Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 24

Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. G UÐMUNDUR Jóns- son, bóndi og hrepp- stjóri í Munaðarnesi á Ströndum, mun flytja af jörð sinni í haust, en Munaðarnes er nyrsti bær á Ströndum þar sem enn er stundaður búskapur. Hann segir það ekki skemmtiverk að flytja frá Munaðarnesi þar sem hann er fæddur og uppalinn, en það þýði ekki annað en að vera raunsær. Guðmundur og kona hans, Sól- veig Jónsdóttir frá Stóru-Ávík, hafa búið í Munaðarnesi síðan um 1960. „Við erum orðin fullorðið fólk og ég er orðinn ræfill í skrokkn- um og kannski kjarklaus. Það er erfitt að vera hér á veturna og mjög erfitt fyrir okkur tvö. Þetta er mjög snjóþungt svæði og veru- leg snjóflóðahætta. Stundum hef- ur maður sloppið með skrekkinn. Maður er oft lokaður inni í fleiri mánuði ef því er að skipta. Maður gat tekist á við þetta á yngri ár- um, en ég treysti mér ekki til þess lengur,“ segir Guðmundur, sem orðinn er 66 ára gamall. Guðmundur keypti sér vélsleða fyrir nokkrum árum og segir hann að það hafi bjargað miklu. Raunar væri hann löngu farinn ef hann hefði ekki haft sleðann. Guð- mundur segir að síðustu vetur hafi verið mildir. „En þeir koma aftur, hörðu veturnir. Ég trúi a.m.k. ekki öðru. Maður þekkir það af reynslunni.“ Áður var búið á sex bæjum Það var fjölmennt í Munaðar- nesi á árum áður, en Guðmundur segir að þar hafi orðið breyting á. „Þegar ég var að alast upp var bú- ið á sex bæjum í Munaðarnesi og á þeim bjuggu 30 manns. Nú er- um við bara tvö eftir.“ Guðmundur hóf búskap í Mun- aðarnesi í kringum 1960, en hann var á vertíðum á yngri árum jafn- framt því að hjálpa foreldrum sín- um í búskapnum. „Þegar ég náði mér í konu fór ég að hokra hérna og er búinn að gera það síðan.“ Bændur í Munaðarnesi hafa í ekki og ekki drapst á mótorn heldur sigldi í hringi þó að ha væri á hliðinni. „Ég var svo f sjáll að ég var með spotta bund við bátinn sem ég hélt alltaf í m annarri hendinni. Þetta bjarg lífi mínu því ég dróst með bátn þangað til mótorinn stoppaði þá gat ég kraflað mig upp á bát og hangið á honum,“ segir G mundur. Báturinn, sem Guðmund kallar Háska, hefur ekki ve snertur síðan. Kemur og fer með farfuglunum Guðmundur hefur búið m sauðfé og gert út trillu, en kvót er lítill, aðeins um átta tonn. G mundur segir að útgerðin meira sér til skemmtunar. „En hef fiskað ágætlega þessa túra sem ég hef farið. Nógur fiskurinn.“ Guðmundur segist í reynd h brugðið búi í fyrra. Þá bjó ha með um 160 kindur, en hann ge samning við ríkið um að hætta b skap en hélt eftir 10 rollum. „Þ fara í haust.“ Guðmundur segir að það s gegnum árin haft tekjur af land- búnaði og sjósókn. Guðmundur segir að búin hafi ekki endilega verið stór, 40–60 kindur, og svo hafi menn sótt sjóinn. „Menn höfðu svona í sig og á, kannski að- eins rúmlega það stundum. Síðan var selveiði stunduð, en selurinn var étinn upp til agna. Hann er al- veg horfinn. Munaðarnes þótti góð rekajörð, en það er liðin tíð. Það er alveg hætt að reka, hvað sem veldur því.“ Nærri drukknaður á „Háska“ Litlu munaði að Guðmundur færist fyrir tveimur árum þegar hann var að sækja rekavið. „Ég var nærri búinn að drepa mig. Ég hékk á bátnum í upp undir klukkutíma, hálfur í sjó. Konan og dætur mínar björguðu mér. Ég var orðinn nokkuð illa haldinn. Sjórinn var fjandi kaldur.“ Guðmundur hafði nýlega keypt sér lítinn álbát sem hann segir að hafi verið hin mesta háskafleyta. Hann segist að vísu ekki hafa þekkt vel inn á bátinn, en ein- hvern veginn hafi spýturnar náð að velta bátnum. Báturinn sökk Guðmundur Jónsson á nyrsta bæ á Ströndum fly „Ekki skemmtiverk en verður að vera raun „Það er ekkert grín að taka sig upp,“ segir Guðmundur Jónsson. Gu dóttir frá Stóru-Ávík, hafa búið í Munaðarnesi síðan um 1960. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is LOKSINS glaðnaði til í Norrköping í gær og sólin skein á fjölda gesta sem komnir voru til að fylgjast með Heimsmeistaramóti íslenska hestsins 2005. Dagskráin hófst á forkeppni í fimmgangi og var Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur ánægður með stöðu mála þar. Styrmir Árnason er með forystu á Hlyni frá Kjarnholtum og Vignir Jónasson á Hrannari von Svada-Kol-Kir er í 3.–4. sæti. Aðrir Íslendingar náðu ekki inn í úrslit. Sig- urbjörn Bárðarson var 12. í röðinni og næst- ur að komast í B-úrslit. Í keppninni fann hann fyrir svima og eftir að hann hafði lokið keppni var leitað til læknis og hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann var hafður til eft- irlits í nótt. Einnig var keppt í gæðingaskeiði í gær og voru nokkrar vonir bundnar við árangur Valdimars Bergstað á Feykivindi frá Svigna- skarði. Hann var með góðan tíma í fyrri sprettinum en Feykivindur stökk upp í þeim seinni og féllu þeir félagar úr keppni. Berg- þór Eggertsson lenti í 4. sæti á Lótusi von Aldenghoor með 7,88 og Vignir Jónasson á Hrannari von Svada-Kol-Kir í því 8. með 7,30. Sigurður Sæmundsson sagði að ljóst hefði verið eftir að hafa séð til þeirra Magn- andi seldir arar b yfir 2 Dag fjórga hrossa 100 m Þei A-úrs frá K Danm 3.–4 von S 3.-4 vom B 5. N 7,03. landi, drik R ården Gimst man-K holti, Blæ ansse Fré www.m sjá á horse úsar Skúlasonar og Johans Häggberg, sem keppa fyrir Svíþjóð, við æfingar undanfarna daga að íslensku keppendurnir mundu varla vinna þá. Þeir Magnús og Mjölnir frá Dalbæ urðu efstir í gæðingaskeiðinu með 8,75 og Johan var næstur á Aski frá Håkansgården með 8,63. Mótið var formlega sett í gær og við það tækifæri hélt Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra ræðu. Talið er að gestir hafi verið orðnir 6.500 í fyrrakvöld, en tölur um fjölda gesta í gær lágu ekki fyrir, en þeim fer fjölg- Íslendingar efstir ef keppni í fimmgangi Eftir Ásdísi Haraldsdóttir asdish@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Styrmir Árnason á Hlyni frá Kjarnholtum I er efstur í fimmgangi eftir forkeppnina. KORNIÐ SEM FYLLIR MÆLINN? Talsverður áhugi virðist vera áþví innan samtaka bænda aðskattgreiðendur styrki þá til að rækta korn á jörðum sínum. Í fréttaskýringu Egils Ólafssonar blaðamanns í Morgunblaðinu í gær kemur reyndar fram að ósætti sé inn- an landbúnaðarins um kornræktar- styrkina, því að ýmsir bændur telji sig munu missa spón úr aski sínum, ef hluti núverandi landbúnaðarstyrkja verður færður yfir í kornræktar- styrki. Þannig telji kúabændur, sem nú þegar njóta meirihluta landbún- aðarstyrkjanna, að verði peningar settir í kornrækt muni þeir tapa styrkjum. Og einhverjir sauðfjár- bændur bendi á að þeir búi á svæðum, þar sem kornrækt sé erfið, og þess vegna myndu kornræktarstyrkir fela í sér tekjuskerðingu fyrir þá. Í þessu karpi hagsmunahópa bænda virðist það kannski gleymast, að það er ekki verið að tala um þeirra peninga, heldur peninga skattgreið- enda. Íslenzkir skattgreiðendur hafa vafalaust flestir skilning á því að nauðsyn beri til að styrkja landbún- aðinn. Forsendurnar fyrir því að styrkja eina atvinnugrein um millj- arða króna árlega eru, eins og Morg- unblaðið hefur ítrekað bent á, fyrst og fremst sögulegar. Landbúnaður- inn hefur lengi gegnt mikilvægu hlut- verki í íslenzku efnahagslífi og menn- ingu. Honum tengjast ákveðnir lífshættir, sem vert er að varðveita. Það er sjónarmið að framleiða þurfi landbúnaðarvörur innanlands til að tryggja ákveðið fæðuöryggi á óvissu- tímum. Og landbúnaðarstyrkir þjóna líka því hlutverki að varðveita tiltekið byggðamynztur í landinu. En allt hlýtur þetta að miðast við hinar hefðbundnu búgreinar. Það eru engar forsendur fyrir því að taka upp nýja ríkisstyrki við nýjar búgreinar, sem eiga sér litla eða enga sögulega hefð. Það á smám saman að stefna að hagræðingu og aukinni samkeppni í hinum hefðbundnu búgreinum, þann- ig að hægt sé að draga úr styrkjum skattgreiðenda til þeirra. Og þess sparnaðar