Morgunblaðið - 05.08.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 05.08.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 39 MENNING Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–12, púttvöllur kl. 10–16.30, bingó byrjar aftur næsta föstudag, 12. ágúst. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, fóta- aðgerð, frjálst að spila í sal. Enginn leiðbeinandi verður í handavinnustof- unni frá 25. júlí til 8. ágúst. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld í Gjá- bakka kl. 20.30. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi – spjall – dagblöðin, kl. 9 baðþjónusta, kl. 10 pútt, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bóka- bíll, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Hádegisverður. Blöðin liggja frammi til aflestrar. Fótaaðgerðir, s. 588–2320. Hár- greiðsla, s. 517–3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja 9–16. Gönguhópurinn Gönuhlaup 9.30. Bridge 13.30. Dagblöðin liggja frammi. Hádegisverður og síðdeg- iskaffi. Veitingar framreiddar í Listi- garði í góðviðri. Skráning á haust- námskeið. Uppl. í s. 568–3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 hádegis- verður. Kl. 13.30–14.30 sungið v/ flygilinn. Kl. 14.30–14.45 kaffiveiting- ar. Kl. 14.30–16 dansað í aðalsal við lagaval Sigvalda. Pönnukökur með rjóma í kaffitímanum. Kirkjustarf Íþróttahúsið Digranes | Árlegt landsmót Votta Jehóva-safnaðarins hefst í dag í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Mótið sendur til sunnu- dags. Dagskrá hefst kl. 9.30 alla dag- ana. Aðalfyrirlestur mótsins, „Hverj- um ber okkur að hlýða“, verður fluttur kl. 13.40 á sunnudag. Fyrir- lesturinn verður túlkaður á táknmál heyrnarlausra.                           Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Portúgals 17. og 24. ágúst. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað. Þú bókar sæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Portúgals 17. eða 24. ágúst frá kr. 29.990 Síðustu sætin Verð kr. 29.990 í viku Verð kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 17. og 24. ágúst. Verð kr. 39.990 í viku Verð kr. 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 17. og 24. ágúst. Munið Mastercard ferðaávísunina GUÐMUNDUR Karl Ásbjörnsson opnar í dag kl. 17 sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu á Húsavík. Undanfarin ár hefur Guðmundur haldið einkasýn- ingar í borgum víða um Þýskaland og Belgíu. Sýningin á Húsavík er fyrsta sýning Guðmundar Karls á Íslandi í 11 ár en á Húsavík á hann sínar æskuslóðir og þar hófst listamanns- ferill hans, að því er segir í tilkynningu. Sýningin stendur til loka ágústmánaðar en um þessa helgi standa jafnframt yfir Mærudagar Húsvíkinga með margvís- legum menningarviðburðum. Guðmundur Karl Ás- björnsson í Safnahúsinu „… ertu að hringja frá Reykjavík? Pabbi söng þar einu sinni … hlýtur að hafa verið á sjötta eða sjöunda ára- tugnum, – með sinfóníuhljómsveit- inni ykkar. Annars hef ég engar hug- myndir um Ísland, veit ekki einu sinni hvernig það lítur út.