Morgunblaðið - 08.06.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.06.2005, Qupperneq 35
við höfum oft gantast með það að Skarpi er bara Skarpi og höfðum ekkert meira um það að segja, en það er mikið sannleikskorn í þessu því enginn getur komið í hans stað. Það verður skrítið að geta ekki tekið upp tólið, hringt í hann og spurt hvort hann nenni í bíó eða heimsókn. Það kemur líka allt- af til með að vanta einhvern til að fullkomna brandarann í einkahúm- ornum okkar sem ekkert allir skildu. Elsku Skarpi, við eigum eftir að sakna þín meira en orð fá lýst en minning þín mun lifa með okkur um ókomna tíð og þótt okkur finn- ist ósanngjarnt að þurfa að kveðja þig þegar við erum rétt að hefja lífið er það okkur huggun í sorg okkar að vita til þess að vel er tek- ið á móti þér. Elsku Sverrir, Rannveig, Erla Jóna, Andri, Aron Logi og aðrir aðstandendur, megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Guð geymi þig, elsku Skarpi. Þínir vinir, Sæmundur, Anna og Sigurður Gísli. Elsku vinur. Þegar við fengum fregnirnar af sviplegu fráfalli þínu áttum við báðir erfitt með að skilja að þú værir farinn, og eigum enn. Hálft í hvoru eigum við alltaf von á að sjá þig ganga fyrir næsta horn, eða síminn byrji að hringja og númerið þitt birtist á skjánum. Sárast þykir okkur allt það sem við áttum eftir ósagt og gert. Stingurinn fyrir brjóstinu hverfur líklega seint. Hvert sem við lítum er eitthvað sem minnir okkur á þig, allt það sem við tókum okkur fyrir hendur saman heldur áfram að spilast í höfðinu eins og gömul bíómynd. Pizzakvöldin, bíltúrarnir, bíóferð- irnar og allt sem þeim fylgdi. Brandararnir sem við skiptumst á, glottin, prakkarastrikin og hrekk- irnir. Brosið og hláturinn sem brutust svo auðveldlega fram munu lifa með okkur áfram. Hlýj- an í nærveru þinni var engri lík, þú varst vinur vina þinna, og allra annarra. Hvers manns hugljúfi og alltaf til í að gera allt fyrir alla. Það eru fáir til jafngóðir og þú. Það er hætta á að sögustund- unum fækki eitthvað í vinahópnum núna, þær komu allar frá þér. Hlátrasköllin sem alltaf fylgdu eru okkur sérstaklega minnisstæð. Bíladellan sem alltaf fylgdi þér, og gleðin sem þú fékkst vegna henn- ar veldur því að við hugsum til þín í hvert skipti sem við setjumst undir stýri. Þessi stutti tími sem við áttum saman verður okkur alltaf dýr- mætur, þú varst og verður okkar kærasti vinur. Við trúum því og treystum að þú sért kominn á betri stað, í fangið á mömmu þinni og Guði. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur, gleði, hjálp og vin- áttu, sem var okkur svo mikils virði. Þínum nánustu sendum við okk- ar bestu bænir og samúðarkveðj- ur. Megi Guð styrkja þau á þess- um erfiðu tímum. Við sjáumst aftur þegar þríeyk- ið hittist á ný. Þínir vinir, Ásgeir og Jónatan. Horfinn er til annarra víðlendna ungur maður sem átti lífið fram- undan. Það var nú í vor að Skarp- héðinn Sverrisson hóf störf hjá Atlantsolíu. Hann hafði allt til brunns að bera sem fyrirtækið leitaði að, létta lund, bros, stund- vísi og atorku. Þetta voru hans að- alsmerki auk áhuga hans fyrir að taka þátt í olíudreifingu fyrirtæk- isins til viðskiptavina. Skarphéð- inn féll vel inn í hópinn og er okk- ur þannig minnisstæður starfsmannadagur þar sem hóp- urinn gerði sér glaðan dag. Þar áttum við góðar stundir sem búa í huga okkar til minningar um horf- inn félaga. Við vottum fjölskyldu Skarphéðins samúð okkar. Starfsfólk Atlantsolíu. