið í Fríkirkjunni í Hafnar-
firði klædd í íslenska búninginn var
útgeislunin ótrúleg. Þá mjög veik.
Það lýsti af henni krafti og vilja til
þess að njóta stundarinnar til hins
ýtrasta. Taka þátt í því að búa til
minningar og gera daginn ógleyman-
legan fyrir alla nærstadda og ekki síst
brúðhjónin á þeirra degi. Veislan var
stórskemmtileg. Sungið, dansað og
glaðst. Allt eins og það á að vera.
Nína naut eins og hún gat. Snilling-
arnir Svandís, Benni og Gestur voru
búin að skipuleggja allt í þaula þannig
að mamma þeirra gæti verið sem
mest með og notið þessa kvölds. Það
var ekki hægt annað en hrífast með
og njóta lífsins og syngja mikið og
líka „Núna ertu hjá mér Nína“ eins
og svo oft áður.
Vildi með þessum orðum kveðja
Nínu með þakklæti í huga. Þakklæti
fyrir að fá að kynnast henni og njóta
stunda sem geymdar verða í sarpi
minninganna.
Minningin um góða, skemmtilega,
hæfileikaríka konu lifir í börnum og
barnabörnum. Blessuð sé minning
Nínu.
En minningin lifir.
Margt er að þakka:
Horfinna daga
dýrmætar perlur.
(J.B.)
Guðný.
Heyr morgunljóð úr brekku
ég er lítil lind, sem tindrar
í ljósi hvítra daga
og það er öll mín saga.
(Tómas Guðm.)
Morgunljóð brekkunnar á bökkum
Ölfusár voru tregafull, þegar fregnin
um lát minnar góðu vinkonu Nínu
spurðist. Minningabrotin seytla fram
eins og lindin litla, sem segir frá í
þessu fallega ljóði sem Nína hafði
miklar mætur á.
Ég halla mér aftur á grasbala, lind-
in hjalar og hvíslar .. manstu.
Já, ég man … Náttúrubarnið og
fagurkerinn Nína, teygandi ilm vors-
ins í morgundögginni, faðmandi fjöll-
in, krjúpandi í grasinu, skoðandi
blómin, tínandi jurtir, hún þekkti
lækningamátt jurtanna, og miðlaði
þekkingu til okkar hinna. Listakokk-
urinn Nína, töfrandi fram dýrindis
máltíðir af smekkvísi og næmi … Það
verður að hugsa fallega þegar maður
er að matbúa, sagði hún … Listaunn-
andinn Nína með næmt tóneyra og
fágaðan tónlistarsmekk, hún spilaði á
píanó, kunni allar raddir, var ljóðelsk,
las okkur vinkonum oft falleg ljóð …
hún var vel lesin … vitnaði oft í fag-
urbókmenntir …
Vinkonan Nína, einstök, orðheldin í
„leyndó“ … með opinn faðm og hlýjan
… tilbúin að hlusta … gefa góð ráð …
hvetja til dáða … fyndin og sposk á
svipinn þegar sumt var rætt … tilbú-
in að hugga … og umfram allt hlæja,
já, hlæja bara að þessari vitleysu var
oft sagt eftir andvörpin öll … Nína í
Flatey … ég sé hana fyrir mér í eld-
húsinu í Ásgarði, með rauðu svuntuna
… dampinn leggur upp af gömlu elda-
vélinni … hún að skipuleggja matar-
gerð … hún að raða í svefnpláss …
dekrandi við allt og alla … kvöld í Ás-
garði … Nína spilar á píanó, allir
syngja … þegar litla fólkið hefur lagst
til svefns, þá er skrafað, spáð í spil …
púað, drukkið „prestakaffi“ og sólar-
lagið fangað úr fjöruborðinu … Dótt-
irin, systirin, mamman, tengda-
mamman og amman Nína … gæfa og
auður Nínu var fólginn í stórfjöl-
skyldunni sem að henni stóð … um-
hyggjusöm og natin við foreldra sína
og systkin, sem verða enn og aftur að
standa frammi fyrir ótímabærum
dauða … börn sín, barnabörn og
tengdabörn … einlæg, traust og heil-
steypt. Hún virti og elskaði góðan
samfylgdarmann og ástvin sinn hann
Braga sem bar hana á höndum sér …
Allt þetta góða fólk hefur misst mikið,
en minningin er björt og fögur …
Og þung og köld er röddin,
sem þaggar silfurljóðið,
en það er alveg sama,
ég verð að renna á hljóðið.
