Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 153. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Harðkjarni og rokk Fjögurra daga tónlistarhátíð hefst ı́ Reykjavík Menning Úr verinu og íþróttir Úr verinu | Stefnir í metafla  Óhætt að veiða 400 hrefnur  Soðningin Íþróttir | Detroit mætir San Antonio  Pakkar Malta í vörn?  Agi hjá Notts County  Verkfall hjá NBA? HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra segir að það að stjórnarskrá Evrópusambandsins (ESB) var felld í þjóðaratkvæði í Hollandi og Frakklandi og þjóðaratkvæði frestað í Bretlandi geri sambandið aðgengilegra fyrir Ísland. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að þessi staða hafi engin sérstök áhrif fyrir Ísland nema að á meðan ESB taki ekki á sínum innri málum sé öll umræða um vaxandi samband annarra þjóða við sambandið í bið. „Ég tel að það að þessi stjórnarskrá var felld geri Evrópusambandið aðgengilegra fyrir Ísland í framtíðinni,“ segir forsætisráðherra. „Stóru tíð- indin í þessu að mínu mati eru að þeir sem vildu ganga lengst í samrunaferlinu hafa orðið undir. Það hefur aldrei verið nokkur áhugi fyrir því á Ís- landi að eiga aðild að einhverju sem heitir sam- bandsríki í Evrópu. En við eins og Norðmenn þurfum að fylgjast vel með þróuninni á næstunni og meta stöðuna. Að mínu mati dregur þessi staða úr því að menn haldi áfram að vinna að því – að mínu mati óraunhæfa verkefni – að Evrópa verði einhvers konar sambandsríki. Ég tel að þessi nið- urstaða sýni að það er ekki stuðningur við það meðal þessara þjóða. Þess vegna tel ég að það Evrópusamband sem verður til í framhaldi af þessu sé aðgengilegra fyrir lönd eins og Norð- urlöndin með sínar lýðræðishefðir og sína áherslu á að þjóðríkin starfi áfram með eðlilegum hætti en deili fullveldi sínu á ákveðnum sviðum.“ Utanríkisráðherra segir að staða stjórnarskrár ESB hafi engin sérstök áhrif fyrir Íslendinga. „Ekki önnur en þau að á meðan að ESB tekur ekki á sínum innri málum þá er öll umræða um vaxandi samband annarra þjóða við sambandið í bið. Það hlýtur að vera, við sjáum það m.a. á afstöð- unni í Noregi. Það hægist á öllu slíku. Meginatriðið er að ESB taki sér tak, það er tækifæri til þess á leiðtogafundinum sem verður innan viku, það verð- ur fróðlegt að sjá hvernig þeir bregðast við.“ Stjórnarskráin var í raun fallin um leið og fyrsta ríkið hafnaði henni, segir Davíð. „Ég tel mikilvægt að ESB nýti sér þessa niðurstöðu með skynsam- legum hætti, segi að þarna hafi fólkið fengið að ráða einhverju og tekið verði fullkomið mið af því, í stað þess að berja höfðinu í steininn og segja að þrátt fyrir þetta eigi að fara fram einhvers konar staðfestingarstarfsemi sem er ekki hægt að fram- kvæma.“ Áhrif slæmrar stöðu nýs stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins Vandi ESB hefur óveru- legar afleiðingar á Íslandi  Takmörkuð áhrif | 8 Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Shanghæ. AP. | Kínversk stjórnvöld vilja nú skrásetja allar vefsíður og blogg (vefdag- bækur) sem vistuð eru á kínverskum net- þjónum. Bloggarar og aðrir sem reka eig- in vefsíður eiga samkvæmt tilskipuninni að skrá allar sínar persónuupplýsingar hjá ráðuneyti upplýsingaiðnaðar í Kína. Ráðuneytið segir á vefsíðu að Netið hafi „fært okkur margt gott en einnig fjölmörg vandamál. Kynlíf, ofbeldi, efa- semdir um stjórnskipulagið og fleiri skað- vænlegar upplýsingar hafa eitrað huga fólks“. Vilja stjórna netheimum ♦♦♦ GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði eftir fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Hvíta húsinu í gær að þeir væru að vinna að tillögu um að erlendar skuldir fá- tækra þróunarríkja í Afríku, sem væru sannanlega að koma á umbót- um, yrðu þurrkaðar út. Er ætlunin að leggja umræddar tillögur fyrir fund átta helstu iðnvelda heims, G-8- fundinn svonefnda, í Skotlandi í júlí. Bush forseti sagði á blaðamanna- fundi, með breska gestinn sér við hlið, að umrædd þróunarríki ættu ekki að þurfa að „kljást við fjallháar skuldir“. Bush skýrði einnig frá því að