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 35 MINNINGAR ✝ Guðný FjólaÓlafsdóttir fædd- ist í Múlakoti í Fljóts- hlíð 1. janúar 1931. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 30. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Ólafur Karl Óskar Túbals, listmálari, gestgjafi og bóndi í Múlakoti, f. 13. júlí 1897, d. 27. mars 1964 og kona hans Lára Eyjólfsdóttir, f. 1. apríl 1902, d. 24. sept. 1984. Systkini Fjólu voru Karl Reynir bóndi í Múlakoti, f. 11. júní 1925, d. 29. júní 2000, og Guðbjörg Lilja, f. 20. ágúst 1928, d. 25. júlí 1976. Fjóla ólst upp í Múlakoti og bjó heima þar til árið 1973 er hún vistaðist á Kópavogshælið. Árið 1983 flutti hún á nýstofnað sambýli fatlaðra í Drekavogi þar sem hún bjó í 14 ár. Þaðan fór hún á hjúkrunarsambýlið í Viðarrima 42 og hef- ur búið þar síðan. Minningarathöfn um Fjólu var haldin í Grafarvogskirkju mánudaginn 6. júní. Útför Fjólu fer fram frá Hlíð- arendakirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður í heimagrafreit í Múla- koti. Nú er hún elsku Fjóla mín búin að fá hvíldina. Síðustu dagarnir voru henni erfiðir og allt var gert til að auðvelda henni hið óumflýjan- lega. Hún lést 30. maí sl. á Land- spítalanum við Hringbraut. Fjóla frænka mín var mér mjög kær frá því ég var lítil telpa. Við lékum okkur saman, spiluðum og sungum saman þótt aldursmunur- inn væri 15 ár. Síðan tók við næsta kynslóð, börnin mín sem hún lék sér við á sama hátt. Hún ólst upp á miklu menningarheimili í Múlakoti í Fljótshlíð með foreldrum, systk- inum, afa og ömmu auk margra ætt- ingja og vina sem dvöldu í Múlakoti til lengri eða skemmri tíma en Múlakot var eitt fyrsta gistiheimili sinnar tegundar í sveit á Íslandi. Þarna í Múlakoti héldust í hendur menningin, listin og skógræktin, Ólafur Túbals faðir hennar var vin- sæll listmálari, skáld og mikill söngmaður. Lára móðir hennar var sú jákvæðasta og besta kona sem ég hef kynnst og var elskuð og virt af öllum sem hana þekktu. Þarna var gestrisni í hávegum höfð. Amma Fjólu var Guðbjörg Þor- leifsdóttir sem ræktaði einn fyrsta trjágarð við sveitaheimili hér á landi og varð landsþekkt fyrir. Við þessar aðstæður í landsins fegurstu sveit sleit hún barnsskón- um og fékk það veganesti sem hjálpaði henni að takast á við skerta heilsu alla tíð. Hún fékk góða skap- ið og æðruleysið frá móður sinni, gleðina af tónlistinni, og ekki síst gleðina af að vera með fólki og þykja vænt um það og virða. Þó að Fjóla væri andlega og líkamlega skert frá fæðingu fékk hún í vöggu- gjöf mikla hæfileika. Hún hafði mikið yndi af tónlist og spilaði eftir eyranu á orgel og gítar, en þó var harmonikkan í mestu uppáhaldi hjá henni. Þegar ég var lítil og var að hlusta á Fjólu spila á nikkuna sína þá var ég viss um að hún væru flink- ust allra í heiminum. Það var því oft kátt í stofunni í Múlakoti þegar þær systurnar spiluðu saman, Lillý á gítar og Fjóla á harmonikkuna og kórónuðu