Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 4

Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GH AN 05 08 00 1 Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði 565 7100 Sumar vörur á frábæru verði HVANNADALSHNÚKUR, hæsti tindur Íslands, hefur lækkað lítillega og mælist nú 2.110 metrar en upp- gefin hæð tindsins undanfarna ára- tugi hefur verið 2.119 metrar. Land- mælingar Íslands sáu um mælingar á tindinum en samkvæmt upplýs- ingum stofnunarinnar eru þær það ítarlegar að nákvæm hæð tindsins er nú 2109,6 metrar. Verður áfram tignarlegastur Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra kynnti niðurstöður mæling- anna á blaðamannafundi í gær. Hall- dór sló á létta strengi og sagði hugsanlegt að tindurinn kynni að hækka að nýju þegar snjóaði í vetur en það gæti orðið erfitt að venjast hinum nýju niðurstöðum. Þannig væri hæð tindsins ein af fyrstu töl- um sem menn lærðu. „Hann verður áfram tignarleg- astur allra tinda á Íslandi og hæst- ur,“ sagði Sigríður Anna Þórð- ardóttir umhverfisráðherra, sem kynnti niðurstöðuna ásamt Halldóri, en hún telur að einhverjir metrar til eða frá skipti ekki öllu máli í því sambandi. Mælingarnar fóru fram dagana 27.–29. júlí í samvinnu við Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands og Landhelgisgæslu Íslands, sem sá um að flytja fólk og tæki meðan á mælingunum stóð. Mældur á tíu ára fresti Fram kemur í tilkynningu frá Landmælingum Íslands að stefnt sé að því að mæla hæð Hvannadals- hnúks reglulega í framtíðinni þar sem ljóst sé að tindurinn fari lækk- andi. Áætlað er að það verði gert á tíu ára fresti. Forsætis- og umhverfisráðherra kynntu nýjar mælingar sem sýna að hæsti tindur Íslands fer lækkandi Hvanna- dalshnúkur 2.110 metrar Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra kynntu niðurstöður mæl- inganna á tröppum Stjórnarráðsins. Morgunblaðið/RAX HINN 1. ágúst tók Sveinn Ingi- berg Magnússon við sem formaður Landssambands lögreglumanna af Óskari Bjartmarz sem lét af for- mennsku eftir að hann var skip- aður yfirlögregluþjónn á Seyð- isfirði. Sveinn Ingiberg er 35 ára gam- all og hóf störf hjá lögreglu árið 1991. Hann starfar nú sem lög- reglufulltrúi við embætti ríkislög- reglustjóra. Frá árinu 1997 hefur Sveinn verið í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur og verið formaður frá 2002. Þá hefur hann setið í stjórn Landssambands lögreglu- manna frá árinu 1998, átt sæti í framkvæmdastjórn sambandsins frá 2002 og gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir það, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landssambandi lögreglumanna. Nýr formaður lögreglumanna UPP úr miðnætti í fyrrinótt var björgunarsveit kölluð út vegna til- kynningar um mann sem hafði siglt út á sjó á litlum báti frá Seltjarn- arnesi snemma í fyrrakvöld. Björg- unarsveit var byrjuð að leita að manninum á sjónum en bíllinn hans var á bakkanum. Um klukkan hálftvö um nóttina fannst maðurinn heill á húfi og var hann þá kominn heim til sín. Hann hafði farið í land, látið sækja sig á sendibíl en ekki sótt bílinn sinn sem enn stóð á bakkanum. Leitað að manni sem var sofandi heima hjá sér JÚLÍUS Vífill Ingvarsson lögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í forystusæti á framboðslista sjálf- stæðismanna fyrir komandi borg- arstjórnarkosningar. Júlíus telur ekki tímabært að lýsa yfir hvaða sæti hann vilji taka enda ársfjórð- ungur þar til prófkjör sjálfstæð- ismanna fer fram, eða um mán- aðamótin október/nóvember. „Sviðið er ennþá nokkuð opið og maður læt- ur það bíða síns tíma,“ segir hann. Endurvekja Reykjavík Júlíus sat