Morgunblaðið - 08.06.2005, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Í dag er
mi›vikudagur
PORTÚGALSKA bókaforlagið Cavalo de
Ferro eða Járnhesturinn hefur sýnt verkum
Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness áhuga og
hefur farið þess á leit við Guðlaugu Rún
Margeirsdóttur, sem búsett hefur verið í
Portúgal undanfarna tvo áratugi, að hún
þýði Sjálfstætt fólk eftir skáldið úr íslensku
á portúgölsku. Guðlaug Rún hefur tekið til-
boðinu og áætlar hún að verkinu verði lokið
einhverntíma á næsta ári. Guðlaug Rún hef-
ur áður þýtt verk Einars Más Guðmunds-
sonar, Engla alheimsins, á portúgölsku. Sú
bók kom út í Portúgal í fyrra og er fyrsta
íslenska skáldsagan sem gefin er út í Portú-
gal. Þýðandinn telur að Laxness muni höfða
vel til Portúgala þar sem hann skrifi um
mannlegar tilfinningar, sem höfði til allra
lesenda, alls staðar. „Það þarf auðvitað mik-
ið hugrekki til að þýða Laxness, en ég hef
bæði íslensku og ensku útgáfurnar til hlið-
sjónar við þýðinguna yfir á portúgölsku,“
segir þýðandinn og bætir við að á bak við
bókaforlagið standi ungir og athafnasamir
menn, sem hafi mikinn áhuga á norrænni
menningu. | 24
Sjálfstætt fólk
þýtt á portúgölsku
FALLIST var á kröfur sóknarað-
ila í máli Sparisjóðs Hólahrepps í
málflutningi fyrir héraðsdómi í
gær, en hópur stofnfjáreigenda í
sjóðnum höfðaði málið. Dómur í
málinu er væntanlegur á næstu
vikum.
Málaferli í tengslum við sjóðinn
hafa staðið yfir um nokkurt skeið
en boðað hefur verið til nýs stofn-
fjárfundar og fer hann fram 23.
júní nk.
Deilurnar snúast meðal annars
og þar með allar ákvarðanir stofn-
fjáreigendafundarins. Hann segir
að málið sé nú í raun komið á sama
stað og það var 22. nóvember í
fyrra.
„Af okkar hálfu er fullur vilji til
þess að styðja við, efla og endur-
reisa starfsemi Sparisjóðs Hóla-
hrepps og við viljum gjarnan að
sátt verði með stofnfjáreigendum
um hvernig staðið verði að því. En
við óttumst að hún sé ekki fengin
ennþá,“ segir Ástráður.
um sölu samstæðu Kaupfélags
Skagfirðinga, sem átti um 40% af
stofnfé í sjóðnum, á stofnfjárhlut-
um til stjórnenda og starfsmanna
í kaupfélaginu og maka og ætt-
ingja en salan var samþykkt á
stjórnarfundi í nóvember í fyrra.
Ástráður Haraldsson hæsta-
réttarlögmaður hefur flutt málið
fyrir hönd þess hóps stofnfjáreig-
enda sem telur að samþykki
stjórnar fyrir framsali á stofnfé
hafi verið ólögmætt á sínum tíma
Fallist á kröfur hóps
stofnfjáreigenda
Málaferli vegna deilna um Sparisjóð Hólahrepps
FÍN stemmning var á tónleikum þungarokkssveit-
arinnar Iron Maiden í Egilshöll í gærkvöldi enda
hljómsveitin í fínu formi. Aðdáendur sveitarinnar
voru á öllum aldri og var algengt að 7–8 ára strák-
ar væru með pabba að horfa og hlusta á rokkgoðin.
„Það eru nánast allir í Iron Maiden-bol hérna og
það eru allir vel með á nótunum,“ sagði Arnar Egg-
ert Thoroddsen, blaðamaður Morgunblaðsins, sem
var á staðnum. Hápunktinum var náð þegar hljóm-
sveitin flutti „Númer skepnunnar“, eitt þéttasta
rokklag veraldarsögunnar. Bruce Dickinson,
söngvari Iron Maiden, lýsti mikilli ánægju með að
hafa fengið annað tækifæri til að halda hljómleika
hér á landi.
Morgunblaðið/Þorkell
Allir vel með á nótunum
TÆPLEGA 650 erlendir stúdentar voru í námi
við Háskóla Íslands síðastliðinn vetur, og hefur
þeim fjölgað um tæplega 250 frá árinu 2000.
Þar af voru tæplega 300 skiptistúdentar í
tengslum við samninga á borð við Erasmus og
Nordplus-stúdentaskiptaáætlanirnar. Aðrir
erlendir stúdentar við Háskólann koma ýmist
á eigin vegum eða voru búsettir hér á landi fyr-
ir. Skráðir nemendur við Háskóla Íslands voru
rúmlega níu þúsund sl. skólaár.
Í gær hafði Háskóli Íslands afgreitt um
2.500 umsóknir nýnema og er gert ráð fyrir að
allir þeir sem uppfylla formleg skilyrði um
skólavist fái inngöngu. Hátt í 1.700 umsóknir
höfðu fyrir skömmu borist Háskólanum í
Reykjavík en skólinn getur tekið við 900 nem-
endum.
