Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT La Paz. AP. AFP. | Mótmæli gegn stjórnvöldum í Bólivíu héldu áfram í höfuðborginni La Paz í gær, degi eftir að Carlos Mesa forseti hafði sagt af sér embætti. Kröfðust mót- mælendur þess að Hormando Vaca Diez, forseti þingsins, segði einnig af sér en skv. stjórnarskrá ætti hann að taka við af Mesa. Þá vilja þeir að boðað verði til kosninga í landinu. „Það er skylda mín að segja að ég get ekki gert fleira,“ sagði Mesa er hann ávarpaði þjóð sína í beinni sjónvarpsútsendingu á mánudag. „Af þeirri ástæðu segi ég lausri stöðu minni sem forseti lýðveldis- ins.“ Sakaði forsetinn mótmælendur um óbilgirni í tilfinningaþrungnu ávarpi sínu og sagði þá færa sér það í nyt að hann hefði lofað að beita ekki valdi gegn þeim. Vaca Diaz þingforseti kall- aði þingið saman í gær til að kjósa nýjan eftirmann Mesa. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar í landinu sögðust hins veg- ar efast um vægi afsagnar Mesa því hann sagði einnig af sér 7. mars síð- astliðinn, en þá samþykkti þingið ekki afsögn hans. Mesa tók við forsetaembættinu í október árið 2003 eftir að fyrirrenn- ari hans, Gonzalo Sanchez de Lo- zada, var hrakinn frá störfum af mótmælendum sem andmæltu því að hann skyldi leyfa erlendum fyr- irtækjum að flytja gas úr landinu. Bólivía, fátækasta ríki Suður-Am- eríku, býr yfir næst stærstu gasauð- lindum í álfunni. Aðeins auðlindir Venesúela eru meiri. Bólivíska þingið samþykkti ný- lega lög sem kveða á um aukinn hlut Bólivíu af öllu gasi sem framleitt er í landinu. Erlend fyrirtæki segja lög- in jafngilda eignarnámi, en mótmæl- endur segja þau alls ekki ganga nógu langt. Þeir krefjast algjörrar þjóðnýtingar. Auk þess krefjast þeir þess að stjórnarskrá landsins verði endurrituð og að þar fái frumbyggj- ar landsins, indjánar, meira vægi. Um 100.000 manns mótmæltu Í síðustu viku boðaði Mesa til stjórnarskrárfundar en mótmæl- endur sögðu það ekki nóg. Um 100.000 manns söfnuðust saman á götum La Paz á mánudag; um- kringdu Quechua og Aymara indján- ar, bændur, námamenn, stúdentar, kennarar, kakóbaunaræktendur og meðlimir verkalýðsfélaga forseta- höllina. Múgurinn hrópaði einum rómi: „Borgarastríð!“ og kastaði logandi hvellhettum að höllinni. Að sögn lögreglu voru 26 óeirða- seggir handteknir fyrir að brjóta rúður í hóteli, ræna verslanir og hindra umferð um alla helstu þjóð- vegi til borgarinnar. Mótmælin í Bólivíu hafa nú staðið í þrjár vikur og mikill skortur er orðinn á nauð- synjavörum og eldsneyti í La Paz og flestir íbúanna ganga til vinnu því á um áttatíu stöðum hafa mótmælend- ur sett upp vegartálma úr grjóti, rusli og logandi dekkjum. Óeirðir þrátt fyrir afsögn Mesa Carlos Mesa Rútan sprengd fyrir „mistök“ Katmandu. AP. | Maóískir uppreisn- armenn í Nepal segja það hafa ver- ið „mistök“ er þeir sprengdu í loft upp rútubifreið á mánudag með þeim afleiðingum að 38 létust og 71 slasaðist. Leiðtogi maóista, Prachandra, sagði mistökin alvarleg og á skjön við stefnu samtakanna. Enn fremur sagði hann þá sem stóðu að tilræð- inu sem og yfirmenn á staðnum hafa verið vikið úr samtökunum. „Við hörmum mjög hversu margir óbreyttir borgarar létu lífið,“ sagði hann í tilkynningu sem hann sendi blaðamönnum og birtist á Netinu. Ekki kom fram hvernig uppreisn- armenn rugluðust á farþegarútu og hermannabifreið. Sprengingin á mánudag var blóð- ugasta árás sem beinst hefur gegn óbreyttum borgurum síðan upp- reisn braust út í Nepal fyrir áratug. 