Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 22

Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 22
Ingunn Sighvatsdóttir hefurbúið um nokkurra ára skeið íBologna og vinnur þar á um-boðsskrifstofu fyrir óp- erusöngvara. Hún er orðin vel kunnug ítalskri matarhefð og mæl- ir hiklaust með þessum þremur sælkerabúðum sem allar eru á svip- uðum slóðum. Tvær þeirra standa við götuna Via Drapperie, en hún er skammt frá þar sem tvíbura- turnarnir skökku, Torri degli As- inelli, standa miðsvæðis. Fyrsta ber að nefna sælkerabúð- ina hjá Gilberto í húsi númer 5 við Via Drapperie, en þangað segist Ingunn oft fara þegar hana vantar gjafir til að færa vinum og kunn- ingjum. „Hér er flest heimatilbúið og í hæsta gæðaflokki, hvort sem það er súkkulaði, marmelaði eða lí- kjörar. Hér fást líka sjaldgæfar kryddvörur og niðri er vínkjallari sem er fullur af frábærum vínum. Ég versla oft hér fyrir jólin til að senda fólkinu mínu heima á Íslandi eitthvað gott frá Ítalíu og lauma því með í jólapakkana. Ég kaupi líka góð vín hér þegar ég og mað- urinn minn erum boðin í mat eða höldum sjálf matarboð og langar að bjóða upp á sérstök gæðavín. Af- greiðslufólkið hér hefur gott vit á vínum og ég fæ því alltaf góðar leiðbeiningar. Hér er ótrúlegt úr- val vína frá hinum ýmsu framleið- endum. Kaffi og árstíðabundið nammi Allir þekkja Brunello di Montal- cino-vínin frá Toscana, en þau eru til dæmis mjög góð með kjöti, þung og bragðmikil. Annað mikið uppá- haldsvín hjá okkur sem ég keypti einmitt hér í fyrsta skipti er rauð- vín frá Sikiley, Santa Cecilia frá Planeta-framleiðandanum, líka ein- staklega bragðmikið og gott vín til að borða með kjötréttum. Við erum voða íhaldssöm í hvítvínunum, bjóðum oftast upp á Verdicchio með fiskréttum, en það er ósköp ljúft hvítvín frá Marche-héraðinu, nánar tiltekið Jesi.“ Hjá Gilberto fæst líka úrvalsgott kaffi sem er malað og pakkað á staðnum og þar er lítill kaffibar og bæði hægt að kaupa sér sopa eða fá að smakka. Handgerða súkkulaðið er ein- staklega gott og líka formfagurt en árstíðirnar ráða því hvaða súkku- laðitegundir fást hverju sinni, því sumt súkkulaði er svo mjúkt að það bráðnar í sumarhitanum og fæst þá aðeins yfir vetrartímann. Ingunn segir ekkert jafnast á við súkku- laðihjúpaðan appelsínubörk í strimlum sem fæst einmitt fyrir jól- in og er að hennar sögn alveg ómótstæðilegt. Við hús númer 8b í sömu götu, Via Drapperie, er fiskbúð nokkur sem heitir Pescheria L’Adriatica. Auðvelt er að finna hana því kassar fullir af alls konar fiski flæða úr búðinni langt út á götu. Í þessa fiskbúð fer Ingunn ævinlega ef til stendur að elda eitthvert fiskmeti. Þarna ægir saman ólíkustu teg- undum af framandi fiski. Sjá má sverðfisk, lifandi risastóra krabba, smokkfiska, hverskonar smáfiska, kolkrabba og ótal margt fleira. „Þegar ég kom hingað fyrst vissi ég ekki hvernig matreiðslu allra þessara framandi tegunda af fiski væri háttað. En Pincini-hjónin sem eiga þessa búð og eru frá fiski- mannaborginni Ancona sem stend- ur við Adríahafsströndina, þau voru fús að kenna mér og ég fékk góðar leiðbeiningar og uppskriftir hjá þeim og hef því prófað ótal fisk- tegundir sem ég hafði aldrei smakkað áður.“ Kasólétt í biðröð í ískulda til að fá jólafiskinn Á Ítalíu er það til siðs að elda fisk á aðfangadagskvöld, og á jólunum fyrir rúmu ári keypti Ingunn rán- dýra risahumra hjá Pincini-hjón- unum, sem hún svo sauð lifandi eft- ir settum reglum. „Þá gerði ég líka bestu fiskisúpu sem ég hef nokkurn tíma eldað, algjört sælgæti, en upp- skriftina að henni fékk ég hjá kon- unni í búðinni. Ég var kasólétt að dóttur minni um þessi jól og ég stóð hér í biðröð á aðfangadagsmorgun í tvo og hálfan tíma í ískulda og röðin náði langt út á götu, sem seg- ir allt um það hversu hráefnið er gott og eftirsóknarvert. Um ára- mótin hafði ég vaðið fyrir neðan mig og pantaði fisk með fyrirvara til að losna við biðröðina.“ Úrvals parmaskinka Í nærliggjandi götu, Via Pesch- erie Vecchie (rétt hjá aðaltorginu Piazza Maggiore), er búð sem heit- ir La Baita. Hana ætti enginn að láta framhjá sér fara sem hefur áhuga á ostum, hinum ýmsu skinkutegundum, spægipylsu, fersku pasta og fleiru í þeim dúr. Allt sem þarna fæst er í hæsta gæðaflokki. „Ef þessi búð er ekki rétti staðurinn til að kaupa par- maskinku, þá veit ég ekki hvar það væri. Mörgum finnst enn meira varið í San Daniele-hráskinkuna, sem er ennþá mildari og frá San Daniele del Friuli. Persónulega er ég mjög hrifin af hráskinku frá Toscana, sem er bragðsterkari og saltari en þessar tvær tegundir. Allir ættu svo að smakka hina frægu Mortadella-spægipylsu, sem er eitt af sérkennum Bologna. Hún er mjög góð sem lítill lystaukandi réttur á undan aðalrétti, en þá er hún skorin í teninga og sett á pinna.