Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 20

Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 20
Nýr og girnilegur uppskriftavefur á mbl.is Finndu uppáhalds uppskriftina þína á mbl.is Aðferð: Steikið nautalundina í smjörinu og hvítlauknum á heitri pönnu á öllum hliðum þannig að hún lokist alveg, þá er hún sett inní 200° heitan ofn í ca 15 mín. eða þar til að kjarnhitinn verði ca 65° (medium). Þá er lykilatriði að hún fái að standa á borði í lágmark 15 mín. áður en hún er skorin í sneiðar. Heilsteiktar nautalundir með kremuðum blönduðum sveppum og grískum kartöflum (fyrir fjóra) Hráefni 700-800 g nautalundir (sinahreinsaðar) salt og pipar 2 msk. smjör Einn hvítlauks- geiri (kraminn) Akureyri | Gunnar Níelsson á Akureyri – betur þekktur sem Gunni Nella – er gallharður stuðningsmaður enska knatt- spyrnufélagsins Liverpool, og fagnaði Evrópumeistaratitli fé- lagsins með því að starfa sem kerrustrákur í Bónus á Ak- ureyri sl. laugardag. Það var nefnilega í vetur, þegar Liver- pool tapaði fyrir Burnley í bik- arkeppninni, að aðstoðarversl- unarstjórinn í Bónus spáði því að Liverpool yrði Evrópumeist- ari. Gunnar lýsti því þá sam- stundis yfir að ef svo færi skyldi hann sinna starfi kerrustráks í versluninni einn laugardag, og það gerði hann nú og reyndar gott betur; Gunnar, sem starfar sem sölumaður SS á Norður- landi, stóð nefnilega líka lengi við grillið og bauð gestum versl- unarinnar upp á pylsur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gunnar fagnaði Evrópumeistaratitli Kerrustrákur Landið | Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hjartans þökk frá Borgnesingum | Sig- rún Símonardóttir stýrði nýlega sínum síð- asta fundi sem formaður félagsmálanefndar Borgarbyggðar en hún og eiginmaður henn- ar, Ólafur Steinþórsson, fluttu til Reykjavík- ur í vor eftir að Sigrún lét af störfum á sýslu- skrifstofunni og fór á eftirlaun. Páll Brynjarsson bæjarstjóri afhenti Sig- rúnu blómvönd af þessu tilefni en hún hefur í áratugi tekið virkan þátt í sveitarstjórn- armálum í Borgarnesi og Borgarbyggð, var bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar og hefur setið í ótal nefndum á vegum bæjarins. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Sigrún verið formaður félagsmálanefndar, barna- verndarnefndar og stjórnar Dvalarheimilis- ins. Blómvendinum fylgdu þakkir í bundnu máli, að því er fram kemur á vef Borg- arbyggðar: Nú hlýturðu frelsi og frí alla daga/ fegurðar nýtur í Breiðholtsþingum./ Farsælum störfum skal haldið til haga/ með hjartans þökk frá Borgnesingum. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Býflugnarækt | Á vordögum voru sjö bý- flugnabú flutt í Kelduhverfi. Þar með er til- raun til býflugnaræktar hafin aftur en það var fyrst gert árið 2001. Það sumar voru tvö bú flutt í Kelduhverfið en veturinn eftir drápust allar flugurnar að því er talið er vegna vindnæðings. Búin eiga að þola frost og snjó en loftrásin út má þó aldrei lokast. Í sumarlok ætla býflugnabændur því að koma búunum fyrir á öruggum stað þar sem ekki næðir um þau. Það er Erlendur Á. Garðarsson í Gömlu Lindarbrekku sem stendur fyrir tilrauninni en Ólöf Sveins- dóttir Árdal sér um fimm búanna og Að- alsteinn Snæþórsson, Víkingavatni, og Ólafur Jónsson, Fjöllum, hvor um sitt hinna tveggja. Vonast þau til að geta bráðlega farið að safna gæðahunangi úr búunum, segir í frétt á vefnum kelduhverfi.is. Pétur hættir | Tilkynnt var við skólaslit Öxarfjarðarskóla að Pétur Þorsteinsson, aðstoðarskólastjóri, fyrrverandi skólastjóri og kennari við skólann í um þrjátíu ár, léti af störfum í sumar. Hann hefur ráðið sig sem skólastjóra Hallormsstaðarskóla í Fljótsdal. Á vefnum, dettifoss.is, kemur fram að Pétur nefndi að ein af ástæðum þess að hann hætti væri árekstur hans við sveitarstjóra í vetur og ósamkomulag þeirra á milli varðandi verkefni hans. EinkaflugmaðurinnSnorri Þorvaldssonsem fyrstur manna lenti flugvél á heimskauts- baug hinn 14. september 1953 kom í dagsheimsókn svona til að skoða Grímsey og rifja upp þetta merka atvik. Það var Bjarni Magnússon hreppstjóri sem tók á móti