Morgunblaðið - 05.08.2005, Side 19

Morgunblaðið - 05.08.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 19 MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Mjólkurþistill Styrkir og hreinsar lifrina HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Fellsmúli | „Húsnæðið okkar var löngu sprungið niðri í Hátúni, en þetta hefur gengið allt upp hjá okkur síðan við fluttum hingað í Fellsmúlann fyrir um ári,“ segir Anna K. Jakobsdóttir, versl- unarstjóri Góða hirðisins – nytja- markaðs SORPU, Hjálparstofn- unar kirkjunnar, Mæðra- styrksnefndar, Hjálpræðishersins og Rauða krossins, sem fluttist í nýtt húsnæði í Fellsmúla 28 (gamla húsnæði World Class) fyr- ir um ári. „Þetta er mjög þægileg stærð og ég held að við séum komin til að vera hér. Við ætlum að reyna að halda þessum dampi.“ Í Góða hirðinum er mikið líf þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði laust upp úr hádegi, en að sögn Önnu eru viðskipta- vinirnir afar tryggir og margir bíða eftir að markaðurinn verði opnaður kl. 12. „Þeir kalla sig Húnavinafélagið,“ segir Anna og bætir við að kúnnahópurinn sé ekki eingöngu tryggur heldur af- ar fjölbreyttur. „Hingað kemur alls konar fólk, t.d. útlendingar til að leita sér að gömlum og nýtilegum húsgögnum, fólk með hagsýnina að leiðarljósi og síðan líka ungt fólk sem er hrifið af sjö- unda og áttunda áratugnum, svona gamaldags dóti og hús- gögnum.“ Bíða ólmir eftir nýjum hlutum Í setustofu Góða hirðisins sitja nokkrir eldri menn, lesa bækur og drekka kaffi. „Þetta er hálf- gerð félagsmiðstöð hér fyrir suma og oft mikið líf hér,“ segir Anna. Veltan á munum er líka gríðarlega hröð og er ekkert öruggt að munur sem kemur inn í dag verði til sölu á morgun. „Margir bíða hreinlega eftir að við trillum út nýjum hlutum af lagernum og eru fljótir að næla sér í flotta hluti.“ Að sögn Önnu fara nú rúm fimmtíu tonn af munum í gegnum markaðinn á mánuði, veltan á þessu ári er komin upp í 337 tonn. „Þú getur ímyndað þér hvað þetta væri mikið rusl,“ segir Anna. „Þetta er mjög þýðing- armikið bæði hvað varðar sparn- aðinn sem af þessu hlýst fyrir fólk og líka það að það þarf ekki að urða þetta. Þetta er endurnýt- ing í sinni hreinustu mynd. Við erum líka að bjarga vissum menn- ingarverðmætum, hlutum sem eru hættir að sjást. Við tökum þá stundum frá og seljum ekki, held- ur höfum hér í búðinni til sýnis.“ Góði hirðirinn hefur nú þegar skilað yfir átta milljónum til góð- gerðarmála og hefur þannig að sögn Önnu staðið vel undir þeim væntingum sem gerðar eru til hans. „Þetta hefur legið jafnt og þétt upp á við og framlög okkar til líknarfélaganna aukist mjög undanfarin ár.“ Eins rusl er annars fjársjóður Í Góða hirðinum starfa átta fastráðnir starfsmenn og hafa þeir nóg að gera frá átta á morgnana þegar þeir taka til nýj- ustu nytjamunina, allt til lokunar markaðarins upp úr kl. fimm. Myrra Rós Þrastardóttir, sum- arstarfsmaður í Góða hirðinum, segir markaðinn afar góðan vinnustað. „Það er mjög skemmti- legur og góður starfsandi hér, samstarfsfólkið er afar gott og ég er mikill grúskari sjálf, svo ég missi aldrei áhugann,“ segir Myrra. Tíminn líður mjög hratt, maður veit ekki af sér fyrr en um hádegið og svo er dagurinn allt í einu búinn. Það er líka fullt af frægu fólki sem kemur hingað og leitar sér að áhugaverðum hlut- um. Eins manns rusl er annars fjársjóður. Það er líka svo mikið af furðulegu gömlu dóti sem kem- ur hér í gegn. Til dæmis komu hér um daginn tveir uppstoppaðir selir og líka gamall stóll með hreindýralöppum.“ Miðaldra maður sem á leið hjá tekur undir orð Myrru um fjár- sjóðinn. „Það er frábært að sjá alla þessa gömlu muni hérna,“ segir kúnninn. „Það er viss róm- antík í þessu. Þegar dóttir mín fór að búa keypti hún allt sitt hafurtask hér. Ég hef líka keypt ýmislegt hér og kem hingað reglulega, enda er alltaf hægt að finna eitthvað spennandi hérna.