Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 45

Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 45
Félagsstarf Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15 –14. Handavinna kl. 9–16.30. Heilsugæsla kl. 9.30 –11.30. Smíðar/útskurður kl. 13–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, fótaðgerð, spilað brids/ vist. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13 gönguferð um hverfið með Rósu, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í dag kl 13.00 í Gjábakka. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Ferð á vegum FEBK á Rang- árvelli og Njáluslóðir föstudaginn 10. júní. Farið frá Gjábakka kl. 9.00 og Gullsmára kl. 9.15. Ekinn Landvegur að Galtarlæk, Hraunteig, Þingskálum, Gunnarsteini, Keldum. Matur að Hlíð- arenda/ Hvolsvelli – ekinn Fljótshlíð- arhringur, Oddi. Skráningarlistar í fé- lagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 10. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. ATH: Farþegar í Strandarferð þurfa að greiða fargjaldið fyrir 10. júní. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Garðaberg er opið frá 12.30 til 16.30. Spilað brids kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Frá hádegi spilasal- ur opinn. Veitingar í hádegi og kaffi- tíma í Kaffi Berg. Miðvikud. 22. júní er árlegur Jónsmessufagnaður með Ólafi B. Ólafssyni, harmonikkuleikara, í Básnum, Ölfusi. Veglegt kaffihlaðborð, einsöngur Stefán Helgi Stefánsson, tenór. Skráning hafin á staðnum og í síma 575 7720. Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 13 leikfimi og kl. 14 sagan. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður, kl. 9 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bridge, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11. Glerskurður kl. 13. Pílu- kast kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Jóga. Sam- verustund kl. 10.30. Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Fótaað- gerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Skráning í hópa og námskeið fyrir haustönn stendur yfir. Betri stofa og Listasmiðja 9–16. Handverk og postulín. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Hárgreiðslustofa 568 3139. Dagblöðin liggja frammi. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Sími: 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9 opin vinnustofa, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 10–12 sund. Kl. 11.45– 12.45 hádegisverður. Kl. 12.15–14 versl- unarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13– 14 videó/ Spurt og spjallað. Kl. 14.30– 15.45 kaffiveitingar. Vesturgata 7 | Dagsferð að Kirkju- bæjarklaustri 14. júní kl. 8. Ekið um Eyrarbakka og Stokkseyri, komið við á Selfossi og Hvolsvelli. Ekið að Vík í Mýrdal í Víkurprjón. Á Kirkjubæj- arklaustri verður snæddur hádeg- isverður. Kirkjubæjarstofa kapellan og kirkjugólfið skoðað. Leiðsögum. Helga Jörgensen. Skráning síma 535 2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt kl. 9.30, hárgreiðsla, fótaaðgerðir og böðun, verslunarferð kl. 12.30. Kirkjustarf Dómkirkjan | Hádegisbænir kl. 12.10 alla miðvikudaga. Léttur hádeg- isverður á kirkjuloftinu að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík | Íhugunar- og friðarstund í hádeginu á mið- vikudögum, kl. 12.15. Tónlistin er vel fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir hjartanlega velkomnir. Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag í sumar, milli 10–12.30. Í dag grillum við, allir koma með það sem þeir vilja, pylsur eða annað. Kom- ið með gesti. Heitt kaffi á könnuni, djús o.fl. Allir velkomnir. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58– 60 miðvikudagskvöld kl. 20. „Gagns- laust tré“. Ræðumaður er Skúli Svav- arsson. Kaffi eftir samkomuna. Allir eru velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10. Mömmu- morgunn. Allar mömmur og ömmur velkomnar með börnin sín. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum alla miðvikudags- morgna. Allt fólk velkomið að slást í hópinn. Gengið er á þægilegum hraða í rúma klukkustund. Laugarneskirkja | Kl. 10.00 mömmu- morgunn í umsjá Aðalbjargar Helga- dóttur. Allar mömmur og ömmur vel- komnar með börnin sín. Kl. 10.30 gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum alla miðvikudags- morgna. Allt fólk velkomið að slást í hópinn. Gengið er á þægilegum hraða í rúma klukkustund. Neskirkja | Hefur þú uppgötvað ríki- dæmi þess að staldra við í erli dags- ins? Fyrirbænamessur eru í Neskirkju alla miðvikudaga ársins kl. 12.15. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til presta eða starfsfólks kirkjunnar, s. 511 1560. Prestur í fyrirbænarmessu í dag er sr. Örn Bárður Jónsson. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Þorkell Dómkirkjan í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 45 DAGBÓK                  Áfréttavef Golfklúbbs Reykjavíkur, GR, erbirt könnun þar sem kemur fram að um40% þeirra sem tóku þátt telja að Garða-völlur á Akranesi sé í besta ástandi golf- valla á suðvesturhorninu en púttflatir vallarins komu afar vel undan vetri og hefur aðsókn á völlinn aukist um tæplega 20% í maímánuði og algjör sprenging hefur verið í aukningu gestaspilara frá höfuðborgarsvæðinu. Brynjar Sæmundsson, framkvæmdastjóri Leynis, segir að enginn sérstakur galdur sé á bak við ástand vallarins en vissulega sé ánægjulegt að geta boðið kylfingum upp á góða aðstöðu í upphafi keppnistímabilsins. „Hratt flýgur fiskisaga. En við erum stoltir af flötunum okkar og stöndum vel í samanburði við aðra velli á þessum árstíma, en líklega er munurinn svona mikill þar sem margir eiga í vandamálum með púttflatirnar,“ segir Brynjar á skrifstofu sinni á Akranesi en hann hefur tekið saman tölfræði yfir heimsóknir kylfinga í maí á Garðavöll. „Við erum í samstarfi við Golfklúbb Reykjavíkur, Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, Odd og Kjöl í Mos- fellsbæ en kylfingar úr GR, GKG og GO geta leikið á vellinum án endurgjalds en Kjalarmenn greiða lægra vallargjald en aðrir. Það hafa 2.566 kylfingar leikið á vellinum í maí, þar af voru 1.023 gestaspil- arar en þeir voru alls 426 í maí á síðasta ári sem gerir um 260% aukningu aðkomu kylfinga á völlinn. Í heildina komu 18% fleiri kylfingar á völlinn í maí en fyrir ári og hafa því félagsmenn í Leyni ekki ver- ið eins mikið á vellinum í maí,“ segir Brynjar en hann hefur orðið var við að kylfingar séu afar ánægðir með völlinn miðað við árstíma. „Við erum heppnir að hafa ekki lent í þeim vandamálum sem eru til staðar á mörgum völlum og þá sérstaklega á púttflötunum. Það geta verið margar ástæður fyrir því að grasplantan í púttflötunum nær sér ekki á strik. Veðurfarið skiptir þar miklu máli, álag og umferð kylfinga einnig. En það var mjög hlýtt í marsmánuði og síðan kólnaði mjög snögglega. Það getur haft mikil áhrif á vöxtinn og það eru í raun fjölmörg atriði sem geta haft neikvæð áhrif á pútt- flatirnar. Við tókum þá ákvörðun að setja áburð á flatirnar í mars og kannski hittum við á rétta tím- ann þar sem flatirnar tóku vel við sér og voru kannski betur undirbúnar fyrir kuldakastið í apríl. Að auki erum við með fjórar tegundir af púttflötum á vellinum, og það er ekki stór munur á þeim þrátt fyrir að þær séu með ólíkar grastegundir og mis- munandi undirlag. Golftímabilið er stutt á Íslandi og við höfum fundið fyrir því að afrekskylfingar taka þátt í mótum hjá okkur þar sem þeir vita að þeir fá góðar aðstæður.“ Golf | Golfvellir og púttflatir koma misjafnlega undan vetri Veðurfar og umferð vegur þungt  Brynjar Sæmunds- son er fæddur árið 1967 í Ólafsfirði þar sem hann var formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar í sex ár áður en hann hélt til náms við Elmwood-háskólann í Skotlandi árið 1994. Brynjar lauk námi í golfvallarfræðum og stjórnun golfklúbba ár- ið 1996. Hann var ráðinn sem framkvæmda- stjóri Leynis árið 1997. Eiginkona Brynjars er Þyrí Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og börn þeirra eru Brynja María 19 ára, Hulda Margrét 12 ára og Ólafur Ian sem er 1 árs. