Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 33
MINNINGAR
átti fulla skúffu af slæðum sem
fyrir litla stúlku var afskaplega
gaman að komast í, slæður og sjöl
sem skörtuðu öllum regnbogans
litum þó svo að bleikur væri
ríkjandi sem var jú hennar uppá-
haldslitur.
Hún átti það til að ota að mér
sætindum þegar ég kom í heim-
sókn þrátt fyrir mótmæli móður
minnar, enda sætindi einungis til
brúks á laugardögum. Hún komst
þó stundum upp með það mér til
ómældrar ánægju.
Pönnukökur fékk ég líka oft hjá
henni sem mér þóttu góðar en
skemmtilegast var þó að sykra
þær því sykurstaukurinn var mér
þá mjög framandi. Ég hef alltaf
viljað eignast slíkan stauk, læt
kannski verða af því eða reyni að
hafa uppi á hennar.
Elsku amma, höfum að leiðar-
ljósi eftirfarandi orð Hannesar
Péturssonar:
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
Þín sonardóttir,
Elín Ósk Helgadóttir.
Elsku besta frænka mín. Nú ert
þú farin frá okkur og komin til
Bibba mannsins þíns og foreldra
þinna og systkina. Þar sem minni
þitt var farið að bregðast þér und-
ir það síðasta, mundir þú lengst af
eftir Ólínu systur þinni, mömmu
minni, en þið voruð ákaflega sam-
rýmdar og góðar vinkonur og allt-
af saknaðir þú hennar, en hún dó
langt um aldur fram.
Margar fjölskyldur eiga sína
uppáhaldsfrænku og þú varst allt-
af uppáhaldsfrænka okkar systk-
inanna og reyndar margra ann-
arra. Þú varst alltaf svo ljúf og
góð, alltaf í góðu skapi og stutt í
hláturinn. Ég minnist þess þegar
þú komst í heimsókn til okkar
systkinanna þá kysstir þú okkur
alltaf á augun og kallaðir okkur
gælunöfnum, en það var eitthvað
sem enginn komst upp með nema
þú.
Elsku frænka mín, ég vil þakka
þér fyrir allar ánægjulegu stund-
irnar, sem ég átti með þér og
Bibba þínum, þegar ég var lítil. Ég
var svo oft hjá ykkur og þú hafðir
svo gaman af að láta fólk halda að
ég væri dóttir þín, því ég þótti allt-
af líkari þér en mömmu minni.
Hvíl þú í friði og blessuð sé
minning þín.
Hilda Hilmarsdóttir.
stakk ég upp á því að við hittumst
næsta laugardagsmorgun úti í skóla
og gengjum í málið. Þar mundi eng-
inn trufla okkur. Og allt gekk það
eftir. Þegar ég kom heim voru dætur
mínar undrandi á fjarvist minni.
Enginn vissi hvar ég var og síminn
hafði glumið allan morguninn. Ég
átti nefnilega að vera á leið upp í
Þórsmörk með vinkonum mínum og
hafði steingleymt því í „skipulagn-
ingunni“.
Fyrir átta árum fluttu Bugga og
Bjössi til Reykjavíkur, vestast í vest-
urbæinn og gerðust sannir KR-ing-
ar. Hún fór að kenna í Mýrarhúsa-
skóla og líkaði vel. Síðast áttum við
ljúfa kvöldstund í janúar sl. Fyrr um
daginn höfðum við kvatt kæran vin
sem farinn var yfir móðuna miklu.
Þá var Bugga glaðbeitt og einörð og
sagði mér að nú væri baráttan unnin.
Henni væri batnað, hún væri farin að
vinna svolítið og framtíðin væri
björt. En óvinurinn lá í leyni og gerði
harða atlögu að henni – atlögu sem
hún átti ekki svar við.
Það hefur fækkað í vinahópnum.
Söknuðurinn er sár.
Við sendum Bjössa og fjölskyldu
hans allri, foreldrum hennar og
systkinum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Guð blessi minningu Guðbjargar
Þórðardóttur.
