Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 18

Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT La Paz. AP. AFP. | Mótmæli gegn stjórnvöldum í Bólivíu héldu áfram í höfuðborginni La Paz í gær, degi eftir að Carlos Mesa forseti hafði sagt af sér embætti. Kröfðust mót- mælendur þess að Hormando Vaca Diez, forseti þingsins, segði einnig af sér en skv. stjórnarskrá ætti hann að taka við af Mesa. Þá vilja þeir að boðað verði til kosninga í landinu. „Það er skylda mín að segja að ég get ekki gert fleira,“ sagði Mesa er hann ávarpaði þjóð sína í beinni sjónvarpsútsendingu á mánudag. „Af þeirri ástæðu segi ég lausri stöðu minni sem forseti lýðveldis- ins.“ Sakaði forsetinn mótmælendur um óbilgirni í tilfinningaþrungnu ávarpi sínu og sagði þá færa sér það í nyt að hann hefði lofað að beita ekki valdi gegn þeim. Vaca Diaz þingforseti kall- aði þingið saman í gær til að kjósa nýjan eftirmann Mesa. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar í landinu sögðust hins veg- ar efast um vægi afsagnar Mesa því hann sagði einnig af sér 7. mars síð- astliðinn, en þá samþykkti þingið ekki afsögn hans. Mesa tók við forsetaembættinu í október árið 2003 eftir að fyrirrenn- ari hans, Gonzalo Sanchez de Lo- zada, var hrakinn frá störfum af mótmælendum sem andmæltu því að hann skyldi leyfa erlendum fyr- irtækjum að flytja gas úr landinu. Bólivía, fátækasta ríki Suður-Am- eríku, býr yfir næst stærstu gasauð- lindum í álfunni. Aðeins auðlindir Venesúela eru meiri. Bólivíska þingið samþykkti ný- lega lög sem kveða á um aukinn hlut Bólivíu af öllu gasi sem framleitt er í landinu. Erlend fyrirtæki segja lög- in jafngilda eignarnámi, en mótmæl- endur segja þau alls ekki ganga nógu langt. Þeir krefjast algjörrar þjóðnýtingar. Auk þess krefjast þeir þess að stjórnarskrá landsins verði endurrituð og að þar fái frumbyggj- ar landsins, indjánar, meira vægi. Um 100.000 manns mótmæltu Í síðustu viku boðaði Mesa til stjórnarskrárfundar en mótmæl- endur sögðu það ekki nóg. Um 100.000 manns söfnuðust saman á götum La Paz á mánudag; um- kringdu Quechua og Aymara indján- ar, bændur, námamenn, stúdentar, kennarar, kakóbaunaræktendur og meðlimir verkalýðsfélaga forseta- höllina. Múgurinn hrópaði einum rómi: „Borgarastríð!“ og kastaði logandi hvellhettum að höllinni. Að sögn lögreglu voru 26 óeirða- seggir handteknir fyrir að brjóta rúður í hóteli, ræna verslanir og hindra umferð um alla helstu þjóð- vegi til borgarinnar. Mótmælin í Bólivíu hafa nú staðið í þrjár vikur og mikill skortur er orðinn á nauð- synjavörum og eldsneyti í La Paz og flestir íbúanna ganga til vinnu því á um áttatíu stöðum hafa mótmælend- ur sett upp vegartálma úr grjóti, rusli og logandi dekkjum. Óeirðir þrátt fyrir afsögn Mesa Carlos Mesa Rútan sprengd fyrir „mistök“ Katmandu. AP. | Maóískir uppreisn- armenn í Nepal segja það hafa ver- ið „mistök“ er þeir sprengdu í loft upp rútubifreið á mánudag með þeim afleiðingum að 38 létust og 71 slasaðist. Leiðtogi maóista, Prachandra, sagði mistökin alvarleg og á skjön við stefnu samtakanna. Enn fremur sagði hann þá sem stóðu að tilræð- inu sem og yfirmenn á staðnum hafa verið vikið úr samtökunum. „Við hörmum mjög hversu margir óbreyttir borgarar létu lífið,“ sagði hann í tilkynningu sem hann sendi blaðamönnum og birtist á Netinu. Ekki kom fram hvernig uppreisn- armenn rugluðust á farþegarútu og hermannabifreið. Sprengingin á mánudag var blóð- ugasta árás sem beinst hefur gegn óbreyttum borgurum síðan upp- reisn braust út í Nepal fyrir áratug. 