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Aðalatriðið í fuglaverndun er að halda niðri meindýrum ÞAÐ var furðuleg athugasemd sem umsjónarmaður Útrásar á Rás 1 lét fara frá sér, er hann sagði að það væri maðurinn sem væri mesti skað- valdurinn í náttúrunni en ekki máv- arnir, þeir væru sennilega ekki eins miklir skaðvaldar og af væri látið. Ef svo væri af hverju væru þeir þá ekki löngu búnir að eyða öllu fuglalífi? Það er vissulega maðurinn sem á sökina á stöðugt hnignandi náttúru og dýraríki. En hér á Íslandi nær eingöngu í formi þess að hann er bú- inn að raska jafnvæginu og eggja- og ungaætum eins og ýmsum mávateg- undum og hröfnum fjölgar um of á kostnað annarra fugla. Skýringin á að þessir fuglar, með hjálp minksins, eru ekki löngu búnir að útrýma hér öllu mófugla-, kríu- og æðarvarpi er sú að hópur manna úti á landsbyggð- inni, sem búa í nánu sambandi við náttúruna, leggja nótt við dag allt vorið við að halda þessum ófögnuði niðri. Það væri góð hjálp ef þessir svo- kölluðu fuglavinir legðu sitt af mörk- um í raun við að vernda náttúruna og gætu í það minnsta reynt að stinga göt á eggin og steypa undan þessum vargfugli ef þeir treysta sér ekki til að fara með skotvopn. Já, það þýðir bara ekkert að kalla allt ömmu sína í þessum málum. Að pípa eitthvað um endurheimt votlendis er hjómið eitt hjá hinu vandamálinu auk þess sem votlendi er í stöðugri endurheimt vegna breyttra búskaparhátta og margir skurðir sem fyllast upp af sjálfu sér á votlendissvæðum. Að lokum. Er ekki orðið tímabært að líta á starrann, sem situr orðið í hundraðatali ef ekki þúsunda í mörg- um hverfum sem meindýr hér á höf- uðborgarsvæðinu, og halda þeim fugli skipulega niðri rétt eins og rott- um og kanínum í Vestmannaeyjum sem eru á góðri leið með að útrýma lundanum þar. Maður getur ekki orðið gefið smá- fuglunum í garðinum hjá sér þá situr fólk uppi með starrager sem rænir mann fullum nætursvefni á vorin. Svo tala fuglafræðingar um gáfaðan og skemmtilegan fugl sem hermir eftir öðrum fuglum. Þeir hafa ekki gott tóneyra sem finnst honum tak- ast vel upp í því og gera ekki mun á þrastasöng og starragargi, auk þess sem hann gerir það sjaldan heldur jagast á sama tóninum klukkutíma eftir klukkutíma og oftast fyrir allar aldir á morgnana og er á góðri leið með að ræna mig geðheilsunni og þarf ég orðið að sofa með lokaðan glugga og jafnvel eyrnatappa eins og við stórumferðargötu þegar verst lætur. Það eina sem þessum fugli tekst vel upp er að líkja eftir þjófa- vörn í bílum. Svo er það umhugsunin hvernig komið sé fyrir fuglalífinu sem gerir mér þennan fugl enn óbærilegri. Ásdís Arthursdóttir, starfsmaður í þýskum þjóðgarði. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Í dag, 8. júní, eráttræður Smári Guðlaugsson, verzlunarmaður, Öldugerði 10 Hvols- velli. Hann verður að heiman. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Dc7 5. 0–0 Rd4 6. Rxd4 cxd4 7. Rd5 Rxd5 8. exd5 Dc5 9. c4 a6 10. b4 Dxb4 11. Ba4 g6 12. Bb3 Bg7 13. a4 d6 14. Ba3 Da5 15. He1 Dd8 16. c5 0–0 17. Hc1 Bf6 18. Df3 Bg5 19. Dd3 dxc5 20. Bxc5 Da5 21. Bxe7 Dxd2 22. Hcd1 Dxd3 23. Hxd3 Bf5 24. Hxd4 Hfe8 25. d6 Kg7 26. g4 Bd7 27. Kf1 f6 28. Bd5 Hab8 29. Hc4 Bd2 Staðan kom upp á ofurskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Sarajevo. Borki Predojevic (2.549) hafði hvítt gegn Ar- tyom Timofeev (2.622). 30. Hc7! Bxe1 31. Hxd7 Bb4 32. g5! Svarti kóngurinn verður nú verulega aðþrengdur. 32. … Hxe7 og svartur gafst upp um leið þar sem eftir 33. dxe7 He8 34. Hd8 myndi hvítur máta eftir 34...Hxe7 35. Hg8#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.