Pálína Snorradóttir
og fjölskylda.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Í dag kveðjum við í Mýrarhúsa-
skóla samstarfskonu okkar Guð-
björgu Þórðardóttur sem lést langt
um aldur fram hinn 30. júlí. Bugga
hóf störf sem umsjónarkennari við
skólann í ágúst 1998. Þá voru að hefj-
ast miklar breytingar í tæknimálum.
Því var það mikill fengur fyrir skól-
ann að fá til starfa kennara sem hafði
góða þekkingu á því sviði. Það var
gott að leita til hennar og hún ávann
sér þar strax traust samstarfsmanna
sinna. Það kom líka fljótt í ljós að
Bugga var góður kennari sem náði
vel til nemenda sinna. Hún lagði sig
alla fram við að kynnast nemendum
sínum og laða fram það besta í hverj-
um og einum. Hún var samviskusöm,
vann verk sín vel og hafði mikinn
metnað í starfi. Þetta leiddi til þess
að hún var vinsæll kennari sem nem-
endur treystu og báru virðingu fyrir.
Hún var einnig vel liðin af samstarfs-
fólki sínu, enda var gott að vinna með
henni. Á góðum stundum var hún
hrókur alls fagnaðar og lét sig sjald-
an vanta. Stór hópur frá skólanum
fór í ógleymanlega námsferð til
Serbíu vorið 2003 og var Bugga með
í þeirri ferð og naut sín vel. Hún var
fróðleiksfús og drakk í sig sögu
þessa fallega lands.
Það var okkur öllum mikið áfall
þegar Bugga greindist með alvarleg-
an sjúkdóm. Hún fór í veikindafrí en
var dugleg að koma í heimsókn og
leyfa okkur að fylgjast með hvernig
gengi. Um síðustu áramót kom hún
aftur til starfa og það gladdi okkur
mikið að sjá hvað hún leit vel út og
virtist vera á góðum batavegi. En
það er ekki hægt að sigrast á öllu og í
sumar þurfti Bugga okkar að láta
undan. Hún hafði sýnt ótrúlegt þrek
og mikla bjartsýni. Hún stóð ekki ein
því að hún á góða fjölskyldu sem hef-
ur staðið við hlið hennar og stutt
hana á þessum erfiðu tímum.
Við hér í Mýrarhúsaskóla höfum
misst góðan samstarfsmann sem við
munum minnast með hlýju og þakk-
læti. Við sendum fjölskyldu hennar
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum Guð að vera með þeim.
Samstarfsfólk
í Mýrarhúsaskóla.
Drottinn gefur, Drottinn tekur.
Hann deyðir, skapar, endurvekur.
Hans voldugt nafn sé vegsamað.
Láti’ hann blómin falla að foldu,
hann fræið geymir djúpt í moldu
uns vorið blíða vekur það.
Þótt höfuð hneigi blóm
mót haustsins kalda róm,
sigur lífsins
oss sýndur er þá sumra fer.
Ó, lífsins Herra, lof sé þér.
(Valdimar V. Snævarr.)
Hvíl þú í friði, elsku Bugga okkar,
og hafðu þökk fyrir allt.
Elsku Bjössi, Eva, Íris, Björn Ívar
og fjölskyldur, Imma og Þórður,
megi góður guð halda verndarhendi
sinni yfir ykkur og styrkja í þessari
miklu sorg.
Eyrún, Snorri, Sif
og fjölskyldur.
Elsku Guðbjörg, ég vil skila smá-
kveðju til þín á þessari sorgar-
stundu. Ég met vel það sem þú hefur
gert fyrir mig sem kennarinn minn,
ég fann alltaf fyrir hlýju þegar ég var
nálægt þér og betri kennara hefði ég
ekki getað óskað mér. Megi guð og
englarnir á himnum vernda þig. En
þú mátt vita að ég mun alltaf hugsa
til þín með góðri minningu um góðan
kennara og góða manneskju sem ég
var svo heppin að fá að kynnast.
Englar megi fylgja þér
þá miklu sáru braut,
ljósin lýsa yfir hér
og lina þína þraut.
(HK)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ég og fjölskylda mín vottum fjöl-
skyldu þinni og öðrum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð.