síðan hljóðfæraleikinn með fallegum rödduðum söng en þær kunnu feiknin öll af lögum og textum. Þegar ég byrjaði skólagöngu var erfitt um samgöngur og var mér þá komið fyrir í einn vetur hjá ömmu og Láru í Múlakoti og leið mér þar mjög vel. Ég svaf í baðstofunni hjá systrunum en þangað var eins og að koma í ævintýraland svo mikið áttu þær af leikföngum. Þar gat ég unað tímunum saman og leikið mér við þær. Þegar Lára þurfti að fara til Reykjavíkur var Fjólu komið fyrir hjá foreldrum mínum. Var allaf mikil tilhlökkun að fá hana í heim- sókn. Fjóla spilaði mikið við okkur pabba og varð Ólsen Ólsen oftast fyrir valinu. Hún hló dátt og skemmti sér og reyndi að svindla í spilunum. Árið 1973 urðu miklar breytingar í lífi Fjólu og þeirra allra í Múlakoti. Lára sem hafði búið ein með börn- um sínum eftir lát Ólafs veiktist al- varlega og var ekki vitað hvort henni auðnaðist að koma heim aft- ur. Systurnar voru þá vistaðar á Kópavogshæli, deild 20, þar sem litlu langveiku börnin bjuggu. Þarna leið þeim vel með litlu börn- unum sem þær umvöfðu af gæsku sinni. Þar lést Lillý en Fjóla bjó þar áfram og fór á sumrin austur í Múlakot til mömmu sinnar sem var búin að ná sæmilegri heilsu en var mjög sjóndöpur. Árið 1983 byrjaði enn nýr kafli í lífi Fjólu. Þá var stofnað sambýli í Drekavogi og var Fjóla ein af frum- byggjunum. Fjóla eignaðist þarna nýtt heimili og nýja fjölskyldu, þau Hjördísi, Diddu, Halla, Þórð, Stef- aníu og Björneyju sem öll voru henni sem systkin. Þau áttu við- burðarík og skemmtileg ár saman, ferðuðust bæði innanlands og utan og gerðu margt skemmtilegt ásamt starfsfólkinu. Drekavogurinn var skemmtilegt heimili, þar var mjög gott starfsfólk og heimilinu var frá- bærlega stjórnað af Katrínu sem lagði allan sinn metnað í að öllum liði sem best. Árið 1989 veiktist Fjóla alvarlega af heilabólgu. Hún varð blind og þurfti að miklu leyti að læra að tala upp á nýtt. Það var mikið álag á starfsfólk og heimilisfólk í Dreka- vogi að taka á móti Fjólu svona veikri, en þau tóku saman þá ákvörðun að allt skyldi gert til að Fjóla fengi að vera áfram heima. Árið 1997 var Drekavogur lagður niður í þáverandi mynd og um sama leyti var stofnað hjúkrunarsambýli í Viðarrima 42, og fóru þær Stefanía saman þangað. Þar var gott heim- ilisfólk og starfsfólk sem tók vel á móti Fjólu. Í fríunum sínum dvaldi Fjóla hjá Lilju og Símoni á Vatns- leysuströnd og þau önnuðust hana af mikilli alúð. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá Fjólu minni að fara til þeirra. Fjóla hefur átt góð ár þó að heils- an hafi oft verið léleg. Góða og glettna skapið hennar og æðruleys- ið hafa fleytt henni yfir margar erf- iðar hindranir í lífinu, ásamt hjálp þess góða fólks sem hefur verið með henni alla tíð; á Kópvogshælinu, í Drekavogi, í Viðarrima og í Lækj- arási. Fyrir hönd ættingjanna vil ég fá að þakka öllu þessu góða fólki fyrir mikla nærgætni og elsku í hennar garð. Nú er Fjóla mín horfin okkur í bili. Minningarnar um hana eru fal- legar og tengjast oft Múlakoti. Í minningunni var þar alltaf sól og blíða og allt svo fallegt og skemmti- legt. Fegurstu minningarnar tengj- ast fólkinu sem þar bjó og mér þótti svo vænt