Morgunblaðið - 08.06.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 08.06.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 39 MINNINGAR amma Bogga. Ég mun sakna þín sárt. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. (Höfundur ókunnur.) Þín ömmustelpa Tinna. „Segðu mér einhverjar fréttir,“ var hún vön að segja. Oftast nær yf- ir drekkhlöðnu borði kræsinga „a la amma“ þar sem pönnsurnar stóðu yfirleitt upp úr. Hún var ættarlauk- ur sem færði fréttir á milli fjöl- skyldumeðlima. Ávallt var stutt í brosið og hláturinn, hið ótrúlega glaðlyndi sem var hennar aðalein- kenni og fleytti henni í gegnum lífið. Á uppvaxtarárum okkar á Akur- eyri bjó amma Bogga á Ólafsfirði. Það voru ófáar ferðirnar fyrir Múl- ann til hennar, og hún og Valdi afi komu oft brunandi yfir til okkar á bláa Moskvitsnum, oft hálffullum af frænkum okkar. Við eigum margar góðar minningar um ömmu á Ólafs- firði. Ávallt var nóg við að vera hjá henni og skemmtilegt. Amma þurfti að hafa fyrir lífinu. Hún missti föður sinn í hörmulegu sjóslysi skömmu áður en hún fædd- ist. Ólst upp ásamt systkinum sínum hjá Önnu móður sinni á Siglufirði. Hún fluttist með ungan föður okkar yfir til Ólafsfjarðar til að giftast Valda stjúpafa og eignaðist fimm börn á fjórum árum. Hún vann í fiski á Ólafsfirði og fluttist til Reykjavíkur í kringum eftirlauna- aldur, þá orðin ekkja. Ávallt var þó stutt í brosið, húmorinn, sem oftar en ekki beindist að henni sjálfri. Jafnvel undanfarin ár, þegar slitinn skrokkurinn var að plaga hana, gat hún alltaf gleymt sér við spjall og þá var stutt í létta lund, hlátur og gleði. Boggu ömmu fannst gaman að spjalla. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd og spjallaði við háa og lága sem jafningja, eiginleiki sem fáu fólki er gefinn. „Þú ert ríkur maður, átt svona yndisleg börn,“ sagði hún reglulega. Hún mældi ekki ríkidæmi í verald- legum auði. Hún átti aldrei mikið af honum, en hún var rík kona, átti sex börn og fjöldann allan af barnabörn- um og barnabarnabörnum. Hún var ekta amma sem ávallt gaf sér góðan tíma fyrir börnin, enda löðuðust þau að henni, hvort sem um var að ræða hennar eigin eða annarra. Hjá ömmu var bæði fjör og hlýja og við munum minnast hennar með gleði yfir öllum góðu minningum sem hún hefur gefið okkur alla okk- ar ævi. Halldór, Birgir Örn, Þorvaldur Örn Arnarsynir og fjölskyldur. Elsku amma mín, það var ynd- islegt að koma til þín. Þú varst alltaf tilbúin að spila eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Þú áttir alltaf fiskbollur í dós því þú vissir hvað mér þótti þær góðar og þegar ég kom í heimsókn þá var alltaf spurt: „Langar þig ekki í eitthvað, Mar- grét mín?“ og svarið var: „Áttu fisk- bollur í dós?“ og auðvitað átti hún það og skellti þeim í pott og þá skipti það ekki máli hvað klukkan var, hún gat verið tíu um morguninn eða tíu um kvöldið. Þetta lýsir þér vel, alltaf að hugsa um aðra. En nú hefur allt breyst og eftir sitja fallegar minningar um þig, elsku amma mín, t.d. hvað það var gaman að fara með þér á Tjörnina og síðan var stefnan tekin á ham- borgarastaðinn sem mér þótti svo góður og þaðan var farið í Kolaport- ið. Þar varst þú í essinu þínu því þér þótti svo gaman að koma þangað líka og alltaf keyptir þú það sama í mörg ár, það voru kartöflur, harð- fiskur og silungur sem þér þótti svo góður. Svo má ekki gleyma fjallagrasaflatkökunum sem Tinna keypti fyrir þig og kom með til þín. Elsku amma mín, það tekur sinn tíma að átta sig á því að þú sért far- in til annarra starfa. Það var alltaf gott að leggja hendurnar utan um þig og faðma þig blítt því þú varst svo hlý. Megi góður Guð geyma þig. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Kveðja. Margrét Björg Arnardóttir. Í dag kveðjum við Sigurbjörgu Stefánsdóttur móðursystur mína, Boggu, eins og hún var kölluð, en hún var yngst af sjö systkinum sem nú eru öll látin. Lífsbaráttan í Fljótum var hörð á þeim tíma sem Bogga kom í þennan heim. Hún var aðeins fjögurra mán- aða þegar faðirinn drukknaði er þil- skipið Maríanna fórst með allri áhöfn í maí 1922, en Stefán faðir hennar stundaði sjóinn með bú- skapnum. Í þá daga var ekki um samfélagshjálp að ræða og varð því amma að láta sum barnanna í fóstur um tíma. Bogga fylgdi móður sinni, bróður og eldri systrum til Siglu- fjarðar. Ég og bræður mínir minnumst áranna á Hólavegi 6 þar sem amma bjó á neðri hæðinni ásamt tveimur yngstu börnum sínum, Boggu og Jónasi, en fjölskylda mín á efri hæð- inni, við fjögur systkinin með for- eldrum okkar. Það var glaðværðin og jákvæðnin sem er svo minnis- stæð í fari Boggu. Þótt á móti blési á stundum tókst hún á við slíkt með sama jákvæða hugarfarinu. Á Siglu- firði vann Bogga lengst af á Sjúkra- húsinu. Stóð hugur hennar til hjúkr- unarnáms en aðstæður leyfðu það ekki. Af Hólaveginum flutti Bogga til Ólafsfjarðar 1954, en þá hafði hún kynnst Þorvaldi Ingimundarsyni frá Ólafsfirði. Eignuðust þau fimm dæt- ur en fyrir hjónaband átti hún son. Var mikill samgangur milli fjöl- skyldnanna, en mikil eftirsjá ríkti hjá okkur þegar Bogga og Örn son- ur hennar fluttu til Ólafsfjarðar. Dugnaður Boggu kom sér vel á stóru og erilsömu heimili í Ólafs- firði, en þangað var jafnan gott að koma. Þegar farið var um Ólafsfjörð var alltaf komið við á Strandgötunni til að hitta Boggu og fjölskyldu hennar og njóta gestrisni þeirra hjóna. Það var ánægjulegt að hitta Boggu og afkomendur hennar á átt- ræðisafmælinu fyrir þremur árum þar sem hún kát og glöð fletti minn- ingum liðins tíma. Nú hefur hún kvatt, södd lífdaga, en eftir standa ljúfar minningar um sæmdarkonu. Ég bið henni bless- unar og votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð okkar systkina. Anna Nilsdóttir. lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Margrét Þ. Blöndal (Systa). Nú, þegar kær vinkona okkar Aðalbjörg Sigurðardóttir, Alla, eins og hún var ætíð kölluð, er lát- in, hrannast upp minningar um all- ar þær mörgu ánægjustundir, sem við höfum átt með henni og Hauki um langt árabil. Fyrir þær allar er- um við mjög þakklát, en söknuður- inn sækir að, þegar ekki heyrist lengur hinn hvelli og smitandi hlát- ur Öllu, sem kom öllum í gott skap. Skipti þá engu hvort verið væri í heimahúsum eða á ferðalögum, heima eða erlendis. Allir hrifust með. Ekki aðeins þeir, sem með henni voru heldur einnig aðrir í ná- lægð, t.d. á matsölustöðum erlend- is. „Það er aldeilis gaman hjá ykk- ur“, var ósjaldan sagt og menn vildu fá að vita hvaðan þessi glað- lynda kona væri. Alla og Haukur voru tíðir gestir á sólarströndum Spánar. Í fyrsta skipti, sem við fórum með þeim þangað, fór ekki fram hjá okkur hvílíkar móttökur þau fengu á ströndinni hjá starfsfólki og börn- um þess. Sérstaklega var það yngri kynslóðin, sem fagnaði Öllu. „Alla mam-ma“ var hrópað, hlaupið á móti henni og hún föðmuð að sér. Hana skorti sannarlega ekki aðdá- endur. Spilaklúbbsins, sem var einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina – og í voru fjórar konur – verður fyrst og fremst minnst fyrir glað- værð og hlátur. Þar átti Alla stærstan hlut að. Fengu karlarnir að vera með einu sinni á ári og var tilhlökkun þeirra alltaf mikil að fá að setjast að kræsingunum hennar Öllu á heimili þeirra Hauks. Alla var ákveðin ef því var að skipta og sópaði að henni. Lundin var létt og hæfileikinn að gefa af sér svo ríkur í fari hennar að það fór ekki framhjá neinum. Haukur, börnin og barnabörnin hafa misst mikið við fráfall Öllu, en hugljúf minningin lifir. Þeim eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Rósa og Þorbjörn. Hún Alla var ein af þessum kon- um sem við öll munum minnast vegna hlátursins og gleðinnar sem ríkti í kringum hana og Hauk. Mín heppni var að foreldrar mínir byggðu í Selvogsgrunni hús og á móti okkur byggðu Haukur og Alla. Þetta voru dagar þegar gatan var ekki malbikuð og holtið fyrir ofan götu var leikvöllur barnanna (þar sem nú stendur Laugarásbíó og Hrafnista) Það var ekki mikið um stelpur á mínum aldri þar en aftur á móti nóg af strákum, og þar voru Siggi og Gunni mínir helstu leikfélagar og vinir. Ekki spillti vinskapnum að Gunnar afi átti sjoppu í þá daga og ef kælirinn bil- aði þá kallaði Alla á krakkana í göt- unni til að borða ísinn svo hann eyðilegðist nú ekki. Frelsið var mikið en mömmur okkar voru þó báðar til staðar og við vorum á þeim tíma nánast eins og systkini og miklir heimagangar á báðum heimilunum. Alla var dugnaðar- forkur og hafði stjórn á okkur eins og hægt var en við svindluðum oft þegar átti að ná okkur inn á kvöld- in með því að segja að ég mætti vera lengur og þegar mínir for- eldrar byrjuðu þá var sagt að Siggi og Gunni mættu vera lengur. Mikil vinátta skapaðist á milli foreldra minna og Hauks og Öllu og ferð- uðust þau saman ótal sinnum og var Spánn uppáhaldsstaðurinn. Ég og mín fjölskylda áttum þess kost einu sinni að vera með þeim öllum á sólarströndinni og skemmtum við okkur vel saman. Börnin mín fengu tækifæri til að kynnast Öllu og minnast hennar sem góðu konunnar sem ávallt var hlátur og gleði í kringum. Í minningunni eru æskudagarnir skemmtilegir og líflegir ekki síst vegna þeirra manna og kvenna sem voru frumbyggjar á Selvogsgrunni og við hin eigum svo margt að þakka. Elsku Haukur, Gunni, Siggi, Ingibjörg og fjölskyldur, samúð okkar er hjá ykkur í dag. Forréttindi okkar allra voru sú vinátta sem fjölskyldur okkar áttu og mun aldrei gleymast. Við Lúlli og börnin okkar, Stein- unn, Bjarni og Laufey Ingibjörg kveðjum í dag eftirminnilega konu. Megi minningin ylja okkur um ókomna tíð. Sigrún Böðvarsdóttir. Við minnumst Öllu með hlýhug og þakklæti fyrir áralanga vináttu og samfylgd. Spilaklúbburinn hjá „stelpun- um“ var þeirra helgistund, stofan lokuð og hlátrasköllin hljómuðu fram. Ógleymanleg ferðalög víðs- vegar um heiminn, sem eiginmenn- irnir fengu reyndar að vera með í, og börnin sáu myndir og heyrðu ferðasögur af glöðu og frísku fólki. Árin færast yfir og heilsan fer að gefa sig en enginn tekur frá okkur góðar minningar. Haukur, Gunnar, Siggi og Imba, ykkur og fjölskyldum ykkar send- um við og börnin okkar innilegar samúðarkveðjur. Sigríður og Þorvarður. Okkur systkinin langar að minnast elsku frænda okkar og þakka þær stundir sem við átt- um með honum. Þótt hann væri í blóma lífsins þegar hann veiktist tók hann veikindum sínum og það sem þau boðuðu af slíku æðru- leysi að ekki er annað hægt en dást að þeim styrk sem hann bjó yfir. En við vitum að það tók hann sárt að þurfa að skilja við ástvini sína svo fljótt. Við söknum Benna en trúum því að nú sé hann hjá Guði almáttugum. Þú, Kristur, ástvin alls, sem lifir, ert enn á meðal vor. Þú ræður mestum mætti yfir og máir dauðans spor. Þú sendir kraft af hæstum hæðum, svo himinvissan kveikir líf í æðum, og dregur heilagt fortjald frá. Oss fegurð himins birtist þá. Þín elska nær til allra manna, þótt efinn haldi þeim, og lætur huldar leiðir kanna að ljóssins dýrðarheim. Vér skulum þínir vottar vera og vitnisburð um stórmerki þín bera, því þú ert eilíf ást og náð og öllum sálum hjálparráð. (Valdimar V. Snævarr.) Elsku Jóhanna, Addi, Íris, Snjó- laug og Anna, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að vernda ykkur og styrkja. Sigmundur, Anna og Garðar. Nú er kær vinur okkar látinn. Það var sárt að heyra að Benedikt væri farinn, eftir hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Benedikt, eða Benni eins og við kölluðum hann, var alltaf svo hress og kátur og það eru margir sem gætu lært ýmislegt af honum. Hann tók þá ákvörðun strax eftir að hann greindist með krabbamein að njóta þess tíma sem hann ætti eftir ólifað með fjölskyldunni sinni, í stað BENEDIKT MÁR AÐALSTEINSSON ✝ Benedikt MárAðalsteinsson fæddist á Akureyri 17. nóvember 1957. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 24. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 31. maí. þess að leggja árar í bát, sem er þó svo auð- velt við slíkar aðstæður. Benni var fyrirmynd- arstarfsmaður hjá Reykjavíkurborg sem ómetanlegt var að fá að vinna með. Hann vann verkin sín vel og var fljótur að finna lausn á þeim vandamálum sem upp komu í starfinu. Eftir að Benni er farinn er skarðið stórt og vandfyllt, og söknuður- inn mikill. Benni hafði gaman af því að fylgjast með fótbolta og Arsen- al var uppáhaldsliðið hans. Það var stoltur faðir sem fór með fjölskyld- unni sinni að fylgjast með draumalið- inu spila í London fyrir skömmu síð- an. Hann var mikill húmoristi og gerði góðlátlegt grín að þeim sem héldu með öðrum liðum. Við eigum eftir að sakna Benna sárt og vinnustaðurinn verður ekki sá hinn sami eftir að hann kvaddi þenn- an heim. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við sendum innilegar samúðarkveðj- ur til ástvina Benedikts um leið og við minnumst hans með þakklæti og virð- ingu. Starfsfólk Borgarbókhalds. Þú stóðst sem stoltur tindur, sterkur, hvergi smeykur. Nú kaldur vorsins vindur, veröld okkar leikur. Við kveðjum hrygg í hjarta og huga, sannan vin. Þér fylgir bænin bjarta, þig blessi ljóssins skin. Orðin hverfa líkt og vindsins verk. Þau veðrast fljótt í tímans hröðu önn. En minning vinar lifir lengi sterk. Svo ljúf og sönn. Hinsta kveðja, félagarnir í Laugar- dagsboltanum. Ég minnist Siggu, elskulegrar frænku minnar og vinkonu, með þökk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, eins lengi og ég man eftir mér. Sem barn naut ég oft ástríkis foreldra hennar á ynd- islegu heimili þeirra á Langholts- veginum og þrátt fyrir smávegis aldursmun gaf Sigga sér ávallt tíma til þess að sinna mér og lét mig finna að hjá henni væri ég alltaf velkomin. Þegar við urðum fullorðnar fylgdumst við enn að og eignuð- umst fyrstu börnin okkar með litlu millibili og saman áttum við ógleymanlegar stundir á merkum tímamótum, eins og við fermingar, útskriftir og giftingar þeirra. Aldr- ei rofnuðu böndin, heldur styrkt- ust þau með árunum og á milli SIGRÍÐUR INGI- BJÖRG CLAESSEN ✝ Sigríður Ingi-björg Claessen fæddist í Reykjavík 1. apríl 1943. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 23. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 1. júní. fjölskyldna okkar ríkti mikill kærleikur. Yfir Siggu var mikil reisn sem einkenndi allt sem hún tók sér fyrir hendur í lífinu og var alltaf jafn- ánægjulegt að koma til hennar og Júlla þar sem gestrisnin var í fyrirrúmi. Samheldni þeirra hjóna og fjöl- skyldunnar allrar var eintök og bera dæt- urnar þrjár ástríki hennar og glæsileika glöggt vitni. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, og gullskrýddir blómstígar alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En lofað ég get þér aðstoð og styrk, og alltaf þér ljósi þó leiðin sé myrk. Mundu svo barn mitt að lofað ég hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höf. ók.) Ég kveð elsku frænku mína með söknuði og virðingu og bið Al- mættið að blessa hana og geyma í nýjum heimkynnum og gefa ást- vinum hennar styrk og vissu um endurfundi. Helga Kr. Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.