Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Reyndu að finna tíma til þess að fá útrás
fyrir sköpunargleðina í dag. Þú ert
handlagnasta merki dýrahringsins og
elskar að uppgötva nýjar vinnuaðferðir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið sér leiðir til þess að hagnast á
fasteignum eða einhverju sem viðkemur
heimilinu. Það er fullt bjartsýni að þessu
leyti.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú hugsar eins og sigurvegari í dag og
býst við að hafa betur. Það er lykillinn að
velgengni þinni. Til hamingju.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn fær frábærar hugmyndir til
aukinnar tekjuöflunar í dag. Líka á
morgun. Annað hvort er um að ræða
hugmyndir tengdar fasteignum eða
heimilinu á einhvern hátt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið á frábæran dag í vændum. Það er
hresst í bragði, jákvætt og bjartsýnt á
lífið og tilveruna. Þannig viðhorf laðar að
fólk og tækifæri.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan ber hag þeirra sem eru ekki jafn
lánsamir og hún raunverulega fyrir
brjósti. Þig langar til þess að leggja eitt-
hvað af mörkum, ef þú getur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú nýtur tímans sem þú verð með vinum
eða í góðum hópi. Fólk virðist almennt
vel upplagt og samskipti ganga prýði-
lega.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Fólk dáist að sporðdrekanum og ber
virðingu fyrir honum. Hann virðist eiga
svör við öllu. Hugsanlega veit hann hvað
hann er að gera og hvert hann stefnir,
eða lætur a.m.k. þannig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Nýjar uppgötvanir á heimspekilegum,
trúarlegum eða pólitískum vettvangi
vekja áhuga bogmannsins. Það er eins
og hann hafi fengið nýja sýn á lífið.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin fær góðar hugmyndir um
það hvernig aðrir geta fengið sem mest
út úr auðlindum sínum. Fólk ætti að
hlusta á ráð hennar, hún veit hvað hún
syngur.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Notaðu daginn til þess að útkljá mikil-
væg mál við maka, nána vini eða aðra.
Ákefð vatnsberans hrífur aðra. Fólk er
til í að hlusta á hann og taka undir skoð-
anir hans.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fisknum veitist auðvelt að fá vinnufélag-
ana til liðs við sig. Hann má búast við því
að fá þær fjárreiður, birgðir eða liðsinni
sem hann þarf á að halda.
Stjörnuspá
Frances Drake
Ljón
Afmælisbarn dagsins:
Þú nýtur sviðsljóssins og hefur gaman af
því að lyfta þér upp, fara í frí og njóta lífs-
ins. Frelsi er þér mikilvægt og þú eyðir
peningum eins og þér sýnist, ekki síst ef
um afþreyingu er að ræða. Þú vilt að öðr-
um líki við þig og þannig er það oftast.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Tónlist
Cafe Catalina | Trúbadorinn Garðar Garð-
arsson spilar og syngur á Catalinu.
Café Rosenberg | Hinn sænski Andreas
Öberg leikur djass í samstarfi við Hrafna-
spark og DjangoJazz. Tónleikarnir hefjast
kl. 21.30 og er selt inn við innganginn á
1.500 kr.
Gallerí Humar eða frægð! | Steintryggur
(Sigtryggur Baldursson og Steingrímur
Guðmundsson) í tónleikaröð Grapevine og
Smekkleysu.
Kringlukráin | Hljómsveitin Dans á rósum
frá Vestmannaeyjum skemmtir. Hefst kl.
23.
Nasa | Stórtónleikar Heru á NASA kl 21.30
Einnig koma fram sérstakir gestir Mega-
sukk. Miðasala í verslunum Skífunnar. For-
sala á nýrri plötu Heru – Don’t play this
fyrir tónleikagesti. Nánari upplýsingar á:
www.herasings.com.
Ráðhúskaffi Þorlákshöfn | Tónleikar með
KK og Magnúsi Eiríkssyni á Hafnardögum í
Þorlákshöfn.
Vélsmiðjan, Akureyri | Hljómsveitin Sér-
sveitin leikur föstudags- og laugardags-
kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til mið-
nættis.
