Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA var ekki vanhæfur til þess að skipa rektor Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri vegna persónulegra vinatengsla við þann sem skip- aður var, í gegnum sameiginlegan áhuga þeirra á ís- lenska hestinum, að því er fram kemur í nýju áliti Umboðsmanns Alþingis hér að lútandi. Í kvörtun A vegna skipunar B í embættið er vísað til blaðagreinar þar sem haft var eftir ráðherra að B væri „ágætur vinur“ sinn og að hann ætti marga aðra vini og kunningja í hópi umsækjenda. Segir umboðsmaður að þessi yfirlýsing gæfi ekki ein og sér tilefni til að draga óhlutdrægni ráðherra í efa og það leiddi ekki til van- hæfis að starfsmaður hefði sömu áhugamál og málsaðili og að þeir kynnu af þeim sökum að hafa umgengist hvor annan. Í kvörtuninni var einnig fundið að rökstuðningi ráð- herra fyrir ákvörðuninni og að ekki hefði verið gætt að rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Frammistaða í starfsviðtölum Segir umboðsmaður að rökstuðningur ákvörðunar- innar bendi til þess að hún hafi byggst á mati á ýmsum þáttum, en sérstök áhersla virðist hafa verið lögð á framtíðarsýn umsækjenda fyrir íslenskan landbúnað, hvernig skólinn gæti sem best þjónað atvinnugreininni, og hvernig standa ætti að samþættingu þeirra þriggja stofnana sem mynduðu skólann. Lægi fyrir að ályktun um þessi atriði hefði byggst á frammistöðu umsækj- enda í starfsviðtölum. Slík viðtöl gætu varpað ljósi á ýmis atriði í þessum efnum, en taka yrði mið af laga- kröfum við framkvæmd slíkra viðtala svo sem hvað varðaði skráningu þess sem fram kæmi í viðtölunum. Taldi umboðsmaður í það heila tekið „að landbún- aðarráðherra og ráðuneyti hans hefðu ekki fært fram nægar upplýsingar til staðfestingar á því að svör um- sækjenda í starfsviðtölum hefðu upplýst nægilega þau atriði sem ætlunin var að byggja á við ákvörðunartöku í málinu. Ekki væri því unnt að leggja mat á hvort rannsókn á starfshæfni umsækjenda hefði að þessu leyti uppfyllt þær kröfur sem leiða af rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga.“ Umboðsmaður beindi jafnframt þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að taka beiðni A um að ákvörð- unin yrði rökstudd til athugunar á ný ef hún óskaði eft- ir því og taka mið af þeim sjónarmiðum sem rakin væru í álitinu. Taldi hann „að öðru leyti óljóst hvaða réttaráhrif þeir annmarkar sem hann taldi að væru á undirbúningi ákvörðunarinnar ættu að hafa gagnvart einstökum umsækjendum.“ Umboðsmaður Alþingis fjallar um skipun landbúnaðarráð- herra í embætti rektors LHÍ á Hvanneyri Ekki vanhæfur vegna persónulegra vinatengsla Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Landbúnaðarráðherra var ekki talinn vanhæfur til að skipa rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. „ÞETTA var nokkuð erfiðara en okkur grunaði, enda var mikill snjór á leiðinni og margir veg- arslóðarnir voru enn þá bara drullusvað,“ segir Hollendingurinn Joeri Rooij, sem lagði ásamt vini sínum, Jesaja Bouman, í ferð þvert yfir hálendið, frá Blönduósi til Hellu 26. maí sl. Ferð félaganna var óvenjuleg að því leyti að þeir fóru hana á sér- útbúnum hollenskum hlaupahjólum með risastórum torfærudekkjum að hætti Íslendinga. Fóru þeir m.a. yf- ir Kjöl, Tungnaá, Kerlingarfjöll og Þjórsá. Tilgangurinn var að safna áheitum til hjálpar fólki sem þjáist af slímseigjusjúkdómi (Cystic Fi- brosis) og vekja um leið athygli á sjúkdómnum. Klöngrast með þung hjól Þetta er önnur ferð þeirra Joeri og Jesaja hingað til lands af þrem- ur, en ferðir þeirra ganga undir nafninu „Triple Expeditions“. Árið 2001 fóru þeir hringveginn á línu- skautum til styrktar fólki sem þjá- ist af Duchenne vöðvasjúkdómi. Á næsta ári munu þeir síðan koma hingað til lands á ný og gera tilraun til að fara yfir Vatnajökul á nokk- urs konar seglskíðum eða -þotum. „Nú þegar erum við búnir að safna um 11.000 evrum, en þegar við komum aftur til Hollands munum við halda happdrætti þar sem m.a. verða í boði ferðir til Íslands, myndavélar og fleira og við vonum að þá nái upphæðin upp í rúmar 15.000 evrur,“ segir Joeri. Eins og áður segir reyndist ferð- in þeim félögum erfið og þurftu þeir stundum að klöngrast með hjólin yfir miklar ógöngur og yfir ár. „Á tímabili komumst við um níu kílómetra á dag með tíu tíma gangi, svo erfitt var hálendið yfirferðar, en það er ótrúlega fallegt og þessi ferð var alveg frábær í alla staði,“ segir Jesaja, sem starfar í netgeir- anum í Hollandi. „Svo fórum við í Bláa lónið til að láta þreytuna líða úr okkur þegar við komum til byggða nú á mánudaginn. Það var alveg frábært.