um. Nú eru allir horfnir, Fjóla mín er síðust að kveðja. Þakka þér fyrir samveruna, elsku Fjóla mín. Blessuð sé minning þín. Þín frænka, Hrefna. Látin er í Reykjavík elskuleg vin- kona okkar Guðný Fjóla Ólafsdóttir á sjötugasta og fimmta aldursári. Fjóla bjó í Múlakoti í Fljótshlíð ásamt foreldrum sínum Láru og Ólafi og systkinum sínum Lillý og Reyni langt fram á fullorðinsár. Hún fluttist ásamt systur sinni Lillý á Kópavogshæli rúmlega fer- tug. Á Kópavogshæli hafði Fjóla lengi það hlutverk að gæta barna á barnadeildinni og talaði hún oft um börnin sín þar. Á sambýlið í Dreka- vogi 16 flutti Fjóla árið 1983 þegar hún var 52ja ára en í sambýlinu Við- arrima 42 bjó Fjóla síðustu 7 árin sín eða frá árinu 1998. Margs er að minnast nú þegar komið er að leiðarlokum. Fjóla var söngvin mjög og það var gaman að rifja upp gamla texta og lög með henni og syngja saman, hún skemmti sér aldrei betur en þegar verið var að spila og syngja eins og í jólaboðinu í Viðarrima fyrir síðustu jól. Fjóla hafði mjög gaman af að rifja upp gömlu dagana í Múlakoti, hún talaði oft um foreldra sína og systkini og sagði frá æskuminning- um sínum. Henni þótti líka afskap- lega vænt um hana Hrefnu frænku sína sem sinnti Fjólu einstaklega vel. Líf Fjólu var ekki auðvelt. Hún fékk heilabólgu 1989 sem leiddi til blindu og minnkaðrar andlegrar getu og hún hefur að mestu þurft að notast við hjólastól síðustu árin. En þrátt fyrir það var hún alltaf ljúf í viðmóti, lífglöð og félagslynd. Hún var mikil barnagæla og vildi alltaf fyrst fá að vita um börn starfsmanna sem byrjuðu að vinna á heimili hennar. Við sambýlingar og starfsfólk í Viðarrima 42 þökkum Fjólu sam- fylgdina og minnumst hennar með söknuði. Íbúar og starfsfólk Viðarrima 42. Okkur í Húsinu langar að kveðja kæra vinkonu okkar og minnast hennar með örfáum orðum. Kynni okkar af Fjólu hafa staðið yfir í mörg ár. Hún sótti dagþjónustu í Húsið, Blesugróf 31, og vann hin ýmsu verkefni. Fjóla var mjög tón- elsk og hafði mikið yndi af allskyns tónlist og þá sérstaklega harmon- ikkutónlist. Einnig hafði hún gam- an af söng og kunni marga söng- texta. Það var gaman að fylgjast með Fjólu og skynja gleði hennar í gegnum tónlistina.Við þökkum Fjólu samfylgdina. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Blessuð sé minning hennar. Vinir og félagar í Húsinu. Frá löngu liðnum tíma á ég minn- ingar um bæinn Múlakot og fólkið sem þar bjó. Þær vitna allar á einn veg, um fegurð, frelsi og frið. Múla- kot var svo stórkostlegur staður að kotið þótti mér höfuðbólið. Guð- björg gerði trjá- og blómagarð í anda ungmennafélaganna, skipu- lagði hann og hirti en trén döfnuðu eins og ást hennar til þeirra. Garð- urinn var svo fagur, eiginlega svo heilagur að mér fannst við hæfi að tala lágt, tæpast að anda. Á meðan staðið var utan grindverksins og horft inn í garðinn var sá hinn sami fullur eftirvæntingar og forvitni, en er inn var komið fylltist maður lotn- ingu og losnaði eiginlega pínulítið frá jörðinni. Svo voru það klettarn- ir, fossinn, rafljósin og gróðurinn í hömrunum og hamarinn sjálfur. Yf- ir þetta á ég engin orð heldur ein- ungis þakklæti til þeirra sem gáfu mér lífið til að njóta þess. Ég veit þú þekkir þetta, lesandi góður, þú sem hefur komið þar. Í grenndinni var annað kot með sitt ævintýri. „Þar mátti enga lýgi finna.