Þorlákshöfn | Fjölskyldutónleikar með
hljómsveitinni Á móti sól á Hafnardögum í
Þorlákshöfn. Sjá dagskrá á vefnum hafnar-
dagar.is.
Myndlist
101 gallery | Þórdís Aðalsteinsdóttir til 9.
sept. Opið fim.–lau. 14–17.
Árbæjarsafn | Anna Gunnarsdóttir opnar
sýninguna Ljóshaf – lýsandi form úr þæfðri
ull í Listmunahorninu á Árbæjarsafni, 6.
ágúst. Sýningin er opin 10–17 alla daga og
stendur til 18. ágúst.
Café Karólína | Eiríkur Arnar Magnússon í
Listagilinu á Akureyri. Eiríkur Arnar er
fæddur á Akureyri 1975 og stundaði nám á
listasviði FB og við Myndlistaskólann á
Akureyri og stundar nú nam í Listaháskóla
Íslands. Sýningin stendur til 26. ágúst.
Deiglan | Sigurður Pétur Högnason (Siggi
P). Olíumálverk. Til 21. ágúst. þri.–sun. frá
13 til 17.
Eden, Hveragerði | Jón Ingi Sigurmunds-
son sýnir olíu-, pastel- og vatnslitamyndir
til 7. ágúst. www.joningi.com.
Ferðaþjónustan í Heydal | Helga Krist-
mundsdóttir hefur haldið margar einka- og
samsýningar víða í Evrópu, nú síðast í
Hafnarborg 2005. Hún var kjörinn lita-
maður ársins í Ebeltoft 1998 og litagrafíu-
maður ársins 2000 í Árósum.
Gallerí Humar eða frægð! | Myndasögur í
sprengjubyrgi. Sýnd verk eftir Ólaf J.
Engilbertsson, Bjarna Hinriksson, Jóhann
L. Torfason, Halldór Baldursson, Þórarin
Leifsson, Braga Halldórsson og fleiri sem
kenndir eru við GISP! Einnig myndir úr
Grapevine. Til 31. ágúst.
Gallerí Terpentine | Gunnar Örn til 13.
ágúst.
Grunnskólinn Þykkvabæ | Listaveisla.
Verk 5 listamanna: Elías Hjörleifsson,
Ómar Smári Kristinsson, Hekla Björk Guð-
mundsdóttir, Hallgerður Haraldsdóttir og
Árni Johnsen. Opið 4. til 7. og 11. til 14.
ágúst frá kl. 18–22 og kl. 14–18 um helgar.
Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn
Benediktsson. Fiskisagan flýgur, ljós-
myndir. Til 31. ágúst.
Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan
Sarcevic, Elke Krystufek og On Kawara til
21. ágúst.
Handverk og hönnun | Sýningin „Sögur af
landi“ stendur nú yfir í sýningarsal Hand-
verks og hönnunar. Til sýnis er bæði hefð-
bundinn íslenskur listiðnaður og nútíma
hönnun úr fjölbreyttu hráefni. Á sýning-
unni eru hlutir frá 33 aðilum m.a. úr leir,
gleri, pappír, hrosshári, roði, ull og silfri.
Sýningunni lýkur 4. sept.
Hótel Geysir, Haukadal | Árni Björn Guð-
jónsson sýnir olíumyndir af íslensku lands-
lagi. Til 14. ágúst frá kl 8 til 23.
Hrafnista, Hafnarfirði | Trausti Magnús-
son sýnir í menningarsal til 23. ágúst.
Jöklasýningin á Höfn | Farandsýningin Í
hlutanna eðli til 7. ágúst. Opið alla daga frá
10 til 22.
Laxársstöð | Sýning Aðalheiðar S. Ey-
steinsdóttur, Hreindýr og dvergar í göng-
um Laxárstöðvar.
Listasafn ASÍ | Sumarsýning Listasafns
ASÍ 2005. Sýning á verkum úr eigu safns-
ins til 7. ágúst. Aðgangur er ókeypis.
Listasafnið á Akureyri | Skrýmsl – óvættir
og afskræmingar til 21. ágúst.
