Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elsa KristínGuðlaugsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 26. mars 1924. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Ólafs- dóttir, verkakona og verkalýðsfröm- uður í Eyjum, og Guðlaugur Gíslason úrsmiður. Elsa var næstelst fjögurra systkina sem öll eru látin: Gísli, starfaði um áraraðir hjá Trygg- ingamiðstöðinni hf., Ólína Bjarna húsmóðir og Karl úrsmiður. Hinn 8. desember 1945 giftist Elsa Birgi Ólafi Helgasyni, f. 15.10. 1923, d. 22.1. 1992. Þau eignuðust fjóra syni, þeir eru: 1) Hilmar vélvirki, f. 1946, búsettur í Þýskalandi. Börn hans eru Thomas, Stephanie og Kristin. 2) Viðar, starfsmaður sendiráðs Ís- lands í Kaupmanna- höfn, f. 1954, kvæntur Sigríði Hjörvarsdóttir. Börn þeirra eru Elsa Kristín og Eva Lind. 3) Guðlaugur Kristinn, innkaupa- stjóri hjá Skýli 1, f. 1961, kvæntur Hall- dóru Jónu Snorra- dóttir. Börn hans eru Hjördís Elsa, Birgir Ólafur og Björgvin, stjúpson- ur. 4) Helgi hæsta- réttarlögmaður, f. 1962, kvæntur Unu Maríu Óskarsdóttur. Börn þeirra eru Elín Ósk, Birgir Ólaf- ur og Diljá. Elsa ólst upp í Vestmannaeyj- um, en flutti til Reykjavíkur tæp- lega tvítug. Auk húsmóðurstarfa vann hún um áraraðir við mötu- neyti nemenda Menntaskólans í Hamrahlíð. Elsa verður jarðsung- in frá kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þá fyrst skiljum við dauðann þegar hann leggur hönd á einhvern sem við elskum. (Madame de Stael.) Þessi orð fá mann einnig til þess að hugleiða þá staðreynd að dauð- inn er líka lausn frá þjáningunni. Tengdamóðir mín, Elsa Kristín Guðlaugsdóttir, er látin. Hún hafði í nokkur ár átt í baráttu við sjúk- dóminn Alzheimer sem gerir fólk ósjálfbjarga og rænir flestum minningunum. Elsa missti mann sinn, Birgi Ólaf Helgason bifreiðastjóra og fyrrverandi birgðavörð hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur, 22. janúar 1992 og var það henni þungt. Hún var þó að eðlisfari fremur jákvæð- ur einstaklingur, fór stundum sín- ar eigin leiðir og var að ákveðnu leyti kvenskörungur, þó af gamla skólanum væri. Á hjúskaparárum Elsu og Birgis var annar tíðarandi en nú, þar sem húsmóðirin sá um heimilið og húsbóndinn um að afla björg í bú. Elsa fór þó nokkuð snemma út á vinnumarkaðinn mið- að við húsmæður á þessum tíma. Hún réði sig m.a. í vinnu hjá breska sendiráðinu og straujaði þar lín. Þar var hún á heimavelli, því iðin var hún og lagði mikið upp úr að hafa heimilið fallegt og snyrtilegt. Vinnudagurinn í sendi- ráðinu gat verið langur og ég man að hún sagði mér að Birgir hefði stundum verið óþreyjufullur að bíða eftir henni og alls ekki verið hrifinn af því þegar svo hagaði til að hún fékk heimferð með einum sendiráðsbílnum. Hún hélt þó sínu striki og lét orð hans ekki á sig fá. Þegar ég hugsa til baka og reyni að renna yfir lífshlaup Elsu finnst mér eins og reynsla hennar úr uppeldinu hafa á ákveðinn hátt gert hana meðvitaða um réttindi og skyldur kynjanna og réttlæti í þjóðfélaginu þótt hún hafi ekki mikið beitt sér í umræðunni. Móð- ir Elsu, Kristín Ólafsdóttir var nefnilega mikil kvenréttindakona, m.a. fyrsti formaður Verkakvenna- félagsins Snótar í Vestmannaeyj- um og mikil baráttukona innan Al- þýðuflokksins. Ég man að ég, unga móðirin, setti henni og Birgi nokkrar strangar reglur þegar El- ín Ósk, frumburður okkar Helga, fæddist. Reglurnar voru bæði upp- eldis- og samskiptareglur og um mataræði. Elsa mátti t.d. ekki gefa henni sælgæti nema á laugardög- um því ég vildi passa tennurnar hennar eins vel og ég gat og hafði því nokkurskonar eftirlit með öll- um sem umgengust hana. Þá fannst mér líka mjög mikilvægt að barnið væri ekki látið heyra hvað sem var vegna þess að börn eru auðvitað mjög móttækileg og var ég nokkuð