(Tómas Guðm.)
Lindin er runnin til hafs, ég sé
Nínu fyrir mér, teinrétta og tígulega.
Hún veifar frá bryggjunni í Flatey.
Farðu sæl inn í fegurð himins, kæra
vinkona.
Þóra Grétarsdóttir.
Vinkona okkar og vinnufélagi Jón-
ína Benediktsdóttir er látin. Jónína
hóf störf hjá Lífeyrissjóði Dagsbrún-
ar og Framsóknar á árinu 1986 en sá
sjóður var síðar einn af þeim sjóðum
sem stóð að stofnun Lífeyrissjóðsins
Framsýnar á árinu 1996. Jónína átti
því nærri 20 ára starfsferil hjá lífeyr-
issjóðunum. Aðalstarfssvið hennar
þessi ár var að hafa umsjón með lán-
um til sjóðfélaga. Þægilegri og betri
starfsmann til að sinna slíkum málum
er vandfundinn því þjónustulipurð
Jónínu var einstök.
Til að skrifa eftirmæli um Jónínu
hefði þurft að hafa hana við hlið sér,
því við vinnufélagarnir leituðum alltaf
til hennar varðandi íslenskt mál.
Jónína var tíguleg, skarpgreind
kona sem hafði frábært hugmynda-
flug og góða kímnigáfu. Hún gerði
óspart grín að sjálfri sér eins og t.d.
þegar hún kom til vinnu á morgnana
hálfslöpp, þá bað hún gjarnan ein-
hvern að leggja hönd á enni sér til að
kanna hvort hún væri ekki með 40
stiga hita.
Jónína var mjög tilfinningarík og
hafði sterka samkennd. Hún var eins
og ungamamma í hópnum og hélt vel
utan um okkur og smitaði frá sér
gleði og jákvæðni. Umhyggja Jónínu
kom fram í öllu sem hún gerði, eins og
þegar hún eldaði handa okkur súpur í
hádeginu, þá kryddaði hún þær með
kærleika og ást.
Á gleðistundum var hún hrókur
alls fagnaðar og þá var nú gjarnan
sungið og dansaður tangó og oft var
gripið í „Gullabókina“ og spáð fyrir
mannskapinn. Við skemmtum okkur
alltaf konunglega.
Hennar er sárt saknað. Vandfund-
inn er eins frábær samstarfsmaður
og góður vinur og Jónína var.
Við sendum Braga, börnum hennar
og fjölskyldum þeirra, foreldrum
hennar og öðrum aðstandendum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Samstarfsfélagar.
Kær vinkona er fallin frá langt fyr-
ir aldur fram. Það var haustið 1959
sem Oddný hitti Nínu fyrst við upp-
haf menntaskólaáranna. Sigga
Ragna, sameiginleg vinkona frá Sel-
fossi, segir tvær nýjar stelpur úr
hennar heimabyggð komnar í bæinn,
og að við Reykjavíkurdömur verðum
að lofa þeim að vera samferða til að
vera við skólasetningu MR. Nína
sagði nú ekki mikið þennan dag, en
seinna um haustið fórum við í Selið og
þá var hún hrókur alls fagnaðar og
hló og söng, og kunni alla texta, bæði
rétta og skrumskælda. Við vorum svo
saman í 4., 5. og 6. Z, „í setuliðinu“
eins og við kölluðum okkur og þá
bættist Hrefna í hópinn. Við gerðum
saman eðlis- og efnafræðitilraunir hjá
Guðmundi Arnlaugssyni, Nína, Beta,
Hrefna, Oddný og Sigga Hjartar.