Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 18

Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 18
Ólafsvík | Í sjávarþorpum landsins eru fiskveiðar uppi- staða atvinnulífsins og ungir menn stefna gjarnan að því að gerast sjómenn. Þessir ungu drengir, Finn Arnar Ástgeirs- son og Jakob Alfonsson, voru við fiskveiðar á höfninni í Ólafs- vík á dögunum. Veiddu þeir nokkra fiska en ekki voru þeir af stærri gerð- inni eins og drengirnir höfðu vonast eftir. Sáu þeir því aum- ur á fiskunum og slepptu þeim aftur í sjóinn svo þeir megi dafna og stækka áður en þeir lenda í höndum sjómanna síðar meir. Morgunblaðið/Alfons Fiskveiðar á bryggjunni Sjórinn Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Húnaþing | Húnaþing vestra býður nú um helgina til Grettishátíðar í níunda sinn. Í ár verður hátíðin í samstarfi við ferða- þjónustuna í héraðinu. Fjölmörg tilboð verða um gistingu, veitingar og ýmsa af- þreyingu, s.s. sjóferð á selaskoðunarbát, ratleikur, gönguferð í sérstakt heið- arumhverfi o.fl. Á laugardagskvöldið verður skemmtun í Grettisbóli á Laugarbakka, kór syngur, harmonikkusveit og unglingahljómsveit leika fyrir gesti, sögumaður segir frá áhugaverðum mönnum og minningum og myndasýning verður frá Víkingaskipinu Íslendingi. Á sunnudag verður síðan fjölskylduhá- tíð á Bjargi í Miðfirði, þar sem m.a. verð- ur sungið við undirleik húnvetnskra tón- listarmanna og hópur frá Glímusamtökum Íslands kynnir glímu með þátttöku gesta. Þá munu leiðbeinendur frá Vinnuskóla Húnaþings vestra stjórna leikjum fyrir yngstu gestina allan daginn auk þess sem boðið verður upp á gönguferðir um sögu- staðinn Bjarg og kvenfélagið Iðja sér um veitingar. Þá verður aflraunakeppni um Grettisbikara undir stjórn Andrésar Guð- mundssonar kraftajötuns. Nánari upplýsingar um Grettishátíðina má nálgast í upplýsingamiðstöðinni í Stað- arskála, á vef Forsvars.is og www.north- west.is. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Í safnaðarheimilið | Bæjarráð Dalvík- urbyggðar hefur samþykkt að taka efri hæð safnaðarheimilis Dalvíkurkirkju á leigu og nýta undir rekstur á nýrri leikskóladeild við Krílakot. Um er að ræða deild fyrir fimm ára gömul börn. Stjórnendur Krílakots hafa samþykkt þessa ráðstöfun en líta svo á að um bráðabirgðalausn sé að ræða. Tekið er fram í bókun bæjarráðs að í þessari sam- þykkt felist ekki að hafist verði handa við stækkun leikskólans. Vegagerð | Fyrirhugað er að bjóða út veg á Strandavegi, frá Illaholti að Eyjum nú í ár að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Ekki kemur fram hvenær verkið verður auglýst eða hversu langur vegarkaflinn er. Einnig er verkefni á Djúpvegi meðal fyr- irhugaðra útboða nú, vegurinn um Svans- vík. hjá Icelandair sá þetta viðtal og brást skjótt við og bauð honum að koma og kynnast landinu. Það var Arthur Björgvin Bollason sem tók að sér kynninguna og gerði það svo rækilega sagði Henryk að Ísland ásamt Ítalíu og Ísrael eru óskalöndin hans. Hen- ryk segir íbúa þessara landa eiga mikið sam- Ást í mótun.