stíf í þessum efnum. Elsa var nú ekki sérlega hrifin af þessari reglu með sælgætið og virti hana ekki alltaf, enda var hún af annarri kynslóð þar sem fólki fannst það best sýna væntumþykju sína og ástúð með því að rétta sæl- gæti að börnum. Ég sagði henni oft að barninu myndi þykja alveg jafn vænt um hana ef hún hældi henni þegar við ætti og sýndi henni ástúð sína með öðrum hætti. Barninu varð auðvitað ekki meint af góðgætinu sem hún fékk og tennurnar líka óskemmdar. Elsa, tengdamóðir mín, var ferskleg í framkomu, félagslynd og gat yrt á alla sem á vegi hennar urðu, sem er mikill kostur. Oftar en ekki voru athugasemdir hennar eða upphaf samræðna hressileg og gátu því auðveldlega leitt menn áfram í létt spjall. Ég vil kveðja Elsu, tengdamóð- ur mína, og þakka henni fyrir allt gott frá fyrri tíð, nú vonum við öll að henni líði mun betur en áður. Við aðstandendur Elsu Kristínar Guðlaugsdóttur viljum þakka starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar fyrir alúðlega og góða umönnum hennar, sem og öll- um þeim sem hafa sýnt okkur hlý- hug vegna fráfalls hennar. Una María Óskarsdóttir. Fallin er frá Elsa amma mín. Þegar litið er yfir farinn veg þá er margs að minnast eins og geng- ur. Þegar hugurinn reikar til þeirra stunda sem ég átti með henni þegar ég var lítil man ég einna helst eftir minnisleiknum sem ég lærði á leikskólanum. Henni þótti hann svo sniðugur að við þrjú; ég, amma og afi, spil- uðum hann oft. Hann fólst í því að breiða viskastykki yfir nokkra hluti, leggja þá þó á minnið fyrst og reyna að muna hverjir þeir voru eftir að stykkið var lagt yfir. Það er ekki nema von að henni hafi líkað leikurinn enda bæði þroskandi fyrir börn og þá sem eldri eru. Hún stóð sig alla jafna með prýði í þessum leik og var það ekki fyrr en síðustu æviárin sem minnið átti eftir að leika hana grátt. Frá þeim tíma hef ég vonað að í hjarta sínu muni hún eftir mér. Hún átti alla hlutina undir stykkinu góða sem voru fagrir og það sama má segja um hana og hennar heimili. Henni var það hjartans mál að eiga fallegt heimili og vera sem best til fara sjálf. Hún ELSA KRISTÍN GUÐLAUGSDÓTTIR ✝ Guðbjörg Þórð-ardóttir fæddist í Reykjavík 16. apr- íl 1952. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut að morgni 30. júlí síð- astliðins. Foreldrar Guðbjargar eru Ingibjörg J. Jónas- dóttir, f. 13.2. 1929 og Þórður Snæ- björnsson, f. 19.10. 1931.Guðbjörg var elst fimm systkina. Hin eru Sturla, Herdís, Jónas og Ingibjörg Erna. Guðbjörg giftist 25. ágúst 1973 Birni S. Pálssyni, f. 5.1. 1949. Foreldrar hans eru Guðrún E. Björnsdóttir, f. 22.11. 1928, d. 10.8. 2000 og Páll M. Aðalsteins- son, f. 15.5. 1927. Börn Guðbjarg- ar og Björns eru: 1) Eva, f. 5.6. 1970, sambýlismaður Jóhann Bjarki Júlíusson, f. 17.8. 1970, dóttir hans er Sóley Rut, f. 10.3. 1993. 2) Íris, f. 13.1.1973, gift Helga Mar Árnasyni, f. 19.6. 1972, dóttir þeirra er Marín, f. 20.6. 2002. 3) Björn Ívar, f. 29.3. 1988. Guðbjörg ólst upp í foreldra- húsum í Hveragerði og gekk í Barna- og unglingaskólann þar og þaðan lauk hún seinna Landsprófi. Ennfremur stund- aði Guðbjörg nám einn vetur við Skógaskóla. Guð- björg lauk námi við Fjölbrautaskóla Suðurlands og í framhaldi af því stundaði hún fjar- nám við Kenn- araháskólann og var í fyrsta út- skriftarhópi þeirra sem útskrifuðust sem kennarar eftir fjarnám, árið 1996. Guðbjörg og Björn hófu búskap í Hveragerði 1970. Árið 1979 fluttu þau til Ísafjarðar þar sem þau bjuggu í fjögur ár. Eftir það bjuggu þau í Hveragerði til ársins 1998 en þá settu þau sig niður í vesturbæ Reykjavíkur. Guðbjörg vann við bankastörf bæði í Hveragerði og á Ísafirði. Þá var hún kennari við Grunn- skólann í Hveragerði og enn- fremur skólaritari þar í nokkur ár. Þegar Guðbjörg