Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 6
FARÞEGAR á leið til eða frá Keflavíkurflugvelli geta ekið 15–20 mínútna leið í gegnum göng frá ál- verinu í Straumsvík að Álftanesi og þaðan yfir Skerjafjörðinn og niður í miðbæ ef hugmyndir Stefáns Jóns Hafsteins, borgarfulltrúa R-listans, verða að veruleika. Stefán Jón kynnti hugmyndir um framtíðarskipulagsmál í Reykjavík á borgarstjórnarfundi í gær en að hans mati skiptir samgöngunet við útlönd miklu máli, bæði fyrir Ís- lendinga og erlenda ferðamenn. Um leið yrði mögulegt að færa innan- landsflug til Keflavíkur. Hann sagði þó að einnig kæmi til greina að ríki og borg ynnu saman að því að færa Reykjavíkurflugvöll á annan stað í nágrenni borgarinnar. Taka ekki Vatnsmýrina með Stefán Jón gagnrýndi sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn fyrir að taka Vatnsmýrina ekki með inn í fram- tíðarskipulag sitt sem kynnt var um daginn en fagnaði engu að síður til- lögum þeirra og sagði þær blöndu af gömlum og nýjum hugmyndum. Hann vill skapa stóran miðborg- arkjarna með Vatnsmýrina á aðra hönd og gjörbreytt hafnarsvæði á hina. „Hér þarf engar landfyllingar, enga byltingu í samgöngum heldur aðeins dug og þor til að láta hlutina gerast á svæðum sem nú þegar kalla á uppbyggingu,“ sagði Stefán Jón og ítrekaði jafnframt vilja Reykjavíkurlistans til að efna til al- þjóðlegrar hugmyndasamkeppni um þennan stóra draum. Hringbraut um borgarkjarnann Stefán Jón lagði áherslu á að Vatnsmýrin og Álftanes yrðu ein Stefán Jón Hafstein kynnti hugmyndir um skipulagsmál í Reykjavík á fundi borgarstjórnar     !   "  #  $"  $ % %  $    &'  (%) * & " %    $"   & ) &      #  $  %  +  , %-%%  .   /    kvæma fyrst það sem byggir á kost- um sem þegar eru fyrir hendi og að framkvæma fyrst það sem styrkir þá byggð sem fyrir er,“ sagði Stef- án Jón og bætti við að tillögur sjálf- stæðismanna brytu gegn þessari hugsun og væru óhugsandi á næstu árum. „Borg sem á það tækifæri sem Vatnsmýrin er þarf ekki að búa sér til annað og verra með uppfyll- ingum og þvinguðum samgöngu- mannvirkjum á haf út,“ sagði Stef- án Jón. Segir hugmyndir Sjálfstæð- isflokks vekja upp umræðu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði greinilegt að framtíðarsýn og hug- myndir Sjálfstæðisflokksins hefðu vakið upp mikla umræðu um skipu- lagsmál. „Þessar hugmyndir eiga eftir að framkalla fleiri og nýjar hugmyndir,“ sagði Vilhjálmur en ítrekaði að þær eigi eftir að ræða við borgarbúa. Vilhjálmur sagðist blása á þá gagnrýni að tillögur sjálfstæð- ismanna um landfyllingar og byggð í eyjaunum í Kollafirði væru allt of dýrar í framkvæmd. Lóðaverð á þessu svæði verði mun ódýrara en t.d. í Norðlingaholti þar sem lóða- gjöld eru komin upp í 25–30% af heildarverði meðalstórrar íbúðar í fjölbýli. Þá væri gerð góð grein fyr- ir umferðarmálum í tillögunum með stofnæð sem lægi frá Örfirisey í Engey og yfir á Kringlumýr- arbraut. 15–20 mínútna leið frá Keflavík í bæinn? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Miklar umræður fóru fram um skipulagsmál á borgarstjórnarfundi í gær. skipulagsheild og tengd með braut yfir Skerjafjörðinn. Í tillögum sjálf- stæðismanna eru sambærilegar hugmyndir en þar er gert ráð fyrir göngum undir fjörðinn. Að mati Stefáns Jóns má með til- tölulega einföldum samgöngu- bótum, sem þegar eru á dagskrá, skapa hringbraut um borgarkjarn- ann sem létta myndi á umferð og stytta samgönguleiðir. „Í raun skapast tveir hringir um miðborg- ina í heild og þar með gjörbreytast samgönguforsendur sem nú eru á þverveginn eða langsum í borg- arlandinu með tilheyrandi flösku- hálsum,“ sagði Stefán Jón og ítrek- aði að Sundabraut ætti að vera forgangsverkefni í samgöngumálum þjóðarinnar. Án hennar væri ómögulegt að reisa glæsilega íbúða- byggð í Gufunesi og Geldinganesi í 5–7 mínútna fjarlægð frá mið- bænum. „Ég vil undirstrika að þessar hugmyndir byggja á einni grund- vallarhugsun. Að framkvæma fyrst það sem er nærtækast, að fram- Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Stefán Jón leggur til að Álftanes og Vatnsmýrin verði eitt skipulagssvæði. 