30 féllu og tugir særðust í Írak Bagdad. AP. | Fjórar sprengjur sem sprungu á sjö mínútna tímabili í og við borgina Hawija í norðurhluta Íraks í gær, urðu að minnsta kosti 18 manns að bana og særðu tugi til viðbótar. Þeir föllnu voru bæði her- menn og óbreyttir borgarar, þeirra á meðal þrjú börn. Sprengjurnar virtust samstilltar og urðu þrjár sprenginganna við eftirlitsstöðvar íraska hersins norð- ur og vestur af borginni. Þá sprakk sprengja í vegkanti norður af Bagdad, höfuðborg landsins, í gær og féllu fjórir írask- ir hermenn af hennar völdum. Í borginni Mosul beið síðan um tugur manna bana í þremur ótengdum at- vikum, m.a. skaut lögreglan fjóra í misgripum fyrir íraska skæruliða. Samið við Norðmenn Stavanger. AP. | Bandaríkjamenn hafa náð sam- komulagi við norsk stjórnvöld um afnotarétt Bandaríkjahers á aðstöðu til geymslu her- gagna í Noregi. Samkomulagið er hluti af víðtækri endurskipulagn- ingu á staðsetningu herafla Banda- ríkjanna í heiminum. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, mun undirrita samkomulagið, ásamt Kristin Krohn Devold, varnarmálaráðherra Nor- egs, í dag. Samkomulagið felur í sér að framvegis muni Bandaríkjaher geyma ýmis tæki og tól á tveimur flugvöllum Norðmanna, í stað fimm flugvalla áður. Þá er gert ráð fyrir breytingum á því hvers konar bún- aður er geymdur í Noregi. Hreyfanleiki er lykilorðið í nýrri stefnu bandaríska varnarmálaráðu- neytisins sem áhrif hefur á hvers konar búnað þeir geyma í löndum eins og Noregi. Jafnframt hefur það verið keppikefli manna þar á bæ að færa herlið frá svæðum, þar sem ekki þarf að búast við hern- aðarátökum, t.d. í Vestur-Evrópu. Donald Rumsfeld Varsjá, Bratislava. AFP, AP. | Ýmsir forystumenn í stjórnmálum nýju Evrópusambandsríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu, sem fengu aðild að ESB í fyrra, vilja að „nýja Evrópa“, sem svo hefur verið kölluð, taki frumkvæðið og vísi sambandinu leið- ina úr þeim ógöngum sem það er nú lent í vegna ákvörðunar kjósenda í Hollandi og Frakklandi að hafna stjórnarskrársáttmála sambandsins í þjóð- aratkvæðagreiðslum. Forsætisráðherrar tveggja af nýjustu aðild- arríkjum Evrópusambandsins, Slóvakíu og Tékk- lands, hittust á fundi í Bratislava í gær og hvöttu þeir þá til þess að staðfestingarferli vegna stjórn- arskrárinnar yrði haldið áfram, þrátt fyrir að Hol- lendingar og Frakkar hafi hafnað henni í þjóð- aratkvæðagreiðslum nýverið. Ýjaði Jiri Paroubek, forsætisráðherra Tékk- lands, jafnvel að því að ESB gæti framlengt þann frest sem aðildarríkjunum hefur verið gefinn til að staðfesta sáttmálann en hann rennur út í október 2006. Stjórnvöld í Hollandi og Frakklandi gætu jafn- framt haldið nýjar kosningar ef þau slíkt kysu. Varaði Paroubek við því að menn lýstu stjórn- arskránni sem „dauðu plaggi“, slíkar yfirlýsingar væru „ótímabærar og smekklausar“. Pólverjar láti til sín taka Fréttaskýrendur segja að samstarf Frakka og Þjóðverja á vettvangi ESB – sem ávallt hefur ver- ið þungamiðjan í samrunaferlinu í Evrópu – hafi veikst við atburði undanliðinna vikna, með úrslit- um kosninganna í Frakklandi og vandræðunum sem Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, er lentur í á heimavelli, en allt útlit er fyrir að hann hrökklist frá völdum í þingkosningum í haust. Líta sumir stjórnmálamenn í Mið- og Austur- Evrópuríkjunum svo á að þessar aðstæður gefi þeim tækifæri til að hrifsa til sín frumkvæðið og láta til sín taka á vettvangi ESB. Pólland er stærst nýju aðildarríkjanna tíu, sem gengu í ESB í fyrra, og hefur Aleksander Kwas- niewski forseti þegar lýst því yfir að hann telji ekki koma til greina að hætta við þjóðaratkvæða- greiðslu í landinu um stjórnarskrána þó að Frakk- ar og Hollendingar séu búnir að hafna henni. „Pól- land er of stórt land, of áhrifamikið á vettvangi Evrópumála til að það geri ekki sjálft upp hug sinn varðandi evrópsku stjórnarskrána,“ sagði Kwasniewski á mánudag, sama dag og bresk stjórnvöld tilkynntu að þau hygðust fresta því að halda atkvæðagreiðslu um málið vegna úrslitanna í Hollandi og Frakklandi. Og Woldzimierz Cimoszewicz, forseti pólska þingsins, sagði að nýju aðildarríkin – einkum og sér í lagi Pólland – gætu styrkt stöðu sína á meðan þessi vandræði Evrópusambandsins væru að ganga yfir. „Með því að hlutverk Frakka hefur veikst og stjórnarskiptum í Þýskalandi þá gæti verið að umskipti yrðu í Evrópu, þar sem staða Póllands yrði sterkari en áður. En þetta getur að- eins gerst ef Pólverjar segja „já“ hátt og snjallt við stjórnarskránni,“ sagði hann í samtali við AFP. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þjóð- aratkvæðagreiðsla fer fram í Póllandi en dagsetn- ingin 9. október hefur verið talin líkleg, sama dag og haldnar verða forsetakosningar í landinu. Boltinn enn hjá gömlu Evrópu Í nágrannaríki Póllands, Litháen, heyrast svip- aðar raddir. Hvatti Andrius Kubilius, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, til þess að „nýja Evrópa“ stýrði ESB út úr þeim ógöngum sem það er nú statt í. „Allt afl og frumkvæði í Evrópu í dag er að finna í „nýju Evrópu“, þar eru menn ekki hræddir við breytingar, hafa metnað og eru hungraðir í að ná árangri. Nýja-Evrópa verður að virkja þessa orku og axla ábyrgð á framtíð ESB,“ sagði Kubi- lius. „Við getum ekki einfaldlega beðið og vonað að „gamla Evrópa“ hugsi upp skynsamleg viðbrögð við þessum alvarlega vanda sem nú steðjar að.“ Vill Kubilius að Litháen fylki liði með Pólverj- um í þessu skyni, saman eigi löndin að taka frum- kvæðið á Evrópuvettvangi. En ekki eru allir sannfærðir um að þessir draumar séu raunhæfir, sumir telja vafa á að á þessar „nýju raddir“ verði hlustað. „Eistland, Litháen og Malta geta sett fram alls konar yfirlýs- ingar en hversu alvarlega eru þessar þjóðir tekn- ar? Það horfa allir til Brussel eða London,“ sagði Eiki Berg, stjórnmálafræðingur í Eistlandi. „Bolt- inn er hjá „gömlu Evrópu“, ekki þeirri nýju. Gamla Evrópa lagði grunninn að Evrópusamrun- anum og hún stjórnar því enn í hvaða átt Evrópa þróast,“ bætti hann við. Styrkist staða „nýju Evrópu“? Ný aðildarríki hvött til að taka frumkvæðið og vísa ESB leiðina úr ógöngum ’Allt afl og frumkvæði í Evrópuí dag er að finna í „nýju Evr- ópu“, þar eru menn ekki hrædd- ir við breytingar, hafa metnað og eru hungraðir í að ná árangri. Nýja Evrópa verður að virkja þessa orku og axla ábyrgð á framtíð ESB [...]‘ ÍRANSKAR konur halda á lofti myndum af Mostafa Moin í Te- heran í gær en Moin er fram- bjóðandi í forsetakosningunum sem haldnar verða í Íran 17. júní nk. Moin er fulltrúi umbótaafl- anna í kosningunum og hefur varað kjósendur við þeirri hug- mynd að sitja heima á kjördag, segir hann að það gæti orðið til þess að Íran breyttist í sann- kallað alræðisríki. Barátta vegna forsetakosning- anna þykir hafa verið nokkuð óvægin, veggspjöld hafa verið rifin niður og margir af fram- bjóðendunum átta hafa kvartað undan því að hafa orðið fyrir áreiti óaldargengja. Sendi innan- ríkisráðuneytið íranska fram- bjóðendunum tóninn af þessu til- efni í gær, skipaði þeim að taka til í sínum ranni og hafa hemil á stuðningsmönnum sínum. Reuters Óvægin kosninga- barátta í Íran Herútgjöld yfir billjón dollara HERNAÐARÚTGJÖLD á heims- vísu fóru í fyrra í fyrsta sinn yfir eina billjón dollara (milljón millj- ónir) frá því kalda stríðinu lauk. Kom þetta fram í nýrri ársskýrslu Alþjóðafriðarrannsóknastofnunar- innar í Stokkhólmi (SIPRI). Alls runnu um 1.035 billjónir doll- ara til hernaðar í heiminum í fyrra, en upphæðin samsvarar um 2,6% af landsframleiðslu ríkja heims, að því er SIPRI hefur greint frá. Bandaríkin stóðu fyrir 47% allra hernaðarútgjalda í heiminum í fyrra, en Bretar og Frakkar fyrir um 5% hvorir um sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.