Snorra og sam- an keyrðu þeir um eyjuna sem óðfluga er að klæðast sínum græna sumarkjól. Snorri Þorvaldsson vann 30 ár sem fiðlu- leikari við sænsku útvarpshljómsveitina en hætti árið 1991 og flutti þá til Suður- Frakklands ásamt eiginkonu sinni. Þar hefur Snorri framleitt myrru fyrir strengjahljóðfæri sem hann flytur um heim allan. Ástæðan fyrir því að Snorri lenti í Grímsey 1953 á vél sinni, var mikill áhugi hans á flugi um landið. Alls lenti hann á 78 stöðum, hvort sem nokkur flug- völlur var eða ekki! Eftir að Snorri flutti til Svíþjóðar keypti hann sér aðra flugvél en sagði að ekki hefði verið eins gaman að fljúga hjá Svíum. Ekki sama frelsið og að fljúga á Íslandi og vegna þessa seldi Snorri flugvélina. Snorri Þorvaldsson segist koma eins oft til Íslands eins og geti. Hann dáist að framförum hér á öll- um sviðum. Heimsókn Snorra nú var hans þriðja til Grímseyjar. „Þetta er sérstakur blettur á jörðinni og ráðlegg ég öllum að heimsækja hann,“ sagði Snorri. Morgunblaðið/Helga Mattína Snorri og Bjarni á Eyjarbókasafninu í Grímsey. Sérstakur blettur á jörðinni Lenti fyrstur flugvél í Grímsey 1953 Davíð Hjálmar Har-aldsson yrkirlimru: Karla, er soninn á Svein, býr við seli og tófur og hreindýr. Fyllist þau leiða oft fara til veiða og frægasta bráðin er sein kýr. Kristján Eiríksson bæt- ir við í sama dúr um son- ardótturina Guðfinnu, „sem heldur enn hinu gamla búskaparlagi ömmunnar“: Hún Guðfinna Sveins sem á Bæ býr við bjarndýr og strúta og hrædýr hún mjólkar í fjósi í magísku ljósi hundrað og sextíu sækýr. Þannig má leika sér með orðasamsetningar. Eins og frægt er í limru Þorsteins Erlingssonar um „mömmuleik“: Tvær leikbrúður nefndust Lon og Don, og Lon unni Don og Don unni Lon. „Elsku Don“, „elsku Lon“, lon og don - og „elsku London“, þegar þau eignuðust son. Ó London pebl@mbl.is Norðurland | Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, hafa sent frá sér ályktun þar sem fram kemur að þau harmi nýlegar yfirlýsingar um álver á Húsavík og í Helguvík, „og telja að með því séu farnar rangar leiðir í atvinnuuppbyggingu og að af- leiðingar virkjana, nauðsynlegra fyrir álver- ið, á náttúru verði skaðlegar en einnig ófyr- irsjáanlegar“, eins og segir í ályktuninni. Einnig kemur þar fram að áhrif álvers á nánasta umhverfi, félagslegt og náttúrulegt, séu slæm auk alvarlegra afleiðinga útblást- urs gróðurhúsalofttegunda. Þá séu áhrif ál- vers á náttúru norðanlands með virkjunum í jökulám með óafturkræfum áhrifum á uppi- stöðulón. Einnig er í ályktuninni bent á að líklegt sé að karlar muni fyrst og fremst vinna á stórum vinnustað sem álver er og það sé brot á alþjóðlegum sáttmála um út- rýmingu hvers kyns mismununar gagnvart konum. Fleiri konur en karlar flytjist brott úr dreifbýli, þannig að umtalsverður kynja- munur hefur skapast og hann sé hvergi meiri en á Austurlandi. „Uppsetning álvers á Húsavík í Þingeyjarsýslu eða í Helguvík í Reykjanesbæ er líkleg til að auka mishátt hlutfall kvenna og karla á þessum lands- svæðum,“ segir í ályktun samtakanna. Loks er nefnt að samtökin telja áróður ríkisstjórnar um að koma upp álveri á Norð- urlandi hafa skaðleg áhrif á aðra atvinnu- starfsemi í fjórðungnum og geta dregið úr framtaki heimafólks í þeim efnum. Samtökin fagna hins vegar vinnu við Vaxtarsamning Eyjafjarðarsvæðisins og hugmyndum um fjölbreytta atvinnuupp- byggingu á Norðurlandi, s.s. í þekkingariðn- aði, ferðamennsku, matvælaiðnaði og við menningarstörf. Álver röng leið í atvinnu- uppbyggingu Ísafjörður | Kómedíuleikhúsið á Ísafirði hefur fest kaup á samkomuhúsinu í Hauka- dal í Dýrafirði. Elfar Logi Hannesson for- svarsmaður þess segir í samtali við Bæj- arins besta að ekki sé nákvæmlega ljóst hvað gert verður við húsið. Sér hafi þótt húsið fallegt og þess virði að kaupa það þegar það var auglýst.Til stendur að sýna einþáttunginn Gísla Súrsson í Haukadal í sumar. Elvar Logi hefur sýnt hann á Vest- fjörðum og víðar í vetur og vor. Samkomu- húsið var byggt á fjórða áratug síðustu ald- ar og er um 100 fermetrar að stærð. Kaupir samkomuhús ♦♦♦      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.