6 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝ brú var sett á varðskipið Ægi síðastliðinn föstudag í skipasmíðastöð í Póllandi. Endurbætur og breytingar á skipinu ganga vel og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið og komi til landsins í fyrri hluta ágústmánaðar. Skipið gengst undir töluverðar breytingar og segir Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri í stjórnstöð Land- helgisgæslunnar í Skógarhlíð, að skipið verði sem nýtt eftir endurbæturnar. Ekkert eftir nema vélarrúmið Nýja brúin er umtalsvert stærri en sú gamla, bæði breiðari og lengri aftur. Turn verður settur á eins og var á gömlu varðskipunum og skipið fær nýjan aftur- enda með tveimur stýrum. Skipt verður um allar inn- réttingar í skipinu og því verða íbúðir manna, lagnir, rafmagn o.s.frv. endurnýjað. Hjalti segir að nær ekkert verði eftir nema vélarrúmið, sem ekki verður tekið í gegn, en þar segir hann allt í topplagi að vanda. „Við vonumst til að þetta verði mjög flott og stefnt er að því að öll vinnuaðstaða verði margfalt betri en áður. Þetta er talsvert verk og það reyndist hagkvæmt að gera samning við Pólverja. Svo þegar þessu verður öllu lokið fer Týr í sams konar breyt- ingu.“ Brú sett á varðskipið Ægi Styrkir til áfeng- is- og vímuvarna TILKYNNT var um úthlutun úr For- varnasjóði á nýlegum ársfundi Lýð- heilsustöðvar. Veitt er úr sjóðnum til verkefna á sviði áfengis- og vímu- varna. Var 45 milljónum úthlutað að þessu sinni. Helstu styrkþegar í ár voru Fjölsmiðjan, sem hyggst starf- ækja verkþjálfunar- og fram- leiðslusetur fyrir ungt fólk, ADHD, stuðningssamtök fjölskyldna og barna með athyglisbrest, og Hós- anna-hópurinn, sem sinnir götu-, forvarna- og hjálparstarfi. Samið um rekst- ur risakrana BECHTEL, sem byggir álver Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð og Sam- skip hafa gert með sér samning um uppsetningu og rekstur á risakrana við hina nýju álvershöfn. Kraninn mun verða settur upp og starf- ræktur af Samskip og verða not- aður við uppskipun á stórförmum og gámum með hráefni til álverk- smiðjunnar. Samskip munu setja kranann upp í júlí og á hann að verða tilbúinn 30. júlí. Skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa undir höndum 157 grömm af hassi og 4,21 gramm af amfetamíni. Maðurinn var ásamt tveimur öðrum mönnum í bíl, sem lögreglan á Akranesi stöðvaði á Vesturlandsvegi í janúar sl. Fíkni- efnin fundust í bílnum en samkvæmt ákæru hugðust mennirnir flytja þau til Akureyrar og selja hluta þeirra. 47% reið- hjóla stand- ast ekki ör- yggiskröfur SAMKVÆMT könnun Brautarinn- ar, bindindisfélags ökumanna, eru fæst þeirra reiðhjóla sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu með tilskilinn öryggisbúnað. Um 47% reiðhjólanna stóðust ekki reglu- gerð og voru þó bjalla og lás und- anskilin í könnuninni.. Alvarlegast þótti að um 11% hjólanna voru án framhemla. Einar Guðmundsson hjá Brautinni telur alvarlegt að hvorki Umferðarstofa, Löggilding- arstofa né lögregla telji sig þurfa að sinna eftirliti með að reglugerð- in sé virt. Í reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla frá 1994 segir ma. að reiðhjól skuli hafa hemla við fram- og afturhjól. Þá skuli hjól hafa rautt endurskinsmerki að framan og hvítt að aftan, á fótstigum og í teinum skuli sömuleiðis vera end- urskinsmerki. Samkvæmt reglu- gerðinni eiga öll hjól einnig að vera með keðjuhlíf, bjöllu og lás. Könnunin var gerð í níu versl- unum sem selja reiðhjól og kom í ljós að ekkert hjólanna var með allan skyldubúnað. Á flest hjólin vantaði bjöllu og lás og þar sem þessi búnaður er yfirleitt keyptur sérstaklega var hann undanskilinn í könnuninni. Einar Guðmundsson sagði að það sem ylli mestum áhyggjum væri að 11% reiðhjóla væru seld án framhemla. Talið væri að um 60-75% hemlunar væru jafnan á framhjóli og því beinlínis varasamt að hjóla um á hjóli án framhemla.  Meira á mbl.is/ítarefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.