Morgunblaðið - 08.06.2005, Síða 49

Morgunblaðið - 08.06.2005, Síða 49
Atli Rafn tyllti sér í stól Halldórs Laxness en hann fer með hlutverk skáldsins í Fundnu Íslandi.Einn leikenda, Edda Björgvinsdóttir, ver sig fyrir votviðrinu á Gljúfrasteini. Morgunblaðið/Golli Þjóðleikhúsfólkið Atli Rafn Sigurðarson, Kristín Thors, Ágústa Skúladóttir, Jóhann Sigurðarson, Ragnheiður Steindórsdóttir og María Pálsdóttir hlýðir á frásögn um sögu Gljúfrasteins í hljóðkerfi hússins. NÚ STANDA yfir æfingar á nýju íslensku leikriti í Þjóðleik- húsinu, Fundið Ísland, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikritið byggir á nokkrum árum í lífi Halldórs Kiljans Laxness á þriðja áratug síðustu aldar þeg- ar hann dvaldist í Kanada og Bandaríkjunum og freistaði gæf- unnar sem kvikmyndahandrits- höfundur í draumaborginni Hollywood. Leikstjóri verksins er Ágústa Skúladóttir. Hún segir hópinn vera farinn að æfa af fullum krafti og að þau séu jafnframt æfingum á verkinu að setja sig inn í og kynna sér það tímabil sem er sögusvið leikritsins. „Það er spennandi að skoða þetta tímabil í Hollywood út frá upplifunum Laxness,“ sagði Ágústa. Leikarar, leikstjóri og aðrir aðstandendur sýningarinnar brugðu undir sig betri fætinum í fyrradag og sóttu Gljúfrastein heim, heimili Halldórs Laxness lengst af. Þar fór hópurinn í skoðunar- ferð um húsið og nágrenni þess og fræddist enn frekar um ævi skáldsins sem þau ætla að túlka á sviði Þjóðleikhússins í haust. Hópurinn lét ekki úrkomu aftra sér og skoðaði umhverfi Gljúfrasteins. Hann heimsótti einnig vinnustofu skáldsins, þar sem það ritaði mörg helstu verk sín, og naut leiðsagnar sögu- manns og Halldórs og Auðar Laxness með aðstoð hljómflutn- ingstækja. Leiklist | Leikhópurinn úr Fundnu Íslandi sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu brá sér á slóð skáldsins Í fótspor Laxness á Gljúfrasteini Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 49 MENNING ÞAÐ eru ekki margar íslenskar geislaplötur sem eru jafnheilsteypt listaverk og hin nýja geislaplata Sig- urðar Flosasonar, Leiðin heim, sem er tíunda plata hans. Segja má að hún sé framhald af tveimur fyrstu plötum hans, Gengið á lagið og Gengið á hljóðið; einsog á þeim er hér aðeins að finna tónsmíðar hljómsveitastjórans. Hún á líka ýmislegt skylt við aðrar plötur hans. Standardatríóplöturnar Himnastiginn og Djúpið, sálma og sönglagaplöturnar með Gunnari Gunnarssyni: Sálma lífsins, Sálma jólanna og Draumalandið og hinn framsækna spuna á Raddir þjóðar með Pétri Grétarssyni og Stiklum með Jóeli Pálssyni. Hin sífellda leit Sigurðar að þjóðlegum jafnt sem al- þjóðlegum tóni, virðing hans fyrir allri heiðarlegri tónlist, sjálfsagi og vönduð vinnubrögð, auk þeirrar tón- listargáfu sem hann fékk í vöggugjöf hefur getið af sér þroskaðan tónlist- armann sem er fær um að tjá hugsun sína skírt og klárt af djúpri þroskaðri tilfinningu. Hinn baldni foli úr Nýja kompaníinu er glæstur gæðingur. Fyrsta plata Sigurðar, Gengið á hljóðið, var efnilegt byrjendaverk, sér í lagi voru ballöðurnar fínar, en allt frá æskuárum sýndi hann ein- staka tilfinningu fyrir ballöðuleik. Framhaldið, Gengið á hljóðið, olli nokkrum vonbrigðum. Ansi köld og fyrirsjáanleg, skorti það líf sem bjó í hinni fyrri. Þó voru tónsmíðarnar margar góðar þótt spuninn hafi alltaf verið sterkasta vopn Sigurðar, eins- og flestra betri sólista djassins. Á þessum plötum var trompet með í för, en á Leiðinni heim er það hinn klassíski djasskvartett sem hljómar. Verkin eru 11 frá ýmsum tímum og af ýmsum gerðum, en mynda þó eina heild sem er mikilvægt hverri plötu. Upphafslagið er blúsað, Geymt en ekki gleymt, og