30 féllu og tugir særðust í Írak Bagdad. AP. | Fjórar sprengjur sem sprungu á sjö mínútna tímabili í og við borgina Hawija í norðurhluta Íraks í gær, urðu að minnsta kosti 18 manns að bana og særðu tugi til viðbótar. Þeir föllnu voru bæði her- menn og óbreyttir borgarar, þeirra á meðal þrjú börn. Sprengjurnar virtust samstilltar og urðu þrjár sprenginganna við eftirlitsstöðvar íraska hersins norð- ur og vestur af borginni. Þá sprakk sprengja í vegkanti norður af Bagdad, höfuðborg landsins, í gær og féllu fjórir írask- ir hermenn af hennar völdum. Í borginni Mosul beið síðan um tugur manna bana í þremur ótengdum at- vikum, m.a. skaut lögreglan fjóra í misgripum fyrir íraska skæruliða. Samið við Norðmenn Stavanger. AP. | Bandaríkjamenn hafa náð sam- komulagi við norsk stjórnvöld um afnotarétt Bandaríkjahers á aðstöðu til geymslu her- gagna í Noregi. Samkomulagið er hluti af víðtækri endurskipulagn- ingu á staðsetningu herafla Banda- ríkjanna í heiminum. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, mun undirrita samkomulagið, ásamt Kristin Krohn Devold, varnarmálaráðherra Nor- egs, í dag. Samkomulagið felur í sér að framvegis muni Bandaríkjaher geyma ýmis tæki og tól á tveimur flugvöllum Norðmanna, í stað fimm flugvalla áður. Þá er gert ráð fyrir breytingum á því hvers konar bún- aður er geymdur í Noregi. Hreyfanleiki er lykilorðið í nýrri stefnu bandaríska varnarmálaráðu- neytisins sem áhrif hefur á hvers konar búnað þeir geyma í löndum eins og Noregi. Jafnframt hefur það verið keppikefli manna þar á bæ að færa herlið frá svæðum, þar sem ekki þarf að búast við hern- aðarátökum, t.d. í Vestur-Evrópu. Donald Rumsfeld Varsjá, Bratislava. AFP, AP. | Ýmsir forystumenn í stjórnmálum nýju Evrópusambandsríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu, sem fengu aðild að ESB í fyrra, vilja að „nýja Evrópa“, sem svo hefur verið kölluð, taki frumkvæðið og vísi sambandinu leið- ina úr þeim ógöngum sem það er nú lent í vegna ákvörðunar kjósenda í Hollandi og Frakklandi að hafna stjórnarskrársáttmála sambandsins í þjóð- aratkvæðagreiðslum. Forsætisráðherrar tveggja af nýjustu aðild- arríkjum Evrópusambandsins, Slóvakíu og Tékk- lands, hittust á fundi í Bratislava í gær og hvöttu þeir þá til þess að staðfestingarferli vegna stjórn- arskrárinnar yrði haldið áfram, þrátt fyrir að Hol- lendingar og Frakkar hafi hafnað henni í þjóð- aratkvæðagreiðslum nýverið. Ýjaði Jiri Paroubek, forsætisráðherra Tékk- lands, jafnvel að því að ESB gæti framlengt þann frest sem aðildarríkjunum hefur verið gefinn til að staðfesta sáttmálann en hann rennur út í október 2006. Stjórnvöld í Hollandi og Frakklandi gætu jafn- framt haldið nýjar kosningar ef þau slíkt kysu. Varaði Paroubek við því að menn lýstu stjórn- arskránni sem „dauðu plaggi“, slíkar yfirlýsingar væru „ótímabærar og smekklausar“. Pólverjar láti til sín taka Fréttaskýrendur segja að samstarf Frakka og Þjóðverja á vettvangi ESB – sem ávallt hefur ver- ið þungamiðjan í samrunaferlinu í Evrópu – hafi veikst við atburði undanliðinna vikna, með úrslit- um kosninganna í Frakklandi og vandræðunum sem Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, er lentur í á heimavelli, en allt útlit er fyrir að hann hrökklist frá völdum í þingkosningum í haust. Líta sumir stjórnmálamenn í Mið- og Austur- Evrópuríkjunum svo á að þessar aðstæður gefi þeim tækifæri til að hrifsa til sín frumkvæðið og láta til sín taka á vettvangi ESB. Pólland er stærst nýju aðildarríkjanna tíu, sem gengu í ESB í fyrra, og hefur Aleksander Kwas- niewski forseti þegar lýst því yfir að hann telji ekki koma til greina að hætta við þjóðaratkvæða- greiðslu í landinu um stjórnarskrána þó að Frakk- ar og Hollendingar séu búnir að hafna henni. „Pól- land er of stórt land, of áhrifamikið á vettvangi Evrópumála til að það geri ekki sjálft upp hug sinn varðandi evrópsku stjórnarskrána,“ sagði Kwasniewski á mánudag, sama dag og bresk stjórnvöld tilkynntu að þau hygðust fresta því að halda atkvæðagreiðslu um málið vegna úrslitanna í Hollandi og Frakklandi. Og Woldzimierz Cimoszewicz, forseti pólska þingsins, sagði að nýju aðildarríkin – einkum og sér í lagi Pólland – gætu styrkt stöðu sína á meðan þessi vandræði Evrópusambandsins væru að ganga yfir. „Með því að hlutverk Frakka hefur veikst og stjórnarskiptum í Þýskalandi þá gæti verið að umskipti yrðu í Evrópu, þar sem staða Póllands yrði sterkari en áður. En þetta getur að- eins gerst ef Pólverjar segja „já“ hátt og snjallt við stjórnarskránni,“ sagði hann í samtali við AFP. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þjóð- aratkvæðagreiðsla fer fram í Póllandi en dagsetn- ingin 9. október hefur verið talin líkleg, sama dag og haldnar verða forsetakosningar í landinu. Boltinn enn hjá gömlu Evrópu Í nágrannaríki Póllands, Litháen, heyrast svip- aðar raddir. Hvatti Andrius Kubilius, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, til þess að „nýja Evrópa“ stýrði ESB út úr þeim ógöngum sem það er nú statt í. „Allt afl og frumkvæði í Evrópu í dag er að finna í „nýju Evrópu“, þar eru menn ekki hræddir við breytingar, hafa metnað og eru hungraðir í að ná árangri. Nýja-Evrópa verður að virkja þessa orku og axla ábyrgð á framtíð ESB,“ sagði Kubi- lius. „Við getum ekki einfaldlega beðið og vonað að „gamla Evrópa“ hugsi upp skynsamleg viðbrögð við þessum alvarlega vanda sem nú steðjar að.“ Vill Kubilius að Litháen fylki liði með Pólverj- um í þessu skyni, saman eigi löndin að taka frum- kvæðið á Evrópuvettvangi. En ekki eru allir sannfærðir um að þessir draumar séu raunhæfir, sumir telja vafa á að á þessar „nýju raddir“ verði hlustað. „Eistland, Litháen og Malta geta sett fram alls konar yfirlýs- ingar en hversu alvarlega eru þessar þjóðir tekn- ar? Það horfa allir til Brussel eða London,“ sagði Eiki Berg, stjórnmálafræðingur í Eistlandi. „Bolt- inn er hjá „gömlu Evrópu“, ekki þeirri nýju. Gamla Evrópa lagði grunninn að Evrópusamrun- anum og hún stjórnar því enn í hvaða átt Evrópa þróast,“ bætti hann við. Styrkist staða „nýju Evrópu“? Ný aðildarríki hvött til að taka frumkvæðið og vísa ESB leiðina úr ógöngum ’Allt afl og frumkvæði í Evrópuí dag er að finna í „nýju Evr- ópu“, þar eru menn ekki hrædd- ir við breytingar, hafa metnað og eru hungraðir í að ná árangri. Nýja Evrópa verður að virkja þessa orku og axla ábyrgð á framtíð ESB [...]‘ ÍRANSKAR konur halda á lofti myndum af Mostafa Moin í Te- heran í gær en Moin er fram- bjóðandi í forsetakosningunum sem haldnar verða í Íran 17. júní nk. Moin er fulltrúi umbótaafl- anna í kosningunum og hefur varað kjósendur við þeirri hug- mynd að sitja heima á kjördag, segir hann að það gæti orðið til þess að Íran breyttist í sann- kallað alræðisríki. Barátta vegna forsetakosning- anna þykir hafa verið nokkuð óvægin, veggspjöld hafa verið rifin niður og margir af fram- bjóðendunum átta hafa kvartað undan því að hafa orðið fyrir áreiti óaldargengja. Sendi innan- ríkisráðuneytið íranska fram- bjóðendunum tóninn af þessu til- efni í gær, skipaði þeim að taka til í sínum ranni og hafa hemil á stuðningsmönnum sínum. Reuters Óvægin kosninga- barátta í Íran Herútgjöld yfir billjón dollara HERNAÐARÚTGJÖLD á heims- vísu fóru í fyrra í fyrsta sinn yfir eina billjón dollara (milljón millj- ónir) frá því kalda stríðinu lauk. Kom þetta fram í nýrri ársskýrslu Alþjóðafriðarrannsóknastofnunar- innar í Stokkhólmi (SIPRI). Alls runnu um 1.035 billjónir doll- ara til hernaðar í heiminum í fyrra, en upphæðin samsvarar um 2,6% af landsframleiðslu ríkja heims, að því er SIPRI hefur greint frá. Bandaríkin stóðu fyrir 47% allra hernaðarútgjalda í heiminum í fyrra, en Bretar og Frakkar fyrir um 5% hvorir um sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.