“ Annað kotið orðið höfuðból. Svona er allt breyti- legt. Ólafur listamaður skapaði ódauð- leg listaverk. Til þess hafði hann næg mótíf í nálægð og fjarlægð, jökulinn, blómin, já himin og jörð. Svo var það kjölfestan, húsmóð- irin Lára, sem annaðist heimilið. Reyndar heilt hótel með. Þar komu gestir til að njóta fegurðar og hvíld- ar, ræða um listir og njóta listar. Húsið andaði af tónlist og myndlist en utan dyra var blómaangan. Það er á móti lögmálinu og því getur það ekki verið rétt að húsmóðirin hafi vakað allt sumarið. Vísast er það bara svo með blóm, ekki fólk, þau sofa á veturna en vaka á sumrin. Við aðstæður sem þannig eru í minningu minni fæddist dóttirin Fjóla. Sjálfsagt heitin eftir blóminu sem setti svip sinn á umhverfið. Fegurst blóma, heiðblátt og heillandi. Síðan ég las biblíusögur fyrir fermingu hefur mér alltaf þótt sagan um sáðmanninn eins vel geta átt við um okkur menn eins og um orðið, því talenturnar duga mér ein- hvern veginn ekki. „Sumt féll þar sem klöpp var undir, það kom skjótt upp, af því að það hafði eigi djúpan jarðveg. En er það óx, skrælnaði það af því það skorti raka.“ Mér þykir sem sumir menn hafi orðið utangarðs í lífinu fyrir hreina tilviljun án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Eins og ræturnar nái ekki nægilega djúpt til að nálgast það fóður sem þarf til að dafna eins og þeir sem féllu í góðan jarðveg. Þó er ekki allt sem sýnist. Ham- ingja annars manns frá mínum sjónarhóli má eins vel vera fölsk, og bar ekki fegursta blómið sama svip- mót í augum Fjólu og í annarra aug- um? Var það ekki jafn heiðblátt og heillandi? Og hvers virði er allt heimsins góss, gáfur og umsvif ef þú átt engan að vin? Er lakara að eiga að vini „gamburmosa og stein“ en keisarann sjálfan? Vissulega má segja það sama um Fjólu og Detti- foss forðum. Þú mólst ekki gull eins og þorparans þý, því fleygðirðu dansandi í hafið. Það læðist stundum að mér sá grunur að allt verði að greiða fullu verði. Velgengni, gleði, og hæfileika jafnt sem yfirsjónir. Í framhaldi spyr ég þig, lesandi góður: Hvert er andvirði eigin hamingju? Er það hugsanlegt að kotið sem eitt sinn yfirtók stöðu stórbýlisins verði að skila sínum sessi fyrr eða síðar, sig- urvegarinn verði að lúta hinum sigraða og ef til vill verður þrællinn yfirsterkari eigenda sínum fyrr en varir. Fátt er mér eins ljúft og að minn- ast Fjólunnar sem aldrei komst til fulls þroska en lifði allt sitt líf í full- vissu þess að vera aldrei nokkurs manns byrði, og ekki var annarra velferð hennar sorg. Öfund, hatur og græðgi voru orð sem ekki fund- ust í hennar orðasafni. Samt var hún „lægra sett“ en margur sem allt þetta stundar og hlýtur virð- ingu. Mér er líf þessarar Fjólu ein ráð- gáta sem ég get aðeins og vil leysa eins og í ævintýri, að hún hafi verið prinsessa í álögum. Ég bið drottinn að veita henni viðtöku í ríki sitt nú að álagatímanum loknum en mér til handa bið ég um vit til að skilja. Filippus Björgvinsson. GUÐNÝ FJÓLA ÓLAFSDÓTTIR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.