Guð geymi þig Guðbjörg mín.
Rakel Ýr, 6-B, Mýró.
Bugga, vinkona okkar, er fallin
frá, langt um aldur fram, úr erfiðum
sjúkdómi sem því miður alltof marg-
ir þurfa að glíma við, bæði ungir sem
aldnir.
Við minnumst Buggu með miklum
hlýhug og söknuði þegar við hugsum
um dagana sem við skemmtum okk-
ur saman. Bugga var einstaklega
einlæg og góð vinkona, alltaf með
góða skapið meðferðis. Það var nota-
legt og hlýlegt að vera með henni.
Bugga var óspör á hlýju faðmlögin
og dillandi hláturinn.
Við vinkonurnar hittumst reglu-
lega í 13 ár í Hveragerði og spiluðum
þá saman bridge. Þá ríkti jafnan
mikil gleði og oftast var spaugað
meira en spilað.
Við fórum árlega með eiginmönn-
um okkar í lúxusferðir til Reykjavík-
ur. Við færðum þeim þá jafnan sér-
stakar tækifærisgjafir og þáðum
skemmtilegar vísur að launum, sem
Bjössi átti heiðurinn af.
Bugga hafði sterkan persónuleika
sem einkenndist af virðuleika, ein-
lægni og öryggi í framkomu, hún var
heiðarleg, stolt og trú sínum vinum.
Við minnumst góðrar vinkonu með
söknuði, og þökkum af alhug allar
samverustundir okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Kæri Bjössi, Eva, Íris, Björn Ívar,
foreldrar Buggu, systkini og fjöl-
skyldur ykkar allra, við vottum ykk-
ur okkar dýpstu samúð. Guð blessi
minningu Buggu.
Ingibjörg, Júlíana og Kristín.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein.
Minningar-
greinar
Elsku Þórður.
Á stundu sem þess-
ari er hugur okkar hjá þér. Við vilj-
um þakka þér fyrir þá miklu aðstoð
og alla þá fyrirhyggju og umhyggju
sem þú hefur veitt okkur í gegnum
árin. Þér verður aldrei fullþakkað
fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir
okkur. Þú varst yndislegt barn og
sonur sem allir foreldrar geta verið
stoltir af. Við vitum að góður Guð
tekur á móti þér með opnum örmum
og heldur yfir þér verndarhendi. Það
hefur verið okkur erfiður tími að sjá
á eftir þér í blóma lífsins en allar
minningarnar um þig, verkin þín og
hjálpfýsi ylja okkur um hjartarætur.
Við biðjum góðan Guð að varðveita
þig og geyma. Megi hann einnig
styðja Diddu, Gunna, Guðlaug og
Helga og fjölskyldur þeirra og bræð-
ur þína og fjölskyldur í gegnum sorg-
ina.
ÞÓRÐUR JÓN
GUÐLAUGSSON
✝ Þórður Jón Guðlaugsson
fæddist í Hafnar-
firði 13. maí 1953.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi 23. júlí
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 3.
ágúst.
Vertu í faðmi frelsarans,
falinn allar stundir.
Vængjaskóli væru hans,
vaktu og sofðu undir.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Höndin þín, Drottinn,
hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Guð geymi þig, elsku drengurinn
okkar.
Mamma og pabbi.
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞORGERÐAR SVEINSDÓTTUR
kennara
frá Kolsstöðum í Miðdölum,
síðast til heimilis á Droplaugarstöðum.
Helga Sveinsdóttir, Valdimar Guðnason,
Jón R. Sveinsson, Guðrún Óskarsdóttir,
Sigríður Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELSU SIGURÐARDÓTTUR,
Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík.
Björgvin Þórðarson, Svanfríður Jakobsdóttir,
Helga Þórðardóttir,
Ófeigur Sigurðsson,
ömmu- og langömmubörn.
Lokað
í dag milli kl. 12 og 14 vegna jarðarfarar GUÐBJARGAR
ÞÓRÐARDÓTTUR.
Misty nærföt, sími 551 3366
Misty skór, sími 551 2070,
Laugavegi 178,
105 Reykjavík.