“ Þettaer fallegur titillá skrifum Hen- ryk Broder frá viku- blaðinu Der Spiegel. Hann er hér á landi ásamt ljósmyndaranum Ashkan Sahihi. Ferð þeirra félaga til Íslands er tileinkuð tveimur út- vörðum. Nefnilega Grímsey í norðri og Vestmannaeyjum í suðri. Henryk hefur komið ótal sinnum til landsins og segist al- gjörlega heillaður. Sömu sögu má segja um Ashkan ljósmyndara, hann er sannur aðdá- andi líka. Fyrir mörgum árum var Henryk í þýskum sjónvarps- viðtalsþætti og var spurður að því hvað hann langaði mest til að gera. Hann sagðist hafa verið fljótur til svars – Íslandsferð væri efst á óskalistanum. Fulltrúi eiginlegt. Fólkið er dug- mikið og hávaðasamt, stútfullt af fjöri og góð- um hugmyndum, sem það er óhrætt við að framkvæma. Erindið til landsins í þetta sinn segir hann spennandi, skrif um lífið í Grímsey og lífið um versl- unarmannahelgi í Vest- mannaeyjum fyrir les- endur Der Spiegel. Morgunblaðið/Helga Mattína Henryk Broder blaðamaður, til vinstri, og Ashkan Sahihi ljósmyndari á góðri stundu í Grímsey. Ást í mótun Forsætisnefnd Al-þingis er á ferða-lagi um N- Þingeyjarsýslu og heldur fund á Raufarhöfn. Þing- menn fóru að gantast og þá orti Halldór Blöndal: Á Raufarhöfn ég nöfnin engin nefni, en stundum verður flekkótt flík fólks sem er í pólitík. DV sagði frá stymp- ingum Árna Johnsen við dægurlagasöngvara í Eyjum. Friðrik Stein- grímsson orti: Í orðum jafnan er hann ber það allir heyra er vilja, og táknmálið hans Árna er enginn vandi að skilja. Hermann Jóhannesson orti sígilda vísu eftir Árni Johnsen sparkaði í bak- hlutann á Össuri Skarp- héðinssyni í þinghúsinu. Árni hafði nokkru áður framleitt sjónvarpsþætti um ferðalög sín. Lyftist upp í leiksins hita léttur fótur Eyjamanns. Sannast enn, sem vel menn vita, að víða liggja sporin hans. Af pólitík pebl@mbl.is Sandgerði | Nú um helgina verður mikið um dýrðir í Sandgerðisbæ, en þá blása bæj- arbúar til Sandgerðisdaga, þar sem vinir og velunnarar bæjarfélagsins eru hvattir til að koma og gleðjast með Sandgerðingum alla helgina. Þannig verður stanslaus fjöl- skylduskemmtun frá föstudagskvöldi til sunnudagskvölds. Vill Hattavinafélagið minna gesti hátíðarinnar á að allir föstu- dagar eru hattadagar í Sandgerði og því er mikilvægt að mæta með rétt höfuðföt á setningu hátíðarinnar í samkomuhúsi bæj- arins kl. 20. Meðal þess sem í boði verður eru afar fjölbreytt tónlistaratriði, m.a. frá Ragnari Bjarnasyni, South River band, Heru Hjart- ardóttur, Árna Johnsen og Brain Police. Þá verða listamennirnir Hlynur Pálsson, Björn Kristinsson og Reynir Katrínar með sýningar á verkum sínum. Trúðar munu tralla og töframenn galdra. Þá verður m.a. farið í lyftararallí og dorgveiðikeppni. Fjölbreytt skemmtan framundan Sandgerðisbær blæs til fjöl- skylduhátíðar um helgina Húsavík | Þingeyingar láta ljós sitt skína um þessar mundir, en nú standa Mæru- dagar yfir á Húsavík. Markmið þeirra er að veita þingeysku listafólki tækifæri til að kynna verk sín, að höfða til breiðs hóps og að vera eftirtektarvert innlegg í menning- arviðburði á Húsavík. Meðal þess sem í boði verður í dag, föstudag, er skemmtisigling á Skjálfanda á einu skonnortu landsins. Síðdegis verður Garðhornshátíð í endurhæfingargarði HÞ og Hvamms þar sem garðurinn verður formlega afhentur, en að því loknu verður firmakeppni í pútti á nýjum 18 holu pútt- velli garðsins. Konur í ITC-Flugu lesa hvalasögur í Hvalasafni og um kvöldið frumsýnir leikhópurinn Kláus Ritu í Sam- komuhúsinu. Brenna og flugeldasýning verður í Suðurfjöru kl. 22.30. Um helgina verður einnig fjölbreytt dagskrá í boði, stangveiðimót hefst strax í bítið í fyrramálið, laugardag, þá verður sameiginlegur hjólatúr og að honum lokn- um hjólakeppni. Hrútasýning verður síð- degis, miðnætursigling um Skjálfanda og dansleikir. Dorgveiðikeppni verður á sunnudag og eins verður þá boðið upp á sögugöngu um Húsavík. Mærudagar ♦♦♦ www.flugger.com Notaðu rakamælir og fáðu svarið Verð aðeins 998 kr. 10 28 61 Er tréverkið þurrt? Viðarvörn Stórhöfða 44 110 Reykjavik Sími 567 4400      

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.