Listasafn Ísafjarðar | Katrín Elvarsdóttir
sýnir nýja ljósmyndaseríu sem kallast
„Heimþrá“. Sýningin stendur fram í byrjun
október og er opin mánudaga til föstu-
daga frá kl. 13–19 og laugardaga frá kl. 13
til 16.
Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21.
ágúst.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabriel
Kuri, Jennifer Allora, Guilliermo Calzadilla,
Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir,
John Latham, Kristján Guðmundsson til
21. ágúst.
Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn-
ingu má nú sjá sænskt listagler.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr
safneign. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Lest.
Dieter Roth til 21. ágúst.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Úrval verka frá 20. öld til 25. september.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sumar-
sýning. Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sig-
urjón Ólafsson. Opið frá 14 til 17.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | 28. maí 28.
ágúst 2005. „Rótleysi“ markar þau tíma-
mót að tíu ár eru liðin frá stofnun lýðræðis
í Suður-Afríku. Opið 12–19 virka daga, 13–17
um helgar.
Norræna húsið | Grús – Ásdís Sif Gunnars-
dóttir, Helgi Þórsson, Magnús Logi Krist-
insson. Terra Borealis – Andy Horner. Til
28. ágúst.
Safnahús Borgarfjarðar | Pétur Pét-
ursson sýnir 15 málverk í Safnahúsi Borg-
arfjarðar. Opið virka daga kl. 13 til 18. Sýn-
ingin stendur til 19. ágúst.
Safnahúsið á Húsavík | Guðmundur Karl
Ásbjörnsson sýnir verk sín í fyrsta skipti á
Íslandi eftir 11 ára hlé. Sýningin stendur til
28. ágúst.
Skaftfell | Myndbreytingar – Inga Jóns-
dóttir sýnir til 13. ágúst.
Skriðuklaustur | Ítalski listamaðurinn Gu-
iseppe Venturini sýnir teikningar úr Fljóts-
dal til 14. ágúst.
Thorvaldsen Bar | Ljósmyndir Maríu
Kjartansdóttur, teknar af íslenskum ung-
lingum á aldrinum 16–20ára á mennta-
skólaböllum. Þær sýna sveitta strákinn í
stelpuleit, kossana, afbrýðisemina, ból-
urnar, sjálfsmeðvitundina og allt það sem
einkennir hormónasamfélagið í heild sinni.
Vínbarinn | Rósa Matthíasdóttir sýnir
mósaíkspegla.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Mynd á
þili er afrakstur rannsókna Þóru Kristjáns-
dóttur á listgripum Þjóðminjasafns Íslands
frá 16., 17. og 18. öld. Markmið sýningar-
innar er að kynna til sögunnar listamenn
sem hægt er að eigna ákveðin listaverk í
eigu safnsins. Einnig er komin út bók um
sama efni. Kristinn Ingvarsson hefur hefur
lagt rækt við svarthvítt portrett og hefur
lag á að finna samhljóm milli persóna og
umhverfis. Margir þekkja stakar ljós-
myndir Kristins en með því að safna úrvali
af þeim saman birtist ný og óvænt mynd.
Þrastalundur, Grímsnesi | Listakonan
María K. Einarsdóttir sýnir 20 myndverk
til 26. ágúst.
Leiklist
Iðnó | On the Way to Heaven (Gullna hlið-
ið), nýtt gamanleikrit í flutningi Ferðaleik-
hússins. Öll mánudags og föstudagskvöld
kl. 20.30. 551 9181.
Listasýning
Kvennaskólinn á Blönduósi | Sögusýning
Kvennaskólans á Blönduósi verður opin
6.–7. ágúst, kl. 14–17.
Söfn
Bókasafn Kópavogs | Dagar villtra blóma.
Á Bókasafni Kópavogs stendur yfir sýning
á ljóðum um þjóðarblómið holtasóley og
önnur villt blóm. Sýningin var sett upp í til-
efni af Degi villtra blóma og stendur yfir út
ágúst. Falleg ljóð og sumarlegt efni. Bæk-
urnar sem innihalda ljóðin eru allar til út-
láns á safninu.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga í sumar frá kl. 9–
17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku,
sænsku og þýsku um húsið. Margmiðl-
unarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í
nágrenninu. Nánar á www.gljufrasteinn.is.