og Björn fluttu til Reykjavíkur réð hún sig sem kennara við Mýrarhúsa- skóla. Guðbjörg verður jarðsungin frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Ástkæra dóttir. Næm, skynsöm, ljúf í lyndi lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði ég af þér, í minni muntu mér; því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíl í friði elsku stúlkan okkar og hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Mamma og pabbi. Ég sakna Guðbjargar alveg óskaplega mikið. Núna hellast minn- ingarnar yfir, ekki síst um litlu hversdagslegu atriðin. Ég sakna þess hvernig væntumþykjan færðist alltaf yfir andlit Guðbjargar þegar við hittumst, ég sakna þess hvernig hún heilsaði mér í símanum, ég sakna kímninnar og stríðnislega brossins. Ég sakna lærissneiða með ananasi og osti ofaná, ég sakna um- hyggjusamrar stjórnsemi og ég sakna þess hversu hún var alltaf lengi að kveðja. Ég er líka þakklátur fyrir það að hafa tekið þátt í lífi þessarar sterku konu. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman, því hún breytti lífi mínu og ég vonandi henn- ar. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið að gera Guðbjörgu að ömmu og ég þykist vita að hún var líka þakklát fyrir það. Hún var stolt yfir að vera Buggamma en því miður var ömmutíminn alltof stuttur. Hún sinnti ömmuhlutverkinu af lífi og sál, jafnvel á meðan hún glímdi við erf- iðan sjúkdóm. Marín var ömmugullið hennar og sjálf var hún gull af ömmu. Svona eftir á að hyggja var Guð- björg jafnvel meiri félagi minn en tengdamóðir. Við rökræddum mikið og það var sama hvar bar niður, hún hafði skoðanir á öllu mögulegu og ómögulegu og lét þær óspart í ljós. Við vorum sammála um margt en þó ekki allt og mig grunar að stundum hafi hún gert sér upp skoðanir til að geta stofnað til rökræðna, því að hún naut þess að skiptast á skoðunum. Yfirleitt komumst við að einhverri málamiðlun ef við vorum ósammála eða þá að hún beygði mig í duftið. En ég held að við útkljáum rökræðuna um afnotagjöldin bara einhverntíma seinna. Mér þótti afskaplega vænt um hana Guðbjörgu og ég gleymi henni aldrei. Ég vona að góður Guð veiti Birni og okkur hinum styrk til að varðveita minningu hennar um alla tíð. Helgi Mar. Elsku systir. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elskulega systir, þau voru þung sporin þegar ég bar foreldrum okkar og systkinum dánarfregn þína, stórt skarð er komið í systkinahópinn sem aldrei verður fyllt. Þú varst elst okk- ar systkina og tókst þá ábyrgð sem því fylgir af mikilli alvöru, það er svo margs að minnast úr æsku af lífleg- um og glaðværum hópi fimm systk- ina. Það var aldrei vafi í huga okkar hver stjórnaði hópnum, það gerðir þú af rökfestu eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur í lífinu. Ákvörðun þín um að fara í kennara- nám kom mér ekki á óvart, þar var þinn starfsvettvangur í lífinu kom- inn. Þau voru lánsöm börnin sem nutu leiðsagnar þinnar í námi og leik. Nemendur þínir gáfu þér styrk í baráttunni með kærleika sínum til þín. Elsku systir, en nú er lífsbaráttu þinni lokið eftir langt og óvægið stríð við hinn illvíga sjúkdóm sem krabba- meinið er. Þú barðist allan tímann eins og hetja við meinið sem hrjáði þig og vannst sigra með ótrúlegri bjartsýni og dugnaði. Barátta og bjartsýni var þitt viðhorf og á þann hátt ætlaðir þú þér sigur í barátt- uninn. En að lokum varðstu undan að láta. Það er sárt að þú skyldir ekki fá fleiri ár til að njóta lífsins með fjöl- skyldunni, börnum og barnabörnum, það var svo margt sem þú áttir ógert og hugur þinn stóð til bæði í leik og starfi. En ég trúi að þér sé ætlað annað hlutverk á öðrum stað, og ein- hvers staðar, einhvern tímann aftur hittumst við á ný kæra systir. Ég bið fyrir þér með bæninni sem