“ Góði hirðirinn hefur komið sér vel fyrir í nýju húsnæði í Fellsmúla Hreinasta form endurnýtingar Verslunarstjórinn Anna K. Jak- obsdóttir segir rekstur Góða hirð- isins bæði samfélagslega og um- hverfislega hagkvæman. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Sígild snilld Myrra Rós heilsar upp á vin sinn, drenginn með tárið, sem er klassískt minni á íslenskum heimilum, sannkallaður minningavaki. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Lestrarhestur Ólafur Friðriksson rithöfundur skoðar áhugaverða titla á bókum sem annars hefðu ratað á Álfsnesið. Markaður | Fatamarkaður Hjálp- ræðishersins á Akureyri verður opn- aður á ný í dag, föstudaginn 5. ágúst, eftir endurbætur á húsnæði. Á markaðnum er í boði notaður fatn- aður og munir á mjög vægu verði. Vinsældir markaðarins hafa vaxið jafnt og þétt og sjá margir sér hag í því að versla á hagkvæman hátt og um leið styrkja gott málefni. Allur ágóði markaðarins rennur til starf- semi Hjálpræðishersins á Akureyri, sem er meðal annars með öflugt starf fyrir börn og unglinga. Í tilefni af opnuninni verður kaffi á könnunni í boði hússins. Opið er frá 10 til 18. HAFIÐ er þema handverkshátíð- arinnar Handverks sem sett var á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit síðdeg- is í gær. Árni Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra opnaði sýninguna og sagði sýnendur koma alls staðar að af landinu og það skapaði mikla fjölbreytni þar sem siðir og venjur milli landshluta væru með mismun- andi hætti. Sýnendur endurspegluðu því sérkenni þeirra staða eða byggð- arlaga sem þeir kæmu frá, hvort sem væri í efnisvali eða efnisnotkun, menningu eða hefðum viðkomandi staða. „Þótt í Eyjafirði hafi löngum verið blómlegur búskapur þá hefur sjávar- útvegur ekki síður verið mikilvægur fyrir þetta byggðarlag og hefur hann verið rekinn af miklum myndarskap í gegnum tíðina. Það er því ánægju- legt fyrir mig sem sjávarútvegs- ráðherra að fá tækifæri til að vera með ykkur hér í dag þar sem hafið er þema handverkshátíðarinnar í ár,“ sagði Árni. Hann nefndi að sýningin væri liður í að varveita handbragð fyrri tíma auk þess sem sjá mætti nýja strauma og nýtt handbragð hjá þeim fjölmörgu sem þar sýndu muni sína. Sagði hann framtakið lofsvert og lýsti sérstakri ánægju með þema hátíðarinnar í ár. Sýningarsvæðið er í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla, á útisvæði og í kennsluhúsnæði auk þess sem mark- aður er við útitorg þar sem seldur er margvíslegur varningur. Í tengslum við sýninguna verða haldin fjögur handverksnámskeið, kennarar eru þrír norrænir lista- menn og einn íslenskur. Þannig býð- ur Therese Johanson upp á tvö eld- námskeið, annað fyrir byrjendur og hitt fyrir lengra komna. Jan-Erik Svenson verður með námskeið þar sem nemendur gera skálar m.a. úr kopar. Sune Oskarsson leiðbeinir á námskeiði þar sem nemendum verð- ur kennt að gera fuglaskálar og Sigga frá Grund verður með nám- skeið í að skreyta í spón og heil horn, en um er að ræða gamalt þjóð- arhandverk sem er að falla í gleymsku. Sýningin verður opin fram á sunnudag, 7. ágúst. Sjávarútvegsráðherra setti handverkshátíð á Hrafnagili Sýnendur endurspegla hefðir byggðarlaganna Morgunblaðið/Margrét Þóra Skartgripagerð Jan Jansen, forstjóri Creata í Hollandi, var mættur í fyrsta sinn á sýninguna og rétt gaf sér tíma til að líta upp úr verkinu, en hann verður eflaust iðinn við að búa til skartgripi alla helgina. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Kópnum klappað. Stöllurnar á myndinni voru hrifnar af þessum fallega selkóp sem er til sýnis á handverkshátíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.