“ Yfir hálendið á „hlaupahjólum“ TENGLAR ..................................................... www.tripleexpedition.com SKILNAÐATÍÐNI er afar lág hér á landi í samanburði við hin Norð- urlöndin að því er kemur fram í frétt frá Hagstofu Íslands. Hæst er hún í Danmörku, 2,8 af 1.000 íbúum, en annars staðar utan Íslands 2,3–2,6. Að sögn Ólafar Garðarsdóttur, deildarstjóra mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands, var skilnaðatíðnin svipuð á Norðurlöndunum upp úr 1960 og fór hækkandi. „Hún hækk- aði þó ekki jafn mikið á Íslandi og annars staðar og hættir í raun og veru að hækka um 1980 og hefur staðið í stað síðan þá,“ segir Ólöf en hún telur að innan við 40% hjóna- banda hafi endað með skilnaði hér á landi síðastliðin 15 ár. Giftingatíðni hér á landi er álíka há og í Noregi og Finnlandi. Af Norðurlöndunum er hún langhæst í Danmörku (nær 7 af 1.000 íbúum) en lægst í Svíþjóð (um 4 af 1.000 íbú- um). Í ljósi þess að giftingatíðni í Danmörku er hæst á Norðurlöndum kemur ekki á óvart að skilnaðatíðni þar sé einnig hæst. Í þessu sam- bandi er ljóst að á Íslandi enda mun færri hjónabönd með skilnaði en í nágrannalöndunum. „Sé þetta skoð- að með hliðsjón af giftingatíðninni sést að hún er lægst í Svíþjóð en samt sem áður er skilnaðatíðnin mun hærri en á Íslandi,“ segir Ólöf. Sveiflur í giftingatíðni Í frétt Hagstofunnar segir jafn- framt að skilnaðatíðni hér á landi hafi verið háð mun minni sveiflum en giftingatíðni á undanförnum 20 ár- um. Við upphaf 7. áratugarins var skilnaðatíðni 1 af hverjum 1.000 íbú- um en hækkaði ört á 7. og 8. ártugn- um. Við upphaf 9. áratugarins var skilnaðatíðni orðin 2 af 1.000 íbúum en síðan þá hafa engar breytingar orðið á skilnaðatíðni. Giftingatíðni hefur hins vegar verið háð allmiklum sveiflum á undanförnum áratugum. Lægst varð hún á árunum í kringum 1990 en þá féll hún niður fyrir 5 af 1.000 íbúum. Giftingatíðni hefur hækkað nokkuð síðan þá en mesta fjölgun hjónavígslna varð á síðustu 3 árum 20. aldarinnar. Langflest hjónabönd eiga sér stað að undangenginni óvígðri sambúð. Tíðasti giftingaraldur ókvæntra karla var 30 ár á árinu 2004 sam- anborið við 21 ár á árabilinu 1961– 1965 og ógiftra kvenna 27 ár sam- anborið við 19 ár á árabilinu 1961– 1965. Skilnaðatíðni lægri hér á landi                        !  "#$%& '(!     Reykjavíkurhjólreiðakeppni, í anda Reykjavíkurmaraþons, verður að öllum líkindum hald- in 18. ágúst 2006 á 220 ára af- mæli Reykjavík- urborgar. Sjálfstæð- ismenn í borg- arstjórn lögðu fram tillögu þess efnis í gær og var hún samþykkt einróma. Fyrirmyndin er sótt til ann- arra landa þar sem bæði er keppt í hefðbundnum götu- hjólreiðum og jafnvel í fjalla- hjólreiðum í erfiðara landslagi. Íþrótta- og tómstundaráði verður falið að skoða báða möguleikana og koma með hugmynd að framkvæmd. „Svili minn stakk þessu að mér,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er hann var spurður hver hefði stungið upp á þessu. Honum hefði þótt hugmyndin góð og því farið lengra með málið. Hjólreiðar nytu vaxandi vinsælda og tímabært að efna til keppni í þeim líkt og í hlaupum. Guð- laugur benti á að þegar Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið árið 1984 hefðu 214 manns tekið þátt en í fyrra hefðu þátttakendur verið 4.000. Aðspurður hvort ekki mætti halda keppnina þegar í sumar sagði Guðlaugur Þór að menn hefðu talið að það tæki lengri tíma að undirbúa keppnina. Það væri þó vel athugandi að flýta keppninni og halda hana nú í ár. Stór hjól- reiðakeppni í borginni næsta sumar Guðlaugur Þór Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.