“ Kindaostur, fjallaostur og reyktur ostur Ostavalið í La Baita er ótrúlegt og þar eru m.a. ótal tegundir af pecorino (kindaosti). „Þar eru í uppáhaldi hjá mér annars vegar ostarnir frá Sardegna og hins veg- ar Toscana. Þeir fást í mismunandi aldursflokkum og því eldri sem ost- urinn er, þeim mun bragðsterkari er hann og líka harðari. Annar frábær ostur er taleggio, fjallaostur sem minnir dálítið á ýmsa svissneska osta, mjúkur og ákaflega bragðsterkur ostur sem hreinlega flæðir um þegar hann fer að eldast (lyktin er líka mjög sterk). Ég mæli sérstaklega með reykt- um osti sem heitir Scamorza, hann er brúnn á litinn því reykt húð er utan á honum. Þessi ostur er góður þegar búið er að grilla hann hægt yfir eldi og hann borinn fram með grilluðu rauðu salati sem heitir Ri- dicchio rosso. Þetta er góður for- réttur eða jafnvel aðalréttur fyrir þá sem ekki vilja borða kjöt. Um daginn keypti ég í fyrsta sinn reyktan mozzarellaost hjá þeim í La Baita, mjög sérstakt og gott þótt ég sé nú meira fyrir venjulega Mozzarellaostinn og náttúrulega mozzarella di bufala þegar vel stendur á í buddunni.“ Pasta litað með smokkfisksbleki Síðast en ekki síst er La Baita- búðin fræg fyrir heimatilbúna past- að sem þar er boðið upp á. „Mér er sérstaklega minnisstætt svart tor- tellini sem við borðuðum með vin- um okkar og keyptum þarna. Tort- ellini-pastað er þá litað með „nero di seppia“ sem er smokkfisksblek. Dásamlega gott! Annað frábært pasta sem fæst oft hjá þeim er rav- ioli með tartufo-fyllingu, alger sæl- keramatur og um að gera að mat- reiða á sem einfaldastan hátt svo tartufo-bragðið komist óskert til skila.“ Starfsfólkið í La Baita er öllu vant og hægt er að fá nánast hverju sem er pakkað inn í loftþétt- ar umbúðir svo það er auðvelt að kippa einhverju góðgæti með sér heim til Íslands. 22 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Það sem skiptir mestu máli við gerð þessarar fiskisúpu er að hafa fyrsta flokks hráefni. Fyrir fjóra: 1 græn paprika (sæt) 1 skúfur steinselja 2 hvítlauksrif 5–6 þroskaðir rauðir tómatar (þar sem íslenskir tómatar eru dálítið súrir eru þeir ekki mjög hentugir til eldunar. Því væri betra að blanda þá með afhýdd- um tómötum úr dós, eða nota eingöngu tómata úr dós). 15 matskeiðar ólífuolía Salt og rauður chilipipar, eftir smekk Fiskur (magn sem dugar fyrir fjóra): Hér er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða, en það sem var í jólafiskisúpunni góðu var eftirfarandi: ferskur túnfiskur þrjár mismunandi tegundir af smærri humri (lifandi!) rækjur (lifandi!) coda di rospo (eins konar skötu- selur eða svipaður fiskur) ferskur kræklingur í skel ferskur vongole (ítalskur skel- fiskur sem fæst niðursoðinn á Ís- landi og heitir venusarskel eða freyjuskel) Annars er um að gera að hafa þann fisk sem er ferskastur og bestur hverju sinni, þess vegna ýsu, lúðu, karfa, kola eða skötusel. Framkvæmd: Fylla botninn á pottinum með tómötum, skornum í bita. Bæta út í steinselju og hvítlauk skornum í bita, síðan papriku skorinni í strimla, olíu og salti. Kveikja undir og láta krauma í fáeinar mínútur (nægilega lengi til að bræða saltið og mauka tóm- atana). Setja síðan fiskinn út í, stærri stykkin/fiskana í miðjuna og minni stykkin/fiskana meðfram. Setja lok á og láta malla í 20–30 mínútur. Athugið að hrista pott- inn af og til svo tómatarnir festist ekki við botninn. Þegar rétturinn er tilbúinn á að borða hann strax, rjúkandi heitan beint af eldavélinni. Gott er að hafa baguette sem meðlæti eða eitthvert annað gott brauð. Fiskisúpa alla Vastese FERÐALÖG Ostar og kjötlæri uppi um alla veggi í La Baita. Þeir sælkerar sem ferðast til Ítalíu og koma við í háskóla- borginni Bologna ættu ekki að láta þrjár litlar matarbúðir í mið- bænum framhjá sér fara. Kristín Heiða Kristinsdóttir fór á miðbæjarrölt með Ingunni Sighvats- dóttur og kynntist þessum lystaukandi búðum. Morgunblaðið/Kristín Heiða Ingunn Sighvatsdóttir er hér meðal eðalvína í vínkjallaranum í sælkerabúðinni hjá Gilberto. Súkkulaði- og vínbúð: Drogheria Gilberto Via Drapperie, 5, Bologna Sími og fax: 051-223925 Fiskbúð: Pescheria L’Adriatica Via Drap- perie 8b, Bologna S: 051-228695 Skinku-, osta- og pastabúðin: La Baita Via Pescherie Vecchie 3/A, Bologna, Sími: 051/223940 Eðalvín og parma- skinka í Bologna khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.