Minjasafnið á Akureyri | Eyjafjörður frá
öndverðu, saga fjarðarins frá landnámi
fram yfir siðaskipti. Akureyri bærinn við
Pollinn, þættir úr sögu Akureyrar frá upp-
hafi til nútímans. Myndir úr mínu lífi… Ljós-
myndir Gunnlaugs P. Kristinssonar frá
Akureyri 1955–1985.
Skriðuklaustur | Sýning um miðalda-
klaustrið að Skriðu og fornleifarannsókn á
því. Sýndir munir úr uppgreftri síðustu ára
og leiðsögn um klausturrústirnar.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til menn-
ing og samfélag í 1.200 ár, á að veita inn-
sýn í sögu íslensku þjóðarinnar frá land-
námi til nútíma. Á henni getur að líta um
2.000 muni allt frá landnámstíð til nútíma
auk um 1.000 ljósmynda frá 20. öld. Sýn-
ingin er hugsuð sem ferð í gegnum tímann.
Mannfagnaður
Súðavík | Listasumar í Súðavík til 7.
ágúst. Hátíðin er haldin í sjöunda sinn.
Málverkasýning Sigríðar Rannveigar Jóns-
dóttur, kvikmyndasýning, brenna og
brekkusöngur o.m.fl.
Íþróttir
ICC | Bikarsyrpa Eddu útgáfu og Tafl-
félagsins Hellis verður haldin 7. ágúst og
hefst kl. 20. Verðlaun eru í boði Eddu út-
gáfu. Nánari upplýsingar um syrpuna og
mótið má nálgast á www.hellir.com.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 veglynd, 8 súld,
9 málmur, 10 ask, 11 víð-
an, 13 galdrakerlinga,
15 sorgmædd, 18 safna
saman, 21 stormur, 22
gleðjist yfir, 23 peningum,
24 valdagræðgi.
Lóðrétt | 2 bárum, 3 eydd-
ur, 4 höndin, 5 kaldur, 6
guðir, 7 þrjóska, 12 óhljóð,
14 slöngu, 15 sjó, 16 ekki
eins gamalt, 17 rist, 18
fugl, 19 mikill sigur, 20
sárt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 nepja, 4 segja, 7 grófa, 8 opinn, 9 lap, 11 iðan, 13
saur, 14 okans, 15 holt, 17 skel, 20 man, 22 niðja, 23 ýlfur,
24 agnar, 25 trimm.
Lóðrétt | 1 negri, 2 prófa, 3 aðal, 4 skop, 5 geiga, 6 annar,
10 apana, 12 not, 13 sss, 15 henta, 16 liðin, 18 kefli, 19 lær-
um, 20 maur, 21 nýtt.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is 50 ÁRA afmæli. Laufey Elsa Sól-veigardóttir, Sigtúni 21,
Reykjavík, er fimmtug í dag, föstudag-
inn 5. ágúst. Hún og eiginmaður henn-
ar, Friðrik Friðriksson, eru stödd á
Mallorca á afmælisdaginn.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Útsala
Opið virka daga kl. 10-18
laugardaga kl. 10-16
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi
sími 554 4433
Í NORSKA húsinu í Stykkishólmi verður opnuð á laugardag sýningin Mannlíf í myndum.
Um er að ræða sýningu á myndum úr Ljósmyndasafni Stykkishólms og gefur að líta á
ljósmyndunum hús og fólk í Stykkishólmi og nágrenni frá síðustu öld.
Safn mynda Jóhanns Rafnssonar myndar grunninn að Ljósmyndasafni Stykkishólms
en myndirnar voru afhentar Stykkishólmsbæ árið 1996. Árni Helgason, fyrrum stöðvar-
stjóri Pósts og síma og fréttaritari Morgunblaðsins, gaf safninu einnig veglegt mynda-
safninu árið 2001. Eru nú í safninu um 14–15 þúsund myndir en á vef safnsins eru
geymdar 6.400 myndir.
Sýningin í Norska húsinu stendur til 4. september og er opin daglega frá 11 til 17.
Ein mynda Ljósmyndasafns Stykkishólms.
Myndir frá gamla Stykkishólmi