Gríðarlegur áhugi
Að sögn Karítasar Kvaran, forstöðumanns
Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, hefur skrif-
stofan þegar tekið við tæplega 300 umsóknum
frá skiptistúdentum vegna næsta hausts. Gríð-
arlegur áhugi sé á að komast í Háskóla á Ís-
landi, t.d. á vegum Erasmus, og mun fleiri
komi hingað en fari utan sem Erasmus-stúd-
entar, eða 293 útlendingar á móti 224 Íslend-
ingum í fyrra.
Hluti þessara nemenda er eitt misseri við
skólann en aðrir tvö.
Þjóðverjar voru langfjölmennasti hópur er-
lendra stúdenta við HÍ í fyrra, eða 86. Næst
komu Svíar, 48 talsins. Erlendir stúdentar frá
tæplega 70 þjóðríkjum voru við HÍ í fyrra.
Erlendum stúdentum fjölgar
Hátt í | 10
650 erlendir námsmenn voru við nám í HÍ síðastliðinn vetur
SÖNGKONAN Emilíana Torrini er á leið til
Íslands til tónleikahalds í lok júlí. Hyggst
söngkonan spila á nokkrum vel völdum stöð-
um um land allt, frá 20. júlí
til 1. ágúst. Með í för verð-
ur hljómsveit hennar. Síð-
asta plata Emilíönu, Fis-
herman’s Wife, gengur
mjög vel og hefur þegar
selst í yfir fimm þúsund
eintökum hér á landi – sem
þýðir að hún er komin í
gull – og lagið „Sunny-
road“ hlaut töluverða spil-
un hvarvetna. Nýjasta
smáskífan, „Heart-
stopper“, kom út nú í lok maí.
Söngkonan er þessa dagana stödd á vest-
urströnd Bandaríkjanna með hljómsveit sinni
en í kvöld kemur hún fram á Troubador í Los
Angeles. Hljómleikaferðinni um Bandaríkin
lýkur 23. júní en hinn 25. leikur hún á Glast-
onbury-hátíðinni bresku. Evrópuferð Emil-
íönu hefst svo í ágúst og þá hyggst hún skjóta
tónleikum hér á landi inn í dagskrána áður en
ferðin endar á Bretlandseyjum í september.
Emilíana Torrini
spilar á Íslandi
Emilíana
Torrini
GRÓÐRARSTÖÐVAR hafa á undanförnum
árum flutt inn yrki af eplatrjám frá Norð-
urlöndum.
,,Ágætlega hef-
ur gengið að
rækta sjö þeirra í
görðum hér á
landi og að
minnsta kosti
jafn mörg yrki
hafa gefist vel í
köldum gróð-
urhúsum,“ segir
Kristinn H. Þor-
steinsson, for-
maður Garð-
yrkjufélags
Íslands. Að auki
hafa tvær tegundir af dönskum Manus-
fjölskyldutrjám gefið góða raun við heppileg
skilyrði utandyra. Dæmi eru um að upp-
skeran hafi orðið 40–60 epli á ári.
Kristinn segir að fyrir utan eplatré hafi
náðst markverður árangur í ræktun hind-
berjarunna af yrkinu Veden. | 25
Ræktun epla-
trjáa gengur
vel hérlendis
„ÞAÐ eru ekki margar íslenskar
geislaplötur sem eru jafnheil-
steypt listaverk og hin nýja
geislaplata
Sigurðar
Flosasonar,
Leiðin heim,
sem er tíunda
plata hans,“
segir Vern-
harður Linnet
djassgagnrýn-
andi Morgun-
blaðsins í um-
sögn í blaðinu
í dag. Yfirskrift umsagnarinnar
er einföld: Meistaraverk!
Vernharður segir ennfremur:
„Hin sífellda leit Sigurðar að
þjóðlegum jafnt sem alþjóðlegum
tóni, virðing hans fyrir allri heið-
arlegri tónlist, sjálfsagi og vönd-
uð vinnubrögð, auk þeirrar tón-
listargáfu sem hann fékk í
vöggugjöf hefur getið af sér
þroskaðan tónlistarmann sem er
fær um að tjá hugsun sína skírt
og klárt af djúpri, þroskaðri til-
finningu.“ | 49
„Meistara-
verk“ Sigurð-
ar Flosasonar
Sigurður Flosason
♦♦♦
♦♦♦ SKULDIR kaþólsku kirkjunnar
vegna Landakotsskóla nema 100
milljónum króna. Þetta kemur
fram í erindi sem lögmaður kaþ-
ólsku kirkjunnar sendi frá sér
vegna opinberrar umfjöllunar
um starfsemi skólans. Séra
Hjalti Þorkelsson, sem sagði upp
starfi sínu sem skólastjóri
Landakotsskóla sl. föstudag, hef-
ur lýst því yfir að hann muni ekki
taka við starfinu á ný, þrátt fyrir
óskir foreldra barna. Hann sagði
í gær að hann teldi sér ekki fært
að vinna áfram með núverandi
stjórn skólans. Í tilkynningu frá
stjórn Landakotsskóla segir að
undanfarin ár hafi alvarlegur
fjárhags- og stjórnunarvandi
steðjað að skólanum, m.a. vegna
mikils kostnaðar við bygginga-
framkvæmdir. Því miður hafi
stjórnin og skólastjóri ekki verið
einhuga um leiðir til lausnar og
deilur risið um ábyrgð á starfs-
mannahaldi.
Skuldir
kirkjunn-
ar 100
milljónir
Tekur ekki | 11
Landakotsskóli
♦♦♦