í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili en ákvað að gera hlé á störfum sínum sem borgarfulltrúi til þess að sinna umfangsmiklu starfi sem framkvæmdastjóri og stjórn- arformaður í fjölskyldufyrirtæki, sem hefur nú verið selt. „Ég er lög- maður í dag á Lögfræðistofu Reykjavíkur þannig að ég á auðveld- ara með að stjórna mínum tíma og gefa mig í það að starfa að málefnum borgarinnar eftir því sem þörf kref- ur,“ segir Júlíus og bætir því við að hann hlakki til að taka þátt í kom- andi prófkjöri. „Ég þarf örugglega að kynna sjálfan mig upp á nýtt; hlutirnir gleymast fljótt. Þannig að ég mun nýta tímann á næstunni til þess að gera það.“ mér fyrir því að Reykjavíkurborg verði fyrirmynd annarra sveitarfé- laga og hafi forystu um að leita nýrra leiða á öllum sviðum. Það þarf að nútímavæða reksturinn og koma böndunum yfir slóðaskap og gegnd- arlausa skuldaaukningu,“ segir Júl- íus og bætir því við að margt hafi verið látið reka á reiðanum. Ákvarð- anir ekki teknar og mikilvægum málum stungið ofan í skúffu. Hann segir að þess háttar vinnubrögð myndu ekki viðgangast í atvinnulíf- inu. Júlíus segir ljóst að borgarstjórn- arflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi staðið sig afar vel á núverandi kjör- tímabili. Árangur hafi verið góður og flokkurinn verið afar virkur á öllum sviðum. „Hann hefur notað kjör- tímabilið vel til þess að kynnast at- vinnulífi borgarinnar og kynna þær leiðir sem hann sjálfur myndi helst vilja fara.“ Aðspurður um komandi borg- arstjórnarkosningar á næsta ári segir Júlíus að það þurfi að end- urvekja Reykjavík. „Ég vil beita Júlíus Vífill gefur kost á sér í forystusæti Morgunblaðið/Sigurður Jökull Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Ívar J. Arndal aðstoðarfor- stjóra í embætti forstjóra ÁTVR frá 1. september nk. Ívar hefur gegnt starfi aðstoð- arforstjóra ÁTVR frá árinu 2000 og var settur forstjóri í eitt ár, 2003– 2004. Hann er vélaverkfræðingur að mennt en hefur einnig meistara- gráðu í opinberri stjórnsýslu, auk náms í viðskipta- og rekstrarfræði. Ívar J. Arndal skipaður forstjóri ÁTVR HEILDARTEKJUR landsmanna árið 2004 jukust um 9,9% frá fyrra ári og námu rúmlega 600 milljörðum króna, að því er bent er á í nýjasta vefriti fjármálaráðuneytisins. Eign- irnar námu 1.927 milljörðum króna en eignarskattstofninn rúmum 1.000 milljörðum. Á þessar tekjur og eignir einstak- linga voru lagðir samtals 140,5 millj- arðar króna í skatta. Skattarnir juk- ust um 13,5% í heild frá fyrra ári. Vefritið bendir einnig á að ráðstöf- unartekjur á mann hafi aukist um 3,3% árið 2004. Það hafi verið tíunda árið í röð sem ráðstöfunartekjur á mann hafi vaxið. Skattarnir hækk- uðu skv. vefritinu um 1,1% á mann að raungildi á árinu 2004, „en það er eðli skattkerfisins að í uppsveiflu fara skattar hækkandi sem hlutfall af tekjum þótt ráðstöfunartekjurnar hækki meira.“ Ráðstöfunar- tekjur aukast BJÖRGUNARSVEITIN Víkverji í Vík í Mýrdal sótti í gær slasaðan sjó- mann í báti, sem staddur var um fjórar sjómílur utan við Vík. Sjómað- urinn fékk vír í andlitið og kallaði skipstjórinn eftir aðstoð um klukkan hálftólf í gær. Björgunarsveitar- menn fóru ásamt lækni með hjóla- báti til móts við bátinn. Að sögn Jóns Gunnarssonar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er ekki talið að sjómaðurinn sé alvar- lega slasaður. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Slasaði sjómaðurinn var fluttur í land í hjólabát Dyrhólaeyjaferða. Björgunarsveitarmenn úr Víkverja í Vík aðstoðu við björgunina. Slasaður sjó- maður sóttur á hjólabáti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.