við báðum saman í æsku; Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guð geymi þig að eilífu, elsku syst- ir, hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Herdís. Það er erfitt að sitja hér við eld- húsborðið í sumarbústaðnum okkar Svenna hér í Skötufirði og skrifa minningargrein um elskulegu systur mína, hana Buggu. Ég og Svenni kvöddum hana dag- inn sem við fórum vestur og þar var ég þegar hún yfirgaf þennan heim. Héðan úr Skötufirðinum eigum við svo margar góðar minningar. Hingað komu Bugga, Björn Ívar og Bjössi á hverju ári frá 1998 að und- anskildu einu ári, enda sagði Bugga alltaf, ég verð að komast vestur og anda að mér vestfirsku fjallalofti og fá kraftinn úr fjöllunum. Hún vildi sjá um uppvaskið, sópa gólfið og hafa alltaf heitt á könnunni þegar við Bjössi komum úr veiði. Buggu fannst svo notalegt að slappa af og lesa góð- ar bækur inni í bústað eða sleikja sól- skinið, strákarnir okkar höfðu alltaf í nógu að snúast þarna, fara á sjóinn, veiða mink eða róa á tjörninni. Bugga og Bjössi keyptu húsbíl sem þau áttu í 3 ár og fórum við nokkrar ferðir saman og á ég margar góðar minningar frá þeim tíma. Það eru tíu ár á milli okkar og kom það oft í hennar hlut að passa mig og svæfa á kvöldin og á unglingsárun- um gaf hún mér oft ráðleggingar og reyndi að leiðbeina mér. Bugga og Bjössi eignuðust Evu 1970 og Írisi 1973 svo liðu 15 ár, þá kom prinsinn hann Björn Ívar í heiminn í mars 1988, sama ár og Jó- hann minn, þá varð samgangur okk- ar meiri, við pössuðum hvora fyrir aðra í gegnum árin og voru þeir miklir vinir, Björn Ívar, Jóhann og Anton. Eftir að þið fluttuð til Reykjavíkur 1998 hittumst við sjaldnar, allt of sjaldan. Minningin um Buggu mína mun alltaf lifa í hjarta mínu og kveð ég hana með söknuði. Bjössi, Eva, Íris og Björn Ívar og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur innilega samúð mína. Erna systir. Í haust eru liðin 40 ár síðan við fluttum í Hveragerði. Fyrstu ná- grannarnir sem við kynntumst voru Imma og Þórður, sem bjuggu gegnt okkur og ráku gróðrarstöð. Með okkur bundust fljótlega vináttubönd, sem aldrei hafa rofnað. Imma og Þórður áttu fimm börn. Þeirra elst var Guðbjörg – Bugga. Við höfum verið svo heppin að eiga hana að, bæði í leik og starfi. Mér er í fersku minni fallegur vormorgunn. Bugga var komin í „gaggann“. Um sexleytið var bankað léttilega á svefnherbergisgluggann. Ég rauk til dyra. Þar stóð hún með stílabók í hönd, horfði brosleit á mig og sagði: „Getur þú nokkuð hlýtt mér yfir þessar landafræðispurningar? Ég er að fara í próf á eftir.“ Maður neitar ekki námfúsum unglingi um slíka bón. Og lífið gekk sinn gang. Bjössi kom inn í líf Buggu. Þau hófu búskap í Hveragerði og eignuðust þar börn- in sín þrjú ; Evu, Írisi og Björn Ívar. Bugga alltaf nálæg okkur. Haustið 1988 voru barna- og gagn- fræðaskólarnir í Hveragerði samein- aðir. Þar stóðum við Guðjón við stjórnvölinn og réðum Buggu skóla- ritara. Starf skólaritara er mikilvæg- ara en margur hyggur. Segja má að skólaritari sé nokkurs konar sam- nefnari í skólastarfinu. Starfi sínu sinnti Bugga af mikilli prýði, það var ómetanlegt að hafa hana fyrir fram- an skrifstofuna sína. Alltaf glöð og hress. Eftir ýmsar uppákomur sem Bugga þurfti að fást við voru lokaorð hennar gjarnan „Þá höfum við þetta svona og ekkert Hornstrandakjaft- æði.“ Á þessum árum datt henni í hug að verða kennari, sótti um í KHÍ og hóf fjarnám með vinnunni. Ég fylgdist með og komst fljótt að því hvílíka elju og ástundun fólk í fjarnámi þurfti að sýna. Stundum gat ég rétt henni hjálparhönd og var eitt atvik okkur ógleymanlegt. Lengi höfðum við reynt að finna stund til að fara yf- ir einhvern kafla í málfræðinni. Loks GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.