Bandaríkin myndu leggja fram 674 milljónir dollara, um 44 milljarða ísl. kr., til að liðsinna fórnarlömbum hungursneyðar í Afríku, einkum í Eþíópíu og Erítreu. Yrði fjárhæðin að sögn talsmanns Bush, Scott McClellans, til viðbótar 1,4 milljörð- um dollara sem áður hefði verið heit- ið til slíkra verkefna í Afríku. Minnti Bush á að í stjórnartíð sinni hefðu Bandaríkjamenn þrefaldað framlög til aðstoðar við þurfandi Afríkumenn og sagði að um væri að ræða verk- efni sem hefði forgang. „Við erum staðráðin í að gera enn betur í fram- tíðinni,“ sagði Bush. Blair vill að gengið verði lengra og skuldum allra fátækra þróunarríkja verði aflétt. Sagðist hann fyrir fund- inn með Bush álíta að samkomulag þess efnis væri nú komið „á góðan rekspöl“. Gert er ráð fyrir að Blair muni leggja fram hugmyndir um algera niðurfellingu skulda Afríkulanda á G-8-fundinum í næsta mánuði og stóraukna alþjóðlega aðstoð við álf- una með lánum sem iðnríkin myndu ábyrgjast. Breska stjórnin hefur áð- ur viðrað slíkar tillögur og Bush þótti koma nokkuð til móts við hug- myndir breska forsætisráðherrans í gær. Bush og Blair ræddu efnahagsvanda fátækra Afríkuþjóða Skuldabyrði verði aflétt Reuters Vopnabræður í Hvíta húsinu GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á leið til blaðamannafundar í Hvíta húsinu í gær eftir stuttan fund. Breski leiðtoginn hélt heim á leið í gærkvöldi. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Minna verslað í Bretlandi TALSMENN samtaka smásöluverslana í Bretlandi, BRC, skýrðu frá því í gær að heildarsala miðborgarverslana hefði enn dregist saman í maí, að sögn fréttavefjar SKY-sjónvarpsstöðvarinnar. Hefði veltan verið 2,3% minni en mánuðinn á undan. Samtökin hvöttu seðlabankann til að lækka vexti til að ýta undir hagvöxt en stjórn bankans mun taka ákvörðun um for- vexti á fundi sínum á morgun, fimmtudag. Yfirmaður BRC, Kevin Hawkins, sagði suma sérfræðinga enn halda því fram að viðvarandi samdráttur í verslun væri að- eins tímabundinn. „En þessar tölur ættu að útrýma öllum efasemdum, við erum nú á samdráttarskeiði vegna þess að neytend- ur halda að sér höndum,“ sagði Hawkins. Húsnæðisverð lækkaði um 0,6% í Bret- landi í maí, að sögn öflugasta fyrirtækisins á sviði húsnæðislána, Halifax. Að sögn fyr- irtækisins hækkaði húsnæðisverð að með- altali um 0,1% fyrstu fimm mánuði ársins og sölusamningar eru um 30% færri en á sama tímabili í fyrra. BANDARÍSKA kvikmyndafyr- irtækið Warner Brothers og fyr- irtæki Stevens Spielberg, Dream- works, hafa valið íslenska framleiðslufyrirtækið True North, sem þjónustuaðila sinn hér á landi við tökur á kvikmyndinni Flags of our Fathers, í leikstjórn Clints Eastwood. Að sögn Helgu Margrétar Reyk- dal, framleiðslustjóra hjá True North, munu tökur á myndinni hefjast á Íslandi 12. ágúst og mun ljúka í september en tökustaðir hafa ekki ennþá verið valdir. Að- alástæðan fyrir því að Eastwood og Spielberg völdu Ísland er að sögn svartar sandstrendurnar sem hér finnast og má því leiða líkum að því að allar svartar strendur séu til skoð- unar. Kvikmyndin er byggð á sam- nefndri metsölubók James Bradley og fjallar um einn frægasta bar- daga seinni heimsstyrjaldarinnar á eyjunni Iwo Jima í Kyrrahafi. Helga segir að þau hjá True North séu að vonum ánægð með að hafa hreppt verkefnið enda verði það eitt af þeim viðameiri sem hér hafi verið unnin. Ekki liggur ennþá fyrir hvaða stjörnur munu fara með helstu hlutverk í myndinni eða að hve miklu leyti þær munu taka þátt í tökunum hér á landi. Clint Eastwood kemur í ágúst Clint Eastwood FUNDIST hefur áður óþekkt verk eftir þýska tónskáldið Johann Sebastian Bach. Leyndist það meðal skjala á bókasafni í borginni Weimar. Verkið er versaría með strengjaundirleik og eina verk þeirrar teg- undar sem vitað er til að Bach hafi samið. Að sögn blaðsins Süddeutsche Zeitung var verkið samið árið 1713 en Bach var þá konsertmeistari í Weimar. Síðast fannst áður óþekkt verk eftir Bach árið 1935. | 48 Fundu verk eftir Bach ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.