segir höfundur lagið um það sem þarf að muna. Það er ábyggilega margt til í því; í það minnsta er margt í Vesturstrand- ardjassinum sem höfundur hreifst ungur af haldið til haga og blandast áhrifum frá hinum svartasta Austur- strandardjassi. Desmond og Adder- ley og allt þar á milli hefur verið Sig- urði hvati til að byggja upp einn persónulegasta saxófónstíl Norð- urlandadjassins á seinni tímum – það fer enginn í grafgötur um hvort það er Siggi Flosa eða einhver annar sem blæs. Leiðin heim er skemmtilegur svíngari í 5/4 og þótt sú takttegund sé nú jafn algeng í djassi nú og hún var sjaldheyrð er Brubeck og Max Roach voru að leika hana, er ekki alltaf að sveiflan sé jafnleikandi og hjá piltunum í kvartetti Sigurðar, sem lærði takttegundina af Take five Desmonds. Þarna, ekki síður en í fyrsta laginu, hrannast gamlar minn- ingar upp og þekkt kennileiti á leiðinni heim. Ballöðusmíð hefur alltaf verið sterkasti þátturinn í tónskáld- skap Sigurðar og nægir að nefna lagið sem hann samdi um Svenna Ólafs, In memoriam. Vatnaskil eru af meiði söng- dansins þótt AAB forminu sé breytt. Gæsilegt verk sem vinnur á við hlustun og makalaus sóló hjá Eyþóri Gunnarssyni, gæddur dulúð og spennu. Upphaf Inn- rásarinnar frá Mars er líka dramatískt svo minnir á Mingus, en á léttari nótum, enda veisla framundan en ekki bardagi. Shuffle- rýþminn tekur völdin og hann notaði Ming- us líka óspart ef þurfti. Eyþór slettir örlitlum tristanóisma í sóló sinn hlustendum til yndisauka. Alla tíð er ballaða frá 1993 sem Sigurður hljóðrit- aði með Jazzkvartetti Reykjavíkur á Ronnie Scott klúbbnum. Hann hefur breytt laginu örlítið, en það gerir ekki allan muninn heldur túlkun hans. Sigurður er fullþroska lista- maður, hinum hvella, stundum klemmda eilítið frekjulega tóni bregður ekki lengur fyrir. Nú ríkir nær fullkomið jafnvægi í blæstri hans. Bassaleikarin ungi, Valdi Kolli, á góðan sóló í þessu lagi, djúpur og Tómasarlegur. Enn og aftur er léttur og skemmtilegur söngdans sem gæti komið víða frá en það verður ekki sagt um Við, sem er eina lagið þar- sem Sigurður blæs í barýtoninn. Þarna ríkir rímnatakturinn og tón- tegundin lýdísk og tekst alveg sér- deilis vel að aðlaga þetta djassspuna af bestu sort. Skuggar eru í þrískipt- um takti að mestu og ekki óáþekkt andrúmsloft þar og í Vatnaskilum en í Lágfreyðandi kveður við annan tón. Þetta er ekta íslenskt harðbopp og mun skemmtilegra en það sem Mars- halisjakkafataliðið býður upp á í Am- eríku. Samspuni Sigurðar og Eyþórs er innblásinn og Pétur fer á kostum einsog á plötunni allri. Stjörnur blés Sigurður í barýtonsaxófón á Stiklum þeirra Jóels Pálssonar, en hér blæs hann það undurfallega í altóinn. Tónninn er algjör andstæða við þann er hann notar á Lágfreyðandi, sá gamli eilítið klemmdi; hér er hann breiður og óvenju fallegur. Lokalag- ið, Myrkrið er mjúkt, er ekki óskylt Leiðinni heim þótt ekki sé sveiflan jafnsterk. Það er einna sísti ópusinn á skífunni – en þeir geta ekki verið allir jafngóðir – eða fallið jafnvel í smekk allra – því Sigurður er fjöl- breytilegur í tónsköpun sinni og margbreytileikinn er styrkur. Platan er vel úr garði gerð að öllu leyti og frásagnir Sigurðar af tilurð tónsmíðanna sérlega skilmerkilegar og skemmtilegar aflestrar. Morgunblaðið/Eyþór Sigurður Flosason: Fjölbreytilegur í tónsköpun sinni og margbreytileikinn er styrkur. Meistaraverk! DJASS Íslenskar plötur Sigurður Flosason altó- og barýton- saxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Pétur Östlund trommur. Hljóðritað í mars 2005 í Reykjavík. Útgefandi er Dimma DIM 16. Sigurður Flosason Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.