eiga skattgreiðendur að njóta. Það á ekki að nota peningana til að efna til nýs, ríkisstyrkts at- vinnurekstrar. Slíkt gæti jafnvel haft í för með sér að bændur, sem í dag njóta ekki styrkja, t.d. svínabændur, kæmust á jötuna hjá skattgreiðend- um með því að plægja dálítinn akur. Bændasamtökin og yfirvöld land- búnaðarmála í landinu verða að skilja að skattgreiðendur geta ekki látið bjóða sér hvað sem er í þessum efn- um. Það reynir á þolinmæði þeirra, sem greiða annars vegar hluta af laununum sínum í einhverja hæstu landbúnaðarstyrki í heimi og þurfa hins vegar að reiða fram eitthvert hæsta verð sem um getur á byggðu bóli fyrir landbúnaðarvörur úti í búð. Ríkisstyrkir til kornræktar kynnu að verða kornið sem fyllti mælinn hjá skattgreiðendum. Þær röksemdir heyrast, þegar rætt er um það eins og sjálfsagðan hlut að íslenzkt launafólk borgi mönnum fyrir að rækta korn á jörð- um sínum, að önnur ríki styrki sína kornrækt og slíkt verði heimilað í nýjum landbúnaðarsamningum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Það má vel vera og mörg ríki styrkja kornbændur – en þar á kornrækt sér líka víðast langa hefð og rökin fyrir styrkjunum eru svipuð og fyrir styrkjum til sauðfjár- og kúabænda á Íslandi. Það eru ekki rök fyrir því að taka upp óhagkvæmt og flókið kerfi rík- isstyrkja, þar sem ekkert er fyrir, að slíkt kerfi sé í öðrum löndum. Önnur ríki styrkja til dæmis mörg hver sjáv- arútveg sinn með peningum skatt- greiðenda, með svipuðum rökum og landbúnaðurinn er víða styrktur; að varðveita þurfi lífshætti og byggða- mynztur sem atvinnugreinin hefur skapað. Þýðir það að Ísland eigi að gera slíkt hið sama? Nei – bæði at- vinnugreinin sjálf, stjórnmálamenn og almenningur á Íslandi átta sig á að slíkt myndi aðeins drepa frumkvæði í greininni í dróma, draga úr sam- keppnishæfni hennar og gera hana að þurfalingi. Þess í stað berjast íslenzk stjórnvöld fyrir því á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar að dregið verði úr ríkisstyrkjum í sjáv- arútvegi, hvarvetna í heiminum. Það er rétt stefna og ástæða væri til að hvetja samningamenn Íslands í land- búnaðarmálunum til að tala oftar við samningamennina í sjávarútvegsmál- unum og hlusta á þeirra sjónarmið – ef þetta væru ekki sömu samninga- mennirnir. FRELSI FJALLANNA FYLGIR ÁBYRGÐ Hálendi Íslands verður sífellt vin-sælla til ferðalaga, ekki sízt gönguferða, bæði hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Hluti af að- dráttarafli hálendisins er víðáttan, frelsið og möguleikinn á að sjá varla nokkurn annan mann, jafnvel að ferðast einn dögum saman, ráða ferðaáætlun sinni og hitta fáa. Því miður býður slíkur ferðamáti líka hættunni heim. Veður geta gerzt vá- lynd til fjalla, jafnvel að sumarlagi. Í fyrrasumar varð hörmulegt slys þegar ísraelskur ferðamaður varð úti við Hrafntinnusker. Hann hafði lagt af stað illa búinn í vondu veðri, þrátt fyrir aðvaranir skálavarða. Nú í vikunni kom upp önnur nei- kvæð hlið á frelsi ferðalangsins á há- lendinu þegar tugir björgunarsveit- armanna leituðu í rigningu og kulda að spænskum ferðamanni, sem ekki hafði skilað sér þangað sem hann átti pantaða gistingu. Á meðan svaf Spán- verjinn svefni hinna réttlátu í gisti- húsi á Kirkjubæjarklaustri. Í ljós kom að maðurinn hafði ekki hugmynd um það öryggisnet, sem skálaverðir í fjallaskálum mynda; að látið er vita ef menn skila sér ekki í næturstað. Atburðir af þessu tagi; annar hörmulegur en hinn fyrst og fremst bagalegur, undirstrika nauðsyn þess að ferðamönnum, jafnt íslenzkum sem erlendum, séu kynntar rækilega þær skráðu sem óskráðu reglur, sem gilda um ferðalög á hálendinu. Fólk verður að gera sér grein fyrir að frelsinu fylgir ábyrgð; að láta vita af ferðum sínum, jafnt í þágu eigin ör- yggis og til að fyrirbyggja að aðrir leggi mikið á sig við leit, sem síðan reynist óþörf og ástæðulaus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.