Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 25 DAGLEGT LÍF Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali ÁRMÚLI ATVINNUHÚSNÆÐI Gott 275 fm atvinnuhúsnæði miðsvæð- is í Reykjavík bakatil við Ármúla. Eignin skiptist í vaskahús, snyrtingar og tvo sali, en auðvelt væri að taka niður létta veggi og nýta sem eina heild undir ým- isskonar þjónustu, iðnað eða sem lag- errými. Mjög góð lofthæð og inn- keyrsludyr eru á plássinu. Malbikað plan. V. 22,9 m MIÐHRAUN - HEIL HÚSEIGN Glæsilegt nýlegt 1250 fm atvinnuhús- næði við Miðhraun á 4.700 fm lóð. Eignin skiptist að mestu leyti í tvo sali, skrifstofur, matsal og geymslur. Fimm innkeyrsludyr. Malbikað plan. Einkasala. SUÐURHRAUN - 5000 FM BYGGING Vandað atvinnuhúsnæði með stórum iðnaðar- og lagersal auk skrifstofu- pláss, starfsmannaaðstöðu o.fl. Eignin er að mestu leyti á einni hæð með mörgum innkeyrsluhurðum og góðu athafnasvæði á lóð. Húsið lítur mjög vel út að utan með malbikaðari lóð. Mikill fjöldi bílastæða. Fyrir liggur sam- þykktur byggingarréttur fyrir um 1.000 fm stækkun hússins. Nánari upplýs- ingar veitir Óskar eða Hákon. Gott skrifstofuhúsnæði í Skeifunni til leigu. Um er að ræða 235 fm á 2. og 350 fm á 3. hæð í þessu fallega húsi á þessum eftirsótta stað. Grunnflötur 3. hæðarinnar er u.þ.b. 500 fm sem eykur nýtingu hæðarinnar. Snyrtileg sameign. Eignin er laus til afhendingar strax. SUÐURLANDSBRAUT - SKRIFSTOFUR Höfum fengið í einkasölu þrjár efstu skrifstofuhæðirnar í þessu húsi við Suðurlandsbraut. Um er að ræða 5., 6. og 7. hæð í húsinu, samtals 900,4 fm. Glæsilegt útsýni. Lyfta er í húsinu. Hentar vel fyrir fjárfesta. Eignin er í út- leigu að hluta. FAXAFEN - TIL LEIGU Nánari upplýsingar veita Sverrir og Hákon Elstu eplatré, sem vitað erum að beri ávöxt hér álandi, komu frá Danmörku og voru gróðursett um 1950 og síðan hafa fleiri tré og tegundir bæst í hópinn. „Gróðrarstöðvar hafa á undanförnum árum flutt inn yrki frá Norðurlöndum og hef- ur gengið ágætlega að rækta sjö þeirra í görðum hér á landi og að minnsta kosti jafn mörg yrki hafa gefist vel í köldum gróðurhúsum,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson formaður Garðyrkjufélags Íslands. Að auki hafa tvær tegundir af dönskum Manus-fjölskyldutrjám gefið góða raun við góð skilyrði utandyra. „Þetta eru tré, þar sem þrjú yrki hafa verið grædd á sama stofninn og er haft í flimtingum að eitt yrkið sé matarepli fyrir börn- in, annað bökunarepli fyrir konuna og það þriðja er bruggepli fyrir manninn og þá eru allir ánægðir,“ segir Kristinn. Þurfa skjól fyrir verstu áttunum „Eplatré verða að standa í skjóli fyrir verstu áttunum og það þarf að verja þau fyrir frostum á vorin. Þar af leiðir að þau geta ekki þrif- ist þar sem frostpollar myndast í lautum eða lægðum eins og til dæmis neðst í Fossvogi eða neðst í Laugardal. Frost hegðar sér eins og á eða lækur og flæðir niður í dali og það þola þau ekki. Trén eru því betur komin ofar í daln- um.“ Eplatré geta náð allt að fimm metra hæð og segir Kristinn að þau séu auðveld í ræktun en að það þurfi kunnáttu við að klippa þau. „Yrkin sem eru hér þroska aldin snemma á heimaslóðum en síðsumars hér,“ segir hann. „Yf- irleitt vilja þessar tegundir ekki mikinn áburð og er því best að nota lífrænan áburð í allri rækt- un.“ Dæmi eru um að uppskeran hafi verið 40-60 epli á ári. Hindber og vínber Kristinn segir að fyrir utan eplatré hafi náðst góður árangur í ræktun hindberjarunna af yrkinu Veden. „Þetta er eina skilgreinda yrkið sem hefur gefið af sér í úti- ræktun hér á landi,“ segir hann. „Við vitum að það eru önnur yrki hér, sem hafa gefið af sér ber, en það er ekki vitað um hvaða yrki er að ræða. Svo eru það þrjú yrki af vínberjum, þ.e. Frankenthaler, Buckland Sweetwater og Madres- field Court, sem öll hafa gefið uppskeru í köldum gróðurhúsum.“ Hindberjarunnar og epla- tré í íslenskum görðum  GRÓÐUR Dæmi eru um að uppskeran eftir sumarið nái 40 til 60 eplum. Hindber hafa gefist vel í útiræktun hér á landi. Yrkin sem gefið hafa góða raun hér á landi eru: Utandyra  Transparente Blanche  Transparent Jaune  Sävstaholm  Haugmann  Krone Prins Í köldum gróðurhúsum  Rödluvan  Astran  Gyllenkroks  Silva  Summerred  James Grieve  Epicure Malus fjölskyldutré, dönsk:  Elstar+Ingrid  Marie+Katinka  Filippa+Aroma+Ingrid Marie Eplatré þrífast vel í góðu skjóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.