“ Bobby McFerrin talar og rifjar upp þegar faðir hans, Robert McFerrin eldri, óperusöngvari söng fyrir þessa litlu þjóð langt í burtu fyrir hartnær hálfri öld. Bobby McFerrin yngri þekkja allir af sígilda smellinum hans Don’t Worry, Be Happy. Færri vita senni- lega að hamingjusöngvarinn frá New York er fjarri því að vera nokkurt „eins smells undur“ því ferill hans var á fljúgandi ferð áður en smellurinn góði greip heimsbyggðina undir lok níunda áratugarins, og hefur verið á fljúgandi ferð æ síðan. Bobby McFerrin á tíu Grammy-verðlaun í handraðanum og hefur unnið og er enn einn eftirsóttasti tónlistarmaður heims. Foreldrar hans voru báðir óp- erusöngvarar, og faðir hann komst á spjöld sögunnar sem fyrsti blakki óp- erusöngvarinn sem ráðinn var í sól- istalið Metropolitan-óperunnar. Fjöl- skyldan fluttist til vesturstrandarinnar þegar faðir hans var valinn til að syngja fyrir stórleik- arann Sidney Poitier í Holly- woodmyndinni eftir söngleiknum Porgy og Bess. Bobby McFerrin er hámenntaður í tónlist og er sjálfur öflugur tals- maður almennrar tónlistarmennt- unar. Eftir stóra smellinn þótti ýms- um það sérkennilegt, að hann lét sig hverfa af sjónarsviðinu til þess að læra hljómsveitarstjórn. Á þeim vett- vangi hefur hann ekki síður látið til sín taka en í söng og hljóðfæraleik. Plötur hans með eigin tónlist hafa selst í meir en 20 milljón eintökum, og hann vinnur með jafn ólíkum tón- listarmönnum og sellóleikaranum Yo-Yo Ma, Chick Corea, Fílharm- óníusveitinni í Vínarborg og Herbie Hancock; leikaranum Jack Nichol- son, dansaranum Savion Glover, grínistunum Robin Williams og Billy Crystal, og áheyrendum sínum um allan heim. „Jú, áheyrendurnir eru mik- ilvægir, þeir eru náttúrulega þarna – alltaf, og ég hef þörf fyrir að hafa þá með og virkja þá í prógramminu. Það er ekki þannig að ég láti þá syngja með, trallala … ég kenni þeim ákveð- in stef – set þá í hlutverk hljóm- sveitar, eða gera eitthvað skemmti- legt með mér. Samt er þetta að mestu spunnið á staðnum. Ég gríp augna- blikið og læt þetta gerast eðlilega. Ég er auðvitað alltaf með tilbúið pró- gramm, en það ræðst á staðnum hvernig úr því vinnst.“ McFerrin segir áheyrendur mis- munandi, og stundum geti þurft að hrista svolítið upp í þeim til að fá þá til að slaka á og njóta þess að vera með. „Svo kemur það líka fyrir að ég verð hreinlega að hafa hemil á saln- um ef áheyrendur eru of fúsir. En niðurstaðan er alltaf sú sama – áheyr- endur eru þátttakendur í tónleik- unum á einhvern hátt.“ Hann hlær þegar hann er spurður hvað hann ætli að gera með íslensk- um áheryendum á tónleikunum í Há- skólabíói. „Hef ekki hugmynd, – ekki nokkra einustu hugmynd.“ Með McFerrin á tónleikunum syngur Kammerkór Langholts- kirkju, og kveðst McFerrin hlakka til að hitta kórinn. „Við verðum kannski með nokkur lög tilbúin, en svo er að sjá hvort ég geti ekki spunnið eitt- hvað með þeim, eða þau með mér.“ Bobby McFerrin er á tónleikaferð um Evrópu, og kveðst ekkert semja á meðan. Tónleikaferðirnar taki á, en eftir þessa ferð taki við ár í skapandi vinnu og tónsmíðar. „Ég sæki mér hugmyndir og innblástur í hvað sem er. Ég tek mér alltaf góðan tíma í hugmyndavinnu; – hugmyndirnar geta sprottið af lagstúf sem ég raula, eða þegar ég sit við hljómborðið. Ég tek mér líka tíma í að vinna vel úr hugmyndunum. Tónlistin getur svo verið hvernig sem er og flokkast í hvaða tegund sem er. Það skiptir mig minna máli. Í lok sjöunda áratugarins var ég í tónsmíðanámi, og þá voru uppi alls konar hugmyndir um sam- runa tónlistartegundanna og mikill áhugi fyrir slíku. Rokkararnir unnu með klassíkerunum og klassíkerarnir með djassistunum. Miles Davis setti saman hljómsveit sem spilaði bæði rokk og djass; Mahavishnu var vin- sæl hljómsveit, líka Weather Report, – rokkarar innbyrtu áhrif frá Asíu og Afríku, – líka úr klassíkinni, eins og Moody Blues. Það var mikið farið yfir alls konar landamæri í þá daga og í þannig músíkumhverfi var ég alinn upp. Fyrir mig er þetta því allt eðli- legt og ekkert eitt öðru æðra.“ Tónlist | Bobby McFerrin með Kammerkór Langholts- kirkju og áheyrendum í Háskólabíói á þriðjudagskvöld Ég hef þörf fyrir að virkja áheyrendur Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „Hef ekki hugmynd – ekki nokkra einustu hugmynd,“ segir Bobby McFerr- in um prógrammið sem hann ætlar að spinna með Kammerkórnum og áheyrendum á tónleikunum í Háskólabíói. „MEÐAN ég var enn- þá í starfi sem prófess- or við Háskólann í Reykjavík var ég byrj- aður að skrifa um mál- skot í einkamálum,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttardómari en hann hefur gefið út bókina Um málskot í einka- málum. „Ég tók mig síðan til í vetur og lauk við ritun bókarinnar sem fjallar um Hæstarétt og málskot þangað í einkamálum en ekki í sakamálum.“ Jón segir að bókin skiptist í þrjá hluta þar sem í fyrsta hluta er fjallað um Hæstarétt, skipan hans og starfssvið. „Einnig nokkur atriði sem varða skipun dómara, yf- irstjórn réttarins, vanhæfi dómara til meðferðar einstakra mála og einnig almennt um önnur verkefni dómstólsins en dómsúrlausnir. Síð- an er í bókinni fjallað um tvenns konar málskot til Hæstaréttar, þ.e. annars vegar áfrýjun og hins vegar kæru, og farið er yfir réttar- farsreglur sem gilda fyrir réttinum. Það hefur verið vöntun á skrifum um þetta efni þar sem ekki hefur verið skrifað um það á Íslandi í nær 40 ár. Það var orðið tímabært þar sem gerðar voru mjög miklar breyt- ingar á lögunum um málskot upp úr 1990.“ Tíu heilræði um munnlegan málflutning Í bókinni eru nefndir til sögunnar á þriðja hundrað dómar sem flestir eru frá seinustu árum og farið yfir allt sviðið sem varðar málskots- reglur og réttarfar í Hæstarétti. „Bókin ber öðrum þræði einkenni þess að ég hef verið málflutnings- maður og sérstaklega er vikið að munnlegum málflutningi. Ég birti t.d. tíu heilræði um munnlegan málflutning sem ég samdi fyrir all- mörgum árum fyrir þá sem ég var að kenna á námskeiðum um mál- flutning og þessi heil- ræði eru byggð á minni reynslu til nokkurra áratuga. Þessi bók er auðvit- að ætluð öllum sem vilja fræðast um Hæstarétt og starfsemi hans og þær reglur sem gilda um rekstur dómsmála við réttinn. Hún ætti þó að hafa mest notagildi fyrir hæstaréttarlögmenn og laganema.“ Jón Steinar segir það mjög ánægjulega þróun að meðferð mála taki núorðið skemmri tíma en áður. „Fresturinn sem líður frá því mál er tilbúið og þar til það er tekið fyrir hefur styst til mikilla muna frá því sem áður var. Það eru mjög ánægju- leg tíðindi og ástandið í því er orðið mjög vel viðunandi og jafnvel betra en í nágrannalöndunum.“ Áfrýjun og kæra Hann segir grundvallarmun á áfrýjun máls til Hæstaréttar og kæru. „Með áfrýjun leita menn end- urskoðunar á endanlegri dóms- úrlausn í héraði í tilteknu máli. Með kæru er verið að skjóta til Hæsta- réttar úrskurðum héraðsdómara um formsatriði sem snerta rekstur dómsmálanna. Meðferð kærumál- anna er miklu einfaldari en áfrýj- unarmálanna. Kæran er skrifleg en áfrýjunin er rekin munnlega fyrir réttinum. Annar flokkur kærumál- anna er mál á sviði fullnusturétt- arfars þar sem t.d. er verið að leita eftir fullnustu á fjárkröfu með aðför eða gjaldþrotaskiptum og ef upp kemur ágreiningur þá er honum skotið til héraðsdóms og ef menn sætta sig ekki við niðurstöðu hans er hægt að skjóta henni til Hæsta- réttar með kæru.“ Bækur| Jón Steinar Gunnlaugsson hefur gefið út bók um málskotsrétt í einkamálum Ekki verið skrifað um efnið í 40 ár Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Jón Steinar